Morgunblaðið - 13.11.2001, Side 29
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 29
Þakdúkar og
vatnsvarnarlög
Þakdúkar og
vatnsvarnarlög á:
þök
þaksvalir
steyptar
rennur
ný og gömul
hús
Góð
þjónusta og
fagleg
ábyrgð
undanfarin
20 ár
- unnið við öll veðurskilyrði
- sjá heimasíðu www.fagtun.is
FAGTÚN
Brautarholti 8 • sími 562 1370
BANDARÍKJASTJÓRN kveðst
efast um að Osama bin Laden ráði
yfir kjarnavopnum en segir að hann
sé enn að reyna að komast yfir slík
gereyðingarvopn og myndi ekki hika
við að beita þeim.
Bin Laden sagði í viðtali við pak-
istanskan ritstjóra á miðvikudag að
samtök hans, al-Qaeda, ættu efna-
og kjarnavopn og myndu nota þau ef
Bandaríkjamenn beittu slíkum vopn-
um í Afganistan. Hann kvaðst hins
vegar ekki vera viðriðinn miltis-
brandsárásirnar í Bandaríkjunum.
„Bandaríkjamenn ná mér ekki lif-
andi,“ sagði bin Laden í viðtalinu
sem var birt á sunnudag. „Hægt er
að tortíma mér en ekki köllun
minni.“
Bin Laden sagði liðsmenn al-
Qaeda vera tilbúna að „berjast til
síðasta blóðdropa“ með talibönum og
leiðtoga þeirra, múllanum Mohamm-
ed Omar.
„Ég veit ekkert um miltisbrand,“
sagði bin Laden og hló þegar hann
var spurður hvort hann hefði staðið
fyrir sýklaárásunum í Bandaríkjun-
um.
Bandarískir embættismenn sögðu
á sunnudag að líklegt væri að bin
Laden réði yfir efna- og sýklavopn-
um. „Ég tel ólíklegt að hann eigi
kjarnavopn,“ sagði Donald Rums-
feld, varnarmálaráðherra Banda-
ríkjanna.
Condoleezza Rice, þjóðaröryggis-
ráðgjafi Bandaríkjaforseta, sagði þó
að bandaríska stjórnin tæki fullyrð-
ingu bin Ladens alvarlega. „Við höf-
um engar trúverðugar vísbendingar
núna um að hann ráði yfir kjarna-
vopnum en við tökum enga áhættu,“
sagði hún. Pervez Musharraf, forseti
Pakistans, kvaðst einnig telja að bin
Laden hefði ekki komist yfir kjarna-
vopn.
Hafði samband við kjarnorku-
vísindamenn í Pakistan
The New York Times hafði eftir
bandarískum embættismönnum á
sunnudag að al-Qaeda kynni að hafa
framleitt blásýru á rannsóknarstofu
í Derunta, nálægt afgönsku borginni
Jalalabad. Al-Qaeda hefur einnig
notað áburðarverksmiðju í borginni
Mazar-e-Sharif til að þróa efna- og
sýklavopn, að sögn heimildarmanna
blaðsins.
Dagblaðið USA Today sagði í gær
að al-Qaeda hefði haft samband við
að minnsta kosti tíu pakistanska
kjarnorkuvísindamenn á síðustu
tveimur árum og óskað eftir aðstoð
þeirra við að framleiða kjarnavopn í
Afganistan. Nokkrir vísindamann-
anna féllust á að aðstoða al-Qaeda ef
stjórnvöld í Pakistan samþykktu
samstarfið.
Aðeins einn vísindamannanna fór
til Afganistans, að sögn heimildar-
manna USA Today í leyniþjónustu
Pakistans.
Tveir fyrrverandi vísindamenn
kjarnorkustofnunar Pakistans eru
sagðir hafa viðurkennt að hafa hitt
Osama bin Laden að minnsta kosti
tvisvar í Afganistan eftir að þeir
komu á fót hjálparstofnun í landinu
fyrir tveimur árum. Þeir hafa báðir
verið handteknir og yfirheyrðir um
starfsemi stofnunarinnar og tengsl
þeirra við talibana. Hvorugur þeirra
hefur verið ákærður og pakistanskir
embættismenn segja að ekkert hafi
komið fram sem bendi til þess að
mennirnir hafi látið al-Qaeda í té efni
í kjarnavopn eða upplýsingar um
framleiðslu þeirra.
Játaði að hafa staðið fyrir
hryðjuverkunum
The Sunday Telegraph skýrði frá
því um helgina að bin Laden hefði
viðurkennt í fyrsta sinn að al-Qaeda
hefði staðið fyrir hryðjuverkunum í
Bandaríkjunum 11. september.
Blaðið segir bin Laden hafa játað
þetta í myndbandsupptöku, sem
dreift hefur verið meðal stuðnings-
manna hans síðasta hálfa mánuðinn.
„Jú, við drápum saklausa borgara
þeirra,“ sagði bin Laden. Hann bætti
við að turnar World Trade Center í
New York hefðu verið „lögmæt skot-
mörk“ og flugræningjarnir nítján,
sem gerðu árásirnar, hefðu notið
„blessunar Allah“.
Bin Laden sagði að drápið á fólk-
inu í World Trade Center væri rétt-
lætanlegt vegna þess að það hefði
starfað fyrir „bandaríska kerfið“ og
gæti því ekki talist „óbreyttir borg-
arar“.
Bin Laden hafði einnig í hótunum
við Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, og hótaði hryðjuverkum í
löndum eins og Ástralíu, Þýskalandi
og Japan ef þau tækju þátt í árásum
á Afganistan.
Talið ólíklegt að bin
Laden eigi kjarnavopn
Reuters
Sádi-arabíski hryðjuverkaforinginn Osama bin Laden ásamt pakistanska ritstjóranum Hamid Mir.
Kveðst ekki
tengjast sýkla-
árásunum í
Bandaríkjunum
Íslamabad. AP, AFP, The Washington Post.
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti sagði í ræðu á Allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna í New York á
laugardagskvöld að allar þjóðir
heims væru hugsanlegt skotmark
hryðjuverkamanna og ættu því að
taka þátt í baráttu Bandaríkja-
manna gegn hryðjuverkum.
Í fyrsta ávarpi sínu á allsherj-
arþinginu sagði Bush að ekkert ríki
gæti verið hlutlaust á tímum sem
þessum, þegar talið væri að hryðju-
verkamenn reyndu að komast yfir
gereyðingarvopn. Forsetinn lagði
áherslu á að þeir sem skytu skjóls-
húsi yfir hryðjuverkamenn væru
samsekir og að þeim yrði refsað.
Bush sagði að uppræta þyrfti
fjármögnunarnet hryðjuverka-
manna, neita þeim um hæli, loka
þjálfunarbúðum þeirra og hafa
hendur í hári leiðtoga hryðjuverka-
samtaka. „Þetta er afar brýnt og
öllum aðildarríkjum Sameinuðu
þjóðanna ber skylda til að leggja
okkur lið.“
Bush og Musharraf
ræðast við
Á laugardag átti Bush einnig
fund í New York með Pervez Mus-
harraf, forseta Pakistans, sem er
einn mikilvægasti bandamaður
Bandaríkjanna í hernaðinum gegn
Afganistan.
Á fréttamannafundi eftir viðræð-
ur þeirra lauk Bush lofsorði á Mus-
harraf og tilkynnti að Bandaríkja-
menn hygðust veita Pakistönum
einn milljarð dollara í efnhagsað-
stoð.
Musharraf sagði að þeir Bush
hefðu á fundi sínum rætt þá erf-
iðleika sem steðja að pakistönskum
stjórnvöldum vegna hernaðarað-
gerðanna, og vísaði til þess að talib-
anastjórnin í Afganistan á marga
stuðningsmenn meðal Pakistana.
George W. Bush flytur fyrsta ávarp sitt á Allsherjarþingi SÞ
Hvatti til samstöðu
gegn hryðjuverkum
New York, SÞ. AP.
MORTÉL
Eins og notað er í
sjónvarpsþættinum
kokkur án klæða
Verð frá kr. 4.500
Klapparstíg 44
sími: 562 3614