Morgunblaðið - 13.11.2001, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 13.11.2001, Qupperneq 15
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 15 *Ver›könnun Neytendasamtakanna á Akureyri 31.10.2001. Apóteki› er ód‡rara en Lyf &heilsa í 53 af 57 lyfjategundum samkvæmt ver›könnun Neytendasamtakanna.* Lægra ver› á lyfjum Apóteki› me› lægra ver› en Lyf & heilsa á 11 af 12 lausasölulyfjum.* Apóteki› me› lægra ver› en Lyf & heilsa á 27 af 28 lyfse›ilsskyldum lyfjum.* Apóteki› ód‡rast Apóteki› og Lyf&heilsa sama ver› Lyf&heilsa ód‡rast Lausasölulyf Apóteki› ód‡rast Apóteki› og Lyf&heilsa sama ver› Lyf&heilsa ód‡rast Lyf skv. lyfse›li H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 2 4 6 8 10 12 0 5 10 15 20 25 30 UNDIRRITAÐ hefur verið sam- komulag um samstarf á sviði jarðhita milli Orkuveitu Reykja- víkur og Enex hf. annars vegar og kínverskra aðila hins vegar, en samkomulagið felur í sér áform um stofnun sameiginlegs fyrirtækis um framkvæmd hita- veitu í Lishuiqiao í Peking um mitt næsta ár, en svæðið liggur nærri fyrirhuguðu ólympíusvæði vegna Ólympíuleikanna í Peking árið 2008. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Ásgeir Margeirs- son, aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, undirrituðu sam- komulagið í Kína fyrir skömmu, en Enex hf., sem hefur það að markmiði að flytja út íslenska tækni- og verkfræðiþekkingu, einkum á sviði orkumála, er ný- stofnað fyrirtæki í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, Landsvirkjunar, Hitaveitu Suðurnesja og Jarðbor- ana, auk annarra aðila. Áhersla lögð á Ólympíuþorpið Samkomulagið byggist á fyrri samningi aðila um framkvæmd hagkvæmniathugana á jarð- hitaveitu í Peking og hefur nú þegar verið hafist handa um nán- ara samstarf við hönnun og fram- kvæmdir við verkið. Lögð verður áhersla á að Ólympíuþorpið og hin nýju íþróttamannvirki verði hituð með jarðhita, að því er fram kemur í frétt frá Orkuveitunni. Fram kemur einnig að áætlað umfang fyrsta áfanga verksins sé allt að 1.500 milljónir kr. og gert sé ráð fyrir að 40% séu fjár- mögnuð með hlutafé. Hin íslenska aðild að verkefninu hafi ekki ver- ið fastákveðin en gert sé ráð fyrir að hún verði á bilinu 25–50%. Framlag Orkuveitunnar og Enex verði að hluta til í formi tækni- þekkingar, en verkefnið byggist á íslenskri sérþekkingu við hönnun jarðhitaveitna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi samstarfs- samningur lofaði góðu. Þessi mál hefðu verið í skoðun í allmörg ár og hitaveituverkefni verið í gangi í útborg Peking, þótt það mál hefði kannski ekki komist á þann skrið sem menn hefðu bundið vonir við. Þetta verkefni væri hins vegar vænlegt vegna þess að mengun væri mikið vandamál í Kína og það væri mikilvægt fyrir þarlend stjórnvöld að sýna fram á það í tengslum við Ólympíuleik- ana að þau byðu upp á hreina orkugjafa. Ingibjörg Sólrún hefur verið í Kína ásamt sendinefnd frá Reykjavíkurborg í boði borgaryf- irvalda í Peking og Shanghai. Hún bætti því við að sér fyndist miklu meiri áhugi á þessum mál- um í Kína heldur en áður. Hún hefði meðal annars hitt aðalborg- arstjórann í Peking, sem hefði verið mjög áhugasamur um þess- ar fyrirætlanir og öll heimsókn hennar hefði verið með þeim blæ að mikill áhugi væri fyrir hendi í þessum efnum. „Svo er það auðvitað okkar að skoða hvort það eru frekari möguleikar á þessu sviði sem geta vel verið víðar í Kína,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Í för með borgarstjóra eru auk eiginmanns hennar Hjörleifs Sveinbjörnssonar, forseti borg- arstjórnar Helgi Hjörvar og Þór- hildur Elínardóttir, Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi, Kristín A. Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Reykjavíkurborgar, og Ásgeir Margeirsson, aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Ásgeir Margeirsson, að- stoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, undirrituðu samkomulag um samstarf á sviði jarðhita í Kína fyrir skömmu. Samstarf undir- ritað um hita- veitufram- kvæmdir í Peking Sendinefnd frá Reykjavíkurborg í heimsókn í Kína
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.