Morgunblaðið - 13.11.2001, Page 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 31
EKKI var gefið upp í tónleikaskrá
hvenær kirkjukantata norska tón-
skáldsins Sigvalds Tveit (f. 1945) var
samin, en væntanlega hefur það ver-
ið snemma á 9. áratug, því hún virðist
hafa verið æfð í Þorlákshöfn 1984. Af
kynningu á heimasíðu Mbl., „Staður
og stund“, mátti aftur á móti ráða að
kantatan hefði verið frumflutt á Ís-
landi á Skálholtshátíð í sumar. Kant-
atan er sögð eitt vinsælasta nútíma
kirkjutónlistarverk Norðmanna. Að-
sóknin í Langholtskirkju s.l. laugar-
dag var þó ekki nema í meðallagi.
Flytjendur voru Skálholtshátíðar-
kórinn (skv. S&S sameinaður kór
Skálholtskórsins og Kórs Mennta-
skólans að Laugarvatni) ásamt tveim
einsöngvurum og hljómsveit. Hljóm-
sveitin var skipuð Carli Möller (pí-
anó), Guðmundi Steingrímssyni
(slagverk), Birgi Bragasyni (kontra-
bassi), Sigurgeiri Sigmundssyni (gít-
ar), Jóhanni Stefánssyni (trompet),
Svanhvíti Lilju Ingólfsdóttur
(flauta), Steingrími Þórhallssyni
(orgel) og Grétari Geirssyni (harm-
ónika). Að auki lék ónafngreind
stúlka á blokkflautu, sýnu stærra
hlutverk en flautan sem leikin var af
kórfélaga með lengri millibilum.
Texti verksins var eftir Eyvind
Skeie og Jan Arvid Hellström, er
sömdu 13 söngva upp úr Opinberun-
arbókinni og byggja á heimsenda-
sýnum Jóhannesar postula á grísku
eyjunni Patmos. Framsæknum nú-
tímatónhöfundi hefði slíkt án efa orð-
ið tilefni öllu ágengara tónefnis en
huggulegheita hjarðsælupoppsins
sem hér gat að heyra. Stíllinn minnti
annars mest á milda blöndu af
aþenskum kaffihúsa„þjóð“lögum
Theodorakisar og rólegri rokksöng-
leikjalögum Lloyd Webbers, með
stakri tilvísun í ballöður Burts Bach-
arachs og leikhúsmarsa Kurts Weills
inn á milli. Síðastnefndur virtist
greinilegur áhrifavaldur í 11. ljóði,
„Úr hásæti stórmenni hníga“ fyrir
kór (með brot úr „Dies irae“ í loka-
strófum trompetsins), en sá næstsíð-
asti í 10., „Ég geng í þína borg“ fyrir
einsöngvara, þar sem reyndar skipti
yfir í Theodorakisstíl í lokaerindinu
að viðbættum kór. Stóðu þessi tvö at-
riði að minni hyggju mest upp úr að
frumleika og tilhöfðunarmætti.
Verkið var kunnáttusamlega sam-
ið af manni þaulvönum aðgengilegu
tónmáli mýkri poppgreina 7. og 8.
áratugar með einfaldleikann að leið-
arljósi. Sá einfaldleiki reynist hins
vegar oftar en ekki mikill línudans
milli ofs og vans, enda stappaði
stundum ískyggilega nærri fallgildru
væmninnar. Jafnvel þótt áherzla
textans á von og kærleika byði vissu-
lega upp á ljúfmannlegt tóntak, var
eins og lína úr 7. ljóði, „Beizkja mín
breytist í sætt vín“, hefði svifið full-
mikið fyrir hugskotssjónum tón-
skáldsins. Hitt má þó vera, að virki-
lega eldhress og trúheit túlkun með
skýrari textaframburði (einkum í
kór), meitlaðri dýnamík og hvassari
hrynskerpu hefði getað dregið úr dí-
sætasta yfirbragðinu og léð verkinu
sterkari svip. Annars stóðu kór og
hljómsveit sig víðast hvar með prýði.
Miðað við hvað verkefnið var í raun
vandmeðfarið, slapp það furðuvel úr
höndum stjórnandans. Styrkjafn-
vægið var gott og einsöngvararnir
virtust kjörin efni í stór hlutverk á ís-
lenzku söngleikjasviði, ekki sízt hinn
auðheyrt fæddi „krúnari“ Páll Rósin-
krans. Maríanna Másdóttir sýndi
einnig góð tilþrif, þó að röddin væri
enn frekar mjóslegin og laus í fókus.
Upplestrarinnskot ólíkra lesara
heyrðust misvel, og hefði betur hald-
ið uppi dampi að láta einn snjallan
lesara sjá um allan lestur. Verra var
þó að ekki skyldi hafa gefizt tóm til
að yfirfara þýðingu sr. Árelíusar bet-
ur, því þrátt fyrir þónokkur frávik
frá frumtexta tónleikaskrár úði og
grúði af slæmum áherzlum, sem
bentu til að hinn velmeinandi klerkur
hefði aldrei haft hljómandi útgáfu
tónverksins til hliðsjónar. Ekki beint
til fyrirmyndar – og allra sízt í dag,
þar sem nauðgun á íslenzkri mál-
hrynjandi í popptextum er daglegt
brauð.
Beizkju breytt
í dísætt vín
TÓNLIST
L a n g h o l t s k i r k j a
Sigvald Tveit: Víst mun vorið
koma, kirkjukantata við texta eftir
Eyvind Skeie og Jan Arvid Hell-
ström úr Opinberunarbók Jóhann-
esar. Íslenzk þýðing: Árelíus Níels-
son. Einsöngur: Páll Rósinkrans og
Maríanna Másdóttir. Skál-
holtshátíðarkórinn og 9 hljóðfæra-
leikarar undir stjórn Carls Möller.
Stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson.
Laugardaginn 10. nóvember kl. 16.
KÓRTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
ÚTGÁFUTÓNLEIKAR vegna
hljómdisks Ragnheiðar Ólafsdóttur
og Þórarins Hjartarsonar með ljóðum
Páls Ólafssonar verða á Nýja sviði
Borgarleikhússins í kvöld kl. 20.30.
Diskurinn varð til í kjölfar þáttaraðar
um Pál Ólafsson sem Þórarinn samdi
og flutti í útvarpinu fyrr á þessu ári.
Ýmis tónskáld hafa samið lög við ljóð
Páls, þeirra á meðal Hróðmar Ingi
Sigurbjörnsson, Ingi T. Lárusson,
Sindri Heimisson og Árni Hjartarson.
Fram koma Þórarinn Hjartarson,
KK, Birgir Bragason, Reynir Jónas-
son og Hjörleifur Valsson.
Útgáfutón-
leikar á
Nýja sviðinu
ÆVISAGA Sigrúnar Hjálmtýsdótt-
ur, Diddúar, sem Súsanna Svavars-
dóttir hefur ritað, verður kynnt á Súf-
istanum í kvöld kl. 20 á Súfistanum,
bókakaffi í verslun Máls og menning-
ar við Laugaveg. M.a. mun Diddú
syngja við undirleik Önnu Guðnýjar
Guðmundsdóttur píanóleikara.
Diddú á
Súfistanum
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ í samvinnu við
Pars Pro Toto stendur fyrir dans-
sýningu í kvöld og annað kvöld kl.
20.00 á Stóra sviðinu. Sýnd verða
þrjú dansverk eftir Láru Stefáns-
dóttur, Langbrók, Elsa og Lady
Fish and Chips.
Lára Stefánsdóttir segir Lang-
brók orðna þriggja ára. „Við byrj-
uðum að sýna verkið í Gerðubergi
sem tilraunaverk, en það er gjör-
breytt í dag, þannig að þetta er Ís-
landsfrumsýning á verkinu.“
Langbrók var frumsýnd á nor-
rænni sólódanshátíð, KIT, í Kaup-
mannahöfn í ágúst 1999, en þar
dönsuðu danshöfundar sín eigin verk
og vakti Langbrók þar mikla athygli.
Tónlistina samdi Guðni Franzson
eiginmaður Láru.
Dramatísk átök
„Það er orðið mjög eftirsótt núna
að fá dansara sem hafa með sér einn
hljóðfæraleikara á sýningar og í
keppnir, og það hentar okkur Guðna
mjög vel. Fólki fannst merkilegt að
við skyldum byggja verkið á sögu,
því það hefur verið á undanhaldi að
danshöfundar geri það. Okkur
fannst bara svo tilvalið að taka þessa
kvenpersónu úr Njálu, og Guðni tek-
ur virkan þátt í verkinu, enda átti
Hallgerður þrjá menn. Það eru
dramatísk átök á milli okkar og
sterkar tilfinningar allt verkið á
enda, þannig að þetta krefst mikillar
athygli áhorfenda. Þessi saga er líka
þannig að hún gæti alveg eins átt við
um sambönd í dag, því tilfinningar
fólks breytast ekki og eru stór þáttur
í lífi fólks allt til dauða. Það var um-
ræðufundur á danshátíðinni í Dan-
mörku þar sem verkið var frumflutt
og þar var kona frá Indlandi sem átti
líka verk á hátíðinni. Hún upplifði
verkið mjög sterkt og fannst verkið
hafa sterkar íslenskar rætur. Ég var
mjög ánægð með það. Það er svo
margt sem hefur áhrif á líf okkar í
dag, að það er mikilvægt að gleyma
ekki rótunum.“
Leikmynd Langbrókar er hönnuð
af Ragnhildi Stefánsdóttur mynd-
listarmanni.
Elsa var samin fyrir alþjóðlega
danshöfundakeppni sem haldin var í
Finnlandi í júní í sumar. Tónlistin við
dansinn er eftir finnska dúóið Pan
Sonic en Hlín Diego Hjálmarsdóttir
og Guðmundur Elías Knudsen döns-
uðu verkið þá og einnig nú í Þjóðleik-
húsinu. Elsa vann til fyrstu verð-
launa í keppninni og var sýnd tvisvar
sinnum á stóra sviði Þjóðaróperu-
hússins í Helsinki.
„Það var mjög gaman að fá fyrstu
verðlaunin. Við þurftum að nota
finnska tónlist, og sú sem við völdum
er mjög kraftmikil. Þarna er engin
saga, þetta er bara dúett milli karls
og konu en heilmiklar tilfinningar á
ferðinni.“ Sýningin í Þjóðleikhúsinu
nú er frumflutningur verksins á Ís-
landi.
Konan í tímans rás
Lady Fish and Chips var frum-
sýnd í fyrra á Álandseyjum, og í
ágúst síðastliðnum var dansinn
ásamt Langbrók sýndur á fyrstu
listahátíð Færeyinga. Lady Fish and
Chips er óður til fjallkonunnar ís-
lensku, sem er „bjarteyg, brjóstafög-
ur, beinvaxin, sviphrein, klædd hin-
um fegursta skautbúningi og
fönguleg í augum guma heimsins“.
Inn í dansinn fléttast kveðskapur
tveggja genginna þjóðskálda, þeirra
Jónasar Hallgrímssonar og Jónasar
Árnasonar. Guðni Franzson syngur
„La Belle“ og „Ég bið að heilsa“ eftir
Jónas Hallgrímsson við eigin lög.
Einnig er notast við hljóðritun frá
tónleikum Jónasar Árnasonar og
Kelta, sem haldnir voru á haustdög-
um árið 1995, en þar syngur Jónas
kvæði sitt um „Lady Fish and
Chips“ við gamalt stríðsáralag,
„Kiss the Boys Goodbye“. Lára Stef-
ánsdóttir dansar þetta verk, og segir
að verkið lýsi þjóðlífsbreytingum á
liðnum öldum.
Við byrjum þar sem konan er barn
náttúrunnar og í sterkum tengslum
við hana. Einangrun eyjunnar okkar
kemur líka við sögu, og við sjáum
hvernig konan breytist í tímans rás,
verður villtari og kynnist nýjum er-
lendum straumum, þegar einangr-
unin rofnar, þar til við sjáum hvernig
hún tekst á við léttfirrtan heiminn í
dag. Þetta er mildasta og léttasta
verkið af þessum þremur.“ Þau Lára
Stefánsdóttir og Guðni Franzson
hafa nú tvö tekið að sér dansleikhús-
ið Pars Pro Toto. „Pars Pro Toto
dansleikhúsið var stofnað af mér og
fleiri listamönnum árið 1985. Það var
komin þörf fyrir frumsköpun og eitt-
hvað nýtt, annað en það sem Íslenski
dansflokkurinn var að gera, og þann-
ig er það enn. Við settum upp nokkr-
ar sýningar, en svo kom lægð í starf-
semina þar til við Guðni kynntumst
1996, og við fórum að vinna saman.
Mér var þá boðið á vegum Teater og
Dans i Norden til Eystrasaltsland-
anna með sólóverk og mátti taka
einn hljóðfæraleikara með mér, og
upp úr því fórum við Guðni að vinna
meira saman undir þessu nafni.
Draumurinn er auðvitað að halda
þessu áfram. Við erum að undirbúa
verk þar sem rafsegulspúðar eru
tengdir úr tölvu í mig, tölvan bregst
við mínum hreyfingum, þannig að
tónlistin er búin til af okkur þremur,
mér, tölvunni og Guðna. Okkur lang-
ar líka að setja upp dansóperu sem
Guðni myndi semja tónlist við; það
er draumur sem ég vona að geti orð-
ið að veruleika á næstu árum.“
Meðal annarra aðstandenda dans-
sýningar Pars Pro Toto í Þjóðleik-
húsinu eru Páll Ragnarsson ljósa-
hönnuður, Elín Edda Árnadóttir
búningahönnuður og Páll S. Guð-
mundsson hljóðmaður. Hljómsveitin
Rússíbanar mun leika lög af nýjum
geisladiski sínum, Gullregninu, í
Kristalsal á milli dansverkanna.
Konur Láru Stefánsdóttur: Hallgerður, Elsa og Lady Fish and Chips í Þjóðleikhúsinu
Hlín Diego Hjálmarsdóttir og Guðmundur Elías Knudsen dansa
verðlaunaverkið Elsu sem verður frumflutt á Íslandi í kvöld.
„Enn þörf
fyrir frum-
sköpun“
Morgunblaðið/Kristinn
Lára Stefánsdóttir og Guðni Franzson í Lady Fish and Chips.
♦ ♦ ♦