Vísir - 04.12.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 04.12.1979, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 4. desember 1979 5 Guðmundur Pétursson skrifar Þannig var umhorfs i Riverfront-hljómleikahöllinni i Cincinnati eftir slysið/ þar sem 11 unglingar troðust undir/ er skriða áheyrenda ruddist til sæta sinna til þess aö hlýða á hljómsveitina The Who. Björgunarmenn huga hér að líkum hinna látnu. Símamynd: UPI. Ellefu tróöust undlr á hljómieikum hjá WHO Að minnsta kosti ellefu manns létu lifið og margir til viðbótar slösuðust, þegar fólk tróðst um til þess að ná sætum við hljómleika bresku rokk-hljómsveitarinnar WHO i Cincinnati i Ohio i . hljómleikunum. gærkvöldi. Fólkið tróðst undir, þegar það féll i ruðningnum, og aðrir hirtu ekki um, þótt á þvi væri troðið i á- kafanum til þess að ná sætum á Salurinn tók um 18.000 manns i sæti og var uppselt á hljómleik- ana. Sæti voru ónúmeruð svo að þeir sem fyrstir komust að, náðu bestu sætum. Um leið og fólkinu varhleypt inn, tók það á sprett og tróðst áfrarft, eins og hver hafði bolmagn til. Flestir voru táningar eða rúm- lega tvitugir. Þelr síð- ustuí moskunni eru nú loks slgraðlr Her. Saudi Arabiu hefur yfir- bugað siðustu uppreisnarmenn- ina, sem tóku moskuna miklu i Mekka á dögunum með vopna- valdi. Þeir siðustu héldu út i tvær vik- ur, þar sem þeir höfðu búist til varnar i kjallara moskunnar. Voru þeir annað hvort handteknir eða felldir i áhlaupi stjórnarher- manna i nótt, eftir þvi sem kvis- ast hefur frá Riyadh. Þeir voru úr 200 manna hópi, sem laumaðist með vopn inn i moskuna 20. nóvember, tók fjölda pilagrima gisla og lýsti einn úr hópnum ,,mahdi”, sem er lausn- ari múhammeðstrúarmanna. Moskan, sem er helgasta guðs- hús múhammeðstrúarinnar, skemmdist mikið i átökunum, sem urðu milli uppreisnar- mannanna og hermanna Saudi Arabiu. Ekkert hefur frétst af afdrifum þeirra uppreisnarmanna, sem yfirbugaðir voru, en vist þykir, að þeirra biði ekkert annað en böðulssverðið. Stjórnarskrárkosningar í iran: Dræm kiðrsókn Þjóðaratkvæðagreiðslan i tr- an um hina nýju stjórnarskrá landsins var viða framlengd i nótt til morguns. Þar sem atkvæða greiðslunni var lokið á tilskildum tima, virðist yfirgnæfandi meiri- hluti hafa sagt ,,já”. En þátttaka i atkvæðagreiðsl- unni var miklu minni en i hinni fyrri, þar sem kjósendur voru spurðir, hvort þeir vildu, að stofn- að yrði islamskt lýðræði. Fram- lenging atkvæðagreiðslunnar sýnir, að yfirvöld hafa kviðið þvi, að kjörsóknin yrði leiðinlega dræm til afspurnar. Ekki aðeins i afskekktustu byggðarlögum heldur og i höfuðborginni Teher- an. Stjórnarskrárdrögin fela i sér, að Khomeini verði falið alræðis vald i reynd. t hinni helgu borg Qom, heima- bæ Khomeinis, höfðu nær 200.000 greitt atkvæði með stjórnar- skránni nýju, meðan aðeins 62 höfðu sagt ,,nei”. — En i Azer- baijan, þar sem ibúarnir styðja Shariat-Madari æðstaprest og aðalkeppinaut Khomeinis um andlega leiðsögn þjóðarinnar, var kjörsóknin einungis 15%. Viða var þó lagt nokkuð kapp á smölun atkvæða, og sumsstaðar jafnvel farið með kjörkassana til kjósenda. T.d. sást i Teheran, hvar kjörkassa hafði verið komið fyrir aftan á bifreið, sem ók á milli kaffihúsa. Einum kjörkassa var ekið til stúdentanna i banda- riska sendiráðinu, svo að þeir gætu einnig kosið. Kennedy mlsstfgur slg I gagnrýnlnni á Carlerstlómlna Edward Kennedy öldungar- deildarþingmaður hefur valdið miklum úlfaþyt i stjórnmálalifinu i Bandarikjunum með ummælum um stjórn transkeisara. Sagði frambjóðandinn, að stjórn keisarans „hefði verið ein af mestu ofbeldisstjórnum mann- kynssögunnar”. Ennfremur sagði Kennedy, að keisarinn hefði stolið milljörðum dollara frá tran. Kennedy lét svo ummælt i sjón- varpsviðtali i gærkvöldi, þar sem hann veittist að stjórn Carters forseta og stefnu hennar i utan- rikismálum. Ráðherrar Carters hafa gagn- rýnt ummæli Kennedys harka- lega, og segja, að þau séu þess eðlis, að stofnað gætu lifi gislanna fimmtiu i Teheran i hættu. Hafa þeir varað við þvi, að það gæti reynst hættulegt, ef út á við liti svo út, sem innan Bandarikjanna væri klofningur i afstöðu manna til kröfugerðar stúdentanna, sem hertóku bandariska sendiráðið i Teheran. Ctsölustaftir: Akranes: Bjarg hf. Borgarnes: Kaupf. Borgf. Bolungarvik: Versl. E.G. isafjör&ur: Straumur s.f. Hvammstangi: Versl. S.P. Blönduós: Kaupf.Húnvetninga Sauöárkrókur: Kaupf. Skag- firöinga Akureyri: Vöruhús KEA Hljómver h.f. Húsavik: Kuupf. Þingeyinga Egilsstaöir: Kaupf. Héraösbúa ólafsfjörftur: Versl. Valberg Siglufjörftur: Gestur Fanndal Hornafjörftur: KASK Hvolsvöllur: Kaupf. Rangæinga Vestmannaeyjar: Kjarni hf. Keflavik: Duus. 1 SSVVSf V , m m m m • • Stórfallegt hljómflutningstæki á einstaklega góftu verfti Allt í einu tæki: Stereo-útvarp, Cassettusegulband, plötuspilari og 2 stórir hátalarar. Magnarinn er 44 wött. Tveir hátalarar eru í hvorum kassa. Stór renndur 30 sm plötudiskur. tJtvarpift er meft lang- bylgju, miftbylgju og FM stereo. RcO selektor. Komift og skoftift þetta stórfallega tæki og sannfærist um SM 2850. Toshiba-tækift er ekki afteins afburfta stilhreint i útliti heldur lika hljómgott. SM 2850 gefur yftur mest fyrir pening- ana. S-laga armur Magnetísk hljóödós V- / Æ Einar Farestveit & co hf. Bergstaðastræti 10 A Sími 1-69-95 — Reykjavík SM-2850 STEREO-SAMSTÆÐAN Verö ca. kr. 406/000/-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.