Morgunblaðið - 13.11.2001, Síða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 11
HRYÐJUVERK og baráttan gegn þeim, alþjóð-
leg friðargæsla, umhverfismál og þróun voru
helstu áhersluatriðin í ræðu Halldórs Ásgrímsson-
ar utanríkisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna í New York í gær. Sagði hann, að hryðju-
verkin 11. september hefðu verið mikil prófraun
fyrir samtökin og þá hefðu þau notið þess að hafa
hæfan mann, Kofi Annan, við stjórnvölinn.
„Hinir hörmulegu atburðir 11. september sl.
hafa breytt öllu öryggisumhverfi okkar með rót-
tækum hætti. Baráttan gegn hryðjuverkum ætti
því að verða eitt af forgangsmálum þessara sam-
taka,“ sagði Halldór og lagði áherslu á, að Íslend-
ingar styddu alþjóðlega samstöðu og víðtækar, al-
þjóðlegar samþykktir um baráttuna gegn
hryðjuverkum. Kvaðst hann vona, að um það næð-
ist almenn samstaða á þessu 56. þingi SÞ.
Halldór sagði, að baráttan gegn hryðjuverkum
gerði það enn brýnna en áður að koma á nauðsyn-
legum umbótum í öryggisráðinu. Meðal annars
væri óhjákvæmilegt, að fulltrúar í ráðinu endur-
spegluðu betur en áður aðildarríkin almennt enda
yrði það til að styrkja baráttuna um allan heim.
Halldór sagði, að jafnframt því að berjast gegn
hryðjuverkum yrði að að vinna að því að leysa
staðbundnar deilur. Það ætti ekki síst við um Mið-
Austurlönd. Þar yrðu báðir deiluaðilar að setjast
að samningaborði án skilyrða og semja um frið,
sem byggðist annars vegar á stofnun sjálfstæðs,
palestínsks ríkis og hins vegar á því, að Ísraelar
geti verið öruggir innan alþjóðlega viðurkenndra
landamæra.
Í ræðu Halldórs kom fram, að Íslendingar hefðu
lagt ýmislegt af mörkum til alþjóðlegrar friðar-
gæslu en á síðasta ári hefði íslenska ríkisstjórnin
ákveðið að auka framlög til hennar verulega.
Minnti hann á ályktun SÞ nr. 1325 frá því á síðasta
ári um stöðu kvenna, frið og öryggi og sagði, að
þegar samtökin tækju að sér friðargæslu í Afgan-
istan yrði að tryggja, að hún gagnaðist afgönskum
konum, þeim og öllum landsmönnum til hagsbóta.
Halldór vék einnig að umhverfismálum, þeim
ráðstefnum, sem haldnar hafa verið um þau, og að
þeim árangri, sem náðist í Marokkó hvað varðar
Kyoto-sáttmálann. Hann nefndi einnig Reykjavík-
urráðstefnuna um ábyrgar veiðar, sem íslenska
ríkisstjórnin gekkst fyrir í október sl. í samvinnu
við FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ, og
Norðmenn. Sagði hann, að Reykjavíkuryfirlýsing,
sem gengi út á að taka tillit til vistkerfisins í sjón-
um við veiðar, markaði að mörgu leyti tímamót.
Halldór lauk ræðu sinni með því að segja, að
Sameinuðu þjóðirnar hefðu verið stofnaðar til að
vinna að friði og betri heimi. „Hryðjuverkamenn
berjast gegn öllu, sem SÞ eru táknrænar fyrir. Að
berjast gegn þeim er að berjast fyrir SÞ, fyrir
framtíð siðmenningarinnar og alls mannkyns,“
sagði Halldór að lokum.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna
Baráttan gegn hryðjuverk-
um verði forgangsmál
Morgunblaðið/Þorkell
Halldór Ásgrímsson utanríkisráherra.
RÁÐHERRAFUNDUR Alþjóða-
viðskiptastofnunarinnar, WTO, sá
fjórði í röðinni, hefur staðið yfir í
Kvatar síðustu daga og lýkur vænt-
anlega í kvöld. Valgerður Sverris-
dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, hefur setið fundinn fyrir hönd
Halldórs Ásgrímssonar utanríkis-
ráðherra og leitt þar fimm manna
sendinefnd Íslands. Meginmarkmið
fundarins hefur verið að ýta úr vör
víðtækri viðræðulotu um frekara
frelsi í heimsviðskiptum og hefur Ís-
land ásamt fleiri ríkjum stutt þá til-
lögu heilshugar þannig að frekari
tollalækkanir nái fram að ganga.
Ísland hefur verið í forystu nokk-
urra ríkja með tillögu um afnám rík-
isstyrkja í sjávarútvegi og í samtali
við Morgunblaðið í gær sagði Val-
gerður óvíst hvernig afgreiðslu til-
lagan fengi en mál þokuðust í rétta
átt. Hún sagði harða andstöðu vera
við tillöguna innan Evrópusam-
bandsins og meðal Japana og Kór-
eumanna. Góður stuðningur væri
hins vegar frá löndum eins og
Bandaríkjunum, Kanada og Noregi,
auk ýmissa þróunarríkja.
Valgerður sagði umræðu um
þessa tillögu hafa að mestu legið
niðri í gær vegna stærri og erfiðari
ágreiningsmála.
Tollar lækka á fiski til Kína
Á sunnudag flutti Valgerður ræðu
á ráðherrafundinum um áherslur og
samningsmarkmið Íslands. Ítrekaði
hún þar áherslu Íslands um mikil-
vægi afnáms ríkisstyrkja í sjávarút-
vegi. Hún sagði að slíkir ríkisstyrkir
hefðu víðtæk og skaðleg áhrif, bæði á
alþjóðaviðskipti og umhverfið. Að
sama skapi væri afnám þeirra mik-
ilvægt fyrir þróunarríkin.
„Alþjóðaviðskiptastofnunin nýtist
okkur til að skapa tækifæri í fjarlæg-
ari löndum eins og í Japan og Banda-
ríkjunum og núna Kína sem tekið
var inn í WTO á þessum fundi. Það
hefur mikla þýðingu fyrir okkar fisk-
útflytjendur því tollar munu lækka á
innfluttum fiski í Kína og á fleiri
vörum. Fiskútflutningur okkar
þangað gæti átt eftir að aukast því
eftir fimm ár er reiknað með að 10%
allra heimsviðskipta fari fram um
Kína,“ sagði Valgerður.
Einnig fjallaði hún um umhverf-
ismál, landbúnaðarmál og mikilvægi
þess að þróunarríkjunum yrði
tryggður aðgangur að ódýrum lyfj-
um þegar neyðarástand skapaðist.
Valgerður sagði þennan þátt afar
mikilvægan fyrir þróunarríkin, m.a.
vegna baráttunnar við alnæmisfar-
aldurinn í Afríku.
Í máli ráðherrans um landbúnað-
armál áréttaði hún að Ísland styddi
langtímamarkmið um aðlögun land-
búnaðar að hinu alþjóðlega við-
skiptaumhverfi í samræmi við land-
búnaðarsamning WTO, en lagði
jafnframt áherslu á að tekið yrði tillit
til þátta sem ekki væru viðskiptalegs
eðlis. Vék Valgerður sérstaklega að
byggðasjónarmiðum, umhverfismál-
um og fæðuöryggi í því sambandi.
Inn á þessi mál hafði viðskiptaráð-
herra einnig komið í tveimur erind-
um sem hún flutti á fundi WTO á
föstudag og laugardag.
Mótmælendur sjást ekki
Að sögn Valgerðar hefur ekkert
borið á mótmælum við fundarstað í
borginni Doha í Kvatar, ólíkt því sem
hefði verið á samskonar fundi í
Seattle í Bandaríkjunum fyrir tveim-
ur árum. Hún sagði öryggisráðstaf-
anir talsverðar en þær væru jafn-
framt látlausar.
Mínútuþögn var síðdegis í gær
vegna flugslyssins í New York en
síðan áttu fundir að halda áfram
fram á nótt.
Ráðherrar aðildarríkja Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar funda í Kvatar
Ísland berst fyrir afnámi
ríkisstyrkja í sjávarútvegi
Hörð andstaða
við tillöguna inn-
an ESB og hjá
Japan og Kóreu
Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra flytur ræðu á ráðherrafundi WTO í borginni Doha í Kvatar.