Vísir - 04.12.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 04.12.1979, Blaðsíða 8
vtsm Þri&judagur 4. desember 1979 8 utgefandi: Reykjaprenth/f FramkvæmdastjOri: Davfð Gufimundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hörfiur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra trétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guö- vinsson. iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurfiur R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Slfiumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreifisla: Stakkholti 2-4, sími 86611. .Ritstjórn: Siöumúla 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 4.000 á mánufii innanlands. Verfi í lausasölu 200. kr. eintakifi. Prentun Blafiaprent h/f Kjósendur hafa nú fellt sinn dóm. Nú veröur aö mynda rikisstjórn, sem er fær um aö takast á viö vandamálin i þjóöfélaginu. Sigur Framsóknarf lokksins var það, sem mest kom á óvart í úrslitum alþingiskosninganna i gær og fyrradag. Að vísu hafði verið við því búist, að f lokkurinn rétti verulega hlut sinn f rá hinum mikla ósigri í kosningunum á síð- asta ári. En útkoma hans er mun betri en flestir höfðu gert ráð fyrir, og í raun og veru erfitt að gera sér grein fyrir ástæðum hennar. Sennilega eru þær marg- ar. En f lokkurinn hefur nú á nýj- an leik öruggan sess sem næst stærsti flokkur þjóðarinnar. Kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins varð hins vegar talsvert minna en reiknað hafði verið með stuttu fyrir kosningar. Þó að úrslitin séu í ýmsum kjördæmum áþekk kosningaúrslitunum t.d. 1967 og 1971, verða þau að teljast áfall fyrir f lokkinn. Um það leyti sem vinstri stjórn Ólafs Jóhannes- sonar sprakk og framan af kosningabaráttunni hafði flokk- urinn verulegan meðbyr, eins og eðlilegt var eftir hina skelfilegu óstjórn vinstri stjórnarinnar á efnahagsmálunum. En eftir það virtist flest ganga Sjálfstæðis- flokknum á móti. Klofnings- framboð sjálfstæðismanna í tveimur kjördæmum felldu tvo kjördæmakosna þingmenn flokksins, og höfðu trúlega áhrif víðar. Flokknum virðist ekki haf a tekist að koma stef nu sinni i efnahagsmálum til skila. Og þegar á reyndi er sýnilegt, að kjósendur hafa ekki verið búnir að öðlast traust á því, að Sjálf- stæðisf lokkurinn væri í stakk bú- inn til að leiða þjóðina út úr ef na- hagsöngþveitinu, kjósendur hafa ekki verið búnir að gleyma þvi, hvernig stjórn efnahagsmálanna mistókst i tíð samstjórnar Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar- flokksins 1974-1978. Þó að kosningaúrslitin séu vissulega áfall fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Ijósi þeirra möguleika, sem flokkurinnn hafði til þess að ná góðri kosningu, mega menn ekki gleyma því, að flokkurinn hefur nú unnið nokkuð á og er langstærsti flokkur þjóðarinnar. Ósigur Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins er eðlileg afleiðing af því, hvernig sigur þessara tveggja flokka í síðustu kosningum var til kominn. Sá sigur var illa fenginn. Hann f ékkst út á glamuryrði, óraunhæf kosningalof orð 'og beina skemmdarstarfsemi gegn efna- hagslífi þjóðarinnar. Þessir flokkar hafa því fengið maklega refsingu, og er það vel. Hvað tekur nú við að kosning- unum loknum? Um það er auð- vitað ómögulegt að f ullyrða. Lík- legast er, að Steingrímur Her- mannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, reyni fyrst að mynda nýja vinstri stjórn, enda hef ur hann lýst yf ir því, að hugur hans standi til þess og lýst sig andvígan samstarfi við Sjálf- stæðisf lokkinn. Hvort Alþýðu- flokk og Alþýðubandalag fýsir i slíkt samstarf, skal ósagt látið. Þótt það tækist að koma því á laggirnar, getur sú stjórn ekki ráðið við verðbólguvandann í þjóðfélagi okkar, fyrst og f remst af því að Alþýðubandalagið getur ekki frekar nú en áður starfað sem ábyrgur stjórnarflokkur. Sjálfstæðisf lokk, Alþýðuflokk og Framsóknarflokk greinir að vísu á um ýmis atriði í stjórn ef nahagsmálanna, en innan þessara flokka allra ríkir þó víð- tækur skilningur á nauðsyn þess að ná verðbólgunni niður. Sam- starf þessara þriggja flokka er vissulega annmörkum háð. En þeir eiga allir að hafa lært sína lexiu. Hvort sem menn telja sig nú hafa fengið sigur eða beðið ósig- ur, mega engin ábyrg öfl í þjóð- félaginu skerast úr leik um lausn þeirra vandamála, sem við er að glíma. Þjóðarhagur krefst þess. Og öll eigum við fyrst og fremst að hugsa sem íslendingar frem- ur en f lokksmenn. kjörstjórn, starfsmenn yfirkjör- stjórnar og fulltrúar flokkanna. Eftir var að telja nokkur vafaatkvæði, atkvæði með út- strikunum og utankjörstaðarat- kvæði. Jón Tómasson sagði eftir að hann hafði lesið upp tölurnar að talning hefði gengið mjög vel og mun betur en búist hefði ver- ið við. Nokkrar kjördeildir i Reykja- vik voru opnar til klukkan ellefu og enn voru að berast kjörkass- ar til yfirkjörstjórnar. En samt sem áður virtist ljóst að úrslitin væru þegar komin strax á fyrstu klukkustund eftir að kosninsu var lokið. —KS Reykjavlk: fyrri kosningadaginn. Talning atkvæða hófst klukk- an fimm i gær en klukkustund áður var byrjað að flokka at- kvæði. Um 50 rnanns voru að störfum við talninguna, yfir- talln er klðrfundl lauk ,,Þetta er kosning aldarinn- ar”, sagði einn af talningar- mönnum i Austurbæjarskólan- um um ellefuleytið i gærkvöldi er blaðamönnum var hleypt inn i leikfimisal skólans, þar sem talning atkvæða i Reykjavik fór fram. Það var mikil spenna i loftinu ogviðheyrðum fyrstutölur utan að okkur. Mesta athygli vakti að samkvæmt þeim hefði Fram- sóknarflokkurinn unnið einn mann,en Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag tapað hvor sinum manninum, en Sjálfstæðisflokk- urinn hefði einnig unnið mann. Það leið smástund þar til hægt var að sjónvarpa fyrstu tölum. Um tuttugu minútum yfir ellefu var Jón Tómasson borgarlögmaður, formaður yfir- kjörstjórnar.tilbúinn að lesa upp tölurnar. Aður höfðu birst i sjónvarpinu fyrstu tölur frá Reykjanesi og þegar tölvan spáði úrslitum yfir allt landið fór mikill kliður um salinn. Alþýðuflokkur með 10 þing- menn, Framsóknarflokkurinn 18, Sjálfstæðisflokkurinn 21 og Alþýðubandalagið 11. Þetta kom mönnum sannarlega á óvart. Þegar fyrstu tölur komu i Reykjavik var búið að telja rúmlega 40 þúsund atkvæði eða megnið af greiddum atkvæðum Rúmiega 40 púsund atkvæðl Kliður fór um sali Austurbæjarskólans I gærkvöldi.þar sem talningin i Reykjavík fór fram.er sjónvarpið Jón Tómasson athugar þau atkvæði sem taun nata verið. birti fyrstu kosningaspá. Visismyndir: GVA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.