Vísir - 04.12.1979, Blaðsíða 24

Vísir - 04.12.1979, Blaðsíða 24
Guö á 27. hæð Ragnheiður Jónsdóttir: Dóra Iðunn 1979. Ragnheiður Jónsdóttir, rit- höfundur, skrifaöi margar sög- ur fyrir börn og unglinga. Dóra er fyrsta unglingabók Ragn- heiðar og kom fyrst út áriö 1945. Það má þvi segja, aö timabært sé að fá sögur Ragnheiðar aftur á prent. Sagan um Dóru gerist á striðsárunum. Dóra er 12 ára Reykjavikurmær, sem skrifar Ellu vinkonu sinni bréf, en Ella dvelur i sveit hiá afa sinum og ömmu. Sagan er skrifuð i sendibréfsformi. Dóra ræðir viö Ellu vinkonu sina i trúnaði um allt markvert, sem gerist og öll sin mál. Dóra er einbirni og á efnaða foreldra, sem veita henni nóg af veraldlegum gæðum. En þau gefa sér ekki tima til að ræða við Dóru. „Pabbi hefur ekki tima til þess að hlusta á mig, og mamma skilur mig ekki. Þau eru auðvitað ágæt fyrir þvi, og mér þykir vænt um þau. En ég hugsa að foreldrarnir skilji bókmenntir A n n a K . Brynjúlfsdótt- ir skrifar um barnabækur aldrei börnin sin, og börnin lik- lega ekki foreldrana. Þetta er mjög sorglegt.” Svo segir Dóra i fyrsta bréfinu til Ellu. En þrátt fyrir allt er Dóra óvenju þroskuð 12 ára telpa. Hún er hjálpfús og á erfitt með að skilja misréttið i heiminum. Hún á reyndar aðra góða vin- konu en Ellu. Það er Vala. For- eldrar Völu eru fátæk og fjöl- skyldan býr i skúr. Dóra er að venja komur sinr á heimili Völu. Þar kann hún vel við sig. Þó aö fjölskylda Völu sé fátæk af ver- aldlegum auð.finnur Dóra þarna ánægju og gleði, sem hún sakn- aöi á sinu eigin heimili. Vala á lika hóp af systkinum, og Dóra verður þeim öllum sannur vin- ur. Svo kemur Kári til sögunn- ar. Hann var stóri bróöir Völu, sem hafði dvalist i sveit i nokkur ár. Hann hafði veriö sendur i sveit vegna óknytta. Hann hafði lent i slæmum félagsskap. Kári er 16 ára og er nú orðinn prúöur unglingur. Dóra og Kári veröa góðir vinir og Kári fær vinnu hjá föður Dóru. Neikvæð mynd er dregin upp af móður Dóru, sem ekki hugsar um annað en fin föt og skemmt- anir. Sterkasta persónan i sögunni er Dóra sjálf. Vala er fjarlæg, en i næstu bók kynnumst við Völu efalaust nánar. Bókin um Dóru heldur enn gildi sinu þrátt fyrir þann ára- fjölda, sem liðinn er, siðan hún var skrifuö, eins og er um allar góðar bækur. Ragnheiður Gestsdóttir, en hún er dótturdóttir höfundarins, hefur myndskreytt bókina fall- ega og hæfa myndirnar vel sög- unni. George Burns er hér aðeins i gervi sjálfs sfn f þeim félagsskap, sem honum er mest aö skapi. Leikfimlkennarlnn syngur Finnsk-sænska visnasöngkonan Barbara Helsingius heldur tón- leika i Norræna húsinu miöviku- daginn 5. desember, á morgun. BarDara Helsingius er mennt- aður leikfimikennari og mun það tæpast vanalegt um visnasöngv- ara. Lauk hún þvi námi frá Fim- leikaskóla Helsingforsborgar og TÚNUSTARSKÓLINN í REYKJAVÍK MED KAMMERTÖNLEIKA 1 kvöld klukkan 20.30 heldur Tónlistarskólinn i Reykjavik tón- leika i Norræna húsinu. A efnisskránni eru eingöngu kammerverk sem nemendur hafa æft undir leiðsögn Mark Reeman fiðlukennara. Fyrsta verkið á efnisskránni er „Golden Sonate” eftir enska tón- skáldið Henry Purcell, þá veröur leikinn Pianókvartett nr. 2 I Es- dúr eftir Mozart, Hasselby- kvarttettinn eftir Þorkel Sigur- björnsson og að lokum svita fyrir fiölu, klarinett og pianó eftir Darius Milhaud. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill að þvi sem segir i fréttatilkynningu frá Tónlistarskólanum i Reykjavik. Hópurinn, sem heldur tónleikana i kvöld i Norræna húsinu kl. 20.30. ásamt Mark Reedman fiðiukennara. 4gði svo land undir fót til að mennta sig frekar i þessari grein. Fór hún til Bandarlkjanna til náms og lauk MA-prófi frá Stand- ford-háskólanum á þvi herrans ári 1964. A námsárum sínum vestra kynnti hún sér sérstaklega • ameriska þjóðlagatónlist. Eftir að Barbara hóf söngferil sinn nytur hún sivaxandi vin- sælda sem visnasöngkona bæði i Finnlandi og annars staðar á Noröurlöndum sem og vestan- hafs. Hún semur sjálf bæði ljóð og lög og hefur sent frá sér nokkrar hljómplötur með tónlist sinni. Þá gaf hún nú nýlega út bók: Vill du visor, minn van? og eru i bókinni birtar áður óprentaöar finnsk- sænskar visur. Barbara Helsingius er nú for- maður Visnavinafélagsins Visans Vanner, i Helsingfors. Auk tónleikanna i Norræna hús- inu annað kvöld kemur hún fram á vegum Suomi-félagsdagsins á sjálfstæðisdegi Finnlands 6. desember en sjálfstæðidsagurinn verður haldinn hátiðlegur I Nor- ræna húsinu þann daginn. IJ Austurbæjarbió: ,,ó Guö!” Leikstjóri: Carl Reiner Handrit eftir Larry Gelbert Aðaileikarar: John Denver og George Burns Bandarisk, árgerð 1977. Efni og boðskapur kvik- myndarinnar ,,ó Guðí” er ósköp hugljúfur. Guð fer til jarðarinnar til að segja mönnunum að þrátt fyrir að ýmislegt hafi farið úr- skeiðis hjá þeim, geti þeir enn ráöið við vandann. Guð kallar bandariskan verslunarstjóra til fundar við sig á 27. hæð hótels og ætlar honum að koma boðum þessum áleiðis til fjöldans. Nefndur verslunarstjóri er svo góður og heiðarlegur aö hann svindlar ekki einu sinni á við- skiptavinum sinum og er þvi hinn ákjósanlegasti maður til að færa heiminum gleðitiðindin. Allir atburðir myndarinnar og yfirbragð hennar er hreint og gott á bandariska visu. Boðskapurinn er að allir eigi að elska náunga sinn og láta vera að pretta hann. Deilt er á hræsnisfulla predikara sem halda samkomur I stórum sölum og reyta þar seðlana af lýðnum. Predikarinn i „Ó Guö!” er einhverskonar Moon, en minn- ir þó mest á Billy Graham. „Ó Guð!” virðist einn anginn af ameriska draumnum um að allir séu góðir, mannlffið fagurt og að vondu kallarnir veröi rassskelltir og sýnd villa sins vegar. Svona nokkuð kætir bandarisku hjörtun enda var kvikmyndin sýnd við metaðsókn þar vestra. Efinn er hins vegarr sá að nokkur önnur þjóð en sú bandarfska, geti haft gaman af þessu ævintýri, þó svo að raunir verslunarstjórans sem stundar útbreiðslu hins góða orös, og leikinn er af John Denver, séu stundum spaugilegar. Fátt er þó svo með öllu ameriskt aö ekki finnist á þvi ljós punktur. I þessu tilfelli er það George Burns i hlutverki al- mættisins sjálfs. Karlinn er alveg eldhress og ágætur leikari, en hann hóf feril sinn i kvikmyndum eftir sjötugt. Burns stóð á áttræðu þegar „ó Guð” var gerð og hlaut Óskarsverðlaun sem besti karl- leikari i aukahlutverki árið 1977 fyrir frammistöðu sina i henni. í „Ó Guð!” eru umræðuefnin tekin tómum vettlingatökum. Guð fer i myndinni hina mestu er- indisleysu til jarðarinnar. Hann bendir sendiboða sinum á ýmis- legt sem þarfnast skjótrar lausn- ar, svo sem mengunarvandamál- kvikmvndir ið. En hvar eru lausnirnar og árangur áminninganna? Þær eru ekki sýndar i ,,Ó Guð” og svona létt hjal um vandann er ekki lik- leg kveikja að þvL að áhorfendur fái köllun og skeri upp herör gegn ósómanum. Þrátt fyrir alla galla „Ó Guð!” er e.t.v. betra, eins og raunar er gefið i skyn I myndinni, aö sýna Guð sem litinn og vinalegan karl i vinnugalla sem gerir at I búðar- loku, en að sjá djöfulinn taka sér bólfestu i smástelpu og blóðsugur hrella glóruna úr fólki eins og svo lengi hefur veriö vænlegt til aö efla aðsókn að kvikmyndahúsum. —SKJ Sólveig K. Jónsdóttir ■ skrifar Dóra að skrifa til vinkonu sinnar. Teikninguna gerði Ragnheiður Gestsdóttir. f 12 ára Reyklavlkur- mær á slríðsárunum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.