Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 30
ERLENT 30 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ AÐ minnsta kosti 575 fórust og 316 slösuðust þegar mikið óveður með miklu úrhelli gekk yfir Alsír um helgina. Í höfuðstaðnum, Algeirs- borg, var eyðileggingin gífurleg. Um 200 þeirra sem fórust bjuggu í verkamannahverfinu Bab El Oued sem varð fyrir miklum skriðum sem féllu úr hæðum yfir hverfinu. Íbúar veittu í gær björgunarmönnum að- stoð við leit að fórnarlömbum á kafi í leðju og rústum. Yfirvöld segja að að minnsta kosti fjögur þúsund fjöl- skyldur hafi misst heimili sín. Lík- um fólks sem skriðurnar báru með sér á haf út var í gær að skola á land á ströndinni við Bab El Oued. Alsírsk yfirvöld sættu harðri gagnrýni í gær fyrir að hafa látið fylla upp í holræsi til að koma í veg fyrir að uppreisnarmenn notuðu þau, með þeim afleiðingum að hol- ræsakerfið gat ekki tekið við vatns- elgnum sem fylgdi veðrinu um helgina. Blaðið Le Soir greindi frá því að yfirvöld hefðu látið loka hol- ræsakerfinu í Bab el Qued 1997 eft- ir að í ljós kom að uppreisnarmenn notuðu það sem felustaði í baráttu sinni gegn Alsírstjórn. Alls hafa um 150 þúsund manns fallið í borg- arastríði sem hófst í landinu 1992. Reuters 575 fórust í Alsír JOHN Howard, forsætisráðherra Ástralíu frá árinu 1996, fór með sigur af hólmi í alríkiskosningunum sem fram fóru um helgina. How- ard, sem er leiðtogi Frjálslynda flokksins, hélt meirihluta á þingi ásamt fylgiflokki sínum, Þjóðern- isflokknum. Þeir juku fylgi sitt um rúm 2% og verða sennilegast með 10 sæta meirihluta. Hlutu þessir tveir flokkar 77 þingsæti (Frjálslyndir 65, Þjóðern- issinnar 12 – þegar 80% atkvæða voru talin í neðri deild þingsins) en Verkamannaflokkurinn hlaut 64 sæti og tapaði rúmlega tveimur prósentum atkvæða. Óháðir fengu þrjú sæti en úrslit eru ókunn í sex sætum. Sögulegur sigur Þetta eru þriðju alríkiskosning- arnar í röð þar sem þessir tveir flokkar ná meirihluta. Fyrir átta mánuðum gerði How- ard forsætisráðherra sér grein fyr- ir að hann væri að missa trúnað kjósenda sinna. Verkamannaflokk- urinn hafði náð völdum í öllum fylkjum Ástralíu nema í Suður- Ástralíu. Meira að segja í hinu aft- urhaldssama ríki Drottningarlands (Queensland). Skoðanakannanir sýndu algjört hrun. Hvernig fór Howard að því að ná sér á strik? Ráðherrann var staðráðinn í að klóra í bakkann. Hann fór að hlusta á landsmenn og greip til sinna ráða. Í fyrsta lagi létti herra Howard nokkuð á bensínskattinum sem var afar óvinsæll. Í öðru lagi fengu aldraðir 15.000 kr. skaðabætur vegna söluskatts. Í þriðja lagi fengu þeir sem voru að kaupa sér nýtt hús í fyrsta skipti tæplega 700.000 kr styrk. Samt er það ekki fyrr en í maí að hjólin taka að snúast Frjáls- lynda flokknum í vil. Verkamannaflokkurinn missir frumkvæðið og sleppir glímutakinu á andstæðingnum. Enn skortir þó á tilfinningasam- band Frjálslyndra við kjósendur og skoðanakannanir sýna lítinn mun á stóru flokkunum tveimur. Að vera harður í horn að taka Þá kemur upp Tampa-málið. Norska flutningaskipinu Tampa er vísað frá landi með 453 skipreika flóttamönnum um borð. Afstaða Howards og ráðherra hans skjóta vinsældum stjórnar þeirra hærra upp en nokkru sinni undanfarin þrjú ár. Síðan vill svo til að forsætisráð- herra er staddur í Washington á þeim örlagaríka degi 11. septem- ber. Upp frá því eru alþjóðafréttir ráðandi í fjölmiðlum auk áminninga forsætisráðherrans um þörfina fyr- ir hinn sterka leiðtoga. Þannig náðu kosningamál Verka- mannaflokksins um aukna mennt- un, betra heilbrigðiskerfi og meiri atvinnu, ekki þeirri athygli sem þurfti. Þrátt fyrir að í Ástralíu ríki rúmlega 7% atvinnuleysi og alrík- isstjórnin hafi sett á þá mestu skatta sem um getur. „Góð stjórn efnahagsmála og traustur, gallharður leiðtogi“ var viðkvæði Frjálslyndra. „Asíubúar munu flæða yfir landið“ Þannig mælti Pauline Hanson í jómfrúrræðu sinni er flokkur henn- ar, „Ein þjóð“, fékk eina milljón at- kvæða 1998. Flestir flokkar höfðu hug á að ná þessum atkvæðum nú. Forsætisráðherrann þekkir þjóð sína vel og höfðaði til þessa hóps kjósenda með „hundablístrunni“ (tónar sem aðeins hundar heyra) eins og margir dálkahöfundar kom- ust að orði. Fullyrt var af ráðherrum að flóttamenn hefðu kastað börnum sínum fyrir borð og kveikt í skipi í því skyni að þvinga stjórnvöld til þess að taka við þeim. Þá var látið að því liggja að hryðjuverkamenn kæmu á þessum leku bátum til landsins. Yfirmönnum flotans var bannað að tala og blaðamönnum bannað að hafa samband við flótta- menn. Tveimur dögum fyrir kosningar fór þó allt í háaloft þegar upplýst- ist að fyrri atriðin tvö a.m.k. voru tómar lygar. Þess má geta að fólk af asískum uppruna er 5% ástr- ölsku þjóðarinnar sem er alls 19 milljónir. Daginn fyrir kosningar birtust heilsíðuauglýsingar frá Frjálslynd- um með mynd af forsætisráðherra og setningu sem hljómaði eitthvað á þessa leið: „Við ákveðum hverjir koma hingað til lands og hvernig.“ Nokk- uð sem enginn mælir á móti að sé réttur hverrar þjóðar. Hins vegar eru það aðferðirnar við fram- kvæmdina sem eru umdeilanlegar. Fjögur þúsund Asíubúar dvelja nú í einangruðum, afgirtum fangabúð- um víðs vegar um Ástralíu. Um það bil 60.000 ólöglegir enskir og bandarískir menn eru nú í landinu. Þeir hafa dvalið lengur en dval- arleyfi þeirra segir til um. Þessir menn eru ekki settir í neinar búðir enda tala þeir málið og litarhátt- urinn er „réttur“. Hr. Howard tókst þannig í þess- um kosningum að ná í mikinn hluta atkvæða Pauline Hanson. Flokkur hennar tapaði meira en 4% at- kvæða og yfir 7% í Drottningar- landi þar sem fylgi hennar var mest. Greinahöfundurinn Catherine Lumby kom með snjalla samlík- ingu á Howard og Kim Beazley, leiðtoga Verkamannaflokksins. Hún sagði að munurinn á þeim væri sá sami og á þvottaefnunum Omo og Rinso. Báðir lofuðu að halda Ástralíu hvítri. Abott og Castello standast tímans tönn Búast má við miklum breyting- um á stjórninni þar sem þrír ráð- herrar Frjálslyndra hætta. Downer verður samt áfram utanríkisráð- herra, Tony Abott atvinnumálaráð- herra og Peter Castello fjármála- ráðherra. John Howard hyggst ef til vill fara á eftirlaun 2002. Hins vegar má reynast erfitt að standa upp úr valdastólnum fyrir valdaglaðan herra. Má þá búast við súrum svip á Peter Costello sem er sjálfgefinn eftirmaður Howards. Costello gæti átt það til að gera góða hluti. Hann er lýðveldissinni og hefur ekkert á móti því að segja „fyrirgefið“ við frumbyggjana. Harkan sigr- ar í Ástralíu Sigur John Howards forsætisráðherra í þingkosningunum í Ástralíu um helgina er rakinn til þeirrar hörku sem hann hefur sýnt í málefnum flóttafólks. Sólveig Kr. Einarsdóttir greinir frá stöðunni í áströlskum stjórnmálum. Reuters John Howard, forsætisráðherra Ástralíu og leiðtogi Frjálslynda flokks- ins, fagnar sögulegum sigri sínum í kosningunum í Ástralíu um helgina. ÞRÍR lögreglumenn hafa látið lífið í Makedóníu og yfir 100 manns hefur verið rænt í nýrri ofbeldisöldu sem gengið hefur yfir landið. Gerðist þetta í kjölfar þess að sérsveitir voru sendar til svæðis nálægt Tetovo þar sem talið er að eina eða tvær fjölda- grafir sé að finna. Ljube Boskovski innanríkisráð- herra sagði að þrír félagar í sérsveit lögreglunnar hefðu látið lífið í gær og tveir særst alvarlega þegar skæruliðar af albönskum uppruna sátu fyrir sérsveitarmönnunum ná- lægt þorpinu Treboc. Hann sagði morðin sýna að friðarferlið í landinu væri „farsi“, albanskir skæruliðar væru við sama heygarðshornið en fyrr á þessu ári skarst í odda milli þeirra og stjórnarhers Makedóníu. Talsmaður Makedóníuhers sagði að verið væri að semja um lausn makedónsku gíslanna sem skæru- liðar hefðu í haldi. Vestrænn sendimaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið, gagnrýndi umfang lögregluaðgerðanna á svæð- inu þar sem fjöldagrafirnar eru tald- ar vera. Um er að ræða grafir þar sem talið er að albanskir skæruliðar hafi grafið makedónska borgara sem féllu í átökunum fyrr á þessu ári. Spenna magnast í Make- dóníu Tetovo. AFP. JÚGÓSLAVNESKUR herforingi á eftirlaunum gaf sig í gær fram við Stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag í Hollandi en hann hefur verið ákærður fyrir árás á króatísku miðaldaborgina Dubrovnik 1991. Miodrag Jokic, sem er rúmlega hálfsjötugur að aldri, sagði við fréttamenn, að ákvörðunin um að gefa sig fram hefði verið erfið en hann teldi það skyldu sína sem her- manns. Jokic og þrír aðrir háttsettir foringjar í júgóslavneska hernum hafa verið ákærðir fyrir að leggja mikinn hluta Dubrovnik í eyði er barist var í Króatíu 1991. Herforing- inn Pavle Strugar varð fyrstur til að gefa sig fram í október. Júgóslavneski herinn settist um Dubrovnik eftir að Króatar lýstu yfir sjálfstæði 1991 en það var upphafið að Balkanstríðinu. Var skotið á borg- ina mánuðum saman af landi og sjó. Jokic sagði, að hann teldi sig ekki hafa neitt til að skammast sín fyrir. Hann hefði aðeins gert skyldu sína sem hermaður. Serbía Gaf sig fram við Stríðs- glæpa- dómstólinn Belgrad. AP. Miodrag Jokic
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.