Vísir - 31.03.1980, Síða 24

Vísir - 31.03.1980, Síða 24
tJr tnyndinni The Party’s Over, efta Meira Graffiti Kvikmyndír um páskana Laugarásbíó: Anna Bjðrnsdótlir í Nleira Graftiti Marga mun eflaust fýsa að sjá páskamynd Laugarásbíós vegna þess að Anna Björnsdótt- ir leikur stórt hlutverk i þeirri mynd. Myndin heitir Meira Graffiti og er framhald mynd- arinnar American Graffiti. Myndin segir frá afdrifum þeirra unglinga sem fylgst var með i fyrri myndinni. Leikstjóri er B.W.L. Norton en auk önnu leika Candy Clark, Bo Hopkins, Ron Howard og Paul Le Mat stór hlutverk. Lesley Anne Down i hlutverki sínu Sijörnuöíó: Ástln flæklst inn I stríösrekstur Seinni heimsstyrjöldin er vettvangur páskamyndar Stjörnubiós. Myndin heitir Hannover Street og aðalhlut verk leika Harrison Ford, Les- ley Anne Down og Christopher Plummer. Ford og Plummer leika striðsfélaga sem takast á hend- ur hættulega sendiför og alls óvist, hvort þeir komast lifs af. Það flækir málin að Ford er ást fanginn af konu Plummers, sem Down leikur.en hún er kunn úr Þáttunum um húsbændurna og hjúin. Leikstjóri er Peter Hyams. Þessir drengir, Brian Painchaud og Doug Junor, leika aðalhlut- verkin i páskamynd Borgarbiós. Borgarbíó: Fjölskyldumynd um vlnáttu tveggja drengja Borgarbió mun um páskana sýna hugljúfa og hjartnæma mynd fyrir alla fjölskylduna. Nefnist hún Stormurinn og er kanadisk. Fjallar hún um vin- áttu tveggja drengja I smábæ. Faðir annars þeirra er hinn versti róni og utangarösmaður og þarf sonur hans að heyja bar- áttu fyrir viöurkenningu fina fólksins. A ensku heitir myndin Who has seen the wind og leikstjóri er Allan Winton King. Change endurvakin á SATT-kvðldi í Kiúbbnum á morgun S.A.T.T. heldur tónleika I Klúbbnum annað kvöld og koma þar fram margir tónlistarmenn sem teljast til alþýðutónlistar- manna. Hljómsveitirnar, sem fram koma, eru Geimsteinn, Start og verður siðan hljómsveitin Change endurvakin ásamt söngkonunni Helgu Möller. Hafa aðstandendur S.A.T.T. þá stefnu að fá eina gamla hljóm- sveit til að koma fram á skemmt- unum sinum og hafa Öðmenn, Svanfriður og Amon Ra þegar komið fram. Nú er röðin komin að Change en hana skipa Magnús Þór Sigmundsson, Jóhann Helga- son, Birgir Hrafnsson, Sigurður Karlsson auk þess standa vonir til að sjálfur Björgvin Halldórsson sem var i Change á sinum tima taki lagið ásamt sinum gömlu félögum og Tómasi Tómassyni. Helgu Möller ætti að vera óþarft að kynna svo mjög sem hún hefur slegið f gegn á plötu Gunnars Þórðarsonar, Ljúfa lif. Þá hafa forsvarsmenn S.A.T.T. áhuga á að fá i framtiðinni eina hljómsveit utan af landi til spila- mennsku á S.A.T.T. kvöldum og einnig er I athugun hvort áhugi sé fyrir stofnun plötuklúbbs á veg- um S.A.T.T. til að stuðla að þróun islenskrar tónlistar og verður miðum dreift á kvöldinu þar sem þessi mál verða könnuð. Kynnir á þessu kvöldi verður enginn annar en — Þorgeir Ast- valdsson. t eina tið var fyrirhugað að hljómsveitin Change yrði heimsfræg en litið varð úr þvi. Myndin sýnir hljómsveitina sem kemur fram á vegum S.A.T.T. annað kvöid. Gróðavonin má ekki stjðrna útgefendum öarnabóka t nýútkomnu tölublaði af Tlsku- blaðinu Lif er ma. grein eftir Steinar J. Lúðviksson, sem hann nefnir „Eru barnabókmenntir hálfgerð öskubuska?” t greininni ræöir hann fram og aftur um barnabækur og reynir eins og svo margir aðrir, að finna einhvern sökudólg, sem kann að vera vald- ur að hinni miklu andlegu fátækt sem barnabókmenntir liða fyrir hér á landi. Hann kemst ekki að neinni frumlegri niðurstöðu, en minnist hins vegar á það sem ég hefi bent á i grein i VIsi fyrir skömmu, að kennarastéttin og skólakerfið hér á landi sé oft á tið- um ekki I stakk búið til að sinna þessum þætti uppeldis barna. Ekki veit ég hvort að til er ein- hver einn einstakur sökudólgur I þessu tilfelli. Astæðurnar fyrir rikjandi ástandi eru margar og samverkandi. En versta og al- varlegasta vandamálið er and- vara- og áhugaleysi þeirra sem þessi mál snerta. Oft er sagt, að orð séu til alls fyrst. Þess vegna má segja, að liflegar og vekjandi umræður séu fyrsta raunhæfa skrefið I þá átt að bæta og efla barnabókmenntir handa Islensk- um börnum. Upplýsingamiölun um barna- bækur hefur lengst af verið ein- hliöa og aðallega fólgin I auglýs- ingaherferðum forlaga fyrir jól. Það verður að mynda mótvægi gegn þvi, þannig að foreldrar og aðrir þeir sem meö börn hafa að Mýja Brúðkaupsveisla Páksamynd Nýja biós er eftir ekki minni mann en Robert Alt- man, en hann hefur m.a. leik- stýrt myndum eins og MASH, California Split, Nashville og Three Women sem allar hafa vakið mikla athygli. Myndin nú heitir Brúðkaupsveislan og seg- ir frá ýmsum hlutum sem ger- ast i tengslum við slika veislu. Mikill fjöldi leikara kemur fram I myndinni, en nefna má Miu Farrow, Geraldine Chaplin, Vittorio Gassman, Carol Burn- ett, Lauren Hutton og marga fleiri. gera veröi sér meðvitandi um það, að bækur eigi og verði að skilja eitthvað eftir sig. Þvi miður eru myndasögur þær sem hafa tröllriðið markaðnum að undan- förnu ekki þannig úr garði gerð- ar, heldur eru þær dæmigert stundargaman og skilja sáralitið eftir sig i flestum tilfellum. bókmenntir Ég sé ástæðu til að benda á eina leið til að auka framboð á viður- kenndum og vönduðum bókum handa börnum og unglingum. Þar á ég við möguleikann á að endur- útgefa gamlar og góðar sögur, sém hafa veitt mörgum mikla ánægju. Þar á ég við bækur sem eiga erindi til barna og hafa bæt- andi áhrif á bókmenntasmekk þeirra. Töluvert hefur verið endurút- gefið af verkum ýmissa höfunda. Þar má m.a. nefna' Ritsafn Stefáns Jónssonar, Sigurbjörns Sveinssonar, Jóns Sveinssonar, Nonna og á slöasta ári hóf Iðunn útgáfu á verkum Ragnheiðar bló: Roberts Aitmans Robert Altman Jónsdóttur. Þetta eru allt islensk- ir úrvalshöfundar og þá er ekki siður ástæða til að hvetja til end- urútgáfu á verkum ýmissa er- lendra höfunda. Þarmá t.d. nefna verk Charles Dickens, Mark Twain og Astrid Lindgren að ógleymdum verkum H.C. Ander- sen, sem komu reyndar út hjá Æskunni á siðasta ári og eru lik- lega meðal ódýrustu barnabóka á markaði hér á landi. Efalaust mætti nefna fleiri höfunda i þessu sambandi, en ég læt þessa nægja. Enginn vafi leikur á þvi, að auglýsingar hafa mikil áhrif á hvað börn lesa. Þess vegna ættu útgefendur að leggja sérstaka áherslu á að auglýsa verk is- lenskra höfunda og reyna þannig að draga úr þeim heilaþvotti sem börn verða fyrir með miklum auglýsingum á myndabókunum alræmdu. Þvl fé er að minu mati illa varið og þá eingöngu i þágu gróðans. Steinar J. Lúðviksson segir i fyrrnefndri grein sinni, að is- lenskir barnabókahöfundar hafi verið settir út I horn — alls ekki af útgefendum, heldur þeim sem mest hafa að segja i menningar- pólitik landsins. Ég skil ekki al- veg hvað hann á við, af þvi að áhrifamestu aðilarnir i bók- menntapólitik landsins eru engir aðrir en bókaútgefendur. Það verður raunin þangað til að stjórnmálamenn taka einhverja markvissa stefnu I menningar- málum. Bókaútgefendur ákveða hvers konar bækur eru gefnar út og hafa þvi töglin og hagldirnar I sambandi við stefnumörkun. Það sem þeir þurfa að gera til að á- standið batni er, að gera átak til að Islenskir rithöfundar leggi sig fram um að skrifa barnabækur. Þeir þurfa að vanda val á bókum til þýðingar úr erlendum málum og að lokum þurfa þeir að draga úr útgáfu á lélegum myndabók- um. Siöan þurfa þeir ásamt rit- höfundum að leggja áherslu á að auka kynningu á bókum i skólum og á bókasöfnum. Ataks er þörf og það þarf að gerast fyrr en seinna og það þarf að miðast fyrst og fremst við þarfir barnanna, en gróðavonin má ekki vera leiðarljósið.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.