Vísir - 04.12.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 04.12.1979, Blaðsíða 3
vtsm Þriðjudagur 4. desember 1979 FramlelDsia að heflasl á ný|um sorpbrennsluofnl: Brennlr sorp 100 manna á 15-20 mínútuml porps „Miöað við eðlilegt magn af sorpi, sem til fellur í 100 manna þorpi, tæki það ekki nema 15-20 minútur að brenna sorpi hvers dags", sagði Guð- mundur Ingólfsson, vél- virki, í samtali við Vísi um nýja gerð af sorpbrennslu- ofni. bagga. Ofninn er ekki þyngri en svo að tveir menn geta borið hann á milli sfn, en er hins vegar ótrú- lega afkastamikill og um leið ódýr i framleiðslu. Sorpeyðing hefur veriö mikið vandamál viða á landinu og hefur víðast hvar verið gripið til þess ráðs að reyna að brenna sorpi á viðavangi. Ofninn, sem hér um ræðir, hefur ótrúlega mikla brunagetu og er afgashitinn um 700 gráður, sem þýðir að reykur- inn er lyktarlaus. Að sögn Guðmundar Ingólfs- sonar er hægt að smiða sorp- brennsluofninn i ýmsum stærðum.sem henta mundi ferða- mannastöðum, jafnt sem smærri byggðarlögum. Er ofninn smiðaður úr sérstakri gerð af stáli, er þolir mjög vel mikinn hita og veðrun. Framleiðsla á sorpofninum mun verða i höndum Stuðlastáls á Akranesi. — SG 3 Guðmundur stendur hér við ofn- inn, sem er mjög afkastamikill, þótt ekki fari mikið fyrir honum. (Visism. GVA) Guðmundur hefur hannað þennan ofn ásamt Hafsteini Blandon, verkfræðingi, og hafði Náttúruverndarráð nokkra hönd i Skartgripaverslun Jóns Dal- mannssonar heitir nú Gullkistan. Hefur selt gull í prjátíu ár Skartgripaverslun Jóns Dal- mannssonar hefur nú starfað i 30 ár. Jón hóf rekstur verslunar haustið 1949 i tengslum við gull- smfðavinnustofu sina, semþá var að Grettisgötu 6. Hann stundaði gullsmiöanám 1918-1922 hjá Jóna- tan Jónssyni, gullsmið i Reykja- vik, og vann nær eingöngu að þeirri iðn, uns hann lést 1970. Jón Dalmannsson hóf rekstur eigin vinnustofu 1930 og lagöi jafnan áherslu á heföbundinn og þjóðlegan stil. Skartgripir hans hafa verið á sýningum viöa er- lendis, bæði i Evrópu og Ameriku. Nú siöustu ár hefur verslun Jóns Dalmannssonar verið til húsa aö Frakkastig 10 og hefur dóttir hans, Dóra Jónsdóttir, gull- smiöur, rekið fyrirtækið undir nafninu Gullkistan. fatladra Hexmildir Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út í litlu kveri svör stjórnmálaflokkanna við spurn- ingum Sjálfsbjargar og Blindra- félagsins um stefnu þessara flokka i málefnum fatlaðra fyrir alþingiskosningarnar. Bækur sem geta gjörbreytt hugmyndum þínum og hjálpað þér við að finna eigin stíl. LISTIN AÐ LÍTA VEL ÚT eftir Sally Ann Voak í þýðingu Sigríðar Arnbjarnardóttur. Fegurð tengist ekki endilega dýrum snyrtivörum, fallegum hár- greiðslum og tískufatnaði, heldur er góð heilsa lykillinn að góðu útliti. í bókinni eru ábendingar um mataræði, meðferð hárs og húðar, líkamsæfingar, förðun o.fl., o.fl. FINNIÐ EIGIN FATASTfL eftir Frederica Lord í þýðingu Hildar Einarsdóttur, ritstjóra. Flestar konur langar til að finna eigin fatastíl, skapa hann og þróa. Þessi bók gæti gjörbreytt hugmyndum þínum um föt og fatatísku, hjálpar þér til þess að umskapa útlit þitt og laða fram þau persónueinkenni, sem þú vilt að aðrir komi auga á. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir MYNDIR ÚR RAUNVERULEIK- ANUM Aðalheiður segir frá saklausum börnum og hrösunargjörnu fólki, barnaverndarnefnd og betrun- arstofnunum, sveitalífi og sjó- mennsku, fangelsum og fínum heimilum. Hún skyggnist inn í skuggahverfi borgarinnar og af- kima sálarinnar. Ása Sólveig TREG ÍTAUMI Hér segir frá miðaldra húsmóður sem veit ekki hvort hún lifir sínu lífi eða annarra. Hún verður manni sínum til skammar, börn- unum til leiðinda og hrossinu Guðjón Albertsson: BREIÐHOLTSBÚAR Skáldsaga sem lýsir lifnaðar- háttum, sambúðarvandamálum og neysluvenjum Breiðhyltinga, en er raunar almenn l’slendinga- saga ef að er gáð. Höfundurinn er borinn og barnfæddur Reyk- víkingur — og sjálfur Breið- holtsbúi. Óskar Ingimarsson: f GEGNUM ELD OG VATN Spennandi skáldsaga sem gerist á (slandi, Irlandi og í Danmörku. Óprúttnir samsærismenn ræna sýslumannsdótturinni, en sá er til sem gengur í gegnum eld og vatn til þess að bjarga stúlkunni sem hann elskar. Jón Birgir Pétursson: VITNIÐ SEM HVARF fslensk sakamálasaga Ljóslifandi frásögn af þeim hlið- um borgarlífsins, sem ekki blasa við sjónum almennings. Höf- undurinn á að baki margra ára fréttamannsferil og þekkir til máia. Bók þrungin spurn og spennu. Örn og Örlygur [M Vesturgötu42 s 25722 SVIKRÁÐA SÓLARSTRÚND Ung stúlka fær það óvenjulega verkefni að smygla mikilvægum ^ skjölum til uppreisnarforingja í f litlu eyríki í Karíbahafinu. Þetta | er ekki h^eiglum hent og margt I skeður áður en yfir lýkur. Snjó- S laug Bragadóttir þýddi. Fínníö eígín fatastíl, Lístin að líta vel út og sex aðrar nýjar bækur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.