Morgunblaðið - 13.11.2001, Page 26

Morgunblaðið - 13.11.2001, Page 26
eldri lausnir er að sögn Birgis sú að hægt er að nálgast birgðakerfið á hvaða nettengdu tölvu sem er. Núna eru slík kerfi innanhússkerfi stað- bundin í fyrirtækjunum. Ferðaþjónustufyrirtæki eru eðli starfseminnar samkvæmt með útibú víðs vegar um landið og hafa einnig söluskrifstofur er- lendis. „Nú geta allir unn- ið á sama svæði á Net- inu,“ segir Birgir. Markmiðin með nýja kerfinu eru m.a. að út- rýma tvíbókunum, að gera vörur og þjónustu ferða- þjónustuaðila sýnilega og aðgengilega á Netinu og að auðvelda stjórnendum að fylgjast með stöðu mála í fyrirtækjunum þótt þeir séu ekki á staðnum. Vörusala skráist í kerf- ið eftir þremur leiðum, að sögn Birgis: Í fyrsta lagi þannig að starfsmenn ferðaþjón- ustufyrirtækis bóka sölu beint í kerfið. Í öðru lagi að seljendur á borð við ferðaskrifstofur eða hótel skrá sölu beint í kerfið með hliðstæðum hætti og ferðaþjónustufyrirtækið sjálft. Í þriðja lagi er kerfið tengt við ferðavef- inn www.nat.is. Þar getur fólk hvar sem er í heiminum séð vörur fyrirtækisins og keypt með kred- itkorti. Einnig er hægt að tengja kerfið við heimasíður ferðaþjón- ustufyrirtækisins sjálfs og þar er hægt að kaupa þjónustuna með sama hætti og á www.nat.is. „Til þess að sölu- og birgðakerf- ið virki og sé aðlaðandi fyrir við- skiptavini, einstaklinga og fyr- irtæki þarf að sýna vöruna sem er í boði. Þar kemur www.nat.is til skjalanna,“ segir Birgir. NORÐURFERÐIR ehf. og hugbúnaðarfyr- irtækið Idega marg- miðlun hf. hafa komið á fót sérhæfðu birgða- og sölukerfi fyrir birgja í ferðaþjónustu. Kerfið verður á Netinu og inni- heldur það alla þætti vörustjórnunar, þ.m.t. verðstýringu og vöru- framboð, samninga við seljendur, pantanir, sölu, uppgjör og tölfræði. Að sögn Birgis Sum- arliðasonar, fram- kvæmdastjóra Norður- ferða, er kerfið nýtt á markaðnum og hafa að- ilar í ferðaþjónustu sýnt því mikinn áhuga þar sem um hagræðingu og vinnusparnað getur ver- ið að ræða. Kerfið verð- ur tengt ferðavefnum www.nat.is og möguleiki er að tengja það vef við- komandi þjónustuaðila, að sögn Birgis. Norðurferðir reka upplýsingavefinn www.nat.is en þar geta ferðamenn nálgast allar upplýsingar um Ísland, hvers konar ferðir inn- anlands, gistingu og af- þreyingu. Fólk getur pantað ferðir á vefnum, gistingu, veiðileyfi og annað. Birgir forhannaði vefinn www.nat.is en hann byrjaði fyrir fjórum árum að setja upp vef í kringum stangveiði. „Nat.is bygg- ist á þeirri hugmyndafræði að fólk geti fundið allt sem viðkemur ferðaþjónustu í landinu inni á vefnum. Alls eru um tuttugu þús- und síður innan hans.“ Norðurferðir sérhæfa sig í að halda utan um ferðaþjónustu, þ.e. að halda úti áðurnefndum vef og markaðssetja nýjar lausnir á borð við umrætt sölu- og birgðakerfi. Ferðaþjónustufyrirtæki munu kaupa eða leigja kerfið af Norð- urferðum. „Við ætlum að leyfa fyr- irtækjum að aðlaga sig kerfinu, hvað kemur best út fyrir þau,“ segir Birgir. Breytingin sú að hægt er að nálgast kerfið á Netinu Hugbúnaðarfyrirtækið Idega margmiðlun hf. hefur haft með höndum hönnun nýja sölu- og birgðakerfisins. Helsta breytingin sem felst í nýja kerfinu miðað við Nýtt birgðakerfi ferða- þjónustunnar á Netinu Upphafssíða birgðakerfisins á Netinu, þar sem ferða- þjónustufyrirtæki geta haldið utan um starfsemi sína. Forsíða ferðavefjar Norðurferða, www.nat.is, sem inni- heldur alls 20 þúsund síður. NEYTENDUR 26 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fyrirlesarinn á námskeiðinu Jón Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Eflis, hefur yfirgripsmikla þekkingu á sviði vöru- og þjónustusýninga. Hann hefur veitt fjölda fyrirtækja ráðgjöf um sérhæfða markaðsmiðlun og árangursríka framgöngu á sýningum erlendis og hér heima. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til Útflutningsráðs í síma 511 4000 eða með tölvupósti: utflutningsrad@utflutningsrad.is. Þátttökugjald: 8.300 kr. Sýningar árið 2002 Vilhjálmur J. Árnason, forstöðumaður sýningarsviðs Útflutningsráðs, verður með stutta kynningu á sýningum næsta árs. Útflutningsráð er leiðandi í skipulagningu á þátttöku fyrirtækja í alþjóðlegum vörusýningum. ÁRANGURSRÍK ÞÁTTTAKA Í VÖRUSÝNINGUM! Markmið: markviss framganga og aukin arðsemi þátttöku Hallveigarstígur 1 • 101 Reykjavík • Sími 511 4000 • Fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is • www.utflutningsrad.is Seinni hluti 1. Ímyndarsköpun - þú ert líka til sýnis! 2. Táknmál líkamans 3. Hvernig tekur þú á erfiðum gestum? 4. Samvirkni báss, bæklings og starfsmanns 5. Hvernig stjórnar þú upplifun viðskiptavinarins? Fyrri hluti 1. Hvernig kemur þú þinni vöru í brennipunkt? 2. Kynningartækni á básnum 3. Verðmætamat á sýningargestum 4. Samtalstækni og sölutækni á básnum 5. Hvernig fylgir þú tengslum eftir? o.fl. Námskeið fyrir starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja, haldið í Skála á Hótel Sögu, 15. nóv. kl. 8.15 - 11.30 H N O T S K Ó G U R Ú Í 4 1 5 -0 1  Látið kerti aldrei loga innan- húss án eftirlits.  Gætið vel að staðsetningu kertaljóss.  Forðist að hafa kerti í drag- súgi.Vindsveipur eða gegn- umtrekkur getur kveikt eld á ný. Forðist að koma kerti fyrir ná- lægt opnum glugga þar sem vind- ur getur sveiflað gluggatjöldum í kertalogann.  Setjið kerti aldrei nálægt tækj- um sem gefa frá sér hita, svo sem sjónvarpi. Hiti frá tæki veldur aukinni hættu á óhappi.  Gætið þess að kerti séu föst í kertastjaka og að hann sé stöð- ugur og öruggur.  Hafið ekki mishá kerti of ná- lægt hverju öðru. Hiti frá lægri kertum getur brætt hærri kerti Eftir að kertalogi hefur verið slökktur getur ennþá leynst glóð í kveiknum.  Treystið því aldrei að sjálfs- lökkvandi kerti slökkvi á sér sjálf.  Kertaljós hefur sérstakt að- dráttarafl fyrir börn. Brýnið fyrir börnum að fara ætíð varlega með eld og gætið þess að börn leiki sér ekki án umsjónar nálægt log- andi kertum.  Aldrei má hella vatni á kerti, sérstaklega ekki útikerti. Best er að slökkva á kerti með því að nota kertaslökkvara.  Kertastjakar verða að vera úr óbrennanlegu efni sem leiðir ekki hita og eru stöðugir.  Kertaskreytingar eru vinsælar en einnig eldfimar. Hafið kerta- skreytingar ætíð á óeldfimu und- irlagi, til dæmis úr gleri eða málmi og gætið að því að kerta- loginn nái ekki til skreyting- arinnar. Nokkuð hefur færst í vöxt að líma servíettur sem skraut utan á kerti. Ekki er mælt með slíku skrauti sökum eld- hættu. Dæmi eru um að kviknað hafi í kertum sem eru með áföstu skrauti svo sem vanillustöngum, barri eða berjum þegar vaxið fer að bráðna og loginn nær í skraut- ið.  Gelkerti eru í glösum og í botni þeirra er ýmiss konar skraut, til dæmis glimmer eða skeljar. Þetta skraut getur flotið upp þegar gel- ið í glasinu hitnar og verður fljót- andi og getur einfaldlega brunnið þegar gelið brennur niður. Gætið þess því að staðsetja gel- kerti á öruggu undirlagi. Gelkerti eru mjög heit lengi eftir að slökkt hefur verið á þeim og því er mik- ilvægt að þau séu ávallt þar sem börn ná ekki til, sérstaklega gel- kerti sem eru með skrauti sem höfðar til barna.  Til eru nokkrar gerðir af kert- Morgunblaðið/Ásdís Mikilvægt er að velja kerta- stjaka sem þola hitann af brennandi kerti. Myndirnar eru teknar í Blómavali. Góð ráð um með- ferð kerta ÁRLEGT tjón af völdum bruna nemur tugum milljóna. Hluti bruna verður af völdum kerta og aldrei er of oft brýnt fyrir fólki að fara var- lega, einkum nú þegar tími jóla- kerta og skreytinga með kertaljós- um er að ganga í garð. Fjóla Guðjónsdóttir hjá markaðsgæslu- deild Löggildingarstofu segir fjölda fyrirspurna og ábendinga varðandi kerti og kertastjaka berast á hverju misseri. „Stundum hefur verið um kerti að ræða sem beinlínis hafa reynst varasöm, í öðrum tilvikum hefur mátt rekja óhöpp til rangrar meðferðar kerta eða aðgæsluleysis notenda. Engir samhæfðir staðlar eru til um kerti sem þýðir að engar sérstakar kröfur eru gerðar til framleiðslunnar. Dæmi eru um að kerti úr sama pakka brenni á mis- munandi hátt, hvert um sig,“ segir Fjóla. Hún segir ennfremur að merk- ingar og upplýsingar sem fylgja kertum séu afar mismunandi og því mikilvægt að fyllstu varúðar sé gætt. „Logandi kerti á til dæmis aldrei að vera án eftirlits og nota verður kertastjaka sem þolir hitann sem myndast þegar það brennur niður,“ segir hún. Kerti með skrauti undir vaxinu Fjóla bendir á að nú sé á markaði mikið af skrauti sem ætlað er til þess að vefja utan um kerti og fyllsta ástæða til að fara varlega við meðferð þess. „Þetta skraut er oft úr efni sem brennur auðveldlega og því verður að gæta þess vel að log- inn nái ekki að því og taka það af þegar kertið brennur niður. Einnig eru vinsæl kerti þar sem ysta lagið er með þurrkuðum ávöxtum eða öðru sem gefur frá sér ilm. Skreyt- ingin er innan í þykku vaxlagi sem ekki er hluti af kertinu og þótt það eigi ekki að brenna er fyllsta ástæða til þess að fylgjast með því að loginn nái ekki í gegn,“ segir hún. Einnig er mælt með því að fólk noti aðeins þar til gerð ílát undir kerti, en ekki falleg glös eða annað sem því kemur í hug. „Ílát sem ekki eru beinlínis ætluð undir kerti, svo sem vermikerti, þola kannski ekki hitann,“ bendir Fjóla Guðjónsdóttir á að síðustu en Löggildingarstofa hefur sett saman meðfylgjandi ráð- leggingar um meðferð kerta. Farið varlega með kertin um aðventu og jól Morgunblaðið/Ásdís Kerti með skrauti undir vaxinu eru áberandi í seinni tíð. VIÐSKIPTI /ATHAFNALÍF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.