Morgunblaðið - 13.11.2001, Síða 20

Morgunblaðið - 13.11.2001, Síða 20
SUÐURNES 20 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HAFRANNSÓKNASTOFNUN hélt opna fundi á Akranesi og í Vest- mannaeyjum í síðustu viku. Stofnun- in hefur að undanförnu efnt til funda víða um land og rætt um þessi mál- efni, enda er óhætt að segja að um- ræðuefnið hafi verið fjölbreytt og líf- legar umræður spunnist í kjölfarið. Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar fór í upphafi fundarins á Akranesi yfir hlutverk stofnunarinnar, uppbyggingu henn- ar og helstu verkefni. Hann fór yfir atriði sem skýrt geta þá staðreynd að minna hefur veiðst af bolfiski á síðari árum en gerðist á árum áður. Í fyrsta lagi taldi hann að lofts- lagsbreytingar segðu þar sína sögu og misjöfn skilyrði í hafinu síðustu áratugina hefðu mikil áhrif á Græn- landsgöngur sem dregið hefði stór- lega úr og það hefði mikil áhrif á stærð þorskstofnsins. Önnur mikil- væg atriði nefndi Jóhann svo sem að leyfður afli (kvóti) hefði verið umtals- vert umfram ráðgjöf til fjölda ára, burðarþol svæða væri breytt, of mik- il sókn og að mikið skark kynni að hafa sitt að segja sem og brottkast afla sem þó væri óþekkt stærð. Hann gerði að umtalsefni þá miklu verðmætasóun sem fylgdi því að veiða mikið af smáfiski, farsælast væri að geyma hann í sjó á mesta vaxtarskeiði hans, og veiða hann síð- an stærri og verðmætari og máli sínu til stuðnings benti hann á árganginn frá 1922 sem gott dæmi um að þorsk- ur geymist afar vel í sjó, hann hefði verið feikna stór og hefði verið burð- arás í veiði í mjög mörg ár. Sigfús Schopka fiskifræðingur, og sérfræðingur í þorskrannsóknum ræddi óvissu í stofnmati og hvers vegna væru skekkjur í því og hvernig stofnunin gæti gert betur. Síðustu áratugina hefði skipst á of- eða van- mat á stofnstærðinni, en síðustu árin hefði eingöngu verið um ofmat að ræða. Að baki liggja ýmsar skýring- ar, sagði Sigfús, og vonir stæðu til að betur mætti gera en til þess að svo yrði nefndi hann nokkur atriði; auka þyrfti samstarf við sjómenn, meta brottkast, efla haust- og netarall, merkingar yrðu auknar og tekið upp grunnslóðarrall og að síðustu þyrfti að fara yfir aðferðafræðina. Veiðar í Faxaflóa áhyggjuefni Fundarmenn voru fjölbreyttur hópur skipstjórnarmanna, fisk- vinnslufólks og útgerðarmanna auk annarra áhugamanna um sjávarút- veg, alls 30–40 manns, og sýndist sitt hverjum um málefni fundarins. Fram komu fyrirspurnir um ástand- ið á Íslandsmiðum á þriðja áratug síðustu aldar og efasemdir um vís- indi þess tíma og rannsóknir sem þá voru unnar við erfiðar aðstæður. Einnig var spurt um togararallið og árangur þess. Þá spurði Skarphéð- inn Árnason trillusjómaður forstjór- ann hvort hann væri ánægður með þann árangur sem fengist hefði eftir 18 ára friðun þorsks við landið og hvað liði rannsóknum á áhrifum veiða í dragnót í Faxaflóa. Í svari Jóhanns Sigurjónssonar kom fram að hann væri alls ekki ánægður með ástand þorskstofnsins, ekki hefði tekist að stjórna veiðunum nægilega vel. Varðandi Faxaflóann sagði hann að hann hefði miklar áhyggjur af þeim veiðum og benti líka á að bæði skip og veiðarfæri hefðu breyst mikið á undanförnum árum og það hefði áhrif. Getum ekki gert ráð fyrir mjög stórum þorskstofni Bjarni Sveinsson fyrrverandi skip- stjóri velti fyrir sér hvernig stæði á því að við vissum svo mikið um þorskárganginn frá 1922 en á þeim tíma störfuðu tveir menn að fiski- rannsóknum og ekkert hafrannsókn- arskip hefði verið til. Nú störfuðu 160 manns hjá Hafró og við værum að vandræðast með að meta árganga. Einnig nefndi hann eitt atriði til við- bótar við þau sem kynnu að hafa árif á stofnstærð, en það væri náttúru- legur dánarstuðull þorsksins. Hann spurði hvort þessi stuðull væri hugs- anlega orðinn hærri en menn gerðu ráð fyrir. Bjarni spurði einnig hvort notkun togveiðarfæra dagsins í dag, sem sannarlega væru miklu þyngri en áður, gæti verið hér áhrifavaldur. Jóhann Sigurjónsson kvaðst vera sammála Bjarna varðandi veiðar- færabúnaðinn og það væri mikið um- hugsunarefni. Varðandi náttúrulegu dánartíðnina sagði hann að það væri sérstakt fyrirbrigði en ekki stórt áhyggjuefni. Varðandi stofninn frá 1922 sagði Jóhann að vissulega hefðu ekki verið til öflug rannsóknarskip á þeim tíma, en framúrskarandi vís- indamenn hefðu starfað á þeim ár- um. „Það er til gott mat á aldurs- greiningu afla frá þessum tíma þar sem fram kemur að fiskurinn var mjög stór og líka mjög gamall og á því byggði ég mína umræðu,“ sagði hann. „Auk þess nýttu þessir menn sér þekkingu gamalla sjósóknara mikið. Kjarni málsins er,“ sagði Jó- hann, „að við getum ekki gert ráð fyrir mjög stórum þorskstofni eins og áður. Það kunna að koma toppar, en 300–350 þúsund tonna ársafli er það sem við getum gert okkur vonir um.“ Veiðar á smá- fiski sóun á verðmætum Fundaröð á vegum Hafrannsóknastofnunar um land allt lauk í síðustu viku með fundi í Vestmannaeyjum. Fundirnir voru samtals átján og fylgdust Jón Gunnlaugsson á Akranesi og Ásmundur Friðriksson í Eyjum með orðaskiptum sérfræðinga og heimamanna á stöðunum. Akranes FRAMKVÆMDIR eru hafnar við varanlega vegagerð á Gaulverjabæj- arvegi í Árnessýslu. Vegagerðin samdi við vörubílstjórafélagið Mjölni á Selfossi sem bauð um 40 milljónir króna í verkið. Að sögn Steingríms Ingvarssonar hjá Vegagerðinni á Selfossi er heild- arkostnaður áætlaður kringum 75 milljónir. Um er að ræða 6,8 km kafla að félagsheimilinu Félagslundi og verður þá komin klæðning þenn- an kafla að Selfossi alls 13 km leið. Heildarverki á að ljúka 1. septem- Mjölnir sér um vegagerð Gaulverjabær LANDIÐ HÚSFYLLIR var á foreldraráð- stefnunni Hönd í hönd sem Fjöl- skyldu- og félagsmálaþjónusta Reykjanesbæjar efndi til síðastlið- inn laugardag. Starfsmenn eru ánægðir með hvernig til tókst. Ráðstefnan var haldin í Kirkju- lundi, safnaðarheimili Keflavík- urkirkju. Kolbrún Leifsdóttir fé- lagsráðgjafi sem var annar ráðstefnustjóri telur að um 260–270 foreldrar hafi verið í salnum og með þeim 50–60 börn sem gætt var á meðan á ráðstefnunni stóð. „Ráð- stefnan tókst óskaplega vel,“ segir Kristbjörg. „Það segir okkur að fólk hefur áhuga á málefninu og á þjónustu Fjölskyldu- og fé- lagsþjónustunnar,“ segir hún. Í fjórum erindum foreldra og fag- fólks komu fram margvíslegar leið- beiningar fyrir foreldra og umræð- ur spunnust eftir nokkur þeirra. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hvert sæti var skipað í Kirkjulundi, þar sem foreldraráðstefnan fór fram. Vel sótt foreldra- ráðstefna Reykjanesbær Guðbjörg Ósk, fjögurra ára dóttir Ellerts Eiríkssonar bæjarstjóra, fékk að sitja við háborðið hjá pabba sínum. UM 180 athugasemdir bárust við deiliskipulag Borgarhverfis í Kefla- vík, iðnaðarsvæði sem fyrirhugað er við Rósaselsvötn, skammt ofan við Vallahverfi. Íbúar hverfisins eru af- ar óánægðir með áform um að byggja þarna iðnaðarhverfi. Ljóst er að auglýsa þarf tillöguna að nýju með breytingum vegna athuga- semda skipulagsnefndar varnar- svæða. Umræddur reitur er í núgildandi aðalskipulagi skilgreindur sem opið svæði sem frestað var að skipu- leggja. Bæjaryfirvöld vilja koma þarna upp iðnaðar- og þjónustu- svæði sem einkum er hugsað fyrir flugsækna starfsemi. Svæðið er ekki langt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Breyta þarf tillögunni Bæjaryfirvöld auglýstu í haust til- lögur Vinnustofunnar Þverár að skipulagi svæðisins. Frestur til að gera athugasemdir rann út 9. þessa mánaðar. Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðumaður umhverfis- og tækni- sviðs Reykjanesbæjar, sagði í gær að 180 athugasemdir hefðu borist. Ásgeir Eiríksson, einn af íbúum Vallahverfis, telur að vel á þriðja hundrað kosningabærra íbúa hafi skrifað undir athugasemdir sem skil- að hafi verið á bæjarskrifstofurnar. Hluti fyrirhugaðs byggingarsvæð- is er á varnarsvæði. Viðar Már segir að vegna athugasemda skipulags- nefndar varnarsvæða þurfi að gera smávægilegar breytingar á skipu- lagstillögunni og auglýsa hana aftur. Eftir sé að leggja málið fyrir skipu- lags- og byggingarnefnd Reykjanes- bæjar og bæjarstjórn á nýjan leik. Verði áfram útivistarsvæði Í mótmælum íbúa hverfisins kem- ur fram að þeir óska eftir því að skipulaginu verði breytt þannig að svæðið verði opið og það gert að- gengilegt fyrir almenning. Ásgeir vekur athygli á því að Keflvíkingar hafi notað svæðið til útivistar í lang- an tíma, meðal annars leiki börn sér mikið við Rósaselsvötn. Óeðlilegt sé að setja enn eitt iðnaðarhverfið ofan í íbúðabyggð auk þess sem vegur að hverfinu muni koma rétt ofan við íbúðarhúsin. Hann segir að iðnaðar- hverfi bæjarins séu ósnyrtileg og ekkert sem bendi til að þetta hverfi verði öðruvísi. Þá vekur Ásgeir at- hygli á því að verið sé að skipuleggja önnur svæði fyrir flugsækna starf- semi, meðal annars á þjónustusvæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, og ekki sé sennilegt að fyrirtækin flytji sig í þetta fyrirhugaða hverfi. Vonast Ásgeir til þess að bærinn dragi áform sín til baka eða breyti skipulaginu verulega. Viðar Már segir ljóst að þegar svona eindregin andstaða komi fram við skipulagshugmyndir verði farið yfir málið að nýju og athugasemd- irnar skoðaðar vel. Málið verði lagt fyrir skipulags- og byggingarnefnd og síðar bæjarstjórn. 180 athugasemdir við skipulag Borgarhverfis Reykjanesbær SKÓLASTJÓRI og aðstoðaskóla- stjóri Gerðaskóla í Garði hafa sagt upp störfum vegna þess að þeir telja sig fara illa út úr samningi launa- nefndar sveitarfélaga við kennara- samtökin og hafa ekki fengið það lagfært hjá yfirvöldum hreppsins. Sigurður Jónsson sveitarstjóri staðfestir uppsögn skólastjóranna. Einar Valgeir Arason skólastjóri sagðist í gær ekki tjá sig opinberlega um uppsögnina fyrr en skólanefnd og hreppsnefnd hefðu fjallað um málið. Sigurður Jónsson sagði að skólastjórarnir telur sig fara illa út úr kjarasamningi sem kennarasam- tökin gerðu fyrr á þessu ári við Launanefnd sveitarfélaga. Telur Sigurður að það kunni að vera rétt en segir að eftir sé að fara yfir málið. Sveitarstjórinn segir að erfið staða sé komin upp í Gerðaskóla, ekki sé gott að þurfa að skipta um stjórnendur á miðju skólaári. Hins vegar sé erfitt fyrir Gerðahrepp að bregðast við vegna þess að hann hafi afhent samningsumboð sitt til Launanefndar sveitarfélaga og sé bundinn af þeim kjarasamningum sem hún geri. Uppsögn skólastjórans tekur að óbreyttu gildi um áramót en aðstoð- arskólastjórinn hættir í lok febrúar. Uppsögn skólastjórnendanna verður rædd í skólanefnd í dag og í sveitarstjórn á miðvikudag. Skólastjórarnir segja upp störfum Garður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.