Morgunblaðið - 13.11.2001, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 13.11.2001, Qupperneq 32
SÝNING Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur stendur nú yfir í Gorgeir, sýnirými listamanna með aðsetur á Korpúlfsstöðum. Verkið, sem er teikning á pappír, fjallar um sköpun konunnar samkvæmt frá- sögn Biblíunnar og ber heitið „Ein kóteletta eða hvað, stúlkur?“ Magdalena Margrét hefur nýlokið sýningu hjá Gallerí Regina í Turku í Finnlandi ásamt sjö norrænum listamönnum. Hún tók þátt í sam- sýningu Íslendinga og Japana í O Art Museum í Tokyo í október, sýndi þar mannhæðarhá verk þrykkt á örþunnan japanskan papp- ír. Þá stendur yfir í EFTA stofn- uninni í Brussel sýning á verkum hennar. Þar sýnir hún stórar dúk- og tréristur unnar á pappír. Nokkr- um verkanna er breytt með aðstoð ljósmyndar og tölvu, þannig að hægt er að bera saman handþrykkt og tölvuþrykkt verk. Sýningin í Gorgeir er opin á mið- vikudögum frá kl. 12-18. Á sama tíma er hægt að skoða vinnustofur listamanna sem eru að störfum. Magdalena Margrét sýnir í Gorgeir LISTIR 32 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VÁ! Þegar þessi mynd endar sit- ur fólk áfram hljótt í sætum sínum. Þetta er ein allra áhrifaríkasta kvikmynd sem ég hef séð lengi. Og flott. Ef það er rétta rétta orðið. Aronofsky sýndi það með fyrri mynd sinni, Pi, að hann er frum- legur, og þá ekki bara í efni heldur einnig efnistökum. Og þessi sálu- messa er stórkostlegt samspil myndar, hljóðs, drama og leiks. Harry er dópisti og með besta vini sínum og kærustu fer hann að selja og safna peningum til að láta drauma sína rætast. Sara móðir hans er ein eftir og lifir fyrir að horfa á sjónvarpið. Dag einn er henni boðið að koma fram í sjón- varpinu og loks öðlast líf hennar tilgang. Þetta er mynd um fíkn og hversu langt maður getur gengið til að svala henni. Þetta er neyð- aróp frá upphafi til enda um að eiga almennilegt líf, með tilgangi. Kvikmyndatakan er úthugsuð, einnig klippingarnar, myndin er stórkostleg fyrir augað, en ólíkt mörgum þannig myndum tekst Aronofsky að segja mjög átakan- lega sögu, sem er engan veginn ýkt. Virðist algerlega sönn. Saga af venjulegu fólki. Enda notar hann myndavélina til að túlka líðan persónanna og sú vanlíðan smýgur inn í mann og lamar. Leikararnir eiga einnig stóran hluta í þessu snilldarverki fyrir einstaklega sannfærandi túlkun. Ellen Burstyn er hreinlega ótrúleg í hlutverki Söru, en Marlon Wayans, Jared Leto og ekki síst Jennifer Conelly eru líka þrusugóð. Mynd sem allir verða að sjá sem hafa áhuga á góð- um kvikmyndum. Snilldarlegt neyðaróp „Þetta er ein allra áhrifaríkasta kvikmynd sem ég hef séð í langan tíma,“ segir Hildur Loftsdóttir um Requiem for a Dream. Hildur Loftsdótt ir KVIKMYNDA- HÁTÍÐ S a m b í ó i n S n o r r a b r a u t SÁLUMESSA DRAUMS (REQUIEM FOR A DREAM) Leikstjóri Darren Aronofsky. 100 mín. Bandaríkin 2000. LEIKARINN og leikstjórinn Tim Robbins sækir umfjöllunarefni sinn- ar nýjustu myndar, Hriktir í stoðum, til kreppuáranna í Bandaríkjunum og tímabils mikilla ríkisafskipta af leikhúslífinu þar í landi, en var þar um að ræða pólitískt átak Roosevelts forseta sem kennt var við „nýja samninginn“. Í myndinni, sem Tim Robbins skrifar sjálfur handritið að, er sagt frá þeim sannsögulega at- burði er kvikmyndaleikstjórinn Or- son Welles setti á svið pólitíska ádeiluverkið Hriktir í stoðum eða The Cradle Will Rock eftir Marc Blitzstein á ofanverðum fjórða ára- tugi nýliðinnar aldar. Uppsetning þessi er orðin að hálfgerðri goðsögn, enda tók hún afar undarlega stefnu á frumsýningardag. Inn í atburðarásina fléttar Robb- ins jafnframt frásögn af uppgangi óamerísku nefndarinnar og þeim kommúnistaofsóknum, m.a. í banda- rísku listalífi, sem náðu hámarki á McCarthy-tímanum á sjötta ára- tugnum Inn í söguna spinnast jafn- framt ótal þræðir, sem í fyrstu virð- ast e.t.v. óskyldir, en mynda í meðförum Robbins breiða heildar- mynd af tímabili þegar sannarlega hrikti í stoðum bandarísks sam- félags, hugmyndafræðilegum, jafnt sem félagslegum. Við sögu kemur fjöldinn allur af sögulegum persónum, sem margar hverjar eru túlkaðar á nokkuð óhefð- bundinn hátt. Welles (sem Angus MacFeyden leikur á skemmtilegan hátt) birtist t.d. sem kjaftfor og tæki- færissinuð fyllibytta og ber lítið á þeirri hinni annáluðu snilligáfu leik- stjórans. Þessi afmarkaða sýn á Wel- les, sem og fleiri persónur, dregur hins vegar hvergi úr gildi myndar- innar, en eitt helsta einkenni hennar er einmitt breiður sjóndeildarhring- ur og fjölskrúðug persónuflóra, túlk- uð á frábæran hátt af leikurum á borð við Bill Murray, Vanessu Redg- rave, John Cusack, Hank Azaria, Suasan Sarandon, John Turturro og Emily Watson. Tim Robbins sýnir jafnfram mikla hæfileika í þessu þriðja leikstjórn- arverkefni sínu, útlit myndarinnar er íburðamikið og fangar andrúms- loft tímabilsins afar vel. Þá var ánægjulegt að fylgjast með hvernig upphafssena myndarinnar kallaðist á við þekkta upphafssenu Welles í kvikmyndinni Touch of Evil, þ.e. langt óbrotið ferðalag myndavélar- innar yfir myndsviðið, og má kannski færa að því líkur að sú rannsókn á ferli Welles sem viðfangsefnið hefur krafist af leikstjóranum hafi dýpkað skilning hans á sjónrænni hlið kvik- myndalistarinnar. H á s k ó l a b í ó Leikstjórn og handrit: Tim Robb- ins. Kvikmyndataka: Jean-Ives Escoffier. Aðalhlutverk: Angus MacFayden ofl. Sýningartími: 132 mín. Bandaríkin, Ítalía. Buena Vista Productions, 1999. CRADLE WILL ROCK (HRIKTIR Í STOÐUM) Heiða Jóhannsdótt ir ÓHUGNANLEGASTA persóna hrollvekjanna og fyrsta blóðsugan, Orlock greifi/Nosferatu, er nánast jafngömul hryllingsmyndarforminu. Hefur farið langt með að hræða líftór- una úr kvikmyndahúsgestum frá því að Nosferatu, Eine Symphonie des grauens, var frumsýnd 1922. Þó mikið blóð hafi runnið síðan um kverkar vampíra, stendur fólki enn ógn af hrikalegu gervi og leik Max Schrecks í hinni áttræðu mynd og hrífst af bein- skeyttri leikstjórn og efnistökum leik- stjórans F.W. Murnau. Svartigaldur Nosferatu felst jafnt í hroðalegum þætti magnaðrar ófreskjunnar og raunveruleika tökustaðanna, en Mur- nau tók myndina á söguslóðum, með íbúa staðarins í aukahlutverkum. Leikstjórinn, Merhinge, og hand- ritshöfundurinn, Katz, leika sér eft- irminnilega vel og ógnvekjandi að þessari ódauðlegu goðsögn í kvik- myndasögunni. John Malkovich leik- ur Murnau og Willem Dafoe túlkar Schreck í hlutverki blóðsugunnar af slíkum fítonskrafti að hann fer langt með að jafna afrek Schrecks. Þriðji leikarinn sem setur mark sitt á mynd- ina er Udo Kier, sem bíógestir þekkja uppá síðkastið hvað best úr ógeðug- um perrahlutverkum í myndum á borð við Brimbrot og My Own Priv- ate Idaho. Merhinge og Katz gera Schreck að ósvikinni blóðsugu sem kvikmynda- gerðarmennirnir missa tökin á, en ýmsar sögur í þessa veru hafa spunn- ist af leikaranum í tímans rás. Mur- nau er ópíumþræll sem dópar dýr og menn, þeir félagar gera fágað grín að viðfangsefninu án þess að misvirða klassíkina um fyrstu og ægilegustu blóðsuguna á nokkurn hátt. Umtals- verð snilld, ógnvekjandi og hótfyndin í senn, oftast unun fyrir auga og eyru og spjara sig örugglega vel á almenn- um sýningum. Fyrst og fremst fyrir hreinræktaða hrollvekjufíkla, en full ástæða að benda öllum unnendum góðra kvikmynda á að láta hana ekki fara framhjá sér, ef svo sorglega kynni að fara að sýningum ljúki í há- tíðarlok. Dafoe er fremstur meðal jafningja og hefði verið vel að Ósk- arnum kominn sem hann var tilnefnd- ur til. S a m b í ó i n , S n o r r a b r a u t Leikstjóri: Elias Merhinge. Hand- ritshöfundur: Steven Katz. Aðal- leikendur: John Malkovich, Willem Dafoe, Udo Kier. Bandarísk. 2000. SKUGGI VAMPÍRUNNAR (SHADOW OF THE VAMPIRE) 1 ⁄2 Sæbjörn Valdimarsson BRÆÐURNIR Mark og Michael Polish standa að baki Síamstvíburun- um, óvenjulegri mynd sem að ein- hverju leyti sækir efnivið í lífshlaup Changs og Engs, tvíburanna frægu sem urðu, fyrir vansköpun sína, frægt sýningaratriði í fjölleikahúsum 19. aldar. Giftust báðir og eignuðust börn og buru. Sjálfsagt byggja þó Polis- hbræður handritið að mestum hluta á eigin reynslu, þeir eru eineggja tví- burar, sem var ástæðan fyrir áhuga þeirra á myndefninu. Í sjálfu sér eru Síamstvíburarnir mannleg harmsaga, til allrar blessun- ar hefur bræðrunum tekist að gæða hana furðumikilli lágstemmdri gam- ansemi, ekkert yfirmáta kaldhæðnis- legri. Titilpersónurnar, Blake og Francis Fall (Mark og Michael), búa við vansköpun sína og kröpp kjör í Idaho-ríki. Hafa lært að lifa við erfitt hlutskiptið uns kemur að afmælisdeg- inum og gleðikonan Penny (Michele Hicks) lífgar upp á grámyglulega til- veru samvaxinna bræðranna. Polish-bræðrum tekst ótrúlega vel að sigla á milli skers og báru með brothætt efnið. Fá nauðsynlegan stuðning frá Hicks, sem þrátt fyrir glæsileikann, sem stingur í stúf við umhverfið allt, tekst að gera per- sónuna trúverðuga; gleðikonu með gullhjarta, sem tengist Blake von- lausum tilfinningaböndum. Samgró- inni tilveru bræðranna er ógnað, ekk- ert er sem fyrr. Sorgin er á næsta leiti en nær aldrei yfirhendinni. Bræðurn- ir eru stórkostlegir í túlkun sinni og dáleiða áhorfandann inn í undarlega og ógleymanlega veröld sem er engu lík. Njóta stuðnings kvikmyndatöku sem umvefur persónurnar ljósi sem minnir á löngu liðna tíma þeirra Changs og Engs. R e g n b o g i n n Leikstjóri: Michael Polish. Hand- ritshöfundar: Michael og Mark Pol- ish. Aðalleikendur: Michael Polish, Mark Polish, Michele Hicks. Banda- rísk. Para. 1999. SÍAMSTVÍBURARNIR (TWIN FALLS IDAHO)  Sæbjörn Valdimarsson ÞAÐ er eðlilegt að leikstjórar nú- tímas vilji taka fyrir þá klámbylgju sem nú tröllríður heiminum. Wayne Wang kemur með sitt innslag með myndinni Miðja alheimsins, þar sem segir frá ríka tölvunerðinum Dick sem býður nektardansmey með sér í helgarferð til Las Vegas. Hún setur skilyrði hversu langt má ganga kyn- ferðislega, jafnvel þótt hún fari smám saman að verða skotin í Dick. Wayne hefur fengið virta rithöf- unda til liðs við sig við hugmynda- vinnuna, einsog herra og frú Paul Auster, en þeir herramennirnir unnu saman áður við góðan orðstír við myndina Smoke. Skrifin sjálf lætur hann í hendur óreyndrar konu, sem er áhugavert. Árangurinn er ekki sem skyldi. Fyrst og fremst eru skila- boðin alls ekki ljós, og heldur ekki áhugaverð. Hvað er raunverulegt kynlíf og hvað er bara „látalæti“ eins og dansmærin segir. Standast ein- hverjar kynlífsfantasíur? Hversu langt er hægt að ganga án þess að til- finningar komist í spilið? Sem voru einmitt pælingarnar í frönsku mynd- inni Liaison érotique sem sumir muna eftir á seinustu kvikmyndahátíð. Maður verður svo sem ekkert fúll þótt í rauninni athyglisverðum hug- myndum sé ekki komið vel á fram- færi, en málið með þessa mynd er að aðalpersónurnar tvær, sem öll mynd- in snýst um, eru sérlega leiðinlegt fólk. Ekkert sem þau velta fyrir sér er áhugavert. Eina sterka atvikið í myndinni er þegar Jerri, vinkona stripparans, kemur í öngum sínum á hótelherbergi þeirra skötuhjúa. Þá lifnar yfir myndinni, alvörutilfinning- ar, eða ekki tilfinningar, koma sterkt og átakanlega í ljós og hún hreyfir við öðrum persónum jafnt sem áhorfend- um. Það er því miður ekki nóg. S a m b í ó i n , S n o r r a b r a u t Leikstj: Wayne Wang. 86 mín, USA 2001. MIÐJA HEIMSINS/ (CENTER OF THE WORLD) Hildur Loftsdótt ir SPÁNSKI stórleikstjórinn Carlos Saura heldur áfram að baða okkur uppúr litríkri sögu og listum síns svip- mikla heimalands. Hefur m.a. átt þrjár, ógleymanlegar dansmyndir á undanförnum hátíðum; Tango (’98), Flamenco (’95) og Ay, Caarmela! (’90). Nú snýr hann sér að mestum meistara Spánverja á sviði málara- listarinnar, Francisco Goya (1746- 1828). Myndin hefst á dánarbeði mál- arans (Francisco Rabal), í mögnuðu upphafsatriði þar sem þreytt, grátt og guggið andlit hans smáskýrist í innyflum kjötskrokks. Síðan segir myndin af síðustu æviárum hans, í út- legð í Bordeaux. Við kynnumst brot- um úr lífi hans með hjálp afturhvarfa, sem hann rifjar upp fyrir dóttur sína. Rabal og Jose Coronado, sem leikur málarann á yngri árum, gera sitt vel. en Goya er löng og líflítil, en stórkost- leg veisla fyrir augað, þar sem kvik- myndatökustjórinn Vittorio Storaro, vekur umdeild og áhrifarík málverk listamannsins til lífsins. H á s k ó l a b í ó Leikstjóri og handritshöfundur: Carlos Saura. Aðalleikendur: Francisco Rabal, Jose Coronado, Maribel Verdu, Dafne Fernandez. Spönsk. 1999. GOYA (GOYA) Sæbjörn Valdimarsson TVÆR sýningar standa yfir í List- húsinu í Laugardal. Málm- og gler- listakonan Elínborg Kjartansdóttir sýnir í Veislugalleríi. Meðal verka eru glerverk, englar og skúlptúrar. Elínborg starfaði á tímabili fyrir Oasis í Bretlandi og hannaði látúns- og koparskartgripi fyrir verslunar- keðjuna. Hún hefur tekið þátt í tveim alþjóðlegum sýningum í Bretlandi. Þá stendur yfir fimmta einkasýn- ing Fjólu Jóns í ListaCafé (lista- cafe.is) en hún hefur auk þess tekið þátt í samsýningum. Hún vinnur m.a. með vatnsliti á silki, gvass, akr- ílmálningu og olíu á striga og önnur efni, auk þess að teikna með blýi, kolum og pastelkrít. Sýningarnar standa til 30. nóvem- ber og eru opnar alla daga nema sunnudaga frá 9–19. Tvær sýningar í Listhúsinu Kynning á barnabókum BÖRN og bækur og Síung standa að bókakaffi á Súfistanum, verslun Máls og menningar, annað kvöld kl. 20. Sagt verður frá og lesið úr nýút- komnum íslenskum og þýddum barnabókum. Lesendur verða: Auður Jónsdótt- ir, Kristín Birgisdóttir, Kristín Thorlacius, Olga Guðrún Árnadóttir, Sigþrúður Gunnarsdóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir. Tónleikum frestað TÓNLEIKUM tónlistarkennaranna Peter Tompkins óbóleikara og Guð- ríðar St. Sigurðardóttur píanóleik- ara, sem vera áttu í Salnum í kvöld, er frestað þar til verkfall Tónlistar- skólakennara er yfirstaðið. Hlaut verðlaun fyrir hönnun baðgarðs OLGA Guðrún Sigfúsdóttir arkitekt hlaut á dögunum 2. verðlaun fyrir besta lokaverkefni við Tækniháskól- ann í Berlín. Í fyrra fékk hún 10 í ein- kunn fyrir sama verkefni, en það er hönnun baðgarðs í Bjarnarflagi. Verkefnið hefur einnig verið tilnefnt til annarra verðlauna í arktitekta- tímaritinu ARCH+ og verður skorið úr um það í byrjun næsta árs hvort það hlýtur viðurkenningu blaðsins. Í byggingu arkitektúrdeildar Tækniháskólans á Ernst Reuter torgi stendur yfir sýning á tilnefnd- um lokaverkefnum. Verkefnið er einnig á netsíðu skólans. Slóðin er: www.a.tu-berlin.de/news og undir architekturpreis 2000.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.