Vísir - 31.03.1980, Síða 12

Vísir - 31.03.1980, Síða 12
Mánudagur 31. mars 1980 iJjMinn 75 l-K- Acryseal - Butyl - Neor HEILDSÖLUBIRGÐIR OMAsseirsson i ir—n rv\ /r-r^rNi i 11 i ^ HEILDVERSLUNGrensásvegi 22— Sími: 39320 105 Reykjavík— Pósthólf: 434 hárgreiösluatofan nárgrdðslustofa HELGU JÓAKIMS Reynimel 34, sími 21732 Oðinsgötu 2, sími 22138 12 I I i i I I I B I i I R B B 1 i I I I 1 1 I B 1 I B i I B I I i I 1 I B B B B B Aö telia niður eoa upp Nú hefur rikisstjornin ákveöiö aö fara að telja niöur. Frá og meö 20. mars skulu ekki af- greiddar hækkanir umfram 8%. Margir velta vöngum yfir þvi hvernig þetta munitakast. Enn- þá á stjórnin eftir aö afgreiða beiðnir sem borist höföu fyrir þennan tima og eru margar hverjar upp á tugi prósenta. Þaö hlýtur aö vera óheppilegt að ekki skyldi búiö aö hrista þetta af fyrir 20. mars. Hitt veröur að vona að stjóminni takist að standa við ætlun sina þvi slikt er forsenda fyrir þvi að kjaramál fari ekki úr böndum. Það er einnig auðséð aö þessi ákvörðun nú kemur vegna yfir- standandi samninga og þess vegna máski fyrr en stjórnin hefði talið æskilegt. Fjárlög eru um það bil að hljóta samþykki. þegar þetta er ritað og virðast ætla að hækka minna i meðförum þings en oft- ast áður. Þetta vekur á vissan hátt traust á gerðum stjórnar- innar. Hitt er svo annað mál að ýmiskonar niðurskurður á fé til verkefna sem eru í gangi hjá ráðuneytum og öðrum rikis- stofnunum hlýtur að valda miklum vonbrigðum. Þannig mun t.d. Rikisútgáfu námsbóka og skólarannsóknadeild vanta milli tvö og þrjú hundruð millj- ónir króna til að ljúka þeim verkefnum sem i gangi eru, þar á meðal námsefni sem taka á i notkun i haust. Þetta og önnur viðlika dæmi hljóta að upphefja deilur um hvernig fjármagninu er skipt. Hver ætlar að svara fyrir það þegar námsbækur verða ekki til i haust komandi i þeim greinum sem skólunum er upp á lagt að kenna? Kannski það verði fyrrverandi mennta- málaráðherra og núverandi fjármálaráðherra? Sú merki- lega staða er nefnilega uppi i fjármálum fræðslukerfisins að Ragnar Amalds fjármálaráð- herra hefur neitaö að sam- þykkja fjárveitingar til verk- efna, sem Ragnar Arnalds fyrr- verandi menntamálaráðherra var búinn að leggja mikla áherslu á að fá. Fátt sýnir betur hve menntamálaráðuneytið á oft i miklum erfiðleikum með fjármálaráöuneytið og sýnir i raun hver það er sem raunveru- lega ræður, þegar ákvörðun er tekin. Slik dæmi koma auðvitað upp mun fleiri. En einhvers staðar verður að skera á og þó að mönnum þyki sárt sætta menn sig við stöövun i bili ef þaðsýnir sigað vera þáttur i heilbrigöum aðgerðum. Menn vilja allt til vinna til þess að snúa verð- bólguhjólinu við og sjálfsagt að stjórnin fái að reyna niöurtaln- ingarleiðina. Það litur út fyrir að stjórnin ætli aðstanda saman um aðgerðirnar og launþega- samtökin ætli að hætta á þetta. Atvinnurekendur og út- gerðin. Þá er að sjá hvernig atvinnu- reksturinn bregst við þessu. Hann hlýtur út af fyrir sig að bregðast vel við stövðun á grunnka upsh ækkun um. En hvernig verða viðbrögðin við banni á hækkunum vöru og þjónustu umfram 8%? Hvemig bregðast atvinnurekendur við ef rikisstjórnin stendur föst á þvi aðhlaupa ekki undir bagga með neóanmóls Kári Arnórsson, skólastjóri, segiT m.a. i grein sinni, aö sú staða sé komin upp i fjármálum fræðslukerfisins að Ragnar Arnalds fjármálaráðherra hafi neitað að samþykkja fjárveit- ingar til verkefna sem Ragnar Arnalds fyrrverandi mennta- mólaráðherra hafi verið búinn að leggja mikla áherslu á að fá. hallarekstrinum? Þegar hafa heyrst andvörp og stunur frá hinum ýmsu fyrirtækjum og jafnvel látiö i það skina að stór- felldur fyrirtækjadauði væri framundan ef ekki fengjust fram meiri hækkanir. Fiskverð er i lausu lofti og verkföll þegar hafin. Rikis- stjórnin neitar að fella gengið sem fiskiðnaöurinn og annar út- flutningsiðn aður telur óhjákvæmilegt. Gengisfelling hefur þó jafnan reynst hrossa- lækning vegna þess. aö aldrei hefur verið samkomulag um þær hliðarráðstafanir sem gera hefur þurft samtimis. Það er vitað mál að all-mörg frystihús geti skilað hagnaði við núver- andi aðstæður. Verði rekstrar- aðstaða frystihúsanna bætt t.d. með gengisfellingu, hljóta þessi hús mikinn gróða. Það hefur jafnan verið mjörg erfitt á ís- landi að skattleggja gróða og þvi hefur sú aðferð verið notuð að lappa frekar upp á hallareksturinn. En nú virðist rikisstjórnin ekki ætla að gera það heldur og því eigi framboð og eftirspurn að ráða fiskverð- inu. Lasarusarnir veröi bara að heltast úr lestinni. Útgeröin megi dragast samarvþví það sé auðvelt að ná seljanlegu afla- magni með mun minni flota og færri frystihúsum. Gengisfell- ing nú mundi þýða það, segja stjórnarsinnar, að niðurtaln- ingarkerfið færi allt úr skorð- um. Þetta þrátefli leiðir ef til vill til þess að útgerðarmál verði tekin til endurskoðunar og komið þar á heildarstjórn sem meðal annars taki til stjómunar á löndun. í þeim aðgerðum, sem gripið verður til, hlýtur staða lands- byggðarinnar aö vega þungt. Atvinnumálin geta líka neytt rikisstjórnina til þess að fella gengið svo mjög sem þau eru háð sjávarafla. Það getur varla talist ósanngjarnt að lita svo á að aukinn afli á sóknareiningu •sé kjarabót fyrir sjómenn og út- gerðarmenn og þvi sé ekki jafn mikil nauösyn á hækkun fisk- verðs. Einhvers staðar hlýtur pottur að vera brotinn, þegar sum frystihúsin geta skilað um- talsverðum hagnaði þó þau borgi hærra fiskverð og hærra timakaup til verkafólks en samningar gera ráð fyrir, meðan önnur hafa sifelldan halla. Kári Arnórsson Ný lækni í skipabvotti Ný aðferð til að ná burtu óhreinindum og grút úr lestum, þilförum og yfirbyggingu skipa er hafin hér á landi og var 13. mars siöastliðinn stofnað fyrirtæki, Skipaþvottur sf., sem tileinkað hefur sér þessa tækni — svokall- aðan „Grace-þvott”. Aðferöin var þróuð i Noregi fyrirnokkrum árum (1975) Isam- ráði við norska fiskmatið og eru nú starfandi þar 16 stórar Grace-skipahreinsunarstöðvar, að sögn forráðamanna og eigenda Skipaþvotts sf., en þeir eru Gunnar Gunnarsson og Viggó G. Jóhannsson. Tilgangur fyrirtækisins mun vera hjgilpa til við að þrlfa allar tegundir skipa, svo og fiskverk- unarhús og fiskim jölsverk- smiöjur á betri og hagkvæmari hátt en áður var. Þannig á starf- semin að stuðla að auknu hrein- læti og heilnæmi. 1 dag eru skip þrifin með köldu klórblönduðu vatni, nema hvaö loðnuskipin hafa verið þvegin með heitu vatni. Sá ókostur fylgdi þó heitá vatninu, að erfitt er að þrifa með því og einnig verður grútar-fýlan áfram I bátnum. Hreinsiefni þessi hafa öölast viðurkenningu fyrir að vera hreinsivirk og gerileyöandi. Efnið eyðist fljótlega I umhverfinu og er ekki eiturverkandi, þar eð þetta eru lífræn efnasambönd. Skipa- þvottur s.f. hefur einnig efni, sem hæglega hreinsa svelgi og kjöl- rúm fiskiskipa, og fjarlægja kol- sýru og önnur óhreinindi, en það hefur áöur verið nokkrum erfið- leikum háð. Háfreyðandi efninu er úðað innan i lestir og á yfirbyggingar skipa og gengur froðan I samband við óhreinindin. Slðan er froðunni skolað burt með háþrýstivatni. Ekki á aö taka mikið meira en 15-30mínútur að losa óhreinindin. Hreinsun á meðal stórum loönu- bát tekur 4-6 tíma, en þrif á lest- um togara geta tekið innan við klukkustund. Litrinn af efninu kostar 530 krónur og getur hann þakiö 10 fer- metra svæði. Meöalstórt skip myndi nota um 500 litra og er þvi kostnaðurinn við þvottinn um 200- 300 þúsund. Tækjakostinum er öllum komiö fyrir á einum bíl og eru þau leigðút, jafnframt þvl sem Skipa- þvottur annast hreinsun skipa. Aðferðin hefur þegar verið reynd á nokkrum skipum og tek- ist með ágætum, að sögn kunn- ugra. — H.S.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.