Morgunblaðið - 13.11.2001, Page 23

Morgunblaðið - 13.11.2001, Page 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 23 ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR G æ ð i á N e tt o ve rð i. .. ASKALIND 3, KÓP., SÍMI: 562 1500 BAÐINNRÉTTINGAR Mikið úrval – Gott verð NOREGUR og Rússland hafa náð samkomulagi um að heildarkvóti fyr- ir íshafsþorsk í Barentshafi á næsta ári skuli vera 395.000 tonn. Að auki koma til viðbótar 40.000 tonn af grunnslóðarþorski. Þetta er sami kvóti og á þessu ári og í samræmi við samkomulag sem gert var í Tromsø í Noregi í fyrra um að halda leyfileg- um heildarafla stöðugum næstu þrjú árin. Þessi ákvörðun þýðir að kvóti okkar í Barentshafi verður óbreytt- ur, 3.660 tonn innan norskrar lög- sögu og 2.280 tonn innan þeirrar norsku. Auk þess má meðafli af öðr- um tegundum vera 30%. Tvö íslenzk skip eru um þessar mundir að veiðum í Barentshafinu, línuskipin Síldey og Gissur hvíti. Veiða þau úr kvóta sem úthlutað hef- ur verið til íslenzkra útgerða eftir veiðireynslu þeirra og þau leigja til sín. Leiguverð er um 45 krónur inn- an norsku lögsögunnar en 35 krónur Rússlands megin. Þá er línuskipið Tjaldur á leiðinni og veiðir úr leigu- kvóta til jóla, en tekur síðan eigin kvóta eftir áramót. Langt umfram ráðleggingar Þessi ákvörðun um heildarkvóta hefur í för með sér að vænta má vaxtar í hrygningarstofninum árið 2003. Þessar aflaheimildir eru engu að síður langt umfram það sem ráð- gjafarnefnd Alþjóðahafrannsóknar- áðsins lagði til, en samkvæmt ráð- leggingum hennar var talið óvarlegt að veiða meira en 180.000 tonn. Þjóð- irnar hafa einnig náð samkomulagi um að stofna sameiginlega vísinda- nefnd, sem ætlað verður að vinna að tillögum um langtíma sjálfbæra nýt- ingu af fiskistofnum í Barentshafi, í fyrstu nýtingu þorsksins. Þá var samþykkt að styrkja samvinnu land- anna um fiskveiðistjórnun og eftirlit. Ánægður Sjávarútvegsráðherra Noregs, Svein Ludvigsen, segist ánægður með samkomulagið. „Við höfum byggt þessa ákvörðun á samkomu- laginu frá því í fyrra um jafnstöðu þorskafla í þrjú ár, þrátt fyrir að staða þorskstofnsins sé ekki eins góð og í fyrra. Við leggjum áherzlu á stöðugleika við þessa ákvörðun. Með þessum hámarksafla mun bæði veiðistofn og hrygningarstofn halda áfram að stækka. Framtíðin er nokkuð óljós og þess vegna hefur verið ákveðið að setja vísindanefnd- ina á stofn, en henni er ætlað að koma með tillögur um langtíma sjálf- bæra nýtingu. Vegna þessa mun norsk-rússneska fiskveiðinefndin geta rætt málin og tekið ákvarðanir á fundi næsta árs,“ segir Ludvigsen. Samkvæmt þessu verður heildar- þorskkvóti Norðmanna í Barents- hafi á næsta ári 195.550 tonn að með- töldum 40.000 af grunnslóðarþorski. Hlutur Rússa verður 183.550 tonn, önnur lönd fá alls 55.900 tonn og er það óbreytt miðað við þetta ár. Þá hefur orðið samkomulag um skiptingu veiða úr ýsustofninum. Norðmenn fá 46.300 tonn, Rússar 34.300 tonn og önnur lönd samtals 4.400 tonn. Þá varð samkomulag um veiðar á kóngakrabba og koma 100.000 krabbar í hlut Norðmanna en 300.000 krabba fá Rússar að veiða. 5.000 selir Loks var ákveðið að leyfa veiðar á 650.000 tonnum af loðnu í vetur en það er 20.000 tonna aukning. 390.000 tonn koma í hlut Norðmanna og 260.000 tonn í hlut Rússa. Auk þessa skiptast þjóðirnar á veiðiheimildum á ýmsum tegundum eins og karfa, ufsa, steinbít og rækju. Þá mega Norðmenn veiða 5.000 seli innan lög- sögu Rússa. Óbreyttur kvóti í Barentshafi Heildarkvótinn 395.000 tonn og tæp 6.000 tonn koma í hlut Íslendinga ÞORBJÖRN Fiskanes var rekinn með 1,8 milljóna króna hagnaði fyrstu níu mánuði ársins en allt árið í fyrra nam tap félagsins 88,8 millj- ónum króna. Hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði nam 917,2 milljónum en afskriftir námu 380 milljónum króna og fjármunagjöld 847 milljónum króna. Rekstrartekjur félagsins námu 3.189 milljónum króna og rekstrar- gjöldin voru 2.272 milljónir króna. Eigið fé var kr. 1.452 milljónir þann 30. september sl. Eiginfjár hlutfall er 16,17%. Aðrar tekjur, kr. 81 milljón, eru hagnaður af sölu hlutabréfa, og tveggja skipa. Í tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands kemur fram að mikið geng- istap af lánum í erlendri mynt, og sjómannaverkfall í einn og hálfan mánuð á besta rekstrartíma fyrir- tækisins, hafi haft veruleg áhrif á niðurstöðutölur uppgjörsins. „Vegna fyrirætlana stjórnvalda um að minnka aflahlutdeild afla- marksskipa í ýsu, steinbít og ufsa og færa til útgerða krókabáta, hefur yf- irmönnum á tveim togskipum félags- ins verið sagt upp störfum, til að skapa svigrúm fyrir endurskipu- lagningu í útgerðinni, þegar endan- leg niðurstaða þessara aðgerða stjórnvalda liggur fyrir,“ segir enn- fremur í tilkynningu til VÞÍ. Viðsnún- ingur hjá Þorbirni Fiskanesi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.