Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝR skóli, Lágafellsskóli í Mosfellsbæ, var formlega vígður á laugardag en skól- inn var tekinn í notkun í haust. Um 300 börn eru nú í skólanum, þau elstu 11 ára. Hönnuðir bygging- arinnar eru arkitektarnir Jón Þór Þorvaldsson og Baldur Ó. Svavarsson hjá teiknistofunni Úti og inni en þeir urðu hlutskarpastir í samkeppni sem fram fór árið 1999 um hönnun skól- ans. Hafist var handa við byggingu skólans í febrúar árið 2000 en það eru Ís- lenskir aðalverktakar sem eru framkvæmdaraðilar. Var lokið við fyrsta áfanga skólans, um 4600 fermetra að gólffleti, í haust en heildarstærð verður hins vegar 7400 fermetrar. Í haust tóku um 300 börn til starfa í skólanum. Elstu börnin eru 11 ára og er gert ráð fyrir því að þau vaxi með skólanum þannig að árið 2006 myndi þau fyrsta útskriftarárgang skólans. Er áætlað að sama ár verði um 500 nemendur í skólanum í 1. – 10. bekk. Í skólanum fer fram til- raun í stjórnun með sér- stakri undanþágu frá grunnskólalögum. Felst til- raunin í því að áhersla er lögð á samstarf og eru þrír skólastjórnendur við stjórn- völinn. Við vígsluna á laugardag var tónlistarflutningur í höndum nemenda Lága- fellsskóla. Var húsið bless- að og afhent skólastjórn- endum. Þá gafst almenningi kostur á að skoða skólann í kjölfar vígslunnar. Fyrsti áfangi skólans er um 4.600 fermetrar að gólffleti en hönnun var í höndum teiknistofunnar Úti og inni. Morgunblaðið/Golli Nemendur sáu um tónlistarflutning á laugardag en eftir vígsluna gafst almenningi kostur á að skoða húsnæðið. Lágafellsskóli vígður Mosfellsbær MJÖG góður vilji er fyrir því að ljúka byggingu stjórnunarálmu Klébergs- skóla á Kjalarnesi fyrir næsta haust og gera end- urbætur á lóð skólans að sögn formanns fræðsluráðs Reykjavíkur en í gær fundaði hann með hags- munaaðilum um málið. Tíu milljónir vantar upp á fjár- hagsáætlun til þess að hægt verði að ljúka því að fullu. Í síðustu viku greindi Morgunblaðið frá undir- skriftasöfnun foreldra barna í Klébergsskóla til að knýja á um að ljúka endurbótum og viðbyggingu við skólann fyrir næsta haust og var undirskriftalistinn afhentur Sigrúnu Magnúsdóttur, for- manni fræðsluráðs. Í gær fundaði Sigrún með skóla- stjóra Klébergsskóla, fræðslustjóra, formanni skólanefndar og yfirarkitekt á byggingadeild borgarverk- fræðings. „Í millitíðinni hitt- ust skólastjórinn og arki- tektinn og fóru yfir stöðuna og þeir komu sér saman um ákveðna lendingu sem geng- ur út á að stjórnunarálma í nýbyggingunni verði tekin í notkun í haust. Þá losna tvær kennslustofur í því skólahúsnæði sem núna er í notkun eins og gert er ráð fyrir.“ Sigrún segir fundinn í gærmorgun hafa farið mjög vel fram. „Skólastjórinn lagði sjálfur fram hvað hann vildi sjá að yrði gert og það var samþykkt að það yrði reynt að vinna að því. Það er líka óánægja með leik- svæðið við skólann því þar eru fá leiktæki og við töl- uðum um að við myndum fljótlega halda fund uppi á Kjalarnesi. Þar myndum við útskýra þetta og fengjum arkitektinn til að segja hvað þyrfti að gera í lóðinni því það er að myndast afar skemmtileg lóð á milli bygg- inganna.“ Fjárhagsáætlun sam– þykkt 6. desember Hún segir sterkan vilja fyrir því að fara eftir óskum skólastjórans um að ljúka stjórnunarálmunni og lag- færa skólann þannig að hann fái tvær almennar kennslustofur í haust. Eins yrði reynt að gera eitthvað fyrir leiksvæðið. Hins vegar hafi komið fram að ekki er nægilegt fjármagn á áætlun næsta árs til að hægt verði að ljúka öllum þessum verk- efnum. „Það eru inni núna 60 milljónir fyrir næsta ár og menn voru að segja að til þess að geta lokið öllu þyrft- um við helst að stækka þennan ramma um tíu millj- ónir. Við munum skoða það mál. Fjárhagsáætlun er ekki samþykkt fyrr en 6. desem- ber en það er útilokað að lofa neinu.“ Morgunblaðið/RAX Formaður fræðsluráðs segir vilja fyrir því að gera end- urbætur á lóð skólans en fá leiktæki eru þar sem stendur. Stjórnunarálmu verði lokið næsta haust Vantar 10 milljónir króna á fjárhagsáætlun Kjalarnes Fundað um endurbætur og viðbyggingu Klébergsskóla í gær ÁKVEÐIÐ hefur verið að loka eina gæsluvellinum í Garðabæ í vetur. Að sögn félagsmála- stjóra bæjarins verður völlur- inn þó hafður opinn á sumrin. Gæsluvöllurinn Fitjavellir hefur verið starfræktur frá árinu 1966 en þar hafa börn á aldrinum 2 til 6 ára getað leikið sér úti við undir umsjón gæslu- manna. Bergljót Sigurbjörns- dóttir, félagsmálastjóri Garða- bæjar segir hins vegar að nú hafi gott ástand á leikskólum bæjarins minnkað þörfina fyr- ir gæsluvöllinn. „Hér komast börn svo ung inn á leikskóla að þörfin fyrir gæsluvöllinn hefur snarminnk- að og aðsókn dregist verulega saman. Þau eru teljandi á fingrum annarrar handar börnin sem eru þarna núna og því er ekki grundvöllur fyrir vetrarrekstrinum. Það hefur hins vegar sýnt sig að það er meiri aðsókn á sumrin.“ Hún segir að vellinum verði lokað þann 1. desember næst- komandi en að það starfsfólk sem var starfandi á gæsluvell- inum muni koma til annarra starfa hjá bænum. „Vonandi- kemur það síðan aftur á völlinn til okkar í sumar um leið og opnað verður aftur. Þetta er frábært starfsfólk sem við vilj- um alls ekki missa.“ Morgunblaðið/Ásdís Félagsmálastjóri segir ekki forsendur fyrir rekstri gæslu- vallarins á veturna en hann verði opinn í sumar. Vetrarlokun á gæsluvellinum Garðabær Viltu góða veltu? Viltu auka veltuna? Hagræða í fyrirtækinu? Búa þig undir samdráttar- tíma? Þéna meira með minni tilkostnaði? Eða byrja sjálfur ef þú getur byrjað stórt? Höfum til sölu tvö fyrirtæki í sömu starfsgrein en falla þó mjög vel saman, með heildarveltu um 320 millj. á ári. Bæði mjög vel þekkt fyrirtæki með mikið af þekktum umboðum, flytja sjálf inn mest af vörunum. Eru með heildverslun og smásölu. Búið að hag- ræða mikið hjá báðum, og bæði eru með góða framlegð og lítinn tilkostnað sem getur minnkað enn meira við að sameinast öðru stóru fyrirtæki. Seljast einnig sjálfstætt. Höfum einnig mikið úrval af stórum og smáum fyrirtækjum í öllum verðflokkum. Jólaviðskiptin framundan. Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.         ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.