Morgunblaðið - 13.11.2001, Side 48
MINNINGAR
48 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
&" ' ( #'#
(
"
"
"
+.+. ):
-
: ") %&
1 %$ +& %&
",+& %& 9&+&
& +& %&
# +& %& 2&
9 +&
+&6 %&
,,- Elsku Bryndís mín. Þegar ég
kynntist þér varst þú bara 9 ára
BRYNDÍS ÓSK
REYNISDÓTTIR
✝ Bryndís ÓskReynisdóttir
fæddist í Reykjavík
29. apríl 1983. Hún
lést af slysförum
ásamt unnusta sín-
um, Ólafi Sigurðs-
syni, f. á Akureyri
12. febrúar 1981,
mánudaginn 29.
október síðastliðinn
og fór útför þeirra
fram frá Fella- og
Hólakirkju 6. nóvem-
ber.
gömul. Þá varst þú mér
eins og dóttir þegar ég
var í sambúð með
mömmu þinni. Þú varst
Eiríki eins og systir og
þið gátuð alltaf rætt
ykkar vandamál saman
og það kunni ég vel að
meta, elsku Bryndís
mín. Þín verður sárt
saknað af mér og minni
fjölskyldu.
Elsku Helga mín og
börn, ykkar sorg er
mikil, Guð styrki ykkur
og styðji.
Ykkar vinur,
Hjörtur og börn.
Hver er að dómi æðsta
góður, –
hver er hér smár og hver
er stór?
Í hverju strái er himingróður,
í hverjum dropa reginsjór.
(Einar Benediktsson.)
Þrátt fyrir allt sem sköpunarverk-
ið ber í manninn hefur hann leitað
tákna um vissu og öryggi, bærst sem
strá í vindi, fallið sem dropi í hafið,
safnað veraldarauði og þá talið sig
hólpinn.
Stórbrotleiki sköpunarverksins
lætur ekki að sér hæða og fulltrúar
hans bera reisn mennskunnar svo
ekki verður framhjá þeim litið. Þrúð-
ur Guðmundsdóttir var í mínum
huga einn þeirra.
Bernskuslóð hennar var Snæ-
fjallaströndin vestur við Djúp og við
Djúpið átti hún rætur sínar. Sagan
segir að Vestfirðingar hafi tíðum ver-
ið óráðþægir, viljað ráða málum sín-
um sjálfir og tekist að komast svo vel
af við harðbýla náttúru þó göful væri
að þeir væru göldróttir. Kannski var
Dúdda göldrótt, ef svo var, þá tel ég
að galdurinn hafi verið í því fólginn
að virða sköpunarverkið og rækta
mennskuna. Fas Dúddu var tigið,
hugur hennar ákveðinn og víðsýnn í
senn. Hún var heimsborgari.
Ég man hana í Munaðarnesi að
sumarlagi. Hún horfði út um stofu-
gluggann og sagði: „Komið þið og
sjáið málverkið.“ Við blasti kjarri-
vaxið land, Norðurá og Skarðsheiðin.
Dúdda sagði af skessunum. Síðan
ÞRÚÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
✝ Þrúður Guð-mundsdóttir
fæddist á Snæfjöllum
á Snæfjallaströnd 2.
janúar árið 1907.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Sunnu-
hlíð 21. október síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Kópavogskirkju 26.
október.
stóð hún upp, kveikti
sér í vindli og gekk
ákveðnum skrefum að
eldhúsbekknum. Það
var komið að uppvask-
inu og tími fyrir okkur
að ganga út í sumarið. Í
hönd fór helg athöfn þó
ekki væri gælt við
postulín né silfur. Frið-
sældin var algjör og bó-
heminn vaskaði upp
með vindilinn milli var-
anna.
Stöku sinnum fórum
við Dúdda á kaffihús.
Við höfðum ekki hátt
um þær ferðir enda kaffihús í okkar
huga í senn spennandi og grunsam-
leg. Hún sagði mér þá gjarnan af
dvöl sinni í Kaupmannahöfn, lífinu
þar og löngun sinni til náms. En hún
fór heim og settist í Héraðsskólann á
Laugarvatni. Þar kynntist hún ást-
inni sem hún tók óttalaus á móti og
hún og Gunnar ákváðu að ganga veg-
inn saman. Þar kom að þau námu
land í Kópavogi, ein frumbyggja sem
þótti björgulegra þar en í Reykjavík.
Hér verður byggingu húss, rækt-
un lóðar eða sjósókn úr vörinni ekki
lýst enda allt um garð gengið þegar
ég varð gestur í húsi þeirra. Það var
mér ógleymanlegt að koma á Þing-
hólsbrautina sem í fyrstu var á hátíð-
astundum, húsið fullt af gestum,
víðsvegar að, margbreytilegum af
ætt og uppruna og pólitískum skoð-
unum. Saman komnir birtust þeir
mér sem heild mannvisku og snilld-
ar. Kannski fylgdi andi húsráðenda
huga þeirra. Dúdda og Gunnar voru
sem hluti fyrir heild, allir sem einn.
Þegar ég heimsótti Dúddu í ekkju-
tíð hennar á Þinghólsbrautina sat
hún gjarnan í stólnum í bókahorninu.
Allar bækurnar fagurlega bundnar
af bónda hennar í skinn. Hún hafði
yndi af góðum skáldskap og var í
hópi þeirra sem höfðu þroska til að
lesa kvæði og hún mat verk Laxness
frá unga aldri og æ síðan.
Ég kveð Þrúði í heilli þökk og virð-
ingu, börnum hennar og fjölskyldum
þeirra sendi ég mínar bestu kveðjur.
Nanna Úlfsdóttir.
Eignin Þinghólsbraut 65 í Kópa-
vogi er mjög stór, næstum heil bú-
jörð með ræktuðu grasgefnu túni,
stórum matjurtagörðum, gróðurhúsi
og fallega hlöðnu skýli niðri við sjó-
inn, sem gæti verið hvað sem er sól-
skýli, bátaskýli eða útgerðarvör eða
allt þetta. Í miðju túni stendur stórt
og glæsilegt íbúðarhús. Umhverfis
þessa jarðeign er garður, fagmann-
lega hlaðinn, úr grjóti, sem pælt var
upp úr þéttgrýttum jarðvegi lóðar-
innar með járnkarli og vogarstang-
arafli fyrir hart nær sextíu árum.
Þessi mannvirki eru að mestu leyti
unnin í hjáverkum og sumarleyfum
eins manns, Gunnars Eggertssonar,
frumbýlings í Kópavogi, og á mörg-
um árum. Ekki ein stund af starfs-
skyldutíma hans rann til þeirra. Á
túngarðinum er rautt hlið, látlaust og
haglega smíðað eins og annað á þess-
um bæ.
Hversu oft hef ég ekki gengið inn
um þetta hlið og inn um hússins dyr,
þar sem húsfreyja þess, Þrúður Guð-
mundsdóttir – í daglegu tali kölluð
Dúdda – tók opnum örmum móti
gestum og gangandi, sem lögðu leið
sína þangað. Þeir voru ófáir og af
ýmsum stærðum og gerðum. Og
hvaða erindi átti sá fjölskrúðugi hóp-
ur að Þinghólsbraut 65? Svarið er
einfalt: Að heimsækja húsbændurna
þar, höfðingshjónin Þrúði Guð-
mundsdóttur og Gunnar Eggertsson
og njóta návistar þeirra, hjartahlýju
og vitsmuna svo og annars ágætis.
Þar var standandi hlaðborð andlegra
og veraldlegra veitinga og við allra
hæfi. Dúdda og Gunnar höfðu lag á
því að láta gesti njóta sín á eigin for-
sendum. Þannig áttu sundurleitar
aðstæður manna, skoðanir og mál-
efni samleið um vinarhús þeirra.
Við andlát Gunnars Eggertssonar
fyrir fimm árum minntist ég hans og
Þrúðar og sagði þá, að eiginlega væri
ekki hægt að minnast annars þeirra
hjóna án þess að nefna hitt og svo er
enn. Þegar ég tíunda „hjáverk“
Gunnars er ég vel minnug á hlutdeild
Dúddu í þeim þótt ekki legði hún
beina hönd á plóg. Umhyggja henn-
ar, aðhlynning, lífsgleði hennar og
styrkur voru alltaf viðlátin og áttu
sinn ómetanlegan þátt í fram-
kvæmdamætti Gunnars. Ég minnist
heimilis þeirra hjóna á Þórsgötu, þar
sem ég kynntist þeim fyrst, í lítilli
risíbúð með eldhússkonsu, sem rúm-
aði hvorki stól né borð handa Dúddu.
Börnin voru orðin þrjú og líflegur
gestagangur. Ég heyrði aldrei
minnst á þrengsli eða önnur æðrun-
arefni á þessum stað fremur en á
Þinghólsbraut 65. Gunnar var, um
þessar mundir, byrjaður að spyrna
grjóti úr jörð á frumbýlingslóðinni
þeirra í Kópavogi. Á sunnudögum
færði Dúdda honum hádegishress-
ingu, er entist fram á kvöld langs
vinnudags. Ég man að ég fór tvisvar
með henni þangað. Leiðin var löng
og torfarin. Fyrst var ekið með
Hafnarfjarðarvatni suður á Kópa-
vogsháls og síðan gengið vestur
Kársnes eftir illfærum troðningum.
En Dúdda lét ekki þá erfiðleika né
aðra aftra sér frá því að taka sinn
mögulegan þátt í stofnun heimilisins
á Þinghólsbraut. Samvinna og sam-
staða þeirra hjóna var stofninn í far-
sælu mannlífi þeirra og barna þeirra
– og þáttur í aðdráttarafli heimilis-
ins.
Þrúður Guðmundsdóttir var ekki
langskólagengin en hún var há-
menntuð eins og sá verður, er kann
að njóta lífsins, læra af því, draga
lærdóm af samferðamönnum sínum
og miðla þeim um leið, varðveita
gömul gildi og vera jafnframt opinn
fyrir nýjungum.
Þrúður las mikið og vandaði val á
lestrarefni. Hún hafði skýrar skoð-
anir á því og öðru, ekki síst þjóðmál-
um og var þar vel róttæk. Hún var
verkhög og henni fór allt vel úr hendi
bæði í orði og verki. Nú er hún látin –
horfin og ég geng hjá garði Þinghóls-
brautar 65 með eyðibýliskennd í
brjósti þó eflaust sé þar vel búið enn.
Við sem þekktum hana þökkum
henni samfylgdina og minnumst
hennar meðan okkur endist aldur til.
Ásgerður Jónsdóttir.
✝ Karl Guðmunds-son fæddist 2.
september 1911 á
Drangsnesi við
Steingrímsfjörð.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Akraness 5.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Guðmundur
Guðmundsson út-
vegsbóndi, f. 27. júlí
1872, d. 5. ágúst
1942, og kona hans,
Ragnheiður Hall-
dórsdóttir húsmóðir,
f. 2. febrúar 1876, d.
4. desember 1962. Þau bjuggu
lengst af í Bæ í Steingrímsfirði.
Systkini Karls voru 13.
Hinn 23. október 1932 kvæntist
Karl Sigrúnu Vigdísi Áskelsdótt-
ur, f. 10. janúar 1910. Foreldrar
hennar voru Áskell Pálsson, f. 12.
september 1875, d. 11. maí 1951,
og Guðríður Jónsdóttir, f. 21.
október 1873, d. 24. júlí 1947. Þau
bjuggu á Bassastöðum í Stein-
grímsfirði. Sigrún var ein af 22
systkinum. Karl og Sigrún eign-
uðust 7 börn. Þau eru: 1) Halldór,
f. 22. desember 1932, kvæntur
Báru Daníelsdóttur, f. 18. febrúar
1935, d. 26. ágúst 1975. Börn
þeirra eru fjögur; 2) Svavar, f. 30.
mars 1935, kvæntur Unni Jóns-
dóttur, f. 4. maí 1936. Börn þeirra
eru fimm; 3) Guðmundur, f. 1. maí
1936, kvæntur Guð-
rúnu Halldórsdótt-
ur, f. 6. september
1940. Börn þeirra
eru fjögur; 4) Krist-
mundur, f. 19. maí
1938, kvæntur Ingu
Sólveigu Sigurðar-
dóttur, f. 10. nóvem-
ber 1941. Börn
þeirra eru fjögur; 5)
Erla Björk, f. 11.
maí 1941, gift Sigur-
geiri Sævari Sveins-
syni, f. 29. október
1938, d. 28. febrúar
2001. Börn þeirra
eru þrjú; 6) Gylfi, f. 6. nóvember
1946, kvæntur Guðfinnu Magnús-
dóttur, f. 25. nóvember 1949.
Börn þeirra eru þrjú; 7) Sigríður
Ásdís, f. 18. maí 1953. M. 1) Sig-
urður Karl Árnason. Þau skildu.
Börn þeirra voru tvö. M. 2) Leifur
Hammer Þorvaldsson, f. 6. ágúst
1953. Börn þeirra eru þrjú.
Karl og Sigrún bjuggu á
Drangsnesi árin 1932–1935, flutt-
ust þá að Gautshamri í Stein-
grímsfirði og bjuggu þar til 1953,
en þá fluttu þau til Akraness. Þar
stundaði Karl ýmsa verkamanna-
vinnu og var m.a. síldarmatsmað-
ur og verkstjóri. Einnig stundaði
hann grásleppuveiðar í mörg ár.
Útför Karls fer fram frá Akra-
neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Elsku afi Kalli, mig langar með
þessum fátæklegu orðum að segja
hve vænt mér þótti um þig og þakka
þér fyrir allar þær gleði- og ánægju-
stundir sem ég var svo lánsöm að
eiga með þér.
Það var alltaf svo gott að koma til
ykkar ömmu á Háholtið og svo
seinna upp á Höfða. Að koma til ykk-
ar var alltaf eins og maður væri að
koma heim.
Þegar ég var barn man ég eftir
þér uppi á háalofti að gera að netum,
eða þegar þið pabbi voruð að vinna
að fiski niðri í skúr, það var svo gam-
an að sniglast í kringum þig, þú varst
alltaf svo góður, blíður og umhyggju-
samur og vildir öllum svo vel.
Svo seinna þegar ég fór að eldast
og fór að koma með mann og börn
með mér varst þú alltaf fljótur að
reiða fram eitthvert góðgæti. Maður
fór aldrei svangur frá ykkur, það er
alveg víst.
Þú varst líka alltaf svo barngóður.
Elsku afi, sú ást og umhyggja sem
ríkti á milli ykkar ömmu er vand-
fundin, við sem eftir lifum munum
reyna eftir bestu getu að annast
hana vel, nú þegar þú ert farinn. Við
vitum, að þú ert nú á yndislegum
stað og að við munum öll hitta þig
aftur. Þangað til langar mig að segja
setninguna þína fallegu sem þú
kvaddir okkur allltaf með þegar við
vorum að fara: „Guð veri með þér.“
Sigrún Vigdís Gylfadóttir.
Afi okkar, hann Kalli, er látinn en
meðal okkar systkinanna var hann
alltaf kallaður afi á Háholti. Æsku-
minningar okkar um afa eru margar;
afi á hjólinu, afi að skera úr netum á
bak við hús, afi að gera að gráslepp-
unni og síðast en ekki síst afi sem
alltaf tók svo ljúflega á móti okkur
með klappi á kollinn og orðunum:
„Hvað segið þið, elskurnar mínar?“
Afi var einstakur maður, blíður,
ljúfur og kærleiksríkur við alla, alltaf
svo glaðlyndur og jákvæður. Það
voru mikil forréttindi og gæfa fyrir
okkur systkinin að fá að alast upp í
sama húsi og afi okkar og amma í
Háholti 15. Minningar okkar frá
þessum stundum eru margar og góð-
ar og ylja okkur um hjartarætur.
Elsku afi, við viljum kveðja þig með
nokkrum ljóðlínum sem móðir þín,
Ragnheiður Halldórsdóttir frá Bæ,
orti:
Við vitum, þó líkaminn leggist í mold,
við lengi ekki í skugganum búum,
því sálin hún deyr ei, þó dofni vort hold,
þeim drottins vors orðum við trúum.
Og víkjum svo hugrökk á vonanna lönd,
og víl ei né harmkvæði þyljum,
en felum með gleði í Guðs náðarhönd
þá góðvini, er eftir vér skiljum.
Eg kveð, og eg þakka það Guð okkur gaf,
sem gátum þér fengið að kynnast,
því manndóm og kærleik þú miðlaðir af,
þeim mætustu dyggðum, er finnast.
Elsku amma, hugur okkar er hjá
þér. Megi góður guð veita þér þrek
og styrk.
Sigríður, Sigrún, Viðar, Jón
Karl og Jökull Freyr.
KARL
GUÐMUNDSSON
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
Birting afmælis- og
minningargreina