Vísir - 31.03.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 31.03.1980, Blaðsíða 2
vtsm Mánudagur 31. mars 1980 2 Á að leyfa frjálsar út- varps- og sjónvarps- stöðvar á íslandi? Ólöf Eyjólfsdóttir, húsmóöir: Já, það held ég. Þaö eykur fjöl- breytnina. Hallveig Sveinsdóttir, húsmóöir: Já, ég er alveg með þvi. — Hvers vegna? — Bara, mér finnst það alveg „þræl-þægilegt” og svo hef ég líka smá-reynslu af mynd- segulböndum — þau eru frábær. Valgeir Kjartansson, nemi: Já, að sjálfsögðu. Er þetta ekki lýð- ræðisþjóðfélag? Hannes Sigurðsson, matsveinn: Já, alveg tvimælalaust. Mér fannst þaö „svakalegt” þegar að kaninn var tekinn af. Gisli Jónsson, húsasmiöur: Já, af þvi að útvarp og sjónvarp eru alltof einhliða. ' ' ' .. .» ■ '' ■ Þaö var iskemmtiieg bianda af Hollywood og sveitaballi f Aratungu á laugardaginn. Visismynd: ÓH •j#' VóVU 'ál; >•' - 'VÉMjl’jB' x ' [kWjm 7 - ~"r' irw™1 V u, Jim DISKO-SVEIT A- BALL í ARATUNGU Tjúttaö af mikilii innlifun. Visismynd: ÓH „Eru ekki ailir Iþrumustuöi?” Rúnar Júliusson og hljómsveitin hans, Geimsteinn, tóku viö af diskótek- inu I nokkrun tima og ckki dönsuöu menn minna eftir þaö. Vfsismynd: ÓH Aratunga tók stakkaskiptum á laugardagskvöldið, en þá héldu skemmtistaðurinn Holly- wood og hljómsveitin Geim- steinn sveitaball með diskó- Ivafi I Aratungu. Að sögn Ólafs Laufdal, veit- ingamanns I Hollvwood, var þetta liður i að kynna Hollywood úti á landsbyggðinni. Þarna var sett upp Holly- wood-dagskrá með ljósagólfi, Módel 79 sá um tiskusýningu og plötusnúður Hollywoods sneri plötum. Til að gefa skemmtun- inni sveitaballsstll var einnig höfð hljómsveit, og um þann lið sá hljómsveitin Geimsteinn. Það var heilmikið fjör i Ara- tungu og hrifust menn mjög af ljósagólfinu og var dansað á þvi af fitonskrafti. En það var samt sveitaballs- stemning á skemmtuninni aö mörgu leyti. Þessir ófrávlkjan- legu fjórir lögregluljónar voru á staönum, en þeir þurftu ekkert aö aðhafast. Þá voru engar vln- veitingar, en samt voru flestir eða allir laufléttir. Samkomugestir voru á öllum aldri, þó svo mest hafi borið á ungu fólki, og ekkert bar á kyn- slóðabilinu fræga. Ólafur Laufdal, sem skemmti sér sjálfur manna best, sagðist hafa áhuga á að fara viðar og standa fyrir Hollywood-sveita- böllum af þessu tagi, enda sagöi hann, að þessi tilraun hafi heppnast alveg geysilega vel. Aðsóknin hafi verið viðunandi, enda þótt að böll hafi viða verið I nærsveitunum. ÓH/ — ATA i 1 i I I I i I I i I I I 1 I I i I I 8 1 I i I I I i 8 I i I 8 8

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.