Morgunblaðið - 13.11.2001, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 13.11.2001, Qupperneq 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 47 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. ✝ Kristján Stef-ánsson Wiium fæddist í Fagradal í Vopnafirði 27. júlí 1933. Hann lést 5. nóvember síðastlið- inn. Kristján var elsta barn foreldra sinna, Stefáns G. Guðmundssonar, f. 3.6. 1906, d. 22.3. 1966, frá Böðvarsdal í Vopnafirði, og Ingi- leifar K. Wiium frá Fagradal í Vopna- firði, f. 22.2. 1907. Bróðir Kristjáns er Guðmundur W. Stefánsson, f. 16.6. 1940, og fóstursystir Helga Magnúsdóttir, f. 10.3. 1935. Eiginkona Kristjáns er Erla Jennadóttir Wiium, f. 7.7. 1930. Synir Erlu frá fyrra hjónabandi eru Vilhelm Gunn- ar, f. 14.12. 1947, og Ásbjörn Ragnar, f. 1.4. 1949. Saman eiga þau fimm dæt- ur, en þær eru; Sig- fríður Inga, f. 1.1. 1954, Margrét Sig- rún, f. 31.12. 1954, Stefanía Gunnlaug, f. 5.7. 1956, Jenný Hugrún, f. 5.2. 1964, og Elín Ósk, f. 11.11. 1966. Kristán stundaði mest verslunar- og skrifstofustörf á sín- um starfsferli. Síðustu tíu árin var hann starfsmaður Pennans í Reykjavík. Útför Kristjáns fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi. Það olli okkur djúpri sorg, þegar við urðum að sætta okk- ur við að þú værir orðinn alvarlega veikur. Þú sem varst ávallt svo léttur á fæti og allra hjálparhella. Þú barst okkur dæturnar fyrir brjósti og vissir ekki hvað þú áttir gott fyrir okkur að gera. Þess vegna var það ávallt auðvelt og gaman að gleðja þig og kæta. Sjúkdóminn vildir þú sem minnst um tala, enda gafst þú seint upp þá- von að þetta myndi kannski lagast. Með miklum kjarki og dugnaði lést þú þig hafa það að fara á ættarmótið á Vopnafirði í sumar, sem var ógleymanleg ferð á þínar æskuslóðir, og þú naust þess að hitta fólkið þitt og eiga góða daga með Mumma bróður þínum og fjölskyldu hans. Við erum í dag mjög þakklátar fyrir þessa notalegu daga fyrir austan og án þín hefðu þeir aldrei verið þeir sömu. Sérstaklega hafðir þú gaman að bátsferðinni út í Bjarnarey og Fagradal með Stebba frænda. Okkur stelpunum þínum fimm fylgdi ávallt mikið líf og við eigum margar góðar minningar um eftir- minnilegar stundir, sem skapa hlát- ur enn þann dag í dag. Það var ávallt opið hús á Hveramörkinni og er enn. Sérstaklega var eldhúskrókurinn vinsæll staður til að leysa „heims- málin“ og fannst þér stundum nóg um hversu kvenfólkið á bænum gat setið langt fram á nótt. Þegar mæl- irinn var fullur stóðst þú upp, slóst úr pípunni um miðnæturbil og sagð- ir: „Ég sé ykkur undir morgun.“ Þér þótti ávallt vænt um fjölskyld- una þína og ekki síst barnabörnin, sem þú elskaðir mikið. Þú áttir margar gleðistundir með þeim, bæði á ferðalögum og í garðinum heima á Hveramörk. Þú elskaðir líka blómin þín og trjá- plönturnar og ef afa var ekki að finna inni var enginn vafi – afi var í gróð- urhúsinu. Á ferðalögum ykkar mömmu til okkar, sem búum í Noregi og Eng- landi, safnaðir þú oft fræjum, sem þú sáðir þegar heim kom. Og þú varst ekki lítið stoltur af arucaria-trjánum, sem standa stolt í gróðurhúsinu og koma upprunalega frá Andesfjöllun- um í Chile, heimalandi Alejandro, tengdasonar þíns. Við munum ávallt vera stoltar af- hæfni þinni og gleði er þú plantaðir út „trjá-ungunum“ þínum í skóg- ræktina „uppi í dal“, þeim fagra stað, sem við í fjölskyldunni köllum „Afa- lund“. Þar varst þú síðast í ágúst. Við höfum lofað þér að varðveita öll trén þín eftir bestu getu, þannig að barna- börnin og aðrir geti notið þeirra um ókomin ár. Við þökkum þér, elsku pabbi, fyrir allt það sem þú hefur gefið okkur á lífsleiðinni og við munum sakna þín mikið. Við höfum mömmu næst hjarta okkar, eins og þér fannst ávallt mikilvægt. Elsku pabbi. Þú verður alltaf með okkur í lífi og í starfi og við látum ljóma náttúrunnar og friðarins vísa okkur veg í fjarveru þinni. Dætur þínar fimm, Inga, Margrét, Stefanía, Jenný og Elín. Kristján minn. Það er erfitt að rita eftirmæli um mann eins og þig. Mann sem aldrei tranaði sér fram, en lét alltaf gott af sér leiða, hvar sem því varð við komið, en vildi þá helst ekki láta nafns síns getið. Kynni okkar hófust fyrir tuttugu árum, þegar leiðir mínar og dóttur þinnar lágu saman. Ég var feiminn í fyrstu, en þegar frá leið urðum við þeir bestu vinir, sem nokkrir menn geta orðið. Aldursmunur skipti þar engu. Skoðanskiptin voru óþrjót- andi, um pólitík, landbúnað, hesta- mennsku, byggingariðnað og hvað- eina sem var efst á baugi í það og það skiptið. Áhugi þinn fyrir að klæða landið skógi átti sér engin takmörk og af þeirri þörf ræktaðir þú þúsundir trjáplantna í litla garðinum þínum. Þú gróðursettir mikið, en þegar svo var komið að allt var orðið fullt voru trén ýmist gefin eða seld fyrir þykj- ustu pening, svo að hægt væri að rækta meira. Fjárhagslegur ávinn- ingur var þér fjarri í þessu áhugaefni og það sem öllu skipti var að sjá nýja meiða spretta upp ár eftir ár. Þegar ég hóf hesthúsbygginguna mína átti ég bágt með að halda þér frá, slíkur var áhuginn fyrir henni, eins og reyndar öllu öðru sem var í þínu nágrenni. Sögurnar þínar gætu fyllt heila bók og verða þær því ekki sagðar hér, en gaman var til dæmis að hlusta á þig lýsa því, þegar þú og Mummi bróðir þinn þurftuð að fara fótgangandi frá Fagradal og yfir á Hérað til að sækja þangað merar, sem lent höfðu í „hestastandi“. Í hestamennskunni kunnir þú við þig. Þú reiðst ekki mikið út, en þeim mun natnari varst þú við hirðingu hrossanna og þegar nýr hestur kom á hús leið aldrei á löngu þar til þú varst búinn að sálgreina hestinn og segja til um hvernig skyldi umgang- ast hann. Ógleymanlegt var að fá að fara með þér á ættarmótið austur á Vopnafjörð í sumar. Þar rættist draumur okkar beggja um að þú sýndir mér æskuslóðirnar þínar. Ferðin út í Bjarnarey og Fagradal mun geymast mér í minni svo lengi sem ég lifi. Þá varstu ennþá hress og gast miðlað þekkingu þinni til okkar, eins og þér einum var lagið. Ég gæti haldið áfram að rifja upp minningarnar um þig, en verð að láta nægja að segja frá því hversu óþrjót- andi visku- og kærleiksbrunnur þú varst barnabörnum þínum. Það var yndislegt að sjá þau skríða upp í afa- stól, jafnvel löngu eftir að þau voru of „stór“ til þess. Að endingu vil ég þakka þér, Erla mín á Hveramörkinni, hvernig þú hefur í gegnum árin haldið fjölskyld- unni þinni saman, í gegnum skin og skúrir, með einstakri hlýju þinni og ást á þínum, sem á engan sinn líka. Guð styrki þig og þína í sorginni. Ykkar tengdasonur Þorsteinn Hansen. Elsku afi. Takk fyrir allt það góða sem þú gafst okkur. Allar skemmti- legu stundirnar sem við geymum í hjörtum okkar um alla tíð. Við pössum ömmu vel fyrir þig. Guð og englarnir geymi þig, elsku afi. Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ,virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Ástarkveðja. Barnabörnin. Segja má að tíu ár séu drjúgur spölur í lífi manns. Það var í ágúst ár- ið 1991 að Kristján S. Wiium kom til starfa á húsgagnalager Pennans sem þá var í Hallarmúla 2. Á lagernum var þá einungis einn maður og var þar oft á tíðum mikið álag. Kristján sýndi fljótt að hann var traustur, þrautseigur og með ráð undir rifi hverju þegar eitthvað gekk ekki svo sem til var ætlast. Samstarfsmönn- um reyndist hann hinn besti félagi og hjálparhella. Nú er svo að á tíu árum ræða menn ekki einungis um vinnu sína. Að sjálfsögðu var rætt um þjóð- mál, en einnig um sig og sína, börn og barnabörn. Oft voru honum sagð- ar sögur af drengjum tveim og ýms- um spaugilegum gjörningum þeirra og hafði hann, að því er virtist, gam- an af enda ávallt tilbúinn í létt glens og gaman. Á þessum áratug voru oft farnar ferðir með húsgögn út á land, oftast að vetri til og eftir dagsetn- ingu en ekki veðri og færð, var þá oftast annar drengjanna með. Krist- ján var einkar natinn og passasamur með að allt væri rétt og til þess fallið að ganga upp í þessum ferðum. Eins var líka víst að Kristján hringdi einu sinni eða oftar til að athuga hvernig gengi og bar það greinileg merki um umhyggjusemi hans og hlýju í garð vina sinna. Að því kom að drengirnir fóru að stunda vinnu og komu þá báðir á lag- erinn í fríum frá skóla. Þá varð Krist- ján þeirra hjálparhella og kennari og fór vel á. Það var eftirtektarvert hve aldurslaus Kristján var. Alltaf féll hann í hópinn sama hver aldurs- skiptingin var. Ekki þarf að eyða mörgum orðum í að lýsa stöðu Krist- jáns í þeim hópi sem nú vinnur á lag- ernum. Nóg er að segja, að ef eitt- hvað gekk ekki upp var spurt; getur Kristján ekki bjargað því? Kristján var með fyndnari mönnum og hafa hnyttin tilsvör hans verið höfð eftir af samstarfsmönnum hans við hin ýmsu tilefni og vekur það alltaf lukku. Það er skarð fyrir skildi þar sem Kristján var. Máltæki segir; maður kemur í manns stað og það er rétt – maður kemur í manns stað, en það kemur enginn Kristján Wiium og við finnum fyrir því. Það er sannarlega þakkarvert að hafa fengið að kynn- ast Kristjáni og starfa með honum. Erlu, dætrunum og öðrum að- standendum vottum við samúð okk- ar. Haraldur Þorsteinsson Þorgrímur og Þorsteinn Kr. Haraldssynir. Fyrir tæpum tveimur árum hóf ég störf í húsgagnadeild Pennans. Þar gekk ég inn í nokkurn hóp starfs- félaga og var í alla staði vel tekið. Einn þeirra sem ég heilsaði minn fyrsta vinnudag var skarpleitur náungi, gráhærður, grannur og grallaralegur, eins og viðarteinung- ur beinn og brá fyrir glotti á góðlegu andlitinu, Kristján Wiium kvaðst hann heita og bauð mig velkominn. Mér fannst strax eins og ég hefði þekkt þennan mann í áraraðir. Við Kristjan áttum margt gott spjall um heima og geima og varð fljótlega ljóst að tilfinning mín fyrir gaman- semi og glettni þeirri sem ég taldi mig merkja við okkar fyrsta handa- band, reyndist á rökum reist. Krist- ján var mikill Austfirðingur í sér og höfðum við mikla skemmtan af að rifja upp sameiginleg kynni okkar af mönnum og málefnum og ekki spillti að báðir höfðu unun af og þekktu nautnina sem fylgir því að fylla lung- un af angan austfirskra heiða. Skraf okkar um þessi mál og öll önnur átti sér nokkrum sinnum stað heima í stofu hjá Kristjáni í Hveramörkinni þar sem okkur var borið rjúkandi kaffi og kökur af Erlu konu hans, sem sagði svo gjarnan við barna- börnin, sem kannski voru að snúast í kringum okkur: „Jæja, nú skulum við koma fram, strákarnir þurfa að spjalla í friði, þeir hafa um svo ósköp margt að tala…“ Um Kristján verður ekki sagt að hann hafi verið kvellisjúkur, ég held að ég hafi aldrei kynnst manni sem var jafn harður af sér og ósérhlífinn. Sjúkdómur sá sem lagði þennan vin okkar að velli knúði dyra fyrir rúmu ári. Okkar maður jafnaði sig um tíma og kom aftur í hópinn en þessi vá- gestur spyr ekki að leikslokum. Við karlarnir á húsgagnalagernum vor- um og erum nokkuð vel samstilltur hópur. Nú tregum við góðan og hjartahreinan félaga sem genginn er og verður víst ekki við hann spjallað nema þá í huganum og þá mun rifjast upp að það er hægt að glotta út í ann- að yfir nánast öllu. Við starfsfólk húsgagnadeildar Pennans vottum Erlu eiginkonu Kristjáns og fjölskyldu hans allri okkar innilegustu samúð. Fyrir hönd starfsfélaga, Stefán Geir. KRISTJÁN STEF- ÁNSSON WIIUM Þegar ég var um það bil fimm ára göm- ul kynntist ég fyrst Önnu Árnadóttur. Ekki vissi ég þá hvað hún hét og enn síður hvers dóttir hún var. Anna vann á þeim tíma – árið 1935 eða 1936 – við afgreiðslustörf í bakaríi við Barónsstíg í Reykjavík, en þar verzluðu foreldrar mínir, sem áttu heima við Njálsgötu. Mér þótti konan svo barngóð, að ég sóttist eftir að fá að fara með í bakaríið þegar þess gerðist þörf. Hún minnti mig ævinlega á drottning- arnar í íslenzku spilunum, svo fal- leg var hún. Árin liðu og árið 1953 lágu leiðir okkar saman á ný. Þá réðst ég til skrifstofustarfa hjá Happdrætti Háskóla Íslands í Tjarnargötu 4 í Reykjavík. Þar hafði Anna unnið í mörg ár. Hlýjar móttökur fékk ég hjá því fyrirtæki og þarna var spiladrottningin í eigin persónu, að vinna við að færa bókhald. Ég hafði ekki gleymt bakaríisárunum okkar. Var ég nú ung og óreynd að hefja störf á nýjum vinnustað, en mér hvarf allur ótti þegar ég sá Önnu. Hún hafði horfið mér sjón- um þegar verzlunarstörfum hennar við Barónsstíginn lauk og birtist mér þarna aftur á örlagastundu. ANNA ÁRNADÓTTIR ✝ Anna Árnadóttirfæddist í Reykja- vík 7. júní 1907. Hún lést á St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði 14. október síðastliðinn og fór bálför hennar fram frá Fossvogs- kirkju í kyrrþey 22. október. Ekki hafði fegurðin dofnað með árunum og því síður viðmótið breytzt. Við unnum lengi saman og kynnt- umst því vel. Gott var að ræða við Önnu – eiginlega um allt – og ef vandamál voru á ferðinni, þá leysti hún venjulega úr þeim. Anna bjó með for- eldrum sínum alla tíð, þar til þau létust í hárri elli. Það var samhent fjölskylda. Árið 1938 fæddist son- urinn Davíð Atli Ásbergsson. Hann ólst upp hjá móður sinni og móð- urforeldrum í öryggi og góðum sið- um, við hið besta atlæti. Hann nam efnaverkfræði í Þýzkalandi og býr með fjölskyldu sinni í Reykjavík. Anna var – eins og áður er greint frá – fríð kona, smekkleg, jafnlynd, vönduð í öllu, átti tak- makalausa hlýju, var hógvær, þol- inmóð, afburða stundvís og vann öll sín störf af mikilli vandvirkni. Fyrir nokkrum árum veiktist hún og eftir það fór heilsu hennar hnignandi. Samt var ævikvöldið henni ánægjulegt. Við höfðum símasamband af og til og var ekki á henni að heyra uppgjöf né vol. Anna hefir auðgað líf mitt. Kveð ég hana nú með virðingu og þökk. Með Önnu er fallin frá mikilhæf kona, sem átti sér náungakærleik. Hún var jarðsett í kyrrþey í hóg- værð sinni. Votta ég fjölskyldu hennar og öðru skyldfólki mína innilegustu samúð. Megi hún vera á Guðs veg- um. Guðfinna Guðmundsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.