Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEGAR togarinn Örfirisey var farinn
að nálgast Grænuhlíðina ískyggilega
mikið undir morgun á laugardag voru
veiðarfærin sett út og við það hægði á
skipinu. Björgunarbúningar voru
gerðir klárir fyrir mannskapinn og
farið að huga að því að varðskipið færi
að taka menn um borð. Að lokum
tókst þó að koma taug um borð í skip-
ið og hættuástandi var afstýrt.
Togaranum Örfirisey, sem gerður
er út af Granda, var bjargað á síðustu
stundu frá því að reka upp í stórgrýtið
undir Grænuhlíð í mynni Jökulfjarða
aðfaranótt laugardags, eins og fram í
Morgunblaðinu á sunnudag. Það var
skipverjum annars togara Granda,
Snorra Sturlusonar, sem tókst að
koma taug yfir í Örfirisey skömu áður
en skipverjar Örfiriseyjar fóru í
björgunargalla til að yfirgefa skipið.
Varðskipið Ægir var á vettvangi en
vegna ítrekaðra galla í skotflaugum
tókst ekki að koma taug yfir í togar-
ann. Skipverjum Örfiriseyjar tókst
hins vegar að koma taug yfir í varð-
skipið en vegna bilunar í spili um borð
í Örfirisey slitnaði sú taug og nýttist
ekki. Skipverjum Snorra Sturlusonar
tókst í lokatilraun að koma taug á
milli togaranna og draga Örfirisey til
hafnar á Ísafirði.
Símon Jónsson, skipstjóri á Örfir-
isey, sagði í samtali við Morgunblaðið
að togarinn hefði verið við veiðar við
Víkurál vestan Ísafjarðardjúps en
hætt veiðum klukkan átta á föstu-
dagskvöld til að leita vars ásamt öðr-
um togurum vegna versnandi veðurs
á miðunum. Klukkan korter í þrjú um
nóttina varð skipið síðan stjórnlaust
þegar skrúfan kúplaðist frá vélinni,
en þá var um hálftímasigling eftir í
var. Að sögn Símons gáfu menn sér
fyrst klukkutíma til að reyna að koma
skrúfunni í gang á ný, en þegar ljóst
var að ekki tækist að gera við var haft
samband við nærstödd skip og stjórn-
stöð Landhelgisgæslunnar. Varðskip-
ið Ægir var á Ísafjarðardjúpi og hélt
þegar á vettvang þar sem Örfirisey
rak hratt undan veðrinu í átt að
Grænuhlíð.
„Þegar þetta gerðist sáum við strax
á stefnunni hvað var framundan og
við hefðum fjóran og hálfan tíma til
stefnu. Eftir að við vorum búnir að af-
skrifa viðgerð og hafa samband við
varðskipið, þá settum við út ankerin
bæði, en það gekk ekki betur en svo
að þau bara slitnuðu undan veðurofs-
anum og urðu eftir á botninum og þá
hófst sama rekið aftur,“ sagði Símon.
Galli í skotflaugum
varðskipsins Ægis
Þegar Ægir kom á vettvang hófust
björgunaraðgerðir en vegna galla í
skotflaugum mistókst ítrekað að
koma taug á milli skipanna, að sögn
Hafsteins Hafsteinssonar, forstjóra
Landhelgisgæslunnar. Eitt skot geig-
aði síðan og einu sinni tókst skipverj-
um á Örfirisey að koma taug yfir í
varðskipið og leit út fyrir að þar með
tækist að koma dráttartaug á milli
skipanna. Það náðist hins vegar ekki
og segir Símon að taugin hafi ekki
slitnað, heldur hafi skipverjar Örfir-
iseyjar misst hana úr spilinu vegna
átaksins á tauginni og veðurofsans
sem þarna geisaði.
Að sögn Símonar gerði mikill sjó-
gangur mönnum ákaflega erfitt fyrir,
enda um 10 til 12 metra ölduhæð og
vindhraðinn að jafnaði 30 til 35 metr-
ar á sekúndu og mun hvassari í verstu
hryðjunum. Þegar mistekist hafði að
koma taug yfir í Ægi færði Snorri
Sturluson sig að Örfirisey til að
freista þess að koma línu yfir í togar-
ann.
„Í framhaldi af því var farið að
styttast verulega í Grænuhlíðina. Þá
voru veiðarfærin sett út og það hægði
á okkur. Björgunarbúningar voru
gerðir klárir fyrir mannskapinn og
farið að huga að því að varðskipið færi
að taka menn ef tilraunin hjá Snorra
mistækist. Snorri gerði tvær tilraunir
og þetta hafðist í annarri tilraun. Þá
var trollið farið að halda aðeins í skip-
ið,“ sagði Símon.
Hann segir þetta vel af sér vikið hjá
skipverjunum á Snorra, sem og hjá
áhöfninni á Örfirisey að taka á móti
línunni og ganga þannig frá henni að
hægt væri að toga skipið frá landi.
„Okkur tókst síðan að ná seinni taug-
inni frá Snorra og festa togvírinn frá
þeim hjá okkur og þá gátu þeir hafist
handa við að draga okkur frá landi.
Það mjakaðist hægt og sígandi, gekk í
sjálfu sér ekki erfiðlega en það var
farið rólega og eitt skref var tekið í
einu til þess að ekkert slitnaði eða
myndi gefa sig. Eftir að Snorri var
kominn með okkur í tog drógum við
veiðarfærin inn aftur og lítið tjón varð
á trollinu,“ sagði Símon.
Skipstjórarnir æskufélagar
frá Súgandafirði
Hann sagði skipverja eflaust hafa
verið smeyka undir það síðasta þegar
togarinn nálgaðist bratta Grænuhlíð-
ina, en þeir hafi ekki sýnt það í verki
eða hegðun. „Þeir hafa eflaust hugsað
sitt með sér og eflaust hugsað til
sinna nánustu. En það hafði forgang
að afgreiða björgunarskipin og reyna
að taka á móti hjálpinni. Síðan kemur
kannski áfallið þegar hægist um.“
Skipstjórinn á Snorra Sturlusyni
heitir Kristinn Gestsson og eru þeir
Símon æskufélagar frá Suðureyri við
Súgandafjörð, en 5-6 skipverjar á
hvorum togaranum eiga rætur að
rekja til Súgandafjarðar. Að sögn
Símonar eru þetta brottfluttir Súg-
firðingar sem skipstjórarnir hafi ráð-
ið á skipin.
Þegar til hafnar var komið á Ísa-
firði var gerð bráðabirgðaviðgerð á
Örfirisey og síðan sigldu yfirmenn
skipsins til Reykjavíkur en áhöfnin
hélt heimleiðis um leið og komið var í
land. Reiknað er með að viðgerð ljúki
í dag og brottför í næsta túr verði
annað kvöld.
Líklega albjörgun
Rúnar Þór Stefánsson, útgerðar-
stjóri hjá Granda, segir að fram komi
í sjóprófum í næstu viku hvernig farið
verði með björgunina varðandi trygg-
ingar, en líklega sé um albjörgun að
ræða hjá Snorra Sturlusyni. Þó svo að
bæði skipin komi frá sömu útgerðinni
segir Rúnar að Snorri eigi allan sinn
rétt og að hann verði virtur varðandi
björgun Örfiriseyjar, en menn séu
hins vegar ekkert farnir að velta þeim
hlutum fyrir sér.
„Þeir stóðu sig mjög vel og voru vel
undirbúnir þegar þeir fóru af stað.
Það var það sem skipti öllu,“ segir
Rúnar.
Erfiðar aðstæður vegna veðurofsa og ölduhæðar er Örfirisey var bjargað undir Grænuhlíð
Björgunarbún-
ingar voru gerð-
ir klárir fyrir
mannskapinn
Ljósmynd/Valdimar Hreiðarsson
Símon Jónsson, skipstjóri á Örfirisey, og Kristinn Gestsson, skipstjóri á
Snorra Sturlusyni, í brúnni á Snorra eftir komuna til Ísafjarðar.
Ljósmynd/Gunnar Alexandersson
Ægir Franzson, stýrimaður á Snorra Sturlusyni, beinir línubyssunni að
Örfirisey, en honum tókst að koma línu yfir í skipið á síðustu stundu.
SAMTÖK um
vestræna sam-
vinnu (SVS) og
Varðberg kynna
nýútkomna bók
eftir Björn
Bjarnason, Í hita
kalda stríðsins, í
Skála á Hótel
Sögu á morgun,
miðvikudag, kl.
17:15. Bókin
snertir nútímasögu Íslands og hlut-
verk landsins í alþjóðlegu umhverfi.
Í kynningu segir m.a.: „Fáir hafa
fjallað af meiri þekkingu um stefnu
Íslands í utanríkis- og öryggismálum
en Björn Bjarnason. Hann hefur
skrifað um þau efni með reglubundn-
um hætti í meira en aldarfjórðung –
jafnt sem blaðamaður, embættis-
maður og stjórnmálamaður.
Í bókinni er að finna úrval blaða-
greina hans um utanríkis- og al-
þjóðamál.“
Erindi flytja Jakob Ásgeirsson,
útgáfustjóri, Björn Bjarnason,
menntamálaráðherra, Albert Jóns-
son, stjórnmálafræðingur og Ásgeir
Sverrisson, blaðamaður.
Hlutverk Íslands í
alþjóðlegu umhverfi
Björn
Bjarnason
FJÓRIR skólar hafa nú bæst við í
svonefnt UT-samstarf, en það er
fjögurra ára tilraunaverkefni á veg-
um menntamálaráðuneytis með
stuðningi sveitarfélaga og Lands-
símans, um þróun í notkun upplýs-
ingatækni í skólastarfi. Eru UT-
skólarnir þá orðnir 10 talsins.
Samvinna við mbl.is um frétta-
skrif þróunarskólanna á sérstakan
vef heldur áfram og skrifa nemend-
ur, kennarar og stjórnendur skól-
anna tíu nú reglulegar fréttir á sam-
eiginlega upphafssíðu en auk þess
sér hver skóli um eigin vefsíðu.
Þeir skólar sem bæst hafa í hópinn
eru Breiðholtsskóli, Fjölbrautaskóli
Vesturlands, Flensborgarskóli og
Grandaskóli en fyrir voru Árbæjar-
skóli, Barnaskólinn á Eyrarbakka og
Stokkseyri, Varmalandsskóli, Fjöl-
brautaskólinn við Ármúla, Fjöl-
brautaskóli Suðurlands og MA.
Slóðin á fréttavef UT-skólanna er
www.mbl.is/utskolar. Sérstakur vef-
ur er einnig á Netinu á vegum verk-
efnisstjórnar þróunarskólanna um
UT-verkefnið og er slóðin www.ut-
skolar.is
Upplýsingatækni í skólastarfi
Tíu skólar taka nú þátt
í tilraunaverkefni
FYRIRMYND meints fals-
aðs Kjarvalsmálverks, sem
sagt var frá í Morg-
unblaðinu 9. nóvember, er
komin fram, en það var
málverkaeigandi í Reykja-
vík sem gerði Ólafi Inga
Jónssyni, forverði hjá
Morkinskinnu, viðvart um
eign sína í kjölfar umfjöll-
unar um málverkið. Um er
að ræða litla vatns-
litamynd, 20 x 15 cm, frá
um 1930, sem seld var fyrir
75 þúsund krónur á upp-
boði hjá Galleríi Borg í
nóvember 1993.
Hið meinta falsverk er
hins vegar stærra, 58 x 48
cm, og var selt fyrir 280
þúsund krónur í desember
1994. Ólafur segir að ekk-
ert verði gert við fyr-
irmyndina, en fróðlegt sé
að bera hana saman við
eftirlíkinguna, sem telst illa unnin
og augljóslega nýlegt verk.
Meint fölsun merkt
Júlíönu Sveinsdóttur
Ólafur hefur ennfremur undir
höndum meint falsmálverk merkt
Júlíönu Sveinsdóttur, sem var
keypt hjá Galleríi Borg skömmu
eftir uppboð síðla árs 1994. Um er
að ræða olíu á striga, „Uppstill-
ingu“, 64 x 64 cm.
Á uppboðinu var myndin boðin á
260 þúsund krónur en seldist ekki.
liðið ár haft meint falsverk til at-
hugunar eftir Svavar Guðnason,
„Abstraksjón“, sem keypt var á
uppboði Gallerís Borgar í mars
1992. Um er að ræða krítarmynd,
30 x 26 cm, sem ber ártalið 1940.
Myndin var slegin á 90 þúsund
krónur. Ólafur segir pappírinn og
höfundarmerkingu myndarinnar
koma upp um hana og sé hún stæl-
ing á litógrafíu eftir Svavar, sem
birtist í 4. hefti 2. árg. Helhestens,
tímarits COBRA-listamanna, árið
1943.
Fyrirmynd að meintu
falsmálverki komin fram
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frumgerð Kjarvalsverksins
frá því um 1930.
Hið meinta falsmálverk, eftirgerð eftir
vatnslitamynd Kjarvals.
Morgunblaðið/Ásdís
Ólafur segir að grunur leiki á um að
verkið hafi verið selt á mun hærra
verði eftir uppboðið, en ekki séu til
gögn um þau viðskipti. Kaupandinn
sé látinn og staðfest verð fáist ekki.
Grunur hans um fölsun sé reistur á
því að verkið er nýlega málað yfir
eldra verk óþekkts höfundar, lík-
legast með plastmálningu, en það
sjáist greinilega undir útfjólubláu
ljósi. Myndin kom sl. föstudag til
rannsóknar hjá Morkinskinnu og er
fyrirmyndin ekki þekkt.
Þá hefur Morkinskinna síðast-