Morgunblaðið - 04.10.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.10.2001, Blaðsíða 1
226. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 4. OKTÓBER 2001 FULLTRÚAR Bandaríkjastjórnar skýrðu í gær Atlantshafsbandalaginu, NATO, frá því hvaða að- stoð aðildarþjóðirnar gætu þurft að inna af hendi vegna hugsanlegra hernaðaraðgerða gegn hryðju- verkamönnunum er réðust á landið 11. september. Talsmaður bandalagsins, Yves Brodeur, sagði að fimmta grein stofnsamnings þess um að árás á eitt aðildarríki jafngilti árás á þau öll hefði í gær verið beitt og er það í fyrsta sinn í 52 ára sögu NATO sem ákvæðið kemur til framkvæmda. Brodeur sagði að Bandaríkjamenn hefðu ekki tilgreint hvenær gripið yrði til aðgerða og ekki yrði skýrt opinberlega frá áætlununum í smáat- riðum. Aðildarríkin myndu kynna sér málið og þau gætu ráðið miklu um það sjálf hvert framlag hvers og eins yrði, sveigjanleiki væri fyrir hendi. Heim- ildarmenn segja að meðal annars verði farið fram á leyfi til flugs í lofthelgi landanna, notkun á her- bækistöðvum, skipti á upplýsingum og aðstoð við aðdrætti. Frakkar, sem ekki hafa tekið þátt í hern- aðarsamstarfi bandalagsins síðan á sjöunda ára- tugnum, hyggjast leyfa flug bandarískra herflug- véla í lofthelgi sinni auk þess sem þeir bjóða aðstoð herskipa á Indlandshafi. Fullyrt var að flugræningjar hefðu í gær náð á sitt vald indverskri farþegaþotu á leið frá Mumbai. Vélin lenti slysalaust á flugvelli við Nýju-Delhí. Óljóst var í gærkvöldi hvað hafði gerst en ind- verskur ráðherra sagði að mistök í fjarskiptum hefðu skapað rugling. Æ fleiri ríki lýsa yfir stuðningi við alþjóðlega baráttu gegn hryðjuverkahópum. Bandaríkja- menn safna enn liði í grennd við Afganistan og Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra hóf í gær fjögurra daga ferð til Sádi-Arabíu, Ómans, Egyptalands og Úzbekistans. Egyptar segjast vera vissir um að ekki verði gerðar árásir á araba- ríki en í gær fullyrtu Írakar að breskar herflug- vélar hefðu gert árás á borgina Basra í suðurhluta landsins. Hefðu tveir fallið og einn særst. Pakistanar eru nú eina þjóðin sem viðurkennir stjórn talibana í Afganistan, en þeir slógust í gær í hóp þeirra sem vilja að útlægur, fyrrverandi kon- ungur landsins, Mohammed Zahir Shah, taki að sér að koma saman stjórn ef talibanar hrökklast frá völdum. Zahir Shah samdi á mánudag við fylk- ingar sem berjast gegn talibönum um myndun ráðs er kjósa mun þjóðhöfðingja og skipa bráða- birgðastjórn. Norðurbandalagið sem berst gegn talibönum sagðist í gær gera ráð fyrir að fá vopn frá Íran og Rússlandi og fulltrúar þess hefðu átt fundi með Bandaríkjamönnum. Bandaríkin vilja aðstoð Atlantshafsbandalagsins Ákvæðinu um sameig- inleg varnarviðbrögð beitt í fyrsta sinn Brussel, Washington, Bagdad. AP, AFP.  Heimildir til/68 RÚSSAR vilja náið samstarf við bæði Evrópusambandið, ESB, og Atlantshafsbandalagið, NATO, um baráttu gegn hermdarverkum og vilja að öryggismál Evrópu verði endurskoðuð með tilliti til samstarfs gegn nýjum ógnunum. Vladímír Pút- ín Rússlandsforseti segir að svo gæti farið að andstaðan við inngöngu Eystrasaltsríkjanna í NATO yrði endurskoðuð. „Ef NATO fengi ann- að yfirbragð og yrði pólitísk samtök myndum við að sjálfsögðu endur- skoða afstöðu okkar gagnvart slíkri stækkun, ef okkur fyndist að við værum þátttakendur í ferlinu,“ sagði Pútín á blaðamannafundi. Hann hitti í gær ráðamenn NATO og ESB í Brussel. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við frétta- menn í Washington í gær og sagði að árásirnar á New York og Wash- ington 11. september hefðu valdið umskiptum er líkja mætti við „sögu- legan jarðskjálfta“ í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands. Fyrir- heit Rússa um fulla þátttöku í alþjóð- legri baráttu undir forystu Banda- ríkjamanna gegn hryðjuverkum hefði áður verið óhugsandi. Robert- son lávarður, framkvæmdastjóri NATO, sagði í gær að vatnaskil hefðu orðið í samskiptum Rússa og vesturveldanna. Er Powell var spurður álits á um- mælum Rússlandsforseta um stækk- un NATO brosti hann breitt og sagð- ist vona að nú væri búið að leggja grundvöll að viðræðum áður en NATO-ríkin halda fyrirhugaðan fund í Prag á næsta ári til að fjalla um stækkunina. Yrði ef til vill hægt að standa þannig að málinu að eng- um þætti sér ógnað. Einnig minnti Powell á að Rússlandsforseti hefði rætt um möguleikann á að Rússar fengju sjálfir aðild að bandalaginu. Pútín lagði áherslu á að ólík sjón- armið varðandi stækkunina ættu ekki að valda miklum deilum. Banda- ríkjamenn létu í gærmorgun Pútín í té sömu upplýsingar og fulltrúar NATO-ríkjanna fengu á þriðjudag um aðild Sádi-arabans Osama bin Ladens og samtaka hans, al-Qaeda, að árásunum á Bandaríkin. Í sameiginlegri yfirlýsingu ESB og Rússa í gær minntist sambandið að þessu sinni ekki á hlutskipti Tsjetsjena. Þar segir m.a. að unnið verði sameiginlega að því að stöðva fjármögnun hermdarverka, skipst verði á upplýsingum um grunaða hryðjuverkamenn, notkun á fölsuð- um skilríkjum og sölu á efni í kjarna- vopn auk sýkla- og efnavopna. Reuters Vladímír Pútín Rússlandsforseti (t.v.) og Robertson lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, tak- ast í hendur áður en fundur þeirra hófst í Brussel í gær. Vatnaskil í samskiptum Rússa og vesturveldanna Pútín gefur í skyn minni andstöðu við stækkun NATO Brussel. AFP, AP.  Árásin/22–23 DANSKA stjórnin ætlar að grípa til róttækra aðgerða í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum, meðal annars með því að stórauka eftirlit með inn- flytjendum og múslimum í Dan- mörku að því er sagði í Jyllands- Posten í gær. Kom það fram í stefnu- ræðu Pouls Nyrup Rasmussens forsætisráðherra er þingið kom sam- an í fyrradag. Innanríkisráðherra Bretlands, David Blunkett, skýrði í gær frá svipuðum áætlunum þar í landi en jafnframt yrði sett í lög að hvatning til trúarhaturs yrði fram- vegis talin glæpsamlegt athæfi. Leyniþjónustan fær víðtækt vald Lög verða sett í Danmörku um, að allir hryðjuverkamenn verði fram- seldir, og danska leyniþjónustan fær víðtækt vald til að kanna ofan í kjöl- inn óskir um landvist og til að fylgj- ast með innflytjendum og múslim- um. Þá er stjórnin hlynnt því, að útlendingaeftirlitið fái leyfi til að samkeyra fingrafaraskrár. Talsmenn dönsku borgaraflokk- anna fögnuðu þessum sinnaskiptum stjórnarinnar en sögðu, að tillögurn- ar gengju ekki nógu langt og kæmu of seint. Mörg vandamálanna í sam- félaginu stöfuðu beinlínis af and- varaleysi stjórnvalda árum saman. „Hér lifa fjöldamorðingjar, stríðs- glæpamenn og aðrir glæpamenn í vellystingum praktuglega,“ sagði Bendt Bendtsen, leiðtogi danska Íhaldsflokksins. Aukið eft- irlit með innflytj- endum Danska stjórnin STARFSMENN flugfélagsins Swissair efndu í gær til mótmæla í aðalstöðvum fyrirtækisins í Zürich en öllu flugi félagsins var skyndi- lega aflýst á þriðjudag vegna fjár- hagserfiðleika. Þúsundir farþega urðu strandaglópar. Stjórnvöld í Sviss ákváðu í gær að veita Swissair aðstoð er nemur tæpum 28 milljörðum króna og verður flogið samkvæmt áætlun í dag. Reuters Mótmæli í Zürich  Útlit fyrir/C12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.