Morgunblaðið - 13.11.2001, Side 40

Morgunblaðið - 13.11.2001, Side 40
UMRÆÐAN 40 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ALÞJÓÐADAGUR félagsráðgjafa er 13. nóvember ár hvert, þá halda félagsráðgjafar um allan heim hátíð- lega upp á daginn. Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa ætlar í ár að halda upp á dag- inn með opnum fé- lagsfundi með morg- unverði í Sunnusal á Hótel Sögu frá kl. 8 til 11. Alþjóðadagur fé- lagsráðgjafa er að þessu sinni tileinkaður börnum og málefnum þeirra. Yfirskrift dags- ins er Félagsráðgjöf og börn: þátttaka, vernd og fyr- irhyggja. Félagsráðgjafar vinna markvisst að því að þróa og finna ný félagsleg úrræði í samfélaginu. Einnig vinna þeir að forvörnum fyr- ir marga ólíka þjóðfélagshópa, þar á meðal börn og unglinga. Áherslur í uppeldi breytast líkt og annað gjarnan í takt við tímann. Mikilvægt er að við séum á eitt sátt um hvernig megi tryggja heilbrigði og góðan þroska barna með uppeldi og ytri aðstæðum. Til að stuðla að heilbrigði og þroska barna er nauð- synlegt að forvarnir hefjist sem fyrst á ævinni, helst í móðurkviði. Með aldri og þroska breytast áherslur í forvörnum en mikilvægt er að þeim sé ávallt viðhaldið. Í dag er lögð ríkari áhersla en áður var á að börnum sé tryggð þátttaka í mál- um sem varða þau sjálf. Þar má nefna að núorðið þykir sjálfsagt að þau komi með foreldrum sínum í foreldraviðtöl í skólann. Það er mik- ilvægt að fylgjast vel með nýjung- um í uppeldi en sýna þó fyrirhyggju og gleyma því ekki að margar gaml- ar uppeldisaðferðir eru enn í góðu og fullu gildi og verða það eflaust um mörg ókomin ár. Margir átta sig ekki á hve starf félagsráð- gjafa er fjölbreytt. Á alþjóðadegi félagsráð- gjafa munu fjórir fé- lagsráðgjafar segja frá ólíku starfi sínu með börnum. Karólína Stef- ánsdóttir fjallar um fjölskylduna þegar barn er í vændum, meðgönguna og fæð- inguna og mikilvægi hvors tveggja. Unnur V. Ingólfsdóttir segir frá leiðum til að virkja börn við samfélagsmótun og sam- hliða því að uppfylla ákvæði alþjóða- sáttmála eins og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Páll Ólafsson mun fjalla um Hringinn sem er til- raunaverkefni og ný leið í afbrota- málum barna og byggist á hug- myndafræði uppbyggingarstefnunnar. Þá mun Ragna Guðbrandsdóttir segja frá börnum og áföllum og viðbrögðum við því. Félagsráðgjafa- dagurinn 13. nóvember 2001 Ella Kristín Karlsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi og formaður Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa. Félagsráðgjöf Áherslur í uppeldi breytast líkt og annað, segir Ella Kristín Karlsdóttir, gjarnan í takt við tímann. UMRÆÐUR um stjórn fiskveiða gera ráð fyrir að kvóta- stjórnun fiskveiða sé hagkvæm aðferð til að skammta aðgang að takmarkaðri auðlind. Vandinn sé aðeins að úthluta kvótanum. Undirritaður telur þetta rangt; að kerfið skerði útflutning þjóð- arinnar um tugmillj- arða króna árlega, valdi félagslegu rang- læti, hruni fiskistofna og rústi sjávarbyggðir með skelfilegu eigna- tjóni fyrir einstak- lingana og þjóðina. Þá slitnar þráðurinn milli lands- ins og þjóðarinnar þegar byggð- irnar deyja. Án samfellu í byggð munu tengsl við 11 alda söguna, landið, miðin og örnefnin glatast. Augljós rök eru fyrir því að að kvótastjórnun er afleitt kerfi, án tillits til jafnræðis. Átökin um gjafakvótann skyggja á almenna galla kvótastjórnunar, sem eru margir og alvarlegir. Opin, heið- arleg umræða um kvótakerfið hef- ur átt erfitt uppdráttar vegna rangfærslna og útúrsnúnings. Ýmsir gallar eru þeir sömu hvort sem kvótarnir eru framseljanlegir (gjafakvótakerfi) eða takmarkaðir Eins eru ýmsir gallar framseljan- legra veiðiréttinda samir í afla- marki (kvóta) eða sóknarmarki (veiðidögum, veiðarfærum, veiði- svæðum). Fyrsta kynslóð veiðirétt- arhafa fær arð þeirra sem á eftir koma. Helstu almennir gallar kvóta- stýrðra fiskveiða  Ósveigjanleg kvóta- setning. Þrátt fyrir hæpnar forsendur krefst kerfið að heild- arkvótinn sé ákveðinn fyrirfram. Nóg þekk- ing er alls ekki fyrir hendi. Of mikill heild- arkvóti skaðar fiski- stofna; of lítill skerðir aflatekjur.  Brottkast og rjóma- fleyting. Brottkast afla fylgir allri kvóta- stjórnun. Í aflamarks- kerfi er hvati til að koma aðeins með verðmætasta fiskinn að landi. Svindlað yrði á mjög dýru veiði- löggukerfi með myndavélum í hvert skip.  Hliðartegundir ofveiddar eða hent. Kvótastjórnun veldur ofveiði fiskstofna sem eru utan kvóta. Þegar hliðarafli er kvótasettur er hvati kominn til brottkasts. Í kvótastjórnun eru báðir kostir slæmir.  Verðfall í hafi. Verðfall á fiski- markaði á heimsiglingu gefur ástæðu til að henda jafnvel unnum afla fyrir borð til að fórna ekki verðmætum kvóta fyrir verðlítinn fisk.  Kvótasvindl. Mikill hvati er til að svindla á kvótakerfinu enda gert í stórum stíl.  Léleg nýting verksmiðjutogara. Vinnsluskip nýta illa veiddan afla. Kvótinn er miðaður við landaðan afla. Ekki borgar sig að leggja kostnað í nýtingu þegar vel veiðist. Í landvinnslu skiptir nýtingin sköp- um enda a.m.k. tvöfalt betri en í sjóvinnslu.  Of- eða vannýting miða. Kvóta- stjórnun beinir veiðunum þangað sem von er á verðmætasta fisk- inum. Önnur mið eru vannýtt (kvótinn of dýr fyrir verðlítinn fisk) þó að nýting þeirra væri hag lands- ins fyrir bestu.  Skekkja í gögnum. Brottkast, kvótasvindl, misnýting fiskimið- anna og léleg nýting aflans í sjó- vinnslu gefur vísindamönnum og fiskveiðistjórn rangar upplýsingar um veiðiálag og gerir mat á fisk- stofnum og veiðiþoli erfitt.  Hrun fiskistofna. Kvótastjórnun hefur ekki byggt upp sterkari fiski- stofna. Þvert á móti.. Virðist valda hruni eftir um áratug. Hér hafa botnfiskveiðar hrunið um 40%. Fiskur geymist ekki í sjónum. Fiskar, sjávarspendýr og fuglar taka 90%, fiskveiðarnar víðast um 10%  Ófullnægjandi vísindi. Lífið í hafinu og víðáttur þess eru flókn- ara en vísindin ráða nú við. Þess vegna er ókleift að stjórna veið- unum á grundvelli þeirra. LÍÚ not- ar Hafró sem valdatæki. Helstu gallar framseljanlegs kvóta  Þjóðfélagslegt ranglæti. Þjóðin er á móti kvótakerfinu enda mis- munað til að nýta sameignina. Lög- gjafar- og framkvæmdavaldið hunsuðu dóm Hæstaréttar um að þetta sé andstætt stjórnarskránni.  Samsöfnun kvóta. Framseljan- legur kvóti færir matadorunum undirtökin í sjávarútveginum. Ókeypis kvótaúthlutun gaf forkot í samkeppninni um kvótakaup. Kvót- inn safnast á færri hendur.  Byggðaröskun. Vegna einkaeign- ar á kvóta er unnt að svipta grund- velli undan heilu sjávarbggðunum.  Óverðskuldaður gróði. Þeir sem fengu ókeypis kvóta geta selt einkarétt til að nýta fiskimiðin fyr- ir milljarða króna.  Skuldasöfnun – verri lífskjör. Skuldasöfnun útgerðarinnar eykur erlendar skuldir. Þjóðin notar gjaldeyristekjur í vexti í stað vöru og þjónustu.  Nýliðun hindruð. Nýir menn geta trauðla unnið sig upp í sjávar- útvegi. Ný sóknarfæri skapast síð- ur þegar vantar ferska strauma.  Hagkvæmni einkarekstrar skerðist. Eigendur fiskiskipa sem sjálfir stýra skipum sínum fara betur með en jafnvel samviskusam- ir starfsmenn.  Verra fyrir vistkerfið. Tilhneig- ing eignakvótans til að nýta veiði- réttinn með stórum togveiðiskipum skapar verri kost fyrir vistkerfið en ef fiskurinn væri sótttur með minni skipum með kyrrstæðum veiðarfærum – á öngla, í netum eða gildrur. Olíunotkunin margfaldast.  Verra mannlíf. Flestir mundu kjósa að róa á minni veiðiskipum, trillum eða landróðrabátum, þó að tekjurnar væru minni en á stórum togurum, sem þær yrðu ekki með betra mannlífi og fjölskyldulífi.  Meiri erlendur kostnaður. Stór- útgerð kostar margfalt hærri er- lenda fjárfestingu á hvert starf en smábátaveiðar; í skipakosti, tækj- um, veiðarfærum, rekstrarvörum og eldsneyti. Stórútgerð flytur störf tengd sjávarútvegi til annarra landa, í skipasmíðastöðvar, til tækjaframleiðenda og olíufram- leiðsluríkja. Olíuverð er nú lágt miðað við það sem það getur orðið.  Erfitt að breyta til. Alvarlegur galli gjafakvótakerfis er hve erfitt er að fara úr því. Stiglitz og Becker, bandarískir hagfræðingar og nóbelsverðlauna- hafar, gáfu íslenska gjafakvóta- kerfinu falleinkunn í íslenskum fjölmiðlum. Umsögn þeirra var efn- islega eins: Kerfið gagnast þeim einum sem voru svo heppnir að fá úthlutað kvóta. Helsti valkostur við kvótakerfi er ýmiss konar sóknarstýring. Hér er bent á lokað veiðileyfakerfi með óframseljanlegum veiðiréttindum (Limited Entry Non Transferable Licensing) og auðlindagjald. Kerfið virðist standast stjórnarskrána, kröfur um félagslegt réttlæti, þjóð- hagslega hagkvæmni, verndun líf- ríkis sjávar og fiskstofna, góða byggðaþróun. Einnig virðist leiðin frá gjafakvótakerfinu fær. Ef kvótakerfið fær að þróast áfram gætu heimsins bestu fiskimið hætt að nýtast þjóðinni. Hér birtist úrdráttur úr grein Valdimars Jóhannessonar. Hún er birt í heild sinni á fréttavef Mbl: www.mbl.is Gallar kvótastýrðra fiskveiða Valdimar Jóhannesson Höfundur er framkvæmdastjóri. Fiskveiðistjórnun Án samfellu í byggð, segir Valdimar Jóhannesson, munu tengsl við 11 alda sög- una, landið, miðin og örnefnin glatast. Meira á mbl.is/aðsendar greinar FYRIR nokkrum árum kom upp alvar- leg deila á Seltjarn- arnesi, sem snerist um hvort byggja ætti á eða friða Vestur- svæðið, þ.e. svæðið vestan Nesstofu. Fulltrúar meirihlut- ans í bæjarstjórn vildu byggja á svæð- inu en fulltrúar Nes- listans og meirihluti bæjarbúa vildu friða svæðið. Um mitt ár 1996 skipulögðu fulltrúar Neslistans undirskriftasöfnun gegn fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum. Úr því varð fjöldahreyfing Seltirninga og söfnuðust yfir eitt þúsund undir- skriftir á örfáum dögum. Í fram- haldi af þessu sá meirihluti sjálf- stæðismanna að sér í bili og hvarf frá þeim áformum. Gerð var þó undantekning vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs læknaminjasafns við Nesstofu. Sjálfstæðismenn setja málið aftur á dagskrá Hinn 15. ágúst 2001 samþykkti meirihluti sjálfstæðismanna í bæj- arstjórn Seltjarnarness eftirfar- andi tillögu: ,,Í framhaldi af kynningu á hug- myndum um hjúkrunarheimili á lóð er ætluð var undir lækninga- minjasafn norðan Nesstofu, en byggingarnefnd Nesstofusafns af- salaði sér lóðinni með bréfi formanns dags. 3.7. 2000, samþykkir bæjarstjórn að út- hluta væntanlegu hjúkrunarheimili nefndri lóð undir 60 rúma heimili. Tækni- deild ásamt arkitekt verði falið að gera til- lögu um lóðarstærð, nákvæmari staðsetn- ingu svo og aðkomu. Fjárhagsnefnd ásamt bæjarstjóra er falið að ganga nú þegar til samninga við Hjúkr- unarheimilið Eir um fjármögnun, byggingu og rekstur hjúkrunarheimilisins eftir þeim hugmyndum er kynntar voru bæjarstjórn.“ Að þessari samþykkt stóð allur meirihluti bæjarstjórnar, þ.e. Sig- urgeir Sigurðsson, Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir, Erna Nielsen, Sigrún Edda Jóns- dóttir. Þessi tillaga var samþykkt í bæjarstjórn án þess að fagleg um- ræða hafi farið fram í nefndum bæjarins. Fulltrúar Neslistans í bæjar- stjórn hafa fagnað því og fagna enn að umræða skuli vera hafin um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi. Neslistinn er til viðræðu um allt nema að eyði- leggja umhverfi Nesstofu með 4.000 fm byggingu. Þess má geta að Nesstofa sjálf er 120 fm og fyr- irhugað Læknaminjasafn er 800 fm. Benda má á að unnt væri að taka hluta af Hrólfsskálamel við hlið íþróttamiðstöðvar undir hjúkrunarheimili, en nú stendur yfir skipulagsvinna á því svæði. Einnig mætti hugsa sér að byggja heimilið á fyrirhugaðri uppfyllingu við Eiðisgranda og þá í samvinnu við Reykjavíkurborg. Hverju á að treysta? En nú bregður svo við að sjálf- stæðismenn hafa verið í prófkjör- sbaráttu og hart var deilt. Af 15 frambjóðendum lýsti enginn því yfir með beinum orðum að byggt verði hjúkurnarheimili við Nes- stofu. Þó liggur fyrir samþykkt bæjarstjórnar um það, og þá sam- þykkt gerðu 3 af þeim 15 fram- bjóðendum sem voru íprófkjöri. Ef skoðað er hvað frambjóðendur sendu frá sér í kosningabaráttunni þá er orðalag um hjúkrunarheimili mjög almenns eðlis. ,,Að hjúkr- unarheimili verði valinn staður sem sátt er um“ og ,,hjúkrunar- heimili á ásættanlegum stað á Sel- tjarnarnesi“, ,,vill sjá hjúkrunar- heimili í hjarta bæjarins þar sem þjónustan er fyrir“ o.s.frv. Hverju eiga bæjarbúar að treysta? Það verður að gera þá kröfu til sjálfstæðismanna að þeir geri hreint fyrir sínum dyrum og upplýsi bæjarbúa hvað þeir hyggj- ast fyrir. Ef þeir ætla að endur- skoða þessa ákvörðun sína verður það að liggja fyrir sem fyrst því samþykkt bæjarstjórnar frá 15. ágúst 2001 er staðreynd. Seltjarnarnes Neslistinn er til viðræðu um allt, segir Sunneva Hafsteinsdóttir, nema að eyðileggja umhverfi Nesstofu. Höfundur er bæjarfulltrúi Neslistans. Sunneva Hafsteinsdóttir Frambjóðend- ur á flótta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.