Vísir - 04.12.1979, Blaðsíða 21

Vísir - 04.12.1979, Blaðsíða 21
' * * *■ * * VÍSIR Þriðjudagur 4. desember 1979 Bangslmon komlnn í skðla Setberg gefur út bókina „Bangsimon og vinir hans fara í skóla”, litprentaða bók í stóru broti. Flestir þekkja sögurnar um Bangsimon og Jakob og vini þeirra, Grislinginn, Kaninku, Kengúru, Kengúrubarnið, Tigrisdýrið og Uglu. Sögurnar eru eftir breska rithöfundinn A.A. Milne, þær hafa veriö þýddar á fjölda tungumála og orðið vinsælar viða um heim. 1 þessari bók segir frá þvi, þegar Jakob ákvað að vinirnir ættu að fá að fara f skóla eins og hann, og kynnast þvi sem þar færi fram. Hulda Valtýsdóttir þýddi og endursagði bókina. Aætlun Hltiers um töku Bretlands Út er komin hjá Bókaklúbbi Almennabókafélagsins bókin Orustan um Bretland eftir breska sagnfræðinginn Leonard Mosley i þýöingu Jóhanns S. Hannessonar og Sigurðar Jó- hannssonar. Þetta er þriðja bókin I ritsafni AB um siðari heimstyrjöldina, en áður eru Ut- komnar i sama flokki Aðdrag- andi styr jaldar og Leifturstrið. Orrustan um Bretland fjallar i máli og myndum um fram- kvæmd áætlunar Hitlers um töku Bretlands, sem skyldi ger- ast með ótakmörkuðum loft- hernaði og siðan innrás skrið- dreka og fótgönguliðs. Texti bókarinnar skiptist í sex kafla sem heita: Kreppir að Bretlandi, Sigur- likurnar fyrirfram, Dagur arn- arins, Arásin á Lundúnir, I deiglu loftárásanna, A útgöngu- versinu. Myndaflokkar bókarinnar heita: Hitler nartar i Erma- sund, Komi þeir bara!, Heljar- mennið Churchill, Stertimennið Göring, Brottflutningur úr borgum, Beðið eftir útkalli, Eld- skirn, Herhvöt á heimavíg- stöðvunum, Vængstýfðir ernir Þýskalands. Almanak 1980 Almanak Hins islenska þjóð- vinafélags 1980 er komið út. Almanakið um árið 1980 hefur dr. Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur reiknað, en annaö efni ritsins er Arbók is- lands 1978 eftir Ólaf Hansson prófessor og ritgerðirnar Vil- hjálmur Stefánsson (1897-1962: aldarminning hins fræga land- könnuðar og rithöfundar) eftir Helga P. Briem fyrrverandi sendiherra og Uxinn I Helga- kviðu Hundingsbana eftir Ólaf M. Ólafsson menntaskólakenn- ara. Klnaævlntýri KINAÆVINTÝRI heitir nýút- komin bók hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvina- félagsins eftir Björn Þorsteins- son. Rit þetta er samið upp úr dagblöðum höfundar frá 1956, en þá fór hann i íslenskri sendi- nefnd austur til Kfna. Lýsir Björn Þorsteinsson sagnfræð- ingur á persónulegan hátt hvernig hið fjarlæga og fram- andi ríkikomhonum fyrir sjónir þegar það var að risa úr rjúk- andi rústum styrjaldar og bylt- ingar á dögum kalda striðsins, en gæðir frásögnina einnig margvislegum fróðleik, göml- um og nýjum, svo að baksviö bókarinnar er einskonar heims- mynd og veraldarsaga. mnmym X X B H E S 1X1» Ht í » X S O N verðlaunað „Lyklaðarn” Málogmenninghefursent frá sér barnabókina LYKLABARN eftir Andrés Indriðason. Þetta er fyrsta bók höfúndar, nútfma- saga úr borgarumhverfi. Aðal- persónan er Disa, tiu ára stúlka sem flyst með foreldrum sínum og litlum bróöur i nýtt, hálf- byggt hverfi. 1 sögunni fylgj- umst við meö henni frá vori til hausts. Lyklabarn hlaut verðlaunin f barnabókasamkeppni Máls og menningar i tilefni barnaárs 1979. Myndskreytingar eru eftir Harald Guðbergsson. Lyklabarn er 128 bls., prentuð f Prentstofu G. Benediktssonar hf. 21 ■N Finnsku bómullarefnin I miklu úrvali □ Gardínuef ni □ tXikaef ni □ Rúmteppæf ni □ Úlpuefni □ Frotteef ni □ Kjólaefni □ Blússuefni □ Sængurf atnaður □ Flauel-riflað □ Ftoplín □ Handklæði í mörgum litumog stærðum Sendum gegn póstkröfu Gardínuhúsið sími 22235 IÐNAÐARHÚSINU REIUIIHURflR SKflPRR ERU SÍGILD LAUSN Auðveldir í uppsetningu fyrir hvern sem er. "S G A J e| Of J ' M— I a r - E ip. Viðartegundirnar teak, eik og álmur ávallt fyrirliggjandi. Við sendum um land allt, en útsölustaðir okkai eru: JL-húsið Reykjavík, Húsgagnakjör Reykjavík, Húsgagnaverzlun Axels Eyjótfssonar Kópavogi, Nýform Hafnarfirfli, Bústofl Keflavík, Kjörfiúsgögn Selfossi, Bólsturgerðin Siglufirði, Vörubœr Akureyrí Kaupfólag Þingeyinga Húsavík, Verzlun Elíasar Guflnasonar Eskrfirði og Egilsstöðum. 5 hentugar stærðir. Y Hæð: 173 sm. Breidd: 110 sm. Dýpt: 60 sm. Breidd A: 175 sm. Breidd B: 200 sm Hæð: 240 sm. Dýpt: 65 sm Vinsamlega sendið mér upplýsingar um skápana. Hæd: 240 sm. Breidd: 110 sm. Dýpt: 65 sm. Nafn Hæð: 240 sm. Breidd: 240 sm. Dýpt: 65 sm. Heimili AXEL EYJÓLFSSON HÚSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVEGI 9 KÓPAVOGI SÍMI 43577

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.