Vísir - 04.12.1979, Blaðsíða 17

Vísir - 04.12.1979, Blaðsíða 17
LUKKUKORT Þú fréttir aif miklum tollahækl leikföngum og sérð þér leik á MupirgjadMHnæMuþrlggjejóu o milljónir. - seglr Albert Guðmundsson „Þetta eru mér mikil vonbrigði — ég verð að viðurkenna að við Sjálfstæðismenn bjuggumst við miklu betri útkomu” sagði Albert Guðmundsson, annar maður á D- lista i Reykjavik, þegar Visir innti hann álits á kosningaúrslit- unum. Albert sagðist alls ekki hafa bú- ist viö þessari fylgisaukningu Framsóknarflokksins, frekar að hann bætti engu við sig. Fannst honum það furöulegt, að Sjálf- stæðisflokkurinn skyldi ekki bæta meiru við sig en raun bar vitni, sérstaklega i Reykjavik. Yrðu Sjálfstæðismenn nú að sleikja sárin, hver i sinu horni. Albert var spurður hvort út- koman i Reykjavik veikti ekki stöðu Geirs Hallgrimssonar for- manns Sjálfstæðisflokksins, en hann vildi þar litlu til svara. Sagðist hann ekki gera sér grein fyrir, hvaða afleiðingar þetta gæti haft, en augljóst væri að leiftursóknin hefði ekki náð til fólksins. Þá var Albert spurður hvað hann áliti um stjórnarmyndun og sagðist hann þá vera ansi hrædd- ur um, að vinstri stjórn tæki við enda væru hinir flokkarnir búnir að lýsa þvi yfir, að þeir vildu ekki fara i stjórn með Sjálfstæðis- flokknum. „Þaö vantar eitthvað i þetta allt”, sagði Albert loks og var greinilegt að hann var vonsvikinn með kosningaúrslitin. —HR Þúk LUKKtJf<ORT jZ'Xsz&nSz'zs: Nýtt íslenskt spil fræðandi um íslenskt efnahagslíf. — Lífleg dægradvöl — ÚTGÁFUFÉLAGIÐ JÖRUNDUR SÍMI22516 REYKJAVÍK Jóhann fvlgist með kosningaúrslitunum I sjónvarpinu ásamt fjölskyldu sinni og vinum. Visismynd: Heiðar Baldursson, Keflavik. VÍSIR Þriðjudagur 4. desember 1979 „Sigur Framéoknarflokksins varð meiri en ég átti von á”, sagði Bene- dikt Gröndal i nótt. Vfsismynd: BG „Vlð vlllum lá vlnsiri sljóm’ - seglr ólafur Ragnar Grlmsson „Ég er mjög ánægður með, aö við Alþýðubandalagsmenn i Reykjavik skyldum halda okkar þingmannatölu. Sérstaklega finnst mér það mikilvægt, að við skyldum koma i veg fyrir að Sjálfstæöisflokkurinn bætti við sig einum einasta þingmanni þar”, sagöi Ólafur Ragnar Grimsson, þriöji maöur á lista Al- þýðubandalagsins i Reykjavik, i morgun. ólafur kvaöst telja, að þessi staðreynd, að Alþýðubandalagið héldi sinum þingmannastyrk i Reykjavik og Sjálfstæðisflokkur- inn bætti ekki við sig, væri alvar- legt áfall fyrir leiftursókn hins siðarnefnda. Jafnframt ætti þaö að vera lexia fyrir alþýðuflokks- menn að það eina sem þeir upp- skæru með stjórnarslitunum væri aö gera Alþýöuflokkinn aftur aö minnsta stjórnmálaflokknum og hefja Framsókn á ný i sitt fyrra veldi. Nú væri Vilmundur búinn að hefja Ólaf Jóhannesson og Steingrim upp til áhrifa. „En umfram allt eru úrslitin i Reykjavik okkur fagnaðarefni, þvi að þó viö höfum misst eitt- hvaðaf atkvæöum, þá er það mun minna en flokkurinn gerir annars1 staðar á landinu”. Stjórnarmyndun? „Viö sögðum fyrir kosningar, aö markmið okkar væri vinstri stjórn og það er óbreytt”, sagði Ólafur Ragnar. — JM „Striðið er ekki tapað”, sagði Ell- ert B. Schram eftir að sýnt var hvernig úrslitin uröu i Reykjavik. Visism.: GVA Ekki hænir í póiitfk” - sagðl Ellert B. Schram „Ég er ánægður með að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur styrkt stöðu sina, en það er ljóst aö and- stæðingum okkar hefur tekist að hræða fólk frá þvi að kjósa okkur með þvi að segja að stefna okkar leiddi til atvinnuleysis”, sagði Ellert B. Schram 8. maður á lista Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik i sarhtali við Visi er fyrstu tölur lágu fyrir i gærkvöldi. Ellert benti þó á að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði bætt við sig 6 til 7% atkvæðum en þeir hefðu gert sér vonir um stærri sigur. Eftir þessum tölum að dæma var Ellert ekki inni sem upp- bótarþingmaöur og þau úrslit breyttust ekki. „Ég er þó ekki hættur i pólitikinni. Þaö er siöur en svo að striðið sé tapað þó ein orrusta sé töpuð”, sagði Ellert. — KS Geir Hallgrimsson ræðir við blaðamann VIsis i nótt. Visismynd: BG. Ólafur Jóhannesson var kátur.þegar biaðamaður Visis ræddi við hann I nótt. Visismynd: GVA „Viðurkenni að þetta er ósigur fyrir Alþýöuflokkinn ”, segir Vilmundur Gylfason en Ólafur Jóhannesson stendur i dyragætt- inni fyrir aftan. Visismynd: GVA. „Hllóta að vera spemandi verketiH" - seglr Jóhann Elnvarðsson um hlngmennskuna sem lofuðu mestu siðast og stóöu ekki við neitt, einnig hefðu menn ekki verið hrifnir af þvi aö hlaupið héfði verið frá stjórnar- störfunum þegar samningar voru lausir og þing rétt að hefjast. Loks sagðist hann telja að stefna Framsóknarflokksins hefði fallið fólki vel I geð. „Hvernig þingmennskan leggst i mig? Ég er nú ekki farinn að leggja það niður fyrir mér, en ég held aö það hljóti að vera spenn- andi verkefni eins og ný verkefni eru gjarnan og ég hlakka til að takast á við þau” sagði Jóhann Einvarðsson. —JM Albert Guðmundsson og Pétur Sveinbjarnarson voru meðal þeirra, sem voru I Sjálfstæðishúsinu I nótt og fylgdust með kosningasjónvarpi þar. „SeiKium sárln - „Ég er að sjálfsögöu mjög ánægöur”, sagði Jóhann Ein- varðsSon, bæjarstjóri i Keflavik. þegar Visir ræddi við hann i nótt. Þegar lá ljóst fyrir að Jóhann væri kominn inn á þing sem full- trúi Framsóknarflokksins,sem nú endurheimti sætið sem hann missti i siðustu kosningum i Reykjaneskjördæmi. Jóhann var heima hjá sér i hópi vina og ættingja, og ætlaði að vaka þar til úrslit væru ljós. Hann kvaðst telja, að þessi fylgis- aukning Framsóknarflokksins væri bæði vegna þess að fólk hefði verið óánægt með þá flokka „ottast erfiða stjórnarmyndun” - segir BenediKt Gfðndai. formaður AlDýöunokkslns „Þrátt fyrir töluvert at- kvæðatap eru þetta ein bestu úrslit sem Alþýðu- flokkurinn hefur fengið í ein 30 ár. Flokkurinn hefur nú náð að festa sig í ákveðnum sessi" sagði Benedikt Gröndal, for- sætisráðherra og formaöur Alþýðuflokksins er -Vísir sótti hann heim á fimmta timanum í nótt. Benedikt sagði þessar kosning- ar einkennast af miklum sveiflum eins og siðast. Þá hefði Alþýðu- flokkurinn farið úr 9,2% atkvæða upp I 22%. Allar likur væri á að heildaratkvæöamagn flokksins nú yrði um .18% og Alþýðuflokk- urinn væri kominn upp úr þeirri lægð sem hann hefði verið i 1971- 74. „Þau úrslit sem nu liggja fyrir gefa ekki skýra visbendingu um stjórnarmyndun.en ástæða er til að óttast að hún verði erfið” sagði Benedikt Gröndal er hann var spurður um þetta atriði. Um útkomu annarra flokka sagði Benedikt, að sigur Fram- sóknarflokksins væri mun meiri en hann hefði átt von á. Miðað við pólitiska stöðu Sjálfstæðisflokks- ins i haust væri fylgi Sjálfstæðis- flokksins langt fyrir neðan það, sem ætlað var. Alþýðubandalagið virtist tapa álika miklu og Alþýðuflokkurinn og tilviljun virtist ætla að ráða þvi hvor flokkurinn fengi einum þing- mann.i fleiri en hinn. Þetta svip- aða fylgi þessara flokka skipti miklu á vinstri vængnum þar sem Alþýðubandalagið hefði lengi ætl- að sér að þurrka Alþýðuflokkinn út. „óneitanlega hefur misheppn- að stjórnarsamstarf dregið úr fylgi Alþýðuflokksins. Það hefur valdið kjósendum i launþegastétt vonbrigðum, að tveir verkalýðs- flokkar gátu ekki unnið saman. Framsókn satá milli og fleytir nú rjómann ofan af” sagði Benedikt. Varöandi afsögn rikisstjórnar- innar sagði Benedikt Gröndal að stjórnin segði af sér um leið og öll úrslit lægu fyrir og gæti það jafn- vel orðið i dag. VÍSIR Þriöjudagur 4. desember 1979 „vonlr okkar hafa aigjörlega brugðlst - segir Gelr Haligrimsson. formaður sjálf stæDlsf lokKsin s „A þessu stigi er ég ekki reiðu- búinn að skýra Orslit kosninganna en ljóst er aö klofningsframboð i tveimur kjördæmum hafa ekki eingöngu valdið- flokknum tjóni þar heldur og annars staöar á landinu”, sagði Geir Hallgrims- son er Visir ræddi við hann á heimili hans laust fyrir klukkan fimm i morgun. Geir Hallgrimsson sagði enn- fremur að ákveðin stefna Sjálf- stæðisflokksins i baráttunni gegn verðbólgunni hefði ekki hlotið þann hljómgrunn sem sjálf- stæðismenn hefðu vænst. Þegar Geir var spurður, hvort úrslitin væru ekki persónulegt á- fall fyrir hann, svaraði hann þvi til, að auðvitað væru úrslitin mik- il vonbrigði fyrir alla sjálfstæðis- menn og ekki sist hann sjálfan, en það væri flokkurinn og framtið hans sem skipti öllu máli. „Það er ljóst að vonir okkar um verulega fylgisaukningu hafa al- gjörlega brugðist. Við settum að visu markiö hátt og þvi orðið fyrir enn meiri vonbrigöum, ekki sist hér i Reykjavlk” sagði Geir Hall- grimsson. „Þótt fylgið hafi aöeins aukist frá siðustu kosningum, þá ber á það að lita,að þær voru okkur lika mjög óhagstæðar” sagöi Geir ennfremur. Er Geir var spurður hvort hann hefði skýringar á hinni miklu fylgisaukningu Framsóknar- flokksins.kvaðst hann ekki kunna neinarskýringará þvi. Hann vildi engu spá að svo stöddu um stjórn- armyndun en bað Visi að flytja þakkir þeim fjölda fólks, sem hefði unnið fyrir Sjálfstæðisflokk- inn i þessari kosningabaráttu. -SG ..Urslltln mlklð lagnaðarefni” - seglr óialur Jóhannesson „Crslitin eru mikið fagnaðar- efni fyrir okkur framsóknar- menn, sérstaklega vegna þess, að þessi fylgisaukning er um allt land”, sagi ólafur Jóhannesson, fyrrverandi formaður Fram- sóknarflokksins og forsætisráð- herra, þegar Visir ræddi við hann um fimmleytið i morgun. Hann kvaðst telja þetta stað- festingu á þvi.að borið héfði verið traust til flokksins I fyrri stjórn og að stefnuskrá flokksins félli fólki i geð. Um stjórnarmyndun sagðist hann ekki vilja bæta neinu við þaö sem hann hefði þegar sagt, að hann teldi að hún tæki langan tima og yrði erfið. Hann var sþurður, hvort hann teldi þessi úrslit stuðning við nýja vinstri stjórn eða Framsóknarflokkinn fyrst og fremst og taldi hann það vera hið siðarnefnda. Ólafur var kátur og lék á als oddi og sagði „það skiptast á skin og skúrir i pólitik og maður verður að taka hvorutveggja jafnvel”. —JM EKKI ; vlöbrlgOI i aðfara 1 á þing” - seglr Karvei Pálmason „Sigur sameiginlegs framboðs okkar er að minu viti stórt spor sem marka mun timamót i stjórnmálabaráttu i kjördæm- inu”, sagði Karvel Pálmason 2. maður á lista Alþýðuflokksins á Vestfjörðum við Visi i morgun.en hann varð landskjörinn þingmaö- ur og tekur nú aftur sæti á Al- þingi. „Það er ekki það langt siðan að ég fór af Alþingi að þetta verði mikil viðbrigði fyrir mig. Ég gleöst að sjálfsögöu yfir þessum sigri þó tæpt stæði. Ég bjóst alltaf við þvi að við fengjum um 1200 atkvæði en gerði mér grein fyrir aö það gæti brugöið til beggja vona. Ég vil koma á framfæri þakk- læti til allra þeirra sem studdu okkurá Vestfjöröum”, sagöi Kar- vel. — KS Sérframboð vestmanna- eylnga kæmi til athugunar - seglr Guómunflur Karlsson „Þaö gæti verið til athugunar, aö Vestmannaeyingar yrðu með sérframboð i næstu kosningum, ef þetta á að þróast i þessa átt” sagði Guömundur Karlsson, annar maöurá lista Sjálfstæöis- flokksins i Suðurlandskjör- dæmi, þegar Visir ræddi viö hann um úrslitin I nótt. Guð- mundur visaði þarna til fram- boðs Eggerts Haukdal i kjör- dæminu, en Eggert náði kjöri 1 kjö^æminu en Guömundur ekki. Um Urslitin I heild sagöi Guö- mundur, að þaö ylli sér von- brigðum, að Sjálfstæðisflokkur- inn kæmi ekki betur út en raun bæri vitni. —JM I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Þurfum að athuga vel okKar gang” - seglr Vllmundur Gylfason um útkomu AlpýðuflokKslns í hessum kosnlngum „Ég viðurkenni að þetta er ósig- ur fyrir Alþýðuflokkinn og við þurfum að athuga vel okkar gang”, sagði Vilmundur Gylfason 2. maöur á lista flokksins i Reykjavik i samtali við Visi i nótt, eftir að úrslit voru farin að skýrast i Reykjavik. „Ég harma að við skulum fá færri atkvæði nú en siðast. Skýringin á þvi er að stjórnar- samstarfið mistókst. En ég vil vekja athygli á þvi að við erum ennþá stærri en við höfum nokk- urn tima verið fram að siðustu kosningum”, sagöi Vilmundur. — KS »■ FramsóKn og sjáifstæöisfioKKur eiga okki samieið” - sagöl GuDmunflur Blarnason „Þessi úrslit sýna mjög mikla hreyfingu til Framsóknarflokks- ins og ég tel að hún stafi fyrst og fremst af þvi að flokkurinn hefur sýnt ábyrgð og drengskap” sagði Guðmundur Bjarnason, þriðji maður á B-listanum i Norður- landskjördæmi eystra, i samtali viö Visi, en hann er nýr maður á þingi. Guðmundur sagöi að þessi úr- slithefðu komið sér mjög á óvart. Þeir framsóknarmenn i kjör- dæminu hefðu talið að mjög mjótt væri á mununum milli sin og ann- ars manns á lista Sjálfstæðis- flokksins, en annað heföi nú kom- ið á daginn. Guömundur var spurður hvaða málum hann hyggðist beita sér fyrir á Alþingi og sagöi hann að þar væri aðallega um að ræða jafnvægismál er snertu kjördæm- iö, t.d. jöfnun á hitakostnaði. Loks sagðist Guðmundur álita að erfitt yrði um stjórnarmyndun og að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ættu þar ekki samleið. — HR hver I sínu hornl” Vona að ég Koml Kjðrdæminu að liðl » = 99 - seglr Stefán GuDmundsson HngmaDur FramsóknarflokKslns „Mér list bærilega á aö setjast á þing, en ég hef sama sem engan tima haft til að hugleiöa það,” sagöi Stefán Guðmundsson á Sauðárkróki, sem var i nótt i fyrsta sinn kjörinn þingmaður Framsóknarflokksins. Stefán kvaðst vera mjög á- nægður með úrslit kosninganna. „Fólk virðist hafa borið traust til stefnu flokksins.” — Hverju hyggst þú helst beita þér fyrir á þingi? „Það eru ýmis mál, sem mér eru hugleikin og ég vona, að ég geti komið minu kjördæmi að liöi,” sagði Stefán, en vildi ekki að svo stöddu nefna ákveðin mál. —SJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.