Morgunblaðið - 13.11.2001, Síða 19

Morgunblaðið - 13.11.2001, Síða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 19 Dalvegi 28  200 Kópavogi  Sími 564 4714  Fax 564 4713 Hún gerði kynfræðslu að vinsælu sjónvarpsefni. Ekki er jafn kunnugt aðhún er flóttamaður. Ein af 50 milljón afrekssögum flóttamanna. 50 mil l jón afrekssögur Ruth Wes the imer kynfræðingur Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland Byltingarkennd nýjung frá Karin Herzog Vítamín H krem sem gefur ótrúlegan árangur 20% afsláttur KYNNING í dag og á morgun kl. 14-18 í LYFJU Smáralind. Í tilefni opnunarinnar fylgir gjafaaskja með nýja H-kreminu með sem kaupauki. FÉLAGAR í Lionsklúbbnum Hæng á Ak- ureyri heimsóttu heimilisfólkið á sambýli aldraðra við Bakkahlíð og dögunum og færðu þeim tvo páfagauka að gjöf. Hængsmenn höfðu haft af því spurnir að heimilisfólkið hefði mikinn áhuga á því að eignast húsdýr og varð það kveikjan að þessari óvenjulegu gjöf, sem er örugglega farin að vekja gleði þar á bæ. Lionsklúbburinn Hængur hefur árlega lagt mörgum góðum málum lið en helsta fjáröflun klúbbsins er útgáfa auglýs- ingablaðsins LEÓ fyrir hver jól. Klúbb- félagar vinna nú að því að safna auglýs- ingum í blaðið, sem kemur út um næstu mánaðamót. Morgunblaðið/Kristján Ólafur Kristjánsson, heimilismaður á sambýlinu í Bakkahlíð, þakk- ar Stefáni Vilhjálmssyni, formanni Lionsklúbbsins Hængs, fyrir. Færðu heimilis- fólkinu páfagauka LOFTFÉLAGIÐ og lyfjafyrirtæk- ið Glaxo Smith Kline hafa gefið heilsugæslunni á Ólafsfirði nýjan öndunar-/lungnamæli. Tæki þetta gerir kleift að upp- götva langvinna öndunarfærasjúk- dóma í tíma svo að hægt sé að bregðast rétt við. Einnig gerir tækið mögulegt að fylgjast með sjúklingum með ýmsa langvinna öndunarfærasjúkdóma, svo sem astma og þá sjúkdóma sem stafa af reykingum, en hvorugur þess- ara sjúkdómsflokka sýnir sig á röntgenmyndum fyrr en mjög seint í sjúkdómsferlinu. Rúnar Guðlaugsson, forstöðu- maður Hornbrekku, var fyrstur til að reyna mælinn. Niðurstöður mælinga sýndu að hann er langt fyrir ofan meðallag enda hefur Rúnar aldrei reykt og stundar reglubundna líkamsþjálfun. Fékk nýjan öndunarmæli Ólafsfjörður ♦ ♦ ♦ „SKÓGRÆKT er heilbrigðismál“ er yfirskrift fundar sem haldinn verður í Deiglunni, Kaupvangsstræti annað kvöld, þriðjudagskvöldið 14 nóvem- ber kl. 20.30. Þar verður myndasýning og um- ræður um ýmislegt það sem viðkemur ræktun trjáa, runna, skjólbelta og skóga í stórum sem smáum stíl. Fram koma Helgi Þórsson umhverfisfræð- ingur, Aðalsteinn Svanur Sigfússon myndlistarmaður og Björgvin Stein- dórsson, forstöðumaður Lystigarðs- ins á Akureyri, auk þess sem fulltrúar Norðurlandsskóga verða á staðnum. Skógrækt er heilbrigðismál

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.