Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 41 GÆSLUMENN gjafakvótans voru ekki lengi upp á dekk eftir að ég upplýsti að gróði þeirra vegna skatta- lækkana ríkisstjórnar- innar gæti verið á bilinu 18–26 milljarðar króna. Þeir hafa ekki góðan málstað að verja, enda voru rökin haldlaus gegn þeim upplýsingum sem ég setti fram. Máttlaus mótmæli Forsendurnar sem 18–26 milljarða skatta- lækkun byggist á eru fengnar frá Þjóðshags- stofnun og embætti Ríkisskattstjóra. Þjóðhagsstofnun metur að hreinn söluhagnaður, ef allar aflaheimildir yrðu nú seldar á markaðsverði, væri á bilinu 165–215 milljarðar króna. Framkvæmdastjóri LÍU mótmælti því ekki í kattarþvotti sínum þegar hann var að verja gjafakvótaeigend- ur, enda er útreikningurinn byggður á traustum forsendum opinberra stofnana. Gæslumaður kvótaeigenda mótmælti heldur ekki þeirri stað- reynd að lækkun skatta vegna kvóta í eigu hlutafélaga, samkvæmt tillög- um ríkisstjórnarinnar sem nú liggja fyrir Alþingi, væri 11%. Sú stað- reynd kemur fram í umsögn Ríkis- skattstjóra til efnahags- og við- skiptanefndar, svo og að lækkun skatta í eigu sameignarfélags verði um 12% og í eigu einstaklinga sem breyta rekstrarformi sínu yfir í ein- staklingsrekstur um 12–19%. Allt að 26 milljarðar til kvótaeigenda Þá lítur dæmið þannig út að skattatapið sé að lágmarki 11–12% eða jafnvel meira. Það færir kvóta- eigendum 18–26 milljarða skatta- lækkun. Í raun snýst málið eingöngu um hvenær kvótaeigendur leysa til sín þessa skattalækkunargjöf frá ríkisstjórninni, sem miðað við mark- aðsvirði aflaheimilda í dag er allt að 26 milljarðar króna. Allt söluverð aflaheimilda, keyptra sem úthlut- aðra, að frádregnu bókfærðu verði keyptra aflaheimilda myndar skatt- skyldan söluhagnað sem rekstrar- tekjur. Um leið og Alþingi samþykkir þessa skattalækkun hefur kvóta- eigendum verið færð á silfurfati skattalækkun upp á tugi milljarða, hvort sem þeir svo kjósa að eiga kvótann lengur eða skemur eða leysa strax til sín þessa skattalækkun með því að selja kvótann. Í þessu sam- bandi er athyglisvert að benda á ný- legt viðtal við forsvarsmann atvinnu- lífsins sem sagði ólíklegt að skattar á fyrirtæki yrðu nokkurn tíma lægri og því væri ráðlegt fyrir eigendur fyrirtækja að selja úr þeim eignir sem afskrifaðar hefðu verið og fela því í sér óskattlagðan hagnað frá fyrri árum. Sama á við um kvótann. Vel má því vera að kvótaeigendur nýti þá hagstæðu stöðu sem skapast með skattalækkuninni og innleysi fyrr en seinna til sín gróðann af þess- ari rausnarlegu gjöf sem ríkisstjórn- in er að færa þeim. Verðgildið eykst Söluhagnaði af kvóta er eingöngu hægt að fresta með kaupum á öðrum kvóta og kemur hann því ekki til skattlagn- ingar fyrr en viðkom- andi einstaklingur eða lögaðili hættir rekstri. Söluhagnaður og skattgreiðslur af hon- um dreifist því oft á lengri tíma. Hins veg- ar má gera ráð fyrir að söluhagnaðurinn komi að einhverju leyti fram við sölu hlutabréfa í sjávarút- vegsfyrirtækjum. Framkvæmdastjóri LÍU neitaði því held- ur ekki að verðgildi kvótans hækkaði við þessa skattalækkun, en sagði að verðmæti fyrirtækja og kvóta hækk- aði ekki samsvarandi lækkun skattprósentunnar. Því er heldur ekki hægt að mótmæla að þar sem skattkvöðin, sem á kvótanum hvílir, lækkar mun það leiða til þess að verð á kvóta og hlutabréfum í fyrirtækj- um, sem eiga kvóta, hækkar. Þar með hækkar söluhagnaður þeirra sem eiga kvóta eða hlutabréf í kvóta- fyrirtækjum. Launaþrælar og burgeisar Eina rétta ályktunin sem fram- kvæmdastjóri LÍÚ dró af þeim upp- lýsingum sem ég setti fram um áhrif- in af skattlagningu ríkisstjórn- arinnar var að ég vildi sjá meira af skattalækkun ríkisstjórnarinnar renna til að lækka almenna tekju- skattinn á einstaklinga. Honum þarf varla að verða bumbult af því, vegna þess að samkvæmt skýrslu OECD frá 1999 eru tekjuskattar á fyrirtæki hér á landi þeir lægstu innan OECD- ríkja, en tekjuskattar á einstaklinga með því hæsta sem þekkjast. Sífellt stærri hluti heildarskatt- heimtu hefur verið fluttur yfir á tekjuskatt einstaklinga og hann er orðinn langtum stærri hluti af þjóð- arframleiðslu en hann var fyrir nokkrum árum. Vegna meiri skatt- heimtu af einstaklingum eru skatt- leysismörkin lægri og meðalskatt- hlutföllin hærri en áður. Innan tekjuskattskerfisins hefur skatt- byrði launatekna og lífeyris verið þyngd en skattur á tekjur og hagnað fjármagnseigenda og fyrirtækja hef- ur verið lækkaður verulega. Fyrirliggjandi skattalækkunartil- lögur ríkisstjórnarinnar eru endan- leg staðfesting á þessari þróun. Ís- land verður líklega eina landið í heiminum sem beinlínis rekur þá skattastefnu að launaþrælar borgi hærri skatta en burgeisar. Jóhanna Sigurðardóttir Kvóti Málið snýst eingöngu um það, segir Jóhanna Sigurðardóttir, hvenær kvótaeigendur leysa til sín 18–26 milljarða skattalækkunargjöf frá ríkisstjórninni. Höfundur er alþingismaður. Gæslumenn gjafakvótans AÐ undanförnu hef- ur Ögmundur Jónas- son ritað tvær greinar í Morgunblaðið, þar sem hann fjallar um stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnu- markaði og kallar eft- ir að Samtök atvinnu- lífsins skýri sjónarmið sín í þeim efnum. Ög- mundur vísar í um- sögn SA um þingsá- lyktunartillögu hans um lagasetningu sem ætlað yrði að sporna við uppsögnum eða mismunun í starfi vegna aldurs. Hann kýs hins vegar að heimfæra um- mæli umsagnar SA um áhrif laga- setningar á fyrirtæki yfir á mið- aldra og eldra fólk á vinnumarkaði. Ekki sé mismunað eftir aldri SA geta svo sannarlega tekið undir mikilvægi þess að fólki sé ekki mismunað á vinnumarkaði eftir aldri eða af öðrum ómálefna- legum ástæðum. Fólk á ekki að þurfa að gjalda aldurs síns á vinnumarkaði né annars staðar. SA er ekki kunnugt um slíka mis- munun á vinnumarkaði, en þörf er á aukinni umræðu um stöðu þess- ara hópa. SA eru fyrir sitt leyti tilbúin til að stuðla að slíkri um- ræðu í samvinnu við BSRB og aðra er áhuga hafa á þessu mikilvæga máli. Má vel hugsa sér ráð- stefnu m.a. með að- komu ráðningarskrif- stofa, en þær kunna að hafa mikil áhrif á það hvaða umsækj- endum er haldið að fyrirtækjum. Það kann að eiga sér eðli- legar skýringar í sum- um tilvikum að fyrir- tæki sækist eftir yngra starfsfólki, en í öðrum tilvikum ættu reynsla og stöðugleiki í starfsmannahaldi að hafa vinninginn. Bætt starfsmenntun er mikil- væg í þessum efnum. Fyrirtæki leggja í vaxandi mæli áherslu á hana og dæmi eru um að fyrirtæki hafi sett á fót eigin skóla til að sinna starfsmenntun síns starfs- fólks. Þá má nefna að á síðasta ári var m.a. samið um framlög til starfsmenntamála í kjarasamning- um SA við verkafólk og verslunar- fólk. Þær aðgerðir miða jafnframt að því að styrkja stöðu starfsfólks- ins á síbreytilegum vinnumarkaði, ekki síst þeirra sem eldri eru. Þeim gefast þannig í auknum mæli möguleikar á að fylgja þeirri framþróun sem á sér stað og nýta jafnframt reynslu sína og þekk- ingu. Hæfni og þekking er besta tryggingin á vinnumarkaði. Lagasetning óheppileg SA geta hins vegar ekki fallist á ágæti lagasetningar í þessu sam- bandi. Eins og fram kemur í um- ræddri umsögn myndi slík laga- setning skapa fleiri vandamál en henni er ætlað að leysa. Hún væri eingöngu til þess fallin að skerða snerpu og viðbragðsflýti fyrir- tækja og draga þannig úr sam- keppnishæfni þeirra og þá um leið atvinnumöguleikum starfsfólks þeirra. Í grein sinni kýs Ögmund- ur að færa þessi orð í þann búning að SA hafi viðhaft þau um mið- aldra og eldra fólk á vinnumark- aði, en það er misskilningur. Þessi orð voru viðhöfð um fyrirtækin og rekstur þeirra, en íþyngjandi laga- setning er ekki til þess fallin að auka á snerpu þeirra og viðbragðs- flýti í samkeppni á markaði. Staða miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði Ari Edwald Vinnumarkaður Þörf er á aukinni umræðu, segir Ari Edwald, um stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Á SAMA tíma og sjálfstæðismenn í borg- arstjórn Reykjavíkur hafa hamast á Lín- u.Neti fyrir að leggja ljósleiðarakerfi á höf- uðborgarsvæðinu eru þeir sjálfir þátttakend- ur í sams konar verk- efni á vegum dótturfyr- irtækis Landsvirkjunar, sem lagt hefur ljósleiðara yfir hálendið til Akur- eyrar. Dótturfyrirtæki Landsvirkjunar heitir Fjarski. Forstjóri Landsvirkjunar heitir Friðrik Sophusson og meðal stjórn- armanna Landsvirkjunar er Vil- hjálmur Þ. Vilhjálms- son borgarfulltrúi og bera þessir valinkunnu sjálfstæðismenn að sjálfsögðu fulla ábyrgð á hinu nýja ljósleiðara- kerfi, sem þjóna mun Akureyringum og fleiri Norðlendingum. Hinum megin á ljós- leiðaranum er svo Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri sjálfstæðis- manna á Akureyri, og orkufyrirtækið Norð- urorka, sem mun taka þátt í verkefninu. Þessi nýi ljósleiðari kostar einhver hundruð milljóna króna og tel ég þeim peningum vel varið, því að það er landsbyggðinni lífsnauðsyn að vera í góðu gagna- flutningssambandi við höfuðborgar- svæðið. Ég óska þeim sjálfstæðismönnum, sem staðið hafa að þessu merka framfaraspori, til hamingju með verkið og hvet þá eindregið til að halda áfram á sömu braut, þrátt fyr- ir úrtöluraddir afturhaldsafla, sem óttast framfarir og samkeppni. Ljósleiðari sjálfstæðis- manna Ljósleiðari Það er landsbyggðinni lífsnauðsyn, segir Alfreð Þorsteinsson, að vera í góðu gagnaflutn- ingssambandi við höfuðborgarsvæðið. Höfundur er borgarfulltrúi og stjórnarformaður Orkuveitunnar og Línu.Nets. Alfreð Þorsteinsson stretch- gallabuxur Kringlunni, sími 588 1680 v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun 3 skálmalengdir M O N S O O N M A K E U P litir sem lífga Toppárangur með þakrennukerfi þakrennukerfi Fagm enns ka í fyrir rúmi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Söluaðilar um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.