Vísir - 31.03.1980, Side 6

Vísir - 31.03.1980, Side 6
vtsm Mánudagur 31. mars 1980 fwfðftrj KviKmyndahúsaelgendur: Þúsund miDar fara í að borga Mogganum „MorgubblaBiö hefur ekki feng- ist til þess a& semja um það verð 'á auglýsingum, sem bióin telja sig geta greitt, en krefst stöðugt margfalt hærra auglýsingaverðs en önnur dagblöð”. Þannig segir i tilkynningu, sem Félag kvikmyndahúsaeigenda hefur sent frá sér um ástæður þess, að bíóin i Reykjavfk og Hafnarfirði auglýsa ekki lengur i Morgunblaðinu. t tilkynningunni segir, að það láti nærri, að hvert bió þurfi að „selja 1000 aðgöngumiða á mán- uöi til þess að greiða auglýsinga- kostnað Morgunblaðsins”. Bent er á, að bióin verða að greiöa tæplega 40% af verði hvers miða I opinber gjöld, „en verðinu hins vegar haldið niðri af opin- berri hálfu langt umfram það, sem eðlilegt er”. —P.M. Peningamagn í umferö hefur ekki fylgt öörum tölum í hagkerfinu Peningamagn i umferð hefur minnkaö frá þvi um áramót um 500 milljónir kr„ úr 71,7 milljarði i 71,2. Á sama tima i fyrra haföi peningamagnið aukist. „Það eru alltaf miklar sveiflur á peningamagninu og vist, að þessi .upphæö á eftir að hækka verulega á næstu mánuðum”, sagöi Eirikur Guönason hjá hag- deild Seðlabankans i viðtali við VIsi. „Það er fyrst og fremst tvennt, sem ég get nefnt sem ástæöur fyrir þessari þróun núna. t fyrsta lagi hefur gjaldeyrisstaðan versnaö frá áramótum meira en i fyrra og Seölabankinn hefur lán- að minna, fyrst og fremst til rikissjóös. En peningamagnið tekur alls konar dýfur og meiri- háttar rannsóknarefni aö skoöa 3ja mánaða timabil og gefa skýr- ingar á þeirri þróun, sem orðið hefur. Ef litiö er á peningamagn i um- ferö, i viðustu merkingu, með þvi að bæta viö sparifé landsmanna á hinum ýmsu bankareikningum, þá var þaö um sl. mánaöamót 268,3 milljarðar kr. Við höfum bent á, aö á undan- förnum áratug hefur peninga- magn i umferð ekki fylgt öðrum tölum i hagkerfinu nægilega vel”, sagði Eirikur. „Þaö sýnir, að starfsgeta bankanna hefur skroppið saman. Viö segjum, að það sé vegna þess, aö verðbólgan er mikil og vextir hafa ekki fylgt henni. Fyrir 10 árum var peninga- magnið 40% af þjóðarfram- leiðslu, en lækkaöi allt niöur i 23% á árunum 1974-5. Eftir að vaxta- aukareikningarnir voru teknir upp 1976 og aftur I fyrra, þegar verðtryggingarstefnan var tekin upp, tókst aöeins.að rétta úr kútn- um. Það hefur þó engan veginn dugaö til að vinna upp samdrátt- inn og á sl. ári var peningamagn- ið 1 umferö 24,1% af þjóðarfram- leiðslu”, sagöi Eirikur Guðnason. —G.S. AUKADLAÐ um PÁSKA og FERMINGAR er tvö blöð ó morgun DLAÐSÖLUBÖRN Komið ó ofgreiðsluna Seljið VÍSI Vinnið ykkur inn vosopeningo - Sex fluttir á siysadelld eftir geysiharöan árekstur á Kleppsveginum Sex manns voru fluttir á slysadeild eftir geysiharðan árekstur i eærdac. Það var um hálf þrjú leytið að Lada fólksbil var ekið fram úr Austin Allegro á Kleppsvegin- um. Bilamir, sem óku vestur Kleppsveginn, nudduðust sam- an og hentist Ladan þá upp á umferðareyju, út á götuna aftur, snerist þar og fór út af hinum megin götunnar (noröan megin). Þar rakst billmn utan i stóra vörubifreið, hentist út á hliö og valt nokkrar veltur inná húsalóð Steinhóla og stöövaðist við dyr hússins. Aö sögn Sigurðar Pálssonar hjá slysarannsóknadeild lög- reglunnar, voru sex ungir menn i Lada-bilnum og eftir öllum verksummerkjum að dæma virtist billinn hafa veriö á mik- illi ferö. Allir sex meiddust eitt- hvað og voru tveir lagðir inn á gjörgæsludeild með höfuð- meiðsli, en þrir fengu að fara heim I gærdag. ökumaður Lödunnar sagðist við yfirheyrslur hafa verið að aka fram úr Allegróbilnum og fannst þá Allegróinn beygja til vinstri fyrir sig. Hann beygði undan. en lenti samt utan i Allegrónum. Viö það fór Ladan upp á miðeyjuna, en þá þóttist ökumaðurinn sjá ljósastaur framundan svo að hann beygði inn á götuna aftur, en fór þá að renna út á hlið og missti stjórn á ökutækinu. Þá fór billinn noröur fyrir götuna á kyrrstæða vöru- bil og reif stuðarann af honum. Eftir það mundi ökumaðurinn ekki hvað gerðist. AB sögn lög- reglunnar er enginn ljósastaur á umferðareyjunni við Kelpps- veg. „Ég hef oft séö það slæmt”, sagði Siguröur Pálsson,” en mér er það óskiljanlegt, að þeir skyldu sleppa lifandi úr slys- inu”. Það skal tekið fram, aö ekki er taliö aö um ölvunarakstur hafi veriö aö ræöa. — ATA 130»? Þannig endaði Ladan ökuferö sína í gær. úr þessu veröur varia blll aftur. Vfsismynd: Helgi Hálfdánar son

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.