Morgunblaðið - 13.11.2001, Síða 44

Morgunblaðið - 13.11.2001, Síða 44
MINNINGAR 44 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Georg BernharðMichelsen fædd- ist á Sauðárkróki 20. maí 1916. Hann lést á líknardeild Landspítala Landa- koti laugardaginn 3. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Pálsdóttir frá Draflastöðum í Sölvadal, f. 9. ágúst 1886, d. 31. maí 1967, og Jörgen Frank Michelsen úr- smiður og kaupmað- ur frá Horsens í Danmörku, f. 25. janúar 1882, d. 16. júlí 1954. Georg var einn tólf systkina. Hin eru: Karen Edith, Pála El- ínborg, Hulda Ester, Franch Bertholt, Rósa Kristín, Paul Valdimar, Otto Alfreð, Aðal- steinn Gottfreð, Elsa María, Kristinn Pálmi og Aage Valtýr. bakaraiðn. Í stríðslok, 1945, flutt- ist hann, með fjölskyldu sína, heim til Íslands og lá leið þeirra fyrst til Sauðárkróks. Síðan stofnaði hann bakarí í Hvera- gerði og bjó þar og starfaði allt til ársins 1979, er hann seldi reksturinn. Þá hóf hann störf hjá Brauði hf. – Myllunni, þar sem hann starfaði þar til hann var 78 ára. Georg gegndi fjölda trúnaðar- starfa. Hann var einn af stofn- endum sjálfstæðisfélagsins Ing- ólfs í Hveragerði, og gegndi þar formennsku um nokkurra ára skeið. Hann sat í hreppsnefnd í tólf ár. Hann var í sóknarnefnd Hveragerðissóknar og var for- maður Hestamannafélagsins Ljúfs um hríð. Hann var í stjórn Bakarameistarafélagsins og Sultu- og efnagerðar bakara til margra ára. Hann var fréttaritari Morgunblaðsins um áratuga skeið. Georg var alla tíð mjög virkur og áhugasamur um velferð síns bæjarfélags og sat í fjöl- mörgum nefndum á vegum þess. Útför Georgs fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Eiginkona Georgs er Jytte K. Michelsen, fædd Petersen, frá Kaupmannahöfn, f. 28. júní 1923. Gengu þau í hjónaband hinn 17. maí 1942. Dætur þeirra eru: 1) Edda, bankastarfsmaður, dætur hennar eru Íris og Anna. 2) Linda, fjármálastjóri, gift Ögmundi Friðriks- syni, börn þeirra eru Rósa Hrönn, Georg Rúnar, Sara og Hall- dóra. 3) Sandra, kennari, gift Guðjóni Rúnarssyni, börn þeirra eru Rúnar Gauti, Tinna, Katla og Frosti. Georg nam bakaraiðn á Sauð- árkróki og hjá Jóni Símonarsyni í Reykjavík. Sautján ára lá leið hans til Kaupmannahafnar þar sem hann dvaldist næstu ellefu árin við frekara nám og störf í Oft heyrði ég föður minn tala um hversu mikill gæfumaður hann væri. Vissulega hafði hann lög að mæla, því hann var gæfumaður. En í hverju felst gæfa sérhvers manns? Felst hún ekki einmitt í breytni? Jú, og svo sannanlega breytti hann rétt í hví- vetna. Öll framkoma í garð annarra var með eindæmum ljúf. Ætíð fús að leggja öðrum lið og rétta hjálpar- hönd hvenær sem færi gafst. Mann- auðurinn var það sem skipti hann mestu máli. Hann fjárfesti ríkulega á þeim vettvangi, enda sóttust margir eftir nærveru hans og á meðal fólks lék hann við hvern sinn fingur. Aldrei gleymdi faðir minn skap- aranum því honum var hann svo inni- lega þakklátur fyrir allt það sem lífið gaf. Hann þakkaði góða heilsu sína og sinna, góða og samhenta fjöl- skyldu og yndislegt samferðafólk í gegnum tíðina. Honum fannst hann vera æðri máttarvöldum skuldugur fyrir lán sitt hér á jörðu. Ef litið er yfir farinn veg og lífs- hlaup hans skoðað gæti ég best trúað að skuldin sé að fullu greidd. Því ég fæ ekki betur séð en það hafi einmitt verið hans eigið hjartalag sem gerði hann að þeim gæfumanni sem hann taldi sig. vera. Hlýlegt viðmótið, brosið blíða, fallegu orðin, þétt hand- takið, kímnin og hógværðin, allt voru þetta kennimerki hans. Ást hans til samferðamanna sinna var fölskvalaus með öllu. Því reynd- ist það öðrum auðvelt að elska hann. Enda eiga margir um sárt að binda núna, þeirra á meðal er eiginmaður minn, Guðjón, en með þeim tveimur ríkti slíkur kærleikur að aldrei gleymist. Börn okkar fjögur þekkja ekki hið daglega líf án þátttöku afa og ömmu. Þar af leiðandi eru þau heldur berskjölduð þegar sorgin hef- ur gert innreið sína í líf þeirra. Ég get tekið í sama streng og faðir minn og sagt að ég sé gæfusöm. Felst gæfa mín, að stórum hluta til, í því að hafa átt þennan öðling að föð- ur. Enda gerði ég aldrei ráð fyrir að á því yrði nokkur breyting. Nú þegar hann er ekki lengur til staðar fyllist ég örvæntingu. Eitthvað hefur gerst sem ég hef aldrei viljað hugsa til enda. En ljúfmennið, faðir minn, hef- ur ekki skilið mig eftir allslausa. Sá hafsjór af yndislegum minningum er það sem mun gera mér kleift að halda ótrauð áfram þó svo að sökn- uðurinn sé og verði óbærilegur. Þín pabbastelpa Sandra. Mig langar í örfáum orðum að minnast tengdaföður míns, Georgs B. Michelsen. Ég kynntist Georg og konu hans Jytte að vorlagi fyrir tæplega 30 ár- um, þegar ég tengdist fjölskyldunni í gengum hjónaband mitt og Lindu dóttur þeirra. Strax frá fyrstu tíð var Georg mér mjög góður og traustur félagi, sem ávallt var gott að leita til. Georg var fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, en hann var ákaflega stoltur af uppruna sínum og hafði mjög gaman af að segja sögur úr æsku sinni. Fjölskyldan bjó í Hveragerði þeg- ar ég kynnist þeim, þar sem hann rak Hverabakarí við góðan orðstír. Georg var bakari af Guðs náð, hann var ævinlega ánægður með lífsstarf- ið og foreldrum sínum þakklátur fyr- ir að hafa fengið að læra bakaraiðn. Talandi um bakarí þá er mér mjög minnisstæður ákveðinn bolludagur. Þau hjónin Georg og Jytte voru stödd á Kanaríeyjum rétt fyrir bollu- daginn, sem er vertíð bakara, og skall þá á verkfall flugmanna og lítið útlit fyrir rjómabollurnar góðu á borðum Hvergerðinga. Þetta var að sjálfsögðu töluvert áhyggjuefni fyrir bakarameistarann. Var þá skotið á fjölskyldufundi, dætrum og tengda- sonum var stefnt til Hveragerðis og öll sett í framleiðslu á bollum. Georg komst síðan til landsins á bolludag- inn og var þá búið að baka bollur, sem allar seldust en gæðin voru að sjálfsögðu ekki þau sömu, en fáar kvartanir bárust. Hafði Georg af þessu uppátæki mikið gaman. Georg hafði mikinn áhuga á enska fótboltanum og vorum við samherjar á því sviði og héldum báðir með Man. Utd. og eyddum ófáum stundum saman fyrir framan sjónvarpið. Á síðari árum gekk Georg oft með KR derhúfu og undruðust það margir, en hann svaraði því til að hann væri á góðum launum hjá tengdasyni sínum sem stuðningsmaður KR. Georg og Jytte höfðu mjög gaman af ferðalögum og fóru eins oft og hægt var. Við hjónin fórum í all- margar ferðir með þeim, sem var af- ar ánægjulegt og eigum við margar góðar minningar úr þeim ferðum. Eitt sinn komum við þeim á óvart og buðum þeim í helgarferð til Lúxem- borgar. Þegar þangað var komið ringdi mjög en Georg, sem var ávallt uppátækjasamur og glettinn, fann þar gamla, hálfónýta regnhlíf sem hann notaði hinn ánægðasti allan tímann. Seinni árin fórum við oftast saman til Torrevieja á Spáni, en þar líkaði honum sérstaklega vel að vera, enda sóldýrkandi mikill. Hann þoldi sólina ótrúlega vel og naut þess að flatmaga við sundlaugina allan lið- langan daginn. Í veikindum sínum síðasta árið þótti honum slæmt að komast ekki til Spánar, svona í síðasta sinn. Georg var mjög félagslyndur, hann naut sín vel í fjölmenni og hélt uppi heilu samkvæmunum með spaugilegum sögum og skrýtlum, sem hann sneri gjarnan upp á sjálfan sig eða fjölskylduna. Hann var frábær faðir og afi, var góður félagi allra og verður sárt saknað af fjölskyldunni. Ég er þakk- látur fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hans. Ögmundur Friðriksson. Afi okkar gerði oft hlé við hátíð- arhöld þegar fjölskyldan var öll sam- an komin. Þá varð hann klökkur og þakkaði Guði fyrir að hafa veitt hon- um svona góða fjölskyldu. Við þessi tækifæri tókum við öll undir, skál- uðum með honum og allir voru sam- mála um fegurð hópsins. Þrátt fyrir þann masgjarna hóp sem fjölskyldan okkar er sló alltaf þögn á mannskap- inn þegar hann tók til máls, sem ber vitni um þá stöðu og virðingu sem hann hafði innan ættarinnar. Við minnumst hlýju hans, kærleika, vel- vildar, sérstakrar kímnigáfu, söng- elsku, skáldskapar og sérvisku. Hann var harður í horn að taka en notaði hvert tækifæri til að dekra við okkur barnabörnin. Sem dæmi má nefna óteljandi snúða og sætabrauð sem hann kom með færandi hendi þegar við bjuggum í Sævarlandinu. Hann var alltaf sá fyrsti til að taka upp hanskann fyrir okkur þegar okkur var hallmælt. Við sitjum hér saman og minn- umst hans afa, allar þessar minning- ar kalla fram bros og þá staðreynd að við munum hafa hann sem fyr- irmynd og reyna eftir mesta megni að lifa eftir hans lífsgildum. Heiðar- leika, kærleik og nægjusemi hafði hann að leiðarljósi og með þessum minningum kveðjum við hann elsku besta afa okkar sem við vorum svo lánsöm að fá að hafa hjá okkur. Í guðs friði, elsku afi. Rósa, Georg, Sara og Halldóra. Ég kem alltaf til með að sakna þín, elsku afi minn. Ekki síst þegar ég spila á fiðluna mína. Þú hvattir mig svo mikið og fylgdir mér í gegnum tónlistina. Þú elskaðir að syngja og fara með kvæði og hikaðir ekki við að segja þau hvar sem var og hvenær sem var. Ég man svo vel eftir fyrstu vís- unni sem þú kenndir okkur systk- inunum. Þú verður alltaf hjá mér, það veit ég, og ég mun alltaf sakna þín. Katla. Nú þegar komið er að leiðarlokum kveð ég kæran frænda, föðurbróður minn Georg Bernharð Michelsen bakarameistara. Alla tíð frá því ég var smápolli var alltaf tilhlökkunar- efni að hitta Georg frænda og fjöl- skyldu hans sem í þá tíð bjuggu í Hveragerði. Georg fullnam og starfaði að handverki sínu í Kaupmannahöfn GEORG BERNHARÐ MICHELSEN Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.                !  "#$                      ! "  #      $%$  #     # %%       %& $  ' #  %&    %% () #   *  $+& %&  +& #   +&$  %&      ,- &" " %   '    (    #     ( "        )(     "   " . /01 .22/ %# 34  "#$ -  ")5-%  2&  ")  $2& %& .  ")  ", ")    ")   ' - ") %&  "+- ") %& $ (-+&6 %&- * +                    ( 72   . .22 6 $84  "#$              " "    ,   * *    %&*    *   *5- ", %& * *    9& %& *   :$$ 5"%& ,,- * +            9. 2+1   5) $;< =  "    #          ! "         )      -    ..  *>* %&  "  %&  ")   6   %&  5",   %&  9& ") -            ? /@(/    . ,;4  "#$     /    "       .   ! "      0         1    . +&6.  %& 5", $ %& 5 %$  %&$  -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.