Morgunblaðið - 04.10.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.10.2001, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 25 KYNNING Sólveig Einardóttir verður með húðgreiningartölvuna í Andorru, Strandgötu, Hafn- arfirði,fimmtudag og föstu- dag og veitir faglega ráðgjöf. AÐ MINNSTA kosti sex fórust þeg- ar langferðabíl frá Greyhound-rútu- fyrirtækinu bandaríska hvolfdi utan vegar í Tennessee-ríki í gær, en að sögn sjónarvotta átti atburðurinn sér stað eftir að einn 40 farþega rút- unnar skar bílstjóra hennar á háls. Haft var eftir yfirvöldum að engin ástæða væri til að ætla að atvikið væri tengt hryðjuverkunum í síðasta mánuði en forsvarsmenn Greyhound aflýstu engu að síður tímabundið öll- um áætlunarferðum. Atburðurinn átti sér stað nærri borginni Manchester, um áttatíu kílómetra suðaustur af Nashville. Var rútan á leið til Atlanta í Georgíu- ríki frá Louisville í Kentucky-ríki. Sagði talsmaður alríkislögreglunnar, FBI, að árásarmaðurinn hefði verið meðal þeirra sem létust þegar rút- unni hvolfdi. Yfirvöld sögðu manninn hafa haft meðferðis króatísk per- sónuskilríki. Haft var eftir einum farþega rút- unnar, Carly Rinearson, að maður- inn hefði verið á aldrinum 30 til 35 ára. Rinearson, sem sat fremst í vagninum, sagði hann ítrekað hafa komið að sér og grennslast fyrir um það hvað tímanum liði. Vildi maður- inn fá að skipta um sæti við Rinear- son en hún neitaði. „Síðar fór hann upp að bílstjóran- um og skar hann á háls án málaleng- inga, og þar með varð rútan stjórn- laus og síðan hvolfdi henni,“ sagði Rinearson í samtali við sjónvarps- stöð í Nashville. Var maðurinn í and- legu ójafnvægi, að því er fram kom í máli hennar. Bílstjórinn lifði atvikið af Bílstjóri rútunnar lifði verknaðinn af og staðfestu læknar í Manchester að gert hefði verið að sárum á hálsi hans. Mun bílstjórinn að sögn CNN hafa getað greint einum læknanna frá því að árásarmaðurinn hefði not- að rakvélarblað eða kassaskera við verknaðinn. Tók hann við stjórn rút- unnar eftir að hafa rutt bílstjóranum úr vegi með áðurnefndum hætti og beindi henni fyrst yfir á hinn vegar- helminginn, andspænis umferð, en síðan út af þjóðveginum þar sem rút- unni hvolfdi. Læknirinn, Ralph Bard, sagði bíl- stjórann hafa lýst manninum sem út- lendingslegum, og að hann hefði tal- að ensku með erlendum hreimi. Greyhound-fyrirtækið á um 2.300 rútur og af þeim voru um 1.900 á ferðinni þegar harmleikurinn í Tenn- essee átti sér stað. Sagði talsmaður Greyhound að þeim hefði verið leyft að halda áfram sína leið til áfanga- staðar en áætlunarferðum síðar um daginn verið frestað tímabundið á meðan verið væri að leggja mat á hvort aðrir farþegar væru í lífs- hættu. Sex fórust þegar langferðabíl hvolfdi í Bandaríkjunum Einn farþeganna skar bílstjórann á háls Manchester í Tennessee. AP. AP Björgunarmenn við langferðabíl sem hvolfdi utan vegar í Tennessee.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.