Vísir


Vísir - 31.03.1980, Qupperneq 3

Vísir - 31.03.1980, Qupperneq 3
Mánudagur 31. mars 1980 3 Hæsti- réttur émerkir 30 ára erföamál Hæstiréttur hefur ómerkt erfðamál úr Rangárvallasýslu, sem talið var fuliafgreitt með búskiptum,sem fram fóru árið 1949. Munu þvi skipti fara fram að nýju og vakna nú ýmsar spurningar um lög- mæti skipta á dánarbúum á undanförnum árum. Forsaga málsins er sú, að árið 1949 lést bóndakona i Rangár- vallasýslu frá manni sinum og tveimur ungum börnum. Þá fór fram uppskriftar- og virðingar- gjörð og samkvæmt henni voru skuldir búsins meiri en eignir. Skiptum var þar með talið lokið. Börnunum voru ekki skipaðir fjárhaldsmenn við skiptin, aðeins einn virðingarmaður var með hreppstjóra við skiptin, en ekki tveir, og fleiri formsatriða ekki gætt. Auk þess var jörðin skrifuö upp samkvæmt fast- eignamati en ekki markaðs- verði. þessi málalok og kærði lög- maður hennar úrskurðinn til Hæstaréttar. Dómur Hæsta- réttar kom á mánudaginn í fyrri viku og var úrskurði sýslu- manns hrundið og skiptaráð- anda Rangárvallasýslu gert að láta fara fram uppskriftar- og virðingargjörð á óskiptu dánar- og félagsbúinu eins og það er nú. 1 forsendum Hæstaréttar er meöal annars vikið að þvi, að við framkvæmd búskipta 1949 hafi brostið nokkuð á að farið væri aö lögum og beri því að taka búið að nýju til upp- skriftar. Sýslumaður hafnar Rikið bótaskylt A siðast liðnu hausti óskaði siðan annað barnanna, dóttir, eftir þvi að dánar- og félagsbúi móöur hennar, sem lést árið 1949 eins og áður segir, og eftir- lifandi föður, yrði tekið til skipta. Beiðni hennar var hafnaö af sýslumannsembætt- inu á Hvolsvelli. Lögmaður dótturinnar ritaði þá sýslu- manni bréf og krafðist úr- skurðar um opinber skipti. Eftir umfangsmikil réttarhöld og málflutning á Hvolsvelli var kveðinn upp úrskurður við sýslumannsembættið, þar sem kröfunni var synjað, Samkvæmt dómskýrslu i málinu frá fyrrverandi sýslu- manni taldi hann búskiptum hafa lokið 1949 og að hans áliti hefði þá farið fram lögmæt upp- skriftar- og virðingargjörð. Úrskurður sýsiumanns um að hafna kröfunni vár kærður til Hæstaréttar. Þar urðu úrslit þaú að úrskurði undirréttar var hrundið og dómsorð á þá leið, að viðkomandi dánarbú skyldi tekið til opinberra skipta. Vegna þessara málsúrslita vakna spurningar um lögmæti j Hæstirettur I 1 framhaldi a j lögmaður dótturi I að búið yrði teki? j uppskriftar- o gjörðar. Lögmi ómerkir pessu -gerði ir kröfu um öpinberrar virðingar- ir föðurins geröi hins vegar þær dóm- kröfur, að lokið yrði búskiptum i dánarbúinu i framhaldi af upp- skrift þeirri. er fram fór árið 1949 og synjað yrði um að upp- skrift yrði nú endurtekin. Af hálfu dótturinnar var þvi haldið fram, að uppskriftin frá 1949 hefði verið þannig fram- kvæmd.að hún sé nú þýðingar- laus, sem grundvöllur búskipta, og beri þvi að skrifa upp eignir búsins aö nýju. Úrskuröur skiptaréttar Rangárvallasýslu kom seinni hluta febrúar siöastliðins og þar var kröfu dótturinnar synjað og fallist á röksemdir föðurins um aö leggja til grundvallar skipt- anna stöðu búsins eins og hún var 1949,samkvæmt uppskrift er þá var gerð. Ekki sætti dóttirin sig við Sæmundur Guðvinsson blaðamaður skrifar skipta á dánarbúum undanfarin ár, þar sem svipað hefur staöið á um. Einnig hljóta að vakna spurn- ingar um rétt föðurins. Hann hefur að sjálfsögðu ekki haft ástæðu til að ætla annað en rétt hafi verið staðiö að búskiptum þeinver yfirvaldið framkvæmdi árið 1949. Kann hann þvi að telja sig eiga fébótakröfur á'rikis- valdið. Verðmæti búsins nú er eflaust -yfir 100 miiljónir. Hröð afgreiðsla Það vekur athygli hvab mál þetta hefur farið hratt i gegnum dómskerfið, sem hefur iegið undir ámæli fyrir seinagang. Málið hófst á siðastiiönu hausti, gögn eru vibamikil og mörg lögfræðileg álitaefni hljóta að hafa komið upp sem þarna var fjallað um. Þarna liggja fyrir tveir itarlegir úr- skurðir sýslumannsembættisins i Rangárvallasýslu og tveir dómar Hæstaréttar. Lögmaöur dótturinnar var Jón Oddsson, hæstaréttarlög- maöur en Páll S. Pálsson hæsta- réttarlögmaður var lögmaður fööurins. Dómarar i Hæstarétti i fyrra skiptiö voru hæstaréttardóm- ararnir Björn Sveinbjörnsson, Benedikt Sigurónsson og Sigur- geir Jónsson. t dómnum nú eftir áramót voru hæstaréttardómar- arnir Björn Sveinbjörnsson, Armann Snævarr, Benedikt Sigurjónsson, Sigurgeir Jónsson og Þór Vilhjálmsson. -SG Skíöabogar Farangursgríndur p *p p FJODRIN Skeifunni 2 82944 Púströraverkstæói 83466 * ^ * * IA Amenskar : . * Amerískar » SWEATSHÍRTS m úW ■ - N Sendum gegn póstkröfu Verð kr. 6900. — Laugavegi37 Sími12861 v Laugavegi89 Sími10353

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.