Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ kemur mjög á óvart að sjá Þjóðleik- húsið auglýsa síðustu sýningar á hinu ágæta leikriti David Hares, Amy’s View, eða Vilji Emmu eins og það heitir í þýðingunni, sem var frumsýnt á Smíðaverkstæðinu snemma í haust. Manni er spurn hvort eitthvað hafi komið fyrir það fólk sem stundar hér leikhús og reynir að missa ekki af því sem bitastæðast er, ef það ætlar að láta þennan leik fara framhjá sér. Eða hefur eitthvað brugðist í „markaðssetningu“ leik- hússins? Hver sem skýringin kann að vera, þá er víst að þessi sýning á allt annað skilið en ganga einu sinni í viku fyrir hálftómu húsi eins og hún gerir nú. Ég skal játa að ég hef hingað til ekki verið sérstakur aðdáandi Dav- id Hares sem er reyndar eitt af þekktustu leikskáldum Breta um þessar mundir. Þetta verk þykir mér þó bera af því sem orðið hefur á vegi mínum eftir hann, fyrir ým- issa hluta sakir sem hér er ekki staður til að orðlengja um. Það sem í mínum huga gerir leikinn að merkisviðburði á sviði Þjóðleikhúss- ins, viðburði sem enginn leiklist- arunnandi má missa af, er fyrir ut- an mjög áhugavert umfjöllunarefni glæsi- leg túlkun Kristbjarg- ar Kjeld á aðalpersón- unni. Kristbjörg er meistari slíkur að hún gerir hvort tveggja í senn: heldur sífellt at- hygli manns með hóf- stilltum, hljóðlátum leik, þar sem allt er sagt með fínlegustu tækjum, en lyftir um leið undir þá mótleik- endur sína sem eru einnig í kröfuhörðum hlutverkum en hafa ekki sömu burði og hún. Það er því miður alltof sjald- gæft að leikur á íslensku sviði snerti hjartað í manni, en það tekst þeim Kristbjörgu og Baldri Trausta sannarlega í lokauppgjöri leiksins, einni fallegustu senu sem hér hefur sést lengi. Þarf að berja bumbur og þeyta lúðra til að fólk taki við sér og fjöl- menni á sýningu sem þessa? Eru ís- lenskir áhorfendur kannski upp til hópa ekki á því þroskastigi að kunna að meta jafn yfirlætislausa en magnaða list og hér er í boði? Ef svo er, þá er það hlutverk leikhús- anna sjálfra að gera eitthvað til að lyfta þeim upp á það stig. En um- ræða um slíkt hefur mér vitanlega ekki farið hátt innan þeirra um sinn. Úr því ég er á annað borð tekinn að skrafa hér um þessi mál, langar mig til að nota tækifærið og hvetja menn til að fylgjast með leikdómum Þórhildar Þorleifsdóttur í vefritinu Kistunni. Þessi skrif rísa hátt yfir það yfirborðshjal sem flestir aðrir fjölmiðlar bera nú á borð sem leik- listargagnrýni, enda hefur Þórhild- ur ekki aðeins yfirburðaþekkingu á því sem hún er að tala um, heldur hefur hún eitthvað að segja sem máli skiptir og kemur því þannig til skila að menn hljóta að leggja við hlustir og taka afstöðu. Fyrir nokkrum árum var einn af þáver- andi framámönnum leikarastéttar- innar alltaf að kvarta undan því að hér sæist aldrei neitt um leikhús sem hann kallaði „faglega gagn- rýni“. Ef dómar Þórhildar eru ekki „fagleg gagnrýni“, þá veit ég ekki hvað það hugtak getur merkt, né hvað þarf til að gera listafólkinu til hæfis í því efni. Það er einungis skaði að Þórhild- ur fjallar ekki um allar helstu sýn- ingar leikhúsanna, heldur velur úr, t.d. finn ég engan dóm í Kistunni um mjög áhugaverða sýningu LR á Kristnihaldi Laxness né umræddan Vilja Emmu. Hvernig væri nú, Þór- hildur, að drífa sig á Smíðaverk- stæðið um næstu helgi? Það er víst nóg til af miðum og skemmtilegra að fá umsögn áður en leikurinn hverfur endanlega á vit sögunnar – og verður sýningargripur í leik- minjasafni framtíðarinnar. Stórleik- ur á Smíða- verkstæði Jón Viðar Jónsson Leikhús Hvernig væri nú, Þór- hildur, spyr Jón Viðar Jónsson, að drífa sig á Smíðaverkstæðið um næstu helgi? Höfundur er leikhússfræðingur. HJÖRTUM mann- anna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu. Það er þekkt að stríðs- herrar allra alda hafa lagt sig fram um að eyðileggja allt sem hægt er að kalla tákn fyrri valdhafa, bygging- ar eða minnismerki sem á einhvern hátt hafa ýtt undir þjóðernistilfinn- ingar og þá um leið skapað óöryggi stríðs- herranna. Af þessum toga voru aðgerðir Tal- íbanastjórnarinnar í Afganistan þegar hún fyrirskipaði að brjóta niður ævaforn líkneski sem öðlast höfðu viðurkenningu um allan heim sem tákn mikillar menningar. Af sömu hvötum beindu hryðjuverka- mennirnir spjótum sínum að World Trade Center-byggingunum í New York, þeir hötuðu hús sem í þeirra augum voru ímynd hins illa, minnis- merki um vestræna menningu. Það gerist í dag eins og á fyrri öldum að minnismerki jafnt sem musteri eru smánuð til að draga úr áhrifamætti þeirra. Að ýmsu leyti er þetta skiljanlegt, minnismerki, byggingar og önnur mannanna verk geta verið þannig úr garði gerð að þau hætta að vera minn- ismerki um einstaklinga eða tákn fyrir einstæða atburði, þau fara að lifa sjálfstæðu lífi sem lista- verk og menningar- verðmæti, bera með sér vitnisburð um framsýni og djörfung þess sam- félags sem reisti þau, þau sameina fólk um hugsjónir og ögra aftur- haldssjónarmiðum og afdalamennsku. Íslendingar eiga eitt slíkt hús, þar sem er Perlan í Reykjavík. Um byggingu hennar stóðu hatrammar deilur, en eftir að byggingin reis þá hefur það verið álit flestra að hún væri listaverk sem hægt er að jafna til þess sem einstæðast er í byggingar- list. Perlan er í mínum huga glæsilegt tákn fyrir Reykjavík og sem Íslend- ingur er ég stoltur af því að mín höf- uðborg skuli vera svo rík að hún hýsi slíkt listaverk og þannig hygg ég að langflestir Íslendingar líti Perluna án þess að leiða hugann að því að það var í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar sem byggingin reis. Fyrir nokkrum dögum varð ég áheyrandi og horfandi að skoðana- skiptum Alfreðs Þorsteinssonar borgarfulltrúa, framkvæmdastjóra Sölunefndar varnarliðseigna og for- manns stjórnar Orkuveitu Reykjavík- ur og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarfulltrúa. Alfreð vildi selja Perl- una og sagði að væri bullandi tap á henni en Vilhjálmur vildi það ekki og sakaði Alfreð um alvöruleysi. Ég er sammála grundvallarhug- myndum Alfreðs um að losa borgina úr rekstri sem aðrir gera örugglega miklu betur. Það runnu því á mig tvær grímur þegar ég heyrði Alfreð lýsa með mörgum fögrum orðum að hann vildi eyða hundruðum miljóna króna úr sjóðum Reykjavíkurborgar til að fara í rekstur á einhverju sem heitir Lína.net og á að gera það sama og Síminn og önnur einkafyrirtæki á fjarskiptamarkaði. Hann sagðist hafa fengið klára stráka til að reikna fyr- irtækið í gróða einhverntíma eftir næstu borgarstjórnarkosningar. Þarna hætti ég að skilja, hann var á móti því að Orkuveita Reykjavíkur ætti þátt í veitingahúsarekstri, en taldi grundvallaratriði að Orkuveita Reykjavíkur tæki þátt í rekstri fjar- skiptafyrirtækis. Þarna rak sig hvað á annars horn. En svo kom skýringin, stjórnarfor- maður Orkuveitu Reykjavíkur rifjaði upp að Davíð Oddsson var borgar- stjóri þegar Perlan var byggð, því væri nauðsynlegt að selja hana. Að hata hús Hrafnkell A. Jónsson Borgarstjórn Alfreð var á móti því að Orkuveita Reykjavíkur ætti þátt í veitingahúsa- rekstri, segir Hrafnkell A. Jónsson, en taldi grundvallaratriði að Orkuveita Reykjavíkur tæki þátt í rekstri fjar- skiptafyrirtækis. Þarna hætti ég að skilja. Höfundur er héraðsskjalavörður Fellabæ. ✝ Jónas Halldórs-son skipasmiður fæddist í Bolungarvík 30. júní 1921. Hann andaðist á elli- og hjúkrunarheimulinu Grund þriðjudaginn 16. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru María Jenný Jónasdóttir, hús- freyja, f. 27.9. 1895, d. 24.2. 1979, og Hall- dór Kristinsson frá Söndum í Dýrafirði, héraðslæknir á Siglu- firði o.v., f. 20.8. 1889, d. 18.6. 1968. Foreldrar Mar- íu Jennýjar voru Þuríður Markús- dóttir frá Flögu í Flóa, f. 27.6. 1868, d. 16.10. 1939, og Jónas Jón- asson trésmiður frá Rútsstöðum í Flóa, f. 31.8.1866, d. 28.1.1915. Foreldrar Halldórs voru Ida Hall- dóra Júlía Halldórsdóttir hús- freyja, f. 2.6. 1859, d. 12.10. 1909, og Kristinn Daníelsson prestur á Söndum í Dýrafirði og síðar Út- skálum á Reykjanesi, f. 18.2. 1861, d. 10.7. 1953. Systkini Jónasar voru: Kristín Eyfelds listmálari, f. 17.9. 1917, Þórir, f. 27.4. 1920, d. 12.11. 1990, Kári, f. 3.6. 1923, Atli, f. 3.7. 1924, Magnús, f. 12.12. 1925, og Markús, f. 22.2. 1935, d. 1.7. 1936. Jónas kvæntist 30.10. 1944 Clöru Jenný Sigurðardóttur frá Melum í Víkursveit á Ströndum, f. 21.8. 1920, d. 22.12. 2000. Foreldr- ar hennar voru Sveinsína Guðrún Steindórsdóttir frá Melum, f. 18.5. 1898, d. 13.12. 1988, og Sigurður Bjarna- son trésmiður frá Naustavík s.s., f. 6.6. 1894, d. 7.3. 1926. Börn Jónasar og Clöru: 1) Halldór, framkvæmdastjóri í Stykkishólmi, f. 26.11. 1943, kvænt- uri Sigríði Péturs- dóttur meinatækni, f. 25.7. 1945, og eiga þau fjögur börn. 2) María Jenný banka- maður, f. 1.11. 1945, gift Jóhanni Diego Arnórssyni, skrúðgarðyrkjumeist- ara, f. 13.12. 1949, og eiga þau tvö börn. 3) Sigurður unglingaráð- gjafi, f. 2.3. 1953, kvæntur Elsu Hrönn Búadóttur röntgentækni, f. 26.10. 1953 og eiga þau fjögur börn. 4) Jónas bifreiðasmiður, f. 7.5. 1961, kvæntur Júlíönu Björk Garðarsdóttur þjónustufulltrúa, f. 21.6. 1965, og eiga þau eitt barn. Jónas ólst upp í Bolungarvík, en fluttist svo með foreldrum sínum til Siglufjarðar. Þar, að loknu al- mennu námi, nam hann og stund- aði skipasmíðar. Síðar fluttist hann til Reykjavíkur og starfaði við húsasmíðar. Síðasta hálft ann- að ár ævi sinnar naut hann góðrar umsjár og aðhlynningar á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut í Reykjavík. Útför Jónasar fór fram frá Langholtskirkju mánudaginn 22. október. Svo er nú syndin innsigluð, iðrandi sála kvitt við Guð, eilíft réttlæti uppbyrjað í annan stað, trúuð manneskja þiggur það. (Pass. 50,14 H.P.) Er við horfum á eftir elskuleg- um tengdaföður okkar, hrannast upp minningar frá liðnum tíma. Minningar sem koma fram eins og myndir á tjaldi eða skjá. Sérhvert okkar elur sitt með sér, en saman munum við það sem ávallt bar af í fari hans. Hann umgekkst okkur öll af einskærri hlýju og af gagn- kvæmri virðingu. Hann fór vissu- lega vel með afahlutverkið þegar börnin okkar komu til sögunnar og fram eftir öllu fylgdist hann með þeim. Öll fengum við notið starfs- krafta hans þegar við fórum að byggja og búa. Hann var hagleiks smiður og útsjónarsemi hans spar- aði okkur oft drjúgan skilding. Hann kunni að handleika verkfæri af slíkri snilld að af bar. Velferð barnanna var hans metnaðarmál og hann lagði ofurkapp á að ekkert þeirra þyrfti að berjast í bökkum. Jónas fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðmálunum og lét ekki liggja á skoðunum sínum. Engu að síður bar hann fulla virð- ingu fyrir þeim sem voru á önd- verðum meiði eða sáu hlutina í öðru ljósi en hann gerði. Hann var bókhneigður og víðlesinn og áttu Íslendingasögurnar þar öndvegis- sess, einkum Njálssaga. Góðar ævisögur voru líka tíðir gestir á náttborðinu hans og oft efstar á óskalista jólagjafanna. Hann unni sér best heima fyrir en var þó óspar á heimsóknir til barna sinna. Langholtsvegurinn var samt aðal samkomustaðurinn og fengu börn- in okkar oft að dvelja þar í umsjá ömmu og afa, og hjá afa gengu þau að nammipokanum sem vísum hlut. Amma Clara; Clara Jenný Sig- urðardóttir, er þegar gengin á Guðs fund og tekur nú þar í móti ástvini sínum Eftir skyndileg veik- indi Clöru í ársbyrjun 2000, varð útséð með að hún gæti haldið þeim heimili. Hún fékk fljótlega vist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund upp úr því. Skömmu seinna kom svo í ljós að Jónas var komin með heilahrörnun. Þau óskuðu bæði eft- ir að eiga dvöl saman á Grund og varð því við komið um stund. Sjúk- dómur Jónasar ágerðist bara svo ört að þau urðu að skiljast að aft- ur. Andlát Clöru bar brátt að eftir stutt veikindi. Hún andaðist 22. desember í fyrra. Bæði stóðu þau á áttræðu er þau kvöddu og bæði náðu þau að eiga ánægjulegar samfagnaðarstundir á þeim tímamótum, með vinum sín- um og ættingjum. Ef til vill verða þær stundir sterkastar í minningu okkar, þar sem glaðværðin og hlýj- an geislaði af þeim. Við kveðjum þig afi Jónas, í kærleikans trú. Sigríður, Jóhann, Elsa og Júlíana. JÓNAS HALLDÓRSSON UMRÆÐAN GUNNUR MAGNÚSDÓTTIR ✝ Gunnur Magnús-dóttir fæddist í Seyðisfirði 12. júlí 1916. Hún lést á sjúkrahúsi Seyðis- fjarðar 4. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Seyðisfjarðar- kirkju 10. nóvember. Látin er Gunnur Magnúsdóttir, föður- amma Þórhildar Víg- daggar dóttur minnar. Þótt kynni okkar Gunnar yrðu styttri en ég hefði kosið duldist mér ekki að þar fór sterkur persónuleiki. Dóttir okkar Þráins, yngsta sonar Gunnar, hefur góðu heilli erft ýmsa af eðliskostum ömmu sinnar; einurð, dug og atorkusemi. Ég færi börnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum Gunnar samúðarkveðjur. Kristín Elfa Guðnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.