Morgunblaðið - 04.10.2001, Qupperneq 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 25
KYNNING
Sólveig Einardóttir verður
með húðgreiningartölvuna
í Andorru, Strandgötu, Hafn-
arfirði,fimmtudag og föstu-
dag og veitir faglega ráðgjöf.
AÐ MINNSTA kosti sex fórust þeg-
ar langferðabíl frá Greyhound-rútu-
fyrirtækinu bandaríska hvolfdi utan
vegar í Tennessee-ríki í gær, en að
sögn sjónarvotta átti atburðurinn
sér stað eftir að einn 40 farþega rút-
unnar skar bílstjóra hennar á háls.
Haft var eftir yfirvöldum að engin
ástæða væri til að ætla að atvikið
væri tengt hryðjuverkunum í síðasta
mánuði en forsvarsmenn Greyhound
aflýstu engu að síður tímabundið öll-
um áætlunarferðum.
Atburðurinn átti sér stað nærri
borginni Manchester, um áttatíu
kílómetra suðaustur af Nashville.
Var rútan á leið til Atlanta í Georgíu-
ríki frá Louisville í Kentucky-ríki.
Sagði talsmaður alríkislögreglunnar,
FBI, að árásarmaðurinn hefði verið
meðal þeirra sem létust þegar rút-
unni hvolfdi. Yfirvöld sögðu manninn
hafa haft meðferðis króatísk per-
sónuskilríki.
Haft var eftir einum farþega rút-
unnar, Carly Rinearson, að maður-
inn hefði verið á aldrinum 30 til 35
ára. Rinearson, sem sat fremst í
vagninum, sagði hann ítrekað hafa
komið að sér og grennslast fyrir um
það hvað tímanum liði. Vildi maður-
inn fá að skipta um sæti við Rinear-
son en hún neitaði.
„Síðar fór hann upp að bílstjóran-
um og skar hann á háls án málaleng-
inga, og þar með varð rútan stjórn-
laus og síðan hvolfdi henni,“ sagði
Rinearson í samtali við sjónvarps-
stöð í Nashville. Var maðurinn í and-
legu ójafnvægi, að því er fram kom í
máli hennar.
Bílstjórinn lifði atvikið af
Bílstjóri rútunnar lifði verknaðinn
af og staðfestu læknar í Manchester
að gert hefði verið að sárum á hálsi
hans. Mun bílstjórinn að sögn CNN
hafa getað greint einum læknanna
frá því að árásarmaðurinn hefði not-
að rakvélarblað eða kassaskera við
verknaðinn. Tók hann við stjórn rút-
unnar eftir að hafa rutt bílstjóranum
úr vegi með áðurnefndum hætti og
beindi henni fyrst yfir á hinn vegar-
helminginn, andspænis umferð, en
síðan út af þjóðveginum þar sem rút-
unni hvolfdi.
Læknirinn, Ralph Bard, sagði bíl-
stjórann hafa lýst manninum sem út-
lendingslegum, og að hann hefði tal-
að ensku með erlendum hreimi.
Greyhound-fyrirtækið á um 2.300
rútur og af þeim voru um 1.900 á
ferðinni þegar harmleikurinn í Tenn-
essee átti sér stað. Sagði talsmaður
Greyhound að þeim hefði verið leyft
að halda áfram sína leið til áfanga-
staðar en áætlunarferðum síðar um
daginn verið frestað tímabundið á
meðan verið væri að leggja mat á
hvort aðrir farþegar væru í lífs-
hættu.
Sex fórust þegar langferðabíl hvolfdi í Bandaríkjunum
Einn farþeganna skar
bílstjórann á háls
Manchester í Tennessee. AP.
AP
Björgunarmenn við langferðabíl sem hvolfdi utan vegar í Tennessee.