Vísir - 04.12.1979, Blaðsíða 22

Vísir - 04.12.1979, Blaðsíða 22
22 Frá jarðarför móður Kvikmyndun Vandarhöggs langt komin: VÍSIR Þriðjudagur 4. desember 1979 Barátta tveggja kvenna um einn karimann Þessa dagana vinnur hátt í 20 manna gengi að gerð sjónvarpskvikmyndarinnar „Vandarhögg" eftir Jök- ul Jakobsson. Fer taka myndarinnar fram á Akureyri: í Slippstöðinni, við smábátahöfnina, í Kirkjunni og viðar. Stærsti hluti myndarinnar verður tekinn upp i ,,Norðurpólnum", húsi KEA, sem stendur við Kjötiðnaðarstöðina. Þetta hús átti að vera búið að rifa, en úr því hefur ekki orðið. Kom það sér vel vegna myndarinnar, því það er nánast eins og tilbuin leikmynd, að sögn þeirra sjónvarpsmanna. Leikstjóri er Hrafn Gunnlaugsson og hafði hann orð fyrir hópn- um á blaðamannafundi i síðustu viku. — Myndin gerist i fæðingarbæ þeirra sem verkið fjallar um, en sá bær þarf ekki endilega að vera Akureyri, sagði Hrafn. — Það komu ýmsir aðrir staðir til greina, t.d. Húsavik og tsafjörð- ur, en meginástðan fyrir þvi að Akureyri varð fyrir valinu er staðsetning kirkjunnar, sem verður stór punktur i myndinni og Jökull lagði mikla áherslu á. — Myndin fjallar i stuttu máli um baráttu tveggja kvenna um einn karl, sagði Hrafn — og karlmaðurinn sigraði, skaut þá Benedikt Arnason, leikari, inn i samtalið, en hann leikur einmitt karlinn, Lárus ljósmyndara. 1 myndinni er kafaö djúpt i mannlegar tilfinningar og á- striður,, hélt Hrafn áfram. — Hún hefst með þvi að Lárus kemur heim i fæöingarbæ sinn til að vera við jarðarför móður sinnar. Hann er heimsbekktur tiskuljósmyndari — og kona hans, Rós, er fyrirsætan. Hún er leikin af Björgu Jónsdóttur. Rós er alþjóðlegur Islendingur og þekkt andlit af forsiðum tiskublaðanna, sem sýna þó ekki hennar rétta andlit, heldur „glansmynd” sem Lárus hefur skapað. Þriðja megin-persónan i myndinni er Emma, systir Lárusar. Hún er leikin af Bryn- disi Pétursdóttur. Emma hafði eitt sinn farið utan, til að verða besta alt-söngkona Evrópu. En það tókst ekki, hún kom heim aftur og gerðist „mæðumann- eskja” i heimabæ sinum. Móöir þeirra systkina hafði rekið nokkurskonar heimili fyrir kostgangara, likt og var á „Norðurpólnum” á sinum tima. Húsið er eins og tilbúin leik- mynd. Efri hæðin með númer- uðum herbergjum og niðri er herbergjaskipan þannig, að vel hentar fyrir ibúð gömlu konunn- ar. Auðvitað þurfti ýmsar endurbætur að gera á húsinu eins og efni myndarinnar krafð- ist, en það var ekki mikið — Þegar Lárus kemur heim til fæðingarbæjar sins á hann erfitt með að gera upp hug sinn. A hann aö setjast þar að og lifa jarðbundnu lifi, eður á hann að halda áfram á sömu braut og njóta lystisemda frægðarinnar. Systir hans vill það fyrrnefnda, en konan það siðarnefnda. Inn i þennan þráð fléttast siöan smærri myndir og ýmsar per- sónur koma við sögu, leigubil- Jóhann ögmundsson og Bryndis Prtursdóttir i hlutverkum sin- um. Benedikt Árnason leikur Lárus ljósmyndara og Björg Jóns- dóttir, sem leikur Rós konu hans. stjórar, verkamenn, fiskimenn, fólk við jarðarför og annað sem tilheyrir efninu, sagði Hrafn að lokum. Myndin verður væntanlega sýnd um páskana og tekur hátt i eina klukkustund i sýningu. Björg Jónsdóttir er ekki alveg ókunn af skerminum, þvi hún hefur áður leikið i myndum Hrafns, „Silfurtunglinu” og i „Undir sama þaki” fór hún með „Litlu andarungana” af mikilli innlifun. Raunar er Björg með akureyrskt blóð i æðum, meira að segja Inn- bæjarblóð, þvi hún er dóttir Jóns heitins Sveinssonar, fyrr- verandi bæjarstjóra. Benedikt Arnason er senni- lega þekktari fyrir leikstjórn en leik. Hann lék þó á sviði hér áð- ur, en leiddist siðan að sögn út i leikstjórnina. Þetta er frum- raun hans fyrir kvikmynda- vélarnar. Bryndis Pétursdóttir, sem leikur Emmu, þá sem ætlaði að verða fræg aít-söngkona, lék i kvikmyndum Lofts á sinum tima. Má þar á meðal nefna „Milli fjalls og fjöru” og „Niðursetninginn”. Eins og áður sagði er Hrafn Gunnlaugsson leikstjórinn. Leikmyndina gerði Einar Þor- steinn Asgeirsson, Ragnheiður Harwey sér um förðun, Hjördis Sigurbjörnsdóttir um búninga og Gunnlaugur Jónasson um leikmuni. Sigurliði Guðmunds- son og Sigmundur Arthúrsson sjá um kvikmyndunina, en Jón og Marinó Ölafssynir nema hljóðið.ef eitthvert er. Smiður er Sigvaldi Eggertsson, en fjár- málavaldið er i höndum Helga Gestssonar. Skrifta gengisins er Sólveig Magnúsdóttir. Þá höldum við að allt hafi veriö tiundað, annað en það að reiknað er með að kvikmyndun ljúki 10. desember ef allt gengur að óskum. k sandkorn Sæmundur Guðvinsson skrifar Ljósritin prentuð i Sunnudagsblaði Þjóðvilj- ans hafa að undanförnu birst langar greinar um erlenda auðhringi og áhuga þeirra á islandi. Eftir þvi sem ég kemst næst hefur þó hvergi verið flett ofan af neinu hneyksli i þessu sambandi enda liafa forsvarsmenn auð- hringanna aðeins kynnt áhuga sinn á landinu, en undirtektir verið litlar. Hins vegar hafa sumir verið að velta þvi fyrir sér hvort ekki hafi verið notað óvenju- mikið af Ijósritunarpappir i iðnaöarráðuneytinu siðustu daga fráfarandi rikisstjórnar. Bókanir um KR Sagt er að iþróttaþáttur sjónvarpsins hafi verið til um- ræðu á fundi útvarpsráðs fyrir skömmu. Guðni Guðmundsson rektor er varamaður i ráð- inu og sat þennan fund. Var hann óánægður með iþrótta- þátt sjónvarpsins og sagði að þar væri miklu meira sýnt af körfuboltaleikjum en hand- bolta. Ástæðan væri vafalaust sú að Bjarni Fel. væri i KR og KR-ingar væru miklu betri i körfu en handbolta. Ellert Schram brá þá við hart og lét bóka að vist væru KR-ingar lika góðir i hand- bolta. Föstudagur Aipýðubiaðs Af einhverjum ástæðum hefur föstudagsútgáfa Alþýðublaðsins, Helgarpóst- urinn, sýnt mikinn áhuga á öllum hræringum á ritstjórn Visis. Hefur blaöið haft það fyrir sið að birta frétt um það nokkrum sinnum i hvert skipti sein einhverjar breytingar hafa orðið hér á mannahaldi. Á þessu ári hafa þrir af blaðamönnum Visis ráðið sig sem ritstjóra að sérblöðum og sýnir það best hvert er leitað þegar hæfileika - fólk vantar. Mannaskipti á öðrum blöðum hafa ekki verið gerð að um- talsefni i föstudagsútgáfu Alþýðublaðsins. Af hverju skyldi það nú vera látið liggja milli hluta? Hundurlnn og meistarinn Það er ekki ofsögum sagt af þeim hættum sem fulltrúar borgarfógetaembættisins verða að mæta i störfum sin- um. Gott dæmi um þetta mátti lesa i frétt á baksiöu Morgunblaðsins á sunnudag- inn. Það var sagt frá máii sem reis vegna hundsbits. í frétt Morgunblaðsins segir: „Konan hefur alfarið neitað að greiða skaöabæturnar. Hinn 13. nóvember s.l. fór full- trúi borgarfógetans, ólafur Sigurgeirsson, á heimili kon- unnar, en hann er margverð- launaður lyftingameistari og formaður Lyftingasambands tslands”. Frásögnin fór nú að verða verulega spennandi eh botninn datt jivi miður úr henni. Lyftingakappinn varð nefni- lega ekki var við hundinn nema hvað hann heyrði i hon- um geltið. Enn hefur þvi ekki verið úr þvi skorið hvort lyftingakappi fógetans eða hundurinn hefði haft betur hefðu þeir mæst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.