Morgunblaðið - 13.11.2001, Page 14
FRÉTTIR
14 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIGGJA sólarhringa allsherjar-
verkfall sjúkraliða hjá Sjúkraliða-
félagi Íslands, sem hófst á miðnætti,
aðfaranótt mánudags, nær til um
1.200 sjúkraliða sem starfa hjá rík-
isstofnunum, sjálfseignarstofnunum
og sveitarfélögum víða um land.
Verkfallið nær þó ekki til tveggja
sjúkraliða sem starfa hjá Styrktar-
félagi vangefinna enda skrifuðu þeir
undir skammtímasamning við for-
svarsmenn félagsins fyrir helgi.
Takist ekki að semja um nýjan
kjarasamning við sjúkraliða á næstu
tólf dögum skellur annað þriggja
daga allsherjarverkfall sjúkraliða á í
lok þessa mánaðar og það þriðja um
miðjan desember nái deilendur ekki
saman fyrir þann tíma. Verkfallið
hefur áhrif víða um land en kemur þó
hvað verst niður á starfsemi Land-
spítala – háskólasjúkrahúss þar sem
loka hefur þurft átta deildum á skurð-
lækningasviði, lyflækningasviði,
barnasviði, öldrunarsviði og geðsviði.
Þá hafa nánast allir þeir 57 sjúkra-
liðar sem starfa hjá Félagsþjónust-
unni í Reykjavík lagt niður störf, að
sögn Láru Björnsdóttur félagsmála-
stjóra, svo annað dæmi sé tekið af
áhrifum verkfallsins. Er Félagsþjón-
ustan ósátt við að ekki hafi náðst sam-
komulag um svokallaða öryggislista
við Sjúkraliðafélag Íslands þannig að
hægt sé að sinna lágmarksþjónustu.
Að sögn Kristínar Á. Guðmunds-
dóttur, formanns Sjúkraliðafélags Ís-
lands, hefur mikill meirihluti þeirra
1.200 sjúkraliða sem verkfallið nær
til, lagt niður störf en undanþágu-
nefnd félagsins veitir sjúkraliðum
undanþágur frá verkfallinu frá vakt
til vaktar þannig að hægt sé að sinna
lágmarksþjónustu á stofnununum.
Auk þess er í gildi svokallaður örygg-
islisti hjá Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi sem samþykktur hefur
verið af stjórnendum sjúkrahússins
annars vegar og forsvarsmönnum
Sjúkraliðafélagisins hins vegar en
vegna hans leggja ekki allir sjúkralið-
ar niður störf hjá sjúkrahúsinu. Auk
þess er í gildi öryggislisti hjá öldr-
unarstofnuninni Garðvangi í Garði.
Hjá Landspítala – háskólasjúkra-
húsi starfa, að sögn Önnu Stefáns-
dóttur hjúkrunarframkvæmdastjóra,
samtals um 410 sjúkraliðar. Af þeim
leggja um 140 til 160 sjúkraliðar nið-
ur störf í verkfallinu. Að auki hafa um
það bil 130 sjúkraliðar hjá Landspít-
alanum – háskólasjúkrahúsi sagt upp
störfum og hætt hjá sjúkrahúsinu á
síðustu mánuðum vegna óánægju
með launakjör og hafa þær uppsagnir
eins og gefur að skilja meiri áhrif á
starfsemi sjúkrahússins til lengri
tíma en verkfallsaðgerðirnar. „Ein
þessara deilda sem við höfum þurft
að loka hefur verið lokuð frá fyrsta
október sl. vegna uppsagna sjúkra-
liða en það er lýtalækningadeild,“
segir Anna Stefánsdóttir í samtali við
Morgunblaðið.
„Auk lokunar deilda hefur starf-
semi á öðrum deildum verið mun
minni en ella og mætti í því sambandi
nefna starfsemi á almennum skurð-
deildum. Þar sinnum við bara um 17
til 20 aðgerðum á
dag vegna verk-
fallsins en að jafn-
aði fara þar fram
um sextíu aðgerðir
á dag.“ Að sögn
Önnu lengjast því
biðlistar eftir að-
gerðum hjá Land-
spítalanum – há-
skólasjúkrahúsi að
sama skapi eftir því
sem færri aðgerðir
eru framkvæmdar.
Ágreiningur um
öryggislista
Samninganefnd
sjúkraliða fundaði
með samninganefnd ríkisins í húsa-
kynnum Ríkissáttasemjara á sunnu-
dag en þeim fundi var frestað síðla
sunnudags þar til í gær. Þá áttu
sjúkraliðar óformlegan fund með
fulltrúum nokkurra sjálfseignar-
stofnana í gærmorgun en auk þess er
fyrirhugaður fundur með launanefnd
sveitarfélaganna í dag. Þrátt fyrir
þessa fundi hafa deilendur enn ekki
náð saman og kvaðst Kristín Á. Guð-
mundsdóttir, formaður Sjúkraliða-
félags Íslands, hvorki vera bjartsýn
né svartsýn þegar Morgunblaðið
hafði samband við hana seinnipartinn
í gær.
Kristín segir í samtali við Morg-
unblaðið að viðsemjendur sjúkraliða
víða um land séu samtals um áttatíu
talsins, en þó hafa einstakar sjálfs-
eignarstofnanir og sveitarfélög kom-
ið sér saman um sameiginlegar samn-
inganefndir. „Til að mynda hafa
nokkrar sjálfseignarstofnanir komið
sér saman um eina svokallaða samn-
inganefnd sjálfseignarstofnana. Og
allnokkur sveitarfélög hafa samein-
ast um launanefnd sveitarfélaganna.“
Einungis hefur náðst samkomulag
um svokallaða öryggislista milli
Sjúkraliðafélags Íslands og Land-
spítala – háskólasjúkrahúss og
Garðvangs í Garði, eins og áður var
vikið að, og því hafa aðrar heilbrigð-
isstofnanir þurft að reiða sig á sam-
þykkt undanþágulista frá vakt til
vaktar á meðan á allsherjarverkfall-
inu stendur.
Lára Björnsdóttir. félagsmála-
stjóri hjá Félagsþjónustunni í
Reykjavík, kveðst þó ósátt við að ekki
hafi náðst samkomulag um öryggis-
lista milli Fé-
lagsþjónustunn-
ar og
Sjúkraliða-
félagsins. Telur
hún þvert á það
sem forsvars-
menn Sjúkra-
liðafélagins telja
að um sex ára
gamlir öryggis-
listar sjúkraliða
séu enn í gildi.
Samkvæmt
þeim eigi um
fimmtán sjúkra-
liðar hjá dvalar-
og hjúkrunar-
heimilunum
Droplaugarstöðum, Seljahlíð og Dal-
braut, að starfa í verkfalli. „Við höf-
um því skrifað þeim sjúkraliðum sem
starfa hjá þessum stofnunum bréf
þar sem við áréttum þá skoðun okkar
að öryggislistarnir séu enn í gildi.“
Kristín Á. Guðmundsdóttir kveðst
hins vegar ekki sátt við þessar bréfa-
sendingar og segir að Félagsþjónust-
an eigi að semja beint við Sjúkraliða-
félagið en ekki einstaka félagsmenn.
Reynt að sinna því
nauðsynlegasta
Nánast allir þeir 57 sjúkraliðar
sem starfa hjá Félagsþjónustunni í
Reykjavík hafa, að sögn Láru, lagt
niður störf í verkfallinu en það þýðir
m.a. að ekki hefur verið hægt að
sinna þjónustu á dvalar- og hjúkrun-
arheimilum borgarinnar; Droplaug-
arstöðum, Seljahlíð og Dalbraut, sem
skyldi. „Verkfall sjúkraliða hjá Fé-
lagsþjónunni kemur því hvað verst
niður á þessum þremur stöðum,“ seg-
ir Lára í samtali við Morgunblaðið.
„Þessir staðir eru heimili fólksins;
það er því ekki um það að ræða að
loka einu eða neinu eða senda fólk
heim,“ segir hún ennfremur.
„Ástandið er því bagalegt. En við
reynum að sinna brýnustu þörfum og
koma í veg fyrir að neyðarástand
skapist.“
Morgunblaðið hafði samband við
Maríu Gísladóttur, forstöðumann
Seljahlíðar, í gær og sagði hún eins og
Lára að draga þyrfti úr þjónustu við
íbúana á meðan á verkfalli sjúkralið-
anna stæði. „Við reynum að sinna því
nauðsynlegasta en sleppum því t.d.
að baða vistmenn eins mikið,“ segir
hún. Sömu sögu er að segja af Drop-
laugarstöðum og Dalbraut.
Morgunblaðið hafði einnig sam-
band við nokkrar heilbrigðisstofnanir
á landsbyggðinni og hafði verkfall
sjúkraliða áhrif á þær flestar á einn
eða annan hátt.
Hjá Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak-
ureyri fengust þær upplýsingar að
flestir sjúkraliðanna sem þar starfa
eða um 80% væru ekki í Sjúkraliða-
félagi Íslands heldur í Starfsmanna-
félagi Akureyrarbæjar. Að sögn Þóru
Ákadóttur, starfsmannastjóra FSA,
eru um fimmtán sjúkraliðar hjá FSA
í Sjúkraliðafélaginu en um sjö þeirra
hafa lagt niður störf vegna verkfalls-
ins. „Verkfallið hefur því áhrif á starf-
semi sjúkrahússins; sérstaklega
kemur það niður á endurhæfingu
sjúklinga en einnig bitnar það á öldr-
unarþjónustunni,“ segir Þóra. Hún
segir þó að sjúkrahúsið hafi ekki
gripið til þess ráðs að kalla til sjúkra-
liða úr Starfsmannafélagi Akureyrar-
bæjar til að bjarga málum á sjúkra-
húsinu.
Rannveig Björnsdóttir, hjúkrunar-
deildarstjóri hjá Heilbrigðisstofnun
Ísafjarðarbæjar, segir að sextán
sjúkraliðar starfi hjá stofnuninni í
rúmlega ellefu stöðugildum. „Af þeim
níu sem áttu t.d. að starfa þennan
fyrsta sólarhring verkfallsins hafa
sex lagt niður vinnu,“ útskýrir hún.
„Við þurfum því að skera niður þjón-
ustu stofnunarinnar á meðan á verk-
fallinu stendur.“
Sömu sögu er að segja af Heil-
brigðisstofnuninni á Selfossi. Aðal-
heiður Guðmundsdóttir, hjúkrunar-
forstjóri sjúkrahússsviðs stofunun-
arinnar, segir að vegna verkfallsins
hafi t.d. þurft að draga úr þjónustu og
fresta fyrirhuguðum aðgerðum. „Á
langlegudeildinni Ljósheimum höf-
um við t.d. ekki getað sinnt fólki sem
skyldi. Það hefur t.d. ekki fengið bað-
ið sitt á sama tíma og áður og fengið
minni hreyfingu,“ segir hún.
Allsherjarverkfall sjúkraliða hefur áhrif á heilbrigðisstofnanir víða um land
Reynt að sinna brýnustu
þörfum í verkfallinu
Morgunblaðið/Golli
Öldrunardeild á Landakoti var lokað í gær vegna verkfallsins, en þar eru 20 sjúkrarúm. Sjúklingar voru ýmist
sendir heim eða færðir yfir á aðrar deildir. Náist ekki samningar stendur verkfallið fram á miðvikudagskvöld.
Allsherjarverkfall
sjúkraliða um land allt
hófst aðfaranótt mánu-
dagsins en þetta er
fjórða þriggja daga
verkfallið sem sjúkralið-
ar efna til á þessum
vetri. Í úttekt Örnu
Schram kemur m.a.
fram að heilbrigðis-
stofnanir víða um land
reyna að sinna lág-
marksþjónustu þrátt
fyrir verkfall með
undanþágum frá
vakt til vaktar.
’ Verkfallið kemurhvað verst niður
á starfsemi LHS
þar sem loka hefur
þurft átta deildum á
skurðlækningasviði,
lyflækningasviði,
barnasviði,
öldrunarsviði og
geðsviði. ‘
LÖGREGLUSTJÓRINN í
Reykjavík hefur ákært tvo
bræður, sautján og átján ára
gamla, fyrir að stela ríflega
7.200 lítrum af bensíni. And-
virði eldsneytisins er tæplega
750 þúsund krónur.
Þeim er gefið að sök að hafa
notað kreditkort í eigu Íslands-
pósts til að taka út bensínið á
þremur sjálfsafgreiðslustöðv-
um Olíuverzlunar Íslands, Olís,
í Reykjavík á tímabilinu frá 17.
maí til 7. júní. Samtals voru út-
tektirnar 137 talsins.
Annar bræðranna er einnig
ákærður fyrir að hafa stolið sex
brúsum með rúðuvökva af
bensínstöð Olíufélagsins og fyr-
ir að hafa stolið geislaspilara úr
bifreið.
Þá er hann sakaður um að
hafa ásamt tveimur öðrum pilt-
um brotist inn í bifreið og stolið
þaðan geisladiskum og fyrir að
hafa sömu nótt brotist inn í Sel-
ásskóla og leitað verðmæta án
árangurs.
Ákærðir
fyrir að stela
bensíni
STUTT
TVEIR menn sem sakaðir eru
um stórfelldan þjófnað á tölvu-
búnaði hafa játað sekt sína,
samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni. Í ákæru kemur
fram að verðmæti þýfisins nam
um ellefu milljónum en brotin
frömdu þeir ýmist einir eða í fé-
lagi við hvor annan.
Mennirnir sem eru báðir
rúmlega tvítugir eru ennfrem-
ur ákærðir fyrir fíkniefnalaga-
brot. Annar þeirra er sakaður
um á annan tug afbrota en hinn
fyrir hátt í tíu brot. Mennirnir
hafa setið í gæsluvarðhaldi frá
því þeir voru handteknir 19.
september sl. Lögreglu tókst
að ná stórum hluta þýfisins.
Þriðji maðurinn er ákærður
fyrir að hafa tekið við tölvubún-
aði og ýmsum öðrum munum
frá öðrum þeirra þrátt fyrir að
honum hafi verið ljóst að um
þýfi var að ræða.
Játa stórfelldan
þjófnað á
tölvubúnaði
AÐFARANÓTT sunnudags
var lögreglunni í Reykjavík
tilkynnt að nokkrir ungir
menn hefðu brotið sér leið
inn í íbúð og ráðist á húsráð-
anda.
Í dagbók lögreglunnar
kemur fram að hópur ung-
menna var í anddyri hússins
og höfðu þau nokkuð hátt.
Maðurinn sem búsettur er í
húsinu fór niður í anddyrið og
bað þau um að yfirgefa húsið.
Nokkrir úr hópnum brugðust
ekki betur við beiðni manns-
ins en svo að þeir eltu mann-
inn upp í íbúð hans, brutu sér
leið inn og réðust að honum.
Brutust inn
og réðust á
húsráðanda
TVEIR grímuklæddir menn
réðust inn í verslun 11-11 við
Kleifarsel í Breiðholti á tólfta
tímanum á sunnudagskvöld.
Afgreiðslustúlka sem var að
ganga frá í versluninni hljóp út
þegar hún varð vör við þjófana
og hringdi á lögreglu. Þjófarnir
voru á bak og burt þegar lög-
regla kom á staðinn en talið var
að þeir hefðu stolið fremur litlu
magni af sígarettum.
Grímuklæddir
menn stálu
sígarettum