Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 43 Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum Að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Elsku amma. Það er skrýtin til- finning að kveðja þig núna, því í raun þá voru veikindi þín þannig að þú varst farin frá okkur fyrir all- nokkru. En nú er hin eiginlega kveðju- stund runnin upp og okkur verður hugsað tilbaka til allra þeirra góðu stunda er við áttum með ömmu á Sóló. Þú varst konan hans afa, en þú varst líka eina amman sem við þekktum. Minningarbrotin eru mörg, eins og þegar við spiluðum bingó saman allir krakkarnir á jólunum og þú stjórnaðir af miklum krafti. Bingóið endaði samt alltaf þannig að allir fengu vinning því aldrei mátti skilja neinn útundan. Vöffluveislurnar þínar voru líka alveg stórkostlegar og þeirra er sárt saknað. Stundirnar uppi í sumarbústað, berjatínslan og svo margt fleira. Það voru erfiðir tímar hjá þér þegar afi Kjartan dó því þið voruð svo samrýnd. Elsku amma, við viljum þakka þér fyrir allt það sem þú gerðir fyrir okkur og biðjum góðan Guð að varð- veita þig. Kristmundur, Margrét, Kjartan, Hrönn Karítas og Hildur Jóna. Ótal minningar hvirflast fram úr fylgsnum hugans við lát Unnar en ef til vill er ekki rétt að segja að þær komi úr fylgsnum því minn- ingar um Unni hafa aldrei grafist undir neinu fargi. Hugsanir um Unni hafa alla tíð verið ofarlega í huga mér því þær eru svo hlýjar og bjartar. Væri ég listmálari þá gæti ég trúlega ekki málað mynd af henni því bakgrunnurinn yrði of sól- ríkur og bjartur og Unnur of björt svo þetta yrði einn geisli. Fyrsta minningin sem ég ber í huga mér er af Unni í Nökkvavoginum. Það var ævintýri líkast að fara í ferðalag inn að Elliðaám. Fara með strætó úr norðangustinum vestast í Vestur- bænum og stíga út úr strætó í sólina og lognið í Vogunum. Það var eins og að koma í annan heim, hann var öðruvísi en aðrir heimar því þar áttu Unnur, Kalli og krakkarnir heima og þar var alltaf sól. Í garð- inum ræktaði Unnur jarðarber og það var ekki gert í neinum smábeð- um heldur í stórum beðum sem aðr- ir ræktuðu kartöflur í. Þannig var Unnur alltaf svo stórhuga. Terturn- ar sem hún bakaði voru engu líkar og hryggurinn sem hún steikti og sósurnar sem hún hrærði var engu öðru líkt. Allt sem Unnur gerði var gott. Hvort sem hún stjórnaði fé- lagi, viðskiptum eða heimili; allt var gert af miklu örlæti og stórhug. Allt lék í höndunum á Unni. Mér fannst sem hún gæti allt. Það fylgdi henni einhver kraftur og þegar hún kom í heimsókn fór magnaður straumur um húsið. Hún kom og tilkynnti að hún gæti nú ekki stoppað lengi um- sveipuð dulúð og krafti með hanska og tösku, alltaf með varalit og fal- UNNUR ÁGÚSTS- DÓTTIR SCHRAM ✝ Unnur Ágústs-dóttir Schram fæddist í Valhöll á Bíldudal 15. desem- ber 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudag- inn 31. október síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 9. nóvember. lega greitt hárið. Hatta bar hún iðulega og sama hvernig veðr- ið var; alltaf var Unnur á háum hælum. Veðrið kom ekki Unni við. Hún kom alltaf á bíl. Hún var öðruvísi en aðrar konur, öðruvísi en aðrar mömmur. Unnur var alltaf á ferð og flugi en aldrei fat- aðist henni og hún var að mörgu leyti langt á undan sinni samtíð. Líf Unnar byggðist á að gefa. ,,Krakkar mínir fáið ykkur eins mikið af jarð- arberjum og þið getið í ykkur látið, rjóminn er í ísskápnum.“ Unnur gaf og gaf. Unnur ræktaði ekki kart- öflur sem teknar voru upp í haust- kulda. Unnur ræktaði rauð jarðar- ber sem voru tínd þegar sólin skein. Minning hennar er mér blessun. Margrét Schram. Það var gaman fyrir mig norð- anstelpuna að koma til Reykjavíkur og hitta föðurfólkið. Afi og amma á Stýró föðurbræður og föðursystir með maka og börn. Nóg var að gera við að kynnast, þiggja heimboð, gistingu og ferðalög. Uppi á lofti á Stýró bjuggu Karl og Unnur með börnin sín tvö. Unn- ur, unga konan að vestan sem kom inn í líf Karls eins og ferskur vind- blær, kvik, lífsglöð og dálítil mót- sögn við rólyndan eiginmanninn. Skopskyn hans var einstakt og jafn- fræði hjónanna augljóst. Með fleiri ferðum urðu kynnin nánari og seinna þegar ég sótti skóla hér var heimili Karls og Unnar sem mitt annað. Þá voru þau flutt í Voga- hverfið, höfðu reist sér hús og voru ein af frumbyggjum þar. Minningarnar skila Unni sem konunni í kastljósinu. Unnur í hús- móður- og uppeldishlutverki, Unnur við píanóið, Unnur að skreppa í heimsókn til nágranna, taka á móti gestum, fara á fundi eða í fagnað. Þennan vetur dvöldu hjá þeim hjón- um tvö systkini Unnar að vestan og úr stórum hópi ættmenna voru tíðar heimsóknir. Mikið spaugað og spjallað, Unnur miðpunkturinn og Karl með hógværð sinni og kímni ekki langt undan. Á þessum tíma voru bönd vináttu treyst og auðvit- að var seinna stúdentsveisla mín haldin í þeirra húsi. Eftir að börnin uxu úr grasi sinnti Unnur æ meira félagsstörf- um, hún var glæsilegur fulltrúi kvenna sem unnu fyrir þá sem minna máttu sín eða þurftu á aðstoð að halda. Sjálfstæð, útsjónarsöm og áræðin þegar því var að skipta. Þessir kostir öfluðu henni vinsælda og virðingar og var Unnur formaður í Thorvaldsensfélaginu og Banda- lagi kvenna í Reykjavík til margra ára. Það var tekið eftir þessari konu á götum Reykjavíkur, sem hélt ræð- ur á mannamótum og sinnti sínu af alúð. Mikill missir var fjölskyldunni þegar Karl lést um aldur fram, en í lífi Unnar birti aftur upp þegar hún hitti Kjartan sem varð seinni maður hennar. Við nokkrar konur í fjölskyldunni höfðum það fyrir sið að hittast reglulega og voru þær stundir ómetanlegar. Unnur miðlaði okkur af lífsreynslu sinni og glaðværð hennar hafði smitandi áhrif. Það var erfitt að upplifa þegar þessi vinkona okkar hvarf smám saman inn í sinn eigin heim og við fengum ekki að eldast saman eins og eðlilegt væri. Að lokum vil ég minnast Unnar með þakklæti fyrir rausn hennar og vináttu við mig og fjölskyldu mína. Við sendum öllum ástvinum hennar innilegar kveðjur og samúð. Margrét G.S. Móðursystir mín og elskuleg frænka Unnur Ágústsdóttir er látin eftir löng og erfið veikindi. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Sem ungur drengur vestur á Bíldudal minnist ég þess að Unna frænka, eins og við kölluðum hana alltaf, og fjölskylda hennar voru í huga okkar í Valhöll sveipuð ákveðnum dýrðarljóma. Fyrstu árin sem ég man eftir mér voru sam- verustundirnar ekki margar, en hún og Karl, fyrri maður hennar, komu oft vestur á sumrin með börnin sín Ágúst og Hrafnhildi. Það voru alltaf skemmtilegir tímar því flest úr hennar systkinahópi bjuggu á Bíldudal og samheldni systkinanna, barna afa míns og ömmu, var mikil. Unnur var næstelst sjö systkina og tveggja fóstursystra og var hún stoð og stytta þeirra allra eftir Þor- móðsslysið, en afi og amma fórust þar bæði. Unna frænka var sannkölluð hetja og dugnaðarforkur. Hún rak um árabil verslunina Veggfóðrar- ann, fyrst með eiginmanni sínum Karli og síðar eftir lát hans annaðist hún reksturinn að mestu ein í mörg ár. Það var alls ekki algengt á þeim tíma að konur stæðu í slíkum rekstri og tel ég að hún geti talist ein af frumkvöðlum kvenna. Unna var einnig mjög virk í félagslífi og var hún ein af stofnendum Arnfirð- ingafélagsins í Reykjavík og for- maður Thorvaldsensfélagsins í Reykjavík um árabil. Unna kom stundum akandi ein á „bjöllunni“ sinni vestur á Bíldudal og í einni slíkri ferð á sjöunda áratugnum var hún á leið vestur að hausti til í niða- myrkri. Ók hún þá fram á vörubíl sem hafði ekið út af veginum í Vatnsfirði og var hann að hluta til ofan í ánni. Hún var ekkert að tví- nóna við hlutina frekar en endra- nær og snaraðist út úr bílnum, klifr- aði niður að vörubílnum og aðgætti hvort einhver væri í nauðum, en svo reyndist ekki vera. Þetta lýsir Unnu frænku vel og sýnir hversu kjark- mikil og ósérhlífin hún var. Síðar þegar ég stálpaðist og fór í skóla í Reykjavík var hún ætíð mín hjálp- arhella í flestu og greiddi götu mína eins og henni var unnt. Það var ekki í kot vísað fyrir blankan námsmann að birtast hjá henni rétt fyrir mat- inn á sunnudögum eftir að hafa lifað sultarlífi alla vikuna. Það gilti einu hvort það var vestur á Hávallagötu eða hjá henni og Kjartani síðari eig- inmanni hennar á Sóleyjargötunni, þar sem ég leigði herbergi einn vet- ur. Alltaf tók hún á móti manni af sérstökum höfðingsskap. Seinna þegar við Erla kona mín hófum búskap hér fyrir sunnan tók hún að sér það hlutverk að kíkja til okkar annað slagið. Það var ekki svo sjaldan að Unna birtist á sunnu- dögum hjá okkur í Hörpulundinum með fangið fullt af ís og öðru góð- gæti fyrir okkur og börnin okkar og var oftast á hraðferð, en hún þurfti að koma við á fleiri stöðum í svip- uðum erindum. Já, við eigum margs góðs að minnast af henni Unnu frænku. Síðustu árin voru henni og fjöl- skyldu hennar erfið, en hún átti við langvarandi veikindi að stríða. For- eldrar mínir hafa nú í sex ár búið í nágrenni við Skjól, þar sem Unna dvaldi undanfarin ár, og hefur mamma heimsótt systur sína reglu- lega, setið hjá henni stundarkorn, gætt henni á súkkulaði og sýnt henni ástúð. Ég vil fyrir hönd foreldra minna, systra og fjölskyldna okkar þakka Unnu frænku samfylgdina og öll elskulegheit í okkar garð. Ég vil einnig votta börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra svo og systkinum hennar samúð okkar. Guð blessi minningu hennar. Gústaf. Kvenfélagasamband Íslands kveður nú hinstu kveðju einn af heiðursfélögum sínum, sómakonuna Unni Ágústsdóttur Schram, fyrr- verandi formann Bandalags kvenna í Reykjavík og frv. framkvæmda- stjóra Kvennaheimilisins Hallveig- arstaða. Unnur Ágústsdóttir Schram var glæsileg kona svo af bar og sópaði að henni hvar sem hún kom. Hún var mikil athafnakona og forkur til allra verka. Bjartsýn og úrræðagóð og einstaklega ljúf í samvinnu. Kvenfélagasamband Íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík og Kvenréttindafélag Íslands, sem eru rekstraraðilar Hallveigarstaða, hafa alla tíð haft með sér mikið samstarf, enda situr formaður hvers þeirra í hússtjórn Hallveigarstaða. Mikils er vert að þar takist góð samvinna hverju sinni. Unnur var fram- kvæmdastjóri Hallveigarstaða í mörg ár. Í þau ár sem hún var for- maður Bandalags kvenna í Reykja- vík og um leið fulltrúi þess í hús- stjórn Hallveigarstaða var rekstur hússins mjög erfiður og mikilla við- gerða á húsinu var þörf. Af sínum alkunna dugnaði og krafti tókst Unni að koma rekstri Hallveigar- staða í svo gott horf, að við sem stöndum nú að rekstri hússins njót- um ennþá góðs af. Unnur var gerð að heiðursfélaga Kvenfélagasambands Íslands á 60 ára afmæli þess hinn 1. febrúar 1990 fyrir vel unnin störf að fé- lagsmálum kvenna í Reykjavík og fyrir vinnu sína fyrir Kvennaheim- ilið Hallveigarstaði. Kvenfélagasamband Íslands kveður Unni Ágústsdóttur Schram með virðingu og þökk fyrir gott samstarf Helga Guðmundsdóttir, forseti KÍ. Kveðja frá Thorvaldsensfélaginu Traust og mikilvirk félagskona og heiðursfélagi er kvödd. Unnur gekk í Thorvaldsensfélagið fyrir 45 árum og varð strax afar virk í starfi. Fljótlega var hún kosin í nefndir og stjórnir og einnig tók hún mikinn þátt í sjálfboðastarfi á Thorvald- sensbazarnum og tók síðar við stjórn þar að hluta til um árabil. Á fyrstu árum Unnar í félaginu var hafinn undirbúningur að byggingu Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins. Þar lét hún ekki sitt eftir liggja við fjáröflun og annað er gæti drifið bygginguna áfram. Árið 1963 var Vöggustofan afhent Reykjavíkur- borg að gjöf en þá strax var hafist handa við að safna fyrir byggingu sem hentaði eldri börnum. Fjórum árum seinna, en þá var Unnur orðin formaður Thorvaldsensfélagsins, tók hún fyrstu skóflustunguna að viðbótarbyggingunni sem var svo afhent borginni rúmlega ári seinna eða 1968. Eftir þessi stórvirki var farið að huga að öðrum málum og af nógu að taka. Áfram var hugsað um börn og nú var kröftunum beint að barnadeild Landakotsspítala og ýmsu öðru er varðaði veik börn. Allt sem Unnur tók sér fyrir hendur var vandlega gert. Hún var einstaklega hugmyndarík, ákveðin og réttsýn og hvatti félagskonur sífellt til sjálf- stæðis og dáða. Orðin get ekki voru ekki til í hennar huga. Félagskonur nutu þess að vinna með henni, og á Thorvaldsensbazarnum var alltaf líflegt, og hún var skemmtileg og góð vinkona. Unnur var glæsileg í útliti og vakti athygli með ljúf- mennsku sinni og fágaðri fram- komu. Félagsmálakona var hún mikil og það er hverju félagið góð gjöf að eignast slíkan félaga. Thor- valdsensfélagið átti því láni að fagna að Unnur hélt þar um stjórnar- taumana í 20 ár og félagið óx og dafnaði vel og hún sáði vel fyrir framtíð þess. Of langt mál er að rekja hér öll þau góðu störf er hún vann félaginu en þau voru mörg og ómetanleg. Thorvaldsensfélagið á Unni mikið að þakka og við fé- lagskonur allar og minningin um hana mun lifa um ókomna tíð. Við kveðjum okkar kæru Unni Ágústsdóttur Schram með þakklæti og virðingu og biðjum henni Guðs blessunar. Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir, form. Bandalag kvenna í Reykjavík hefur átt marga forvígismenn og einn þeirra var Unnur Ágústsdóttir Schram. Hún kom inn í Bandalagið sem fulltrúi Thorvaldsensfélagsins og var formaður Bandalags kvenna í Reykjavík frá 1976 til 1985. Unnur valdist til forystu vegna stjórnunar- hæfileika sinna og dugnaðar. Í hennar formannstíð var Saga Bandalags kvenna í Reykjavík 1917–1977 rituð af Sigríði Thorla- cius og gefin út í tilefni af 60 ára af- mæli félagsins. Unnur vann heils- hugar að öllum baráttumálum Bandalagsins og sýndi í verki að þar fór viljasterk og einbeitt mann- eskja. Húseignin Hallveigarstaðir á Túngötu 14 í Reykjavík er sameign Bandalags kvenna í Reykjavík, Kvenréttindafélags Íslands og Kvenfélagasambands Íslands og skiptast þessi félög á um að hafa umsjón með húsinu þrjú ár í senn. Slík umsjón var á vegum Banda- lagsins á meðan Unnur var formað- ur og þá sýndi hún aldrei sem fyrr drífandi kraft og dugnað í endurbót- um og viðgerðum á húsinu. Bandalag kvenna í Reykjavík þakkar Unni vel unnin störf í þágu félagsins. Blessuð sé minning hennar. Fyrir hönd Bandalags kvenna í Reykjavík, Hildur G. Eyþórsdóttir. Í dag kveðjum við elsku ömmu Inger í hinsta sinn. Það er í raun ótrúlegt að hugsa til þess að amma sem alltaf var svo hress sé farin frá okk- ur. Maður sagði alltaf með miklu stolti sögur af ömmu Inger. Hún var alltaf að lesa bækur og hafði mikið yndi af erlendum skáldsögum. Þegar maður sagði henni frá bíómynd sem maður hafði séð var hún oft þegar búin að lesa bókina. Amma var kenn- ari til fjölda ára í Iðnskólanum í Hafnarfirði og hittum við ennþá kunningja hennar, nemendur, sem ávallt sendu henni góðar kveðjur. Hún keyrði bíl þrátt fyrir háan aldur – ömmu hefði ekki líkað þetta orða- lag. Hún taldi sig ekki gamla og kunni ekki við að fram væri komið við sig eins og hún væri öldruð. INGER J. HELGASON ✝ Inger J. Helga-son fæddist 6. febrúar 1913 í Kaup- mannahöfn. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 18. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnar- fjarðarkirkju 25. október. Amma ferðaðist mikið og fór oft að heimsækja ættingja sína í Dan- mörku ein síns liðs. Við gátum talað við ömmu um allt milli himins og jarðar. Hún var vel að sér í öllu hvort sem það var heimsmeistara- keppnin í fótbolta eða málefni líðandi stund- ar. Einnig minnumst við þess að hafa fengið góða aðstoð frá ömmu þegar ekki gekk nógu vel í ensku, dönsku eða latínu í framhaldsskóla. Amma var þá boðin og búin að taka okkur í einkakennslu til að hífa upp einkunn- irnar. Við eigum góðar minningar frá Sunnuvegi 3 þar sem amma tók ávallt vel á móti okkur. Tvímæla- laust eru jólaboð ömmu Inger með skemmtilegri minningum frá Sunnu- veginum. Þar bauð amma upp á ju- lefrokost og öll fjölskyldan sat þétt saman við langborð í lítilli stofunni og átti skemmtilegar stundir. Við kveðjum elsku ömmu með söknuð í hjarta í dag. Ottó R. Jónsson, Jón Páll Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.