Morgunblaðið - 13.11.2001, Page 12

Morgunblaðið - 13.11.2001, Page 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ GEORG Þór Kristjáns- son, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Vest- mannaeyja, andaðist síðastliðinn sunnudag á heimili sínu í Vest- mannaeyjum, 51 árs að aldri. Georg Þór fæddist í Vestmannaeyjum 25. mars árið 1950 sonur hjónanna Kristjáns Georgssonar og Helgu Björnsdóttur. Georg Þór vann mik- ið að félagsmálum í Vestmannaeyjum. Hann var formaður handknattleiks- og knattspyrnudeildar íþróttafélags- ins Þórs og í stjórn knattspyrnudeild- ar ÍBV 1976–1978. Hann tók mikinn þátt í félagsstarfi í gagnfræðaskóla, var formaður skólafélagsins 1965 til 1966. Starfaði í skátafélaginu Faxa 1962 til 1969 og var varaformaður Eyverja, félags ungra sjálfstæðis- manna, 1980 til 1985. Georg Þór var fyrst kjörinn í bæj- arstjórn Vestmannaeyja árið 1978. Hann sat alls fjögur kjörtímabil í bæjarstjórn, þrjú fyrir Sjálfstæðis- flokkinn en kjörtímabilið 1994 til 1998 sat hann fyrir H-listann sem hann stofnaði ásamt stuðningsmönn- um sínum. Georg Þór starfaði sem forseti bæjarstjórnar frá des- ember 1983 til júní 1984. Þá sat Georg Þór í fjölda nefnda á vegum Vestmannaeyjabæjar. Georg Þór gekk í Kiwanisklúbbinn Helgafell árið 1978, hann gegndi stöðu rit- ara í þrígang og var síð- ast kjörinn ritari við stjórnarkjör í haust. Georg Þór var forseti Helgafells árið 1988 til 1989. Svæðisstjóri Sögusvæð- is 1994 til 1995 og varð síðan æðsti maður Kiwanishreyfingarinn á Ís- landi er hann gegndi stöðu umdæm- isstjóra Íslands og Færeyja 1998 til 1999. Georg Þór var kvæntur Kristrúnu Hörpu Rútsdóttur og áttu þau saman þrjú börn en fyrir átti Georg Þór eina dóttur. Útför Georgs Þórs fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 17. nóvember nk. klukkan 11. Andlát GEORG ÞÓR KRISTJÁNSSON MINNINGARATHAFNIR um hermenn frá Bretlandi og bresku samveldislöndunum og um þýska hermenn sem féllu í heimsstyrjöldunum tveimur voru haldnar á sunnudaginn. Séra Arngrímur Jónsson stjórnaði báð- um athöfnunum sem fóru fram í hermannagrafreitnum í Fossvogskirkjugarði. Morgunblaðið/Golli Minnast fallinna hermanna FASTEIGNAKAUPENDUM get- ur reynst erfitt að sannreyna hvort íbúðir sem þeir hyggjast festa kaup á séu samþykktar eða ekki. Þetta segir Magnús Ingi Erlingsson lög- fræðingur en hann hefur verið að vinna í tveimur málum þar sem fólk keypti íbúðir sem það vissi ekki að væru ósamþykktar. Magnús segir hvergi hægt að fá vottað hvort íbúð sé samþykkt. „Það er mikið af ósamþykktum íbúðum sem hafa gengið kaupum og sölum og hvort sem það er vitandi vits eða ekki þá þekki ég tvö dæmi þess að ósamþykkt íbúð var seld sem sam- þykkt.“ Hann segir að eina leið íbúða- kaupenda sé að skoða teikningar af eigninni hjá byggingafulltrúa. Ef fyrirliggjandi séu samþykktar teikningar þá bendi það til þess að íbúðin sé samþykkt. Það sé þó ekki alltaf öruggt. „Í öðru tilvikinu var það alger tilviljun að þetta uppgötv- aðist því það voru til samþykktar teikningar. Það dugði þó ekki til því byggingarleyfi lá til grundvallar teikningunum. Ef það hefði verið farið í framkvæmdirnar sem bygg- ingarleyfið var fyrir þá hefði íbúðin verið samþykkt en það var aldrei farið í framkvæmdirnar. Þannig að það er mjög erfitt fyrir alla aðila sem koma að þessum málum að átta sig á því hvenær íbúð er samþykkt eða ekki.“ Íbúðir oft skráðar hjá Fasteignamati Hann segir að svo virðist sem við lánveitingar fari Íbúðalánasjóður eingöngu eftir skráningu íbúðarinn- ar hjá Fasteignamati ríkisins. „Þar er eignin kannski metin sem íbúð vegna þess að það hefur verið búið í henni. Í báðum þessum tilvikum var Íbúðalánasjóður búinn að lána út á eignirnar þannig að þær voru alls staðar meðhöndlaðar sem sam- þykktar eignir þrátt fyrir að þær væru það ekki.“ Að sögn Magnúsar hefur þetta fyrst og fremst áhrif á réttarstöðu seljenda og kaupenda. „Þetta hefur verið að koma svolítið upp í tengslum við eignaskiptasamninga því þá er farið í teikningarnar og kannað hvort íbúðir séu samþykktar eða ekki. Þá kemur þetta gat í kerf- inu í ljós. Þetta verður þess valdandi að kaupandinn verður ósáttur við að vera með ósamþykkta eign í höndunum því markaðsverðið er sitthvort eftir því hvort íbúðin flokkast sem samþykkt eða ekki.“ Hann segir að opinber aðili þurfi að koma til, sem staðfesti þetta líkt og gert er með veðbandayfirlit. „Það ætti að vera hægt að fá ein- hvers staðar útprentað vottorð um það að íbúðin sé samþykkt eða ósamþykkt því það myndi auka mjög öryggið í þessum viðskiptum og ég teldi eðlilegt að bygginga- fulltrúi gæfi út slík vottorð,“ segir Magnús. Ekki hægt að fá vottorð um hvort eignir séu samþykktar eða ekki Ósamþykktar íbúðir seldar sem samþykktar ÞEGAR Einar Gunnar Guðmunds- son keypti íbúð í júlí 1997 fylgdu henni pappírar frá Fasteignamati ríkisins, þinglýstur eignaskipta- samningur og fasteignalýsing þar sem kom fram að hún væri 86 fermetrar, auk þess sem Einar yf- irtók áhvílandi húsbréf. „Síðan gerðist það, þegar við vorum að selja íbúðina í lok síð- asta árs og vorum komin með munnlegt tilboð sem allt stefndi í að yrði skriflegt, að væntanlegur kaupandi fór til byggingarfull- trúa og þá kom í ljós að íbúðin var ekki samþykkt,“ segir Einar. „Við skildum bara ekki hvernig á þessu stóð því við töldum okkur vera með samþykktar teikningar að þessari íbúð.“ Hann segir að í ljós hafi komið að um var að ræða nýja íbúð í gömlu húsi en þar sem end- urgerðin hafi ekki verið í sam- ræmi við þær teikningar sem búið var að samþykkja af henni hafi byggingarfulltrúi ekki getað litið svo á að hún væri samþykkt. Að sögn Einars tók hann til við að fá íbúðina samþykkta þegar hér var komið sögu. „Við fórum í gegnum fimm mánaða ferli með tilheyrandi kostnaði og fengum hana loksins samþykkta en hún endaði á að vera 13 fermetrum minni en þegar við keyptum hana.“ Var búinn að festa kaup á nýrri íbúð Þessi töf á sölunni olli Einari verulegum óþægindum. „Sjálf vorum við búin að skrifa undir samning í byrjun desember á íbúðinni sem við búum núna í og það þýddi að ég varð að standa sjálfur straum af allri fjármögnun á henni. Ég var ekki búinn að fá neitt fyrir mína íbúð þannig að fyrstu útborgun varð ég að reiða fram úr mínum eigin sjóðum.“ Auk þessa féll töluverður kostnaður á Einar vegna þess ferlis sem hann þurfti að fara í gegnum til að fá íbúðina sam- þykkta. „Við þurftum að láta arkitekt teikna þetta upp á nýtt og borga skoðunarmann auk allra ferðanna, vinnutapsins, ljósrita og fleira. Við teljum að tap okkar vegna þessa sé um 1,9 milljónir en þá tökum við inn í milljón sem við töldum okkur hafa ofgreitt fyrir íbúðina vegna þess að hún var minni en við héldum. Beinn útlagður kostnaður er svona 8– 900 þúsund,“ segir hann og bætir því við að hann hafi höfðað mál til að sækja rétt sinn fyrir dóm- stólum. Hann segist afar ósáttur við það hvernig kerfið virkar í þess- um efnum. „Það er fyrst og fremst ósamræmið í þessu milli byggingarfulltrúa og Fast- eignamatsins og eftirlitskerfisins hjá byggingarfulltrúa. Það sem gerðist var að þegar bygging- arleyfi fékkst voru teikningarnar samþykktar en ekkert eftirlit haft og engin úttekt gerð á verkinu.“ Telur tap sitt nema um 1,9 milljónum króna BORUNUM er lokið í bili á Heng- ilssvæðinu á vegum Orkuveitu Reykjavíkur, sem áformar 120 megavatta gufuaflsvirkjun á þessum slóðum. Jarðboranir hf. boruðu tvær holur í sumar, aðra á ská undir Skarðsmýrarfjall og hina við norð- urhlíðar Stóra-Reykjafells. Hvor hola um sig er um tveggja kílómetra djúp. Að auki hafa farið fram í haust umfangsminni rannsóknaboranir á Hellisheiði og við Svínahraun til að kanna stöðu og streymi grunnvatns. Starfsmenn Orkustofnunar hafa einnig unnið að rannsóknum á þess- um slóðum. Einar Gunnlaugsson hjá OR sagði að stóru borholurnar tvær væru nú lokaðar. Köldu vatni var dælt niður í þær í sumar og er beðið eftir því að vatnið hitni í jarðlögunum. Hann sagði að holurnar yrðu væntanlega látnar blása upp úr áramótum og þá væri hægt að mæla hversu mikið gufuafl þær gæfu. Einar sagði bor- anir halda áfram næsta sumar í Sleggjubeinsskarði og víðar. Orkuveitan hefur uppfyllt skilyrði fyrir rannsóknarleyfi frá iðnaðar- ráðuneytinu á þessum slóðum og vinnur þar eftir skilyrðum um sem minnst jarðrask. Skipulagsstofnun tók málið fyrir og taldi ekki ástæðu til umhverfismatsvegna þeirra jarð- borana sem fram fóru sl. sumar. „Við reynum að valda sem minnstu raski og nýtum alla þá veg- arslóða sem fyrir eru á staðnum. Engir nýir slóðar hafa verið gerðir vegna þessara jarðborana. Við erum frekar að ganga betur um og lagfæra þær malarnámur sem hafa staðið þarna síðustu áratugi,“ sagði Einar. Orkuveita Reykjavíkur er þessa dagana að ganga frá samningum við arkitekta og verkfræðinga um hönn- un á fyrirhugaðri virkjun og stað- setningu hennar. Áform veitunnar standa til þess að geta tekið virkj- unina í notkun árið 2005. Jarðboranir á Hengilssvæðinu Beðið eftir að holur hitni Drengur hljóp í veg fyrir bíl DRENGUR varð fyrir bíl í Hamra- hlíð við Hlíðaskóla í Reykjavík á ní- unda tímanum í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík hljóp drengur- inn á milli tveggja kyrrstæðra bif- reiða og út á götu. Hann var fluttur á slysadeild en meiðsli hans voru talin minniháttar. Drengur sem var að klifra yfir girð- ingu á Hringbraut skarst illa á læri og var fluttur á slysadeild með sjúkra- bifreið. Talsvert var um árekstra í Reykja- vík í gærmorgun og hafði lögregla á orði að margir bílar væru vanbúnir til vetraraksturs. Víða var hálka á göt- um og gekk umferð hægt fram eftir morgni. Þrír bílar rákust saman á gatna- mótum Hringbrautar og Bústaðaveg- ar um níuleytið. Ökumaður eins bíls- ins kvartaði undan meiðslum í hálsi og hugðist sjálfur fara á slysadeild.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.