Morgunblaðið - 13.11.2001, Side 34

Morgunblaðið - 13.11.2001, Side 34
BANDARÍSK farþegaþota, með 260 manns innanborðs, hrapaði á íbúðarhverfi í New York skömmu eftir flugtak frá John F. Kennedy- flugvelli í gær. Bandarískir emb- ættismenn sögðu að alríkislögregl- an, FBI, teldi að sprenging hefði orðið í þotunni og verið væri að rannsaka hvort hún hefði orðið vegna bilunar eða skemmdar- verks. Heimildarmaður fréttastof- unnar AP í alríkislögreglunni sagði að engar vísbendingar hefðu komið fram sem bentu til þess að um hryðjuverk væri að ræða. Eldar kviknuðu í nokkrum byggingum sem þotan skall á. Sjónarvottar sögðust hafa séð hreyfil falla til jarðar áður en þot- an hrapaði. Þotan var af gerðinni Air- bus-300 og á leiðinni til Santo Domingo, höfuðborgar Dóminíska lýðveldisins, þegar hún hrapaði um átta km frá John F. Kennedy-flug- velli laust eftir klukkan níu í gær- morgun að staðartíma, klukkan 14 að íslenskum tíma. Orrustuþotur flugu yfir staðnum þar sem þotan hrapaði, Rockaway í Queens, um 24 km frá Manhattan. Allt að 90 íbúar hverfisins létu lífið í árásinni á World Trade Center 11. septem- ber og flestir þeirra voru slökkvi- liðsmenn eða starfsmenn fjármála- fyrirtækisins Cantor Fitzgerald. Bandaríska flugmálastjórnin, FAA, sagði að 251 farþegi hefði verið í þotunni, auk níu manna áhafnar. Lenti á um 12 húsum Þykkan reykjarmökk lagði yfir flak vélarinnar og hann sást í margra kílómetra fjarlægð. Flakið lá á um það bil tólf íbúðarhúsum, að sögn Eds Williams, starfsmanns bandarísks þingmanns í New York. „Hér ríkir ringulreið,“ sagði hann. „Við vitum ekki hvort einhverjir hafi lifað af en útlitið er mjög slæmt.“ Flugvöllum á svæðinu – Kenn- edy, LaGuardia og Newark í New Jersey – var lokað og flugvélum beint til annarra borga. Öllum brúm og göngum inn í New York- borg var lokað og Empire State- byggingin á Manhattan var rýmd. Ráðherrar frá 189 ríkjum voru í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna vegna fundar allsherjarþingsins og byggingunni var lokað eftir að þot- an hrapaði. Forseti öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, Patricia Durrant, sendiherra Jamaíka, vott- aði Bandaríkjamönnum samúð fyr- ir hönd ráðsins. Samgönguöryggisrá á að stjórna rannsókn Háttsettur embættism Washington sagði að engar hefðu borist um hryðju bandarískum farþegaþotum flugmenn þotunnar hefð skýrt frá neinum vandam henni áður en hún fórst. Annar embættismaður s leyniþjónustur Bandarí FBI og flugmálastjórnin v fara yfir allar nýlegar uppl um hryðjuverkasamtök til a hvort þau hefðu ráðgert hry Bandarísk farþegaþota hrapar á íbú Talið að sprenging hafi orðið í þotunni New York. AP, AFP. "&-"%  #$. %/'0   )*)+) *$, -   + . / . +012*3)4567            . 8.9 : $ ;        < = > > *            1 ?    ! "      # "  $%% "# & # '(  ) ! " "*"    ! + ' ,-              !     . / "   /0" # 1  -  Hreyfill úr farþ Slökkviliðsmenn reyna inu í New York þar sem 34 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SAMIÐ Á ALÞJÓÐAVETTVANGI – FRAMKVÆMT Á HEIMAVELLI Samkomulagið um framkvæmdKyoto-bókunarinnar við lofts-lagssáttmála Sameinuðu þjóð- anna, sem náðist í Marrakesh í Mar- okkó á laugardaginn, mun hafa mikil áhrif víða um heim. Nú er leiðin greið fyrir ríki heims að staðfesta Kyoto- bókunina þannig að hún verði að bind- andi alþjóðalögum. Þegar því ferli er lokið færist megináherzlan í loftslags- málunum af hinum alþjóðlegu samn- ingaviðræðum, sem hafa verið erfiðar og staðið yfir árum saman, og á að- gerðir þær, sem iðnríkin grípa til á heimavelli til að standa við skuldbind- ingar sínar að alþjóðalögum. Það er jákvætt að í samkomulaginu um framkvæmd Kyoto-bókunarinnar eru ákvæði um refsiaðgerðir, fari ríki fram úr útblásturskvóta sínum. Það stuðlar að því að iðnríkin taki skuld- bindingar sínar alvarlega. Þá verða íbúar þeirra hins vegar að breyta lífs- háttum sínum. Gera má ráð fyrir að stóraukin áherzla verði lögð á að spara orku, einkum þá orku sem kemur úr jarðefnaeldsneyti, í stað þess að auka bara nýtingu olíu- og gaslinda. Þá munu iðnríkin þurfa að þróa betur nýt- ingu sína á endurnýjanlegri orku, s.s. vatnsafli, vindorku, sólarorku og vetn- isorku. Borgarskipulag mun þurfa að taka minna mið af notkun einkabíla en meira af almenningssamgöngum og þannig mætti áfram telja. Sumir halda því fram að aðgerðir til að vinna gegn gróðurhúsaáhrifunum muni hafa nei- kvæð áhrif á hagvöxt, en aðrir telja að Kyoto-bókunin muni verða til þess að þróaðar verði nýjar tæknilausnir, sem efli efnahagslífið til lengri tíma litið. Samkomulagið, sem náðist í Marra- kesh, var Íslandi nánast eins hagstætt og hugsazt gat. Ekkert er því nú til fyrirstöðu að ríkisstjórnin hraði und- irbúningi þess að Kyoto-bókunin verði staðfest hér á landi. Ísland hafði þegar náð því fram að fá að auka losun sína á gróðurhúsalofttegundum talsvert miðað við árið 1990, en nánast öll önn- ur iðnríki þurfa að draga úr henni. Grundvöllur þessa var sá árangur, sem náðist hér á landi í nýtingu end- urnýjanlegrar vatns- og jarðhitaorku fyrir viðmiðunarárið. Í Marrakesh var svo „íslenzka ákvæðið“ samþykkt, sem leyfir smáríkjum að ráðast í verkefni á sviði iðnaðar þótt þau auki útblástur gróðurhúsalofttegunda, að því gefnu að þau byggist á nýtingu endurnýjan- legrar orku og leiði til samdráttar í losun á hnattræna vísu. Jafnframt voru samþykkt ákvæði, sem leyfa ríkj- um að telja sér bindingu kolefnis með landgræðslu til tekna. Ljóst er að íslenzk stjórnvöld hafa unnið mikið og gott starf við að vinna sjónarmiðum Íslands fylgi á alþjóða- vettvangi og árangurinn sýnir hverju smáríki geta áorkað ef þau búa yfir færum sérfræðingum og haldgóðri þekkingu til að undirbyggja kröfur sínar. Að öðrum ólöstuðum má þakka Halldóri Þorgeirssyni, skrifstofu- stjóra í umhverfisráðuneytinu, þenn- an árangur að verulegu leyti, en hann nýtur mikillar virðingar í hópi samn- ingamanna á loftslagsráðstefnunum. Hitt er svo annað mál, að þótt sjón- armið Íslands hafi fengið hljómgrunn á alþjóðlegum vettvangi eru skiptar skoðanir hér á landi um ágæti þess að ganga lengra í nýtingu vatnsorkunnar á hálendinu en þegar er orðið. Ekki er með öllu ljóst hvernig þau mál þróast, en alltént er mikilvægt að hafa það svigrúm, sem íslenzka ákvæðið veitir til frekari uppbyggingar stóriðju með endurnýjanlegri orku fallvatna. Kyoto-bókunin getur orðið hvati til ýmissa jákvæðra breytinga hér á landi. Landgræðsluákvæðið mun lík- lega verða til þess að ýta enn undir endurheimt landgæða hér á landi. Ákvæði um sameiginlega framkvæmd með þróunarríkjum getur orðið til þess að þekking okkar á sviði orku- mála, ekki sízt jarðhita, verði í aukn- um mæli útflutningsvara. Áherzlan á að spara jarðefnaeldsneyti getur hvatt okkur til að finna hagkvæmari leiðir til sóknar á fiskimiðin og til að draga úr umferðarþunganum í Reykjavík, sem er að verða svipað vandamál og víða í borgum erlendis. Líklegt er að við- leitni Íslands til að þróa nýtingu vetn- isorku fái byr undir vængi og enn aukna athygli á alþjóðavettvangi. Eins og aðrar iðnvæddar þjóðir verðum við að vera reiðubúin að breyta lífsháttum okkar, því að við getum ekki staðið við skuldbindingar okkar samkvæmt Kyoto eingöngu með landgræðslu, kaupum á útblástur- skvóta eða sameiginlegri framkvæmd, heldur verðum við að draga úr losun- inni frá því sem nú er. Mikilvægt verkefni bíður stjórn- valda hér heima fyrir við að útfæra innlendan markað fyrir útblástur- skvóta, þar á meðal hvernig kvótum skuli úthlutað og hvort og þá hvernig skuli tekið gjald fyrir kvótann. Morg- unblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun að með því að takmarka rétt manna til að losa gróðurhúsalofttegundir hafi sá réttur öðlazt verðgildi og þeir, sem noti hann, eigi að greiða fyrir þau af- not. Sá skuggi hvílir vissulega yfir sam- komulaginu sem náðist í Marrakesh að Bandaríkin, sem bera ábyrgð á fjórð- ungi af allri losun gróðurhúsaloftteg- unda í heiminum, eiga ekki aðild að því og hyggjast ekki fara að ákvæðum bókunarinnar. Það er ábyrgðarlaus af- staða af hálfu þessa öflugasta ríkis heims. Á hitt ber að líta að ákvörðun Bandaríkjanna um að standa utan Kyoto-bókunarinnar var tekin áður en hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á Bandaríkin 11. september. Í kjölfar þeirra hafa Bandaríkin þurft á stuðn- ingi umheimsins að halda í baráttunni við hryðjuverkamenn og ríkisstjórnir, sem halda yfir þeim hlífiskildi. Pendúll bandarískrar utanríkisstefnu hefur því enn á ný sveiflazt frá einangrunar- stefnu í átt til alþjóðlegs samstarfs. Ætla verður að það geti skilað þeim árangri einhvern tímann á næstu misserum að Bandaríkin gerist aðili að Kyoto-bókuninni og viðurkenni hina miklu ábyrgð sína á að árangur náist í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Bandaríkin hafa það vissulega til síns máls, að þróunarríki, þar sem orkunotkun fer víða hraðvaxandi, verða einnig að takast skuldbindingar á hendur í loftslagsmálunum. Að slíku verður að vinna um leið og reynt verð- ur að fá Bandaríkin aftur til liðs við önnur iðnríki í þessu afar mikilvæga máli. „ÉG SÁ skyndilega hvar einn hreyflanna brotnaði frá vélinni og hrapaði til jarðar á 10 til 15 sekúndum,“ sagði Kevin O’Rourke við sjónvarpsstöðina WABC-TV en O’Rourke varð vitni að því þegar flugvél American Airlines-flugfélagsins brotlenti í Queens-hverfinu í New York í gær. Sjónarvottar sögðu mikinn eld hafa blossað upp í annarri hlið flugvélarinnar og sumir töldu að sprenging hefði átt sér stað. Annað vitni, John Maroney, sagði að hreyfillinn hefði skollið á Texaco-bensínstöð nálægt heimili sínu og að brak úr flugvélinni væri á víð og dreif í nágrenn- inu. „Sennilega voru það lætin, sem urðu þegar hreyf- illinn kom til jarðar, sem vöktu okkar. Húsið hristist allt og skalf,“ sagði hann. „Við fórum á vettvang með eldgleypi og vatnsslöngur en réðum ekkert við eld- inn.“ Phyllis Paul sagðist hafa heyrt í hreyfli vélarinnar. „Hávaðinn var ógurlegur. Vegna atburðanna 11. sept- ember varð mér strax um og ó,“ sagði hún í sa við CNN. „Hávaðinn ágerðist síðan stöðugt og að glugganum og horfði eftir því hvað ylli hon sá ég hvar flugvélarhlutar komu til jarðar.“ Sagðist Paul þá hafa ákveðið í öryggisskyni irgefa heimili sitt ásamt 10 ára gömlum syni s Hallaði fyrst til vinstri en kúventi síðan til hægri Beverly Brown, sem býr í Brooklyn, sagðis séð hvítan reyk koma frá flugvélinni rétt áður hrapaði. „Vængir hennar hreyfðust fram og ti rétt eins og flugmaðurinn væri að reyna að ná vægi. Hvítur reykur kom úr vængjunum. En virtist ekki geta náð jafnvægi og svo sá ég bar hún fór til jarðar,“ sagði Brown. CNN ræddi einnig við David Saliro, sem va ur í bifreið ásamt bróður sínum í Rockaway-h „Hreyfillinn brotnaði f New York. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.