Morgunblaðið - 13.11.2001, Page 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 49
✝ Jón Péturssonfæddist á Akur-
eyri 8. júní 1912.
Hann lést á Elli- og
hjúkrunarheimilinu
Grund 5. nóvember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Jóhanna
Sólveig Benedikts-
dóttir, verkakona frá
Höfðahverfi og
Látraströnd í Eyja-
firði, f. 20.9. 1889, d.
29.5. 1973, og (Símon)
Pétur Jónatansson,
sjómaður frá Mið-
Samtúni í Lögmanns-
hlíð í Skagafirði, f. 5.6. 1886, d.
11.3. 1940, heimili þeirra var í
Lækjargötu 18a á Akureyri. Systir
Jóns var Margrét Kristín, f. 29.12.
1914, d. 7.9 2001. Jón kvæntist
1960 Guðrúnu Ástu Sigurðardótt-
ur, f. 27.8. 1921, d. 28.1, 1998, son-
ur þeirra er Sigurð-
ur, f. 26.7. 1961, kona
hans er Oddný Halla
Hauksdóttir; dóttir
þeirra fædd andvana
1963. Börn Jóns eru
Matthildur Jóhanna,
f. 31.10. 1933, maki
Halldór Pálsson, og
Pétur, f. 16.7 1943,
maki Edda Þorvalds-
dóttir. Börn Guðrún-
ar Ástu eru Hafþór,
f. 15.11. 1943, maki
Sigrún Halldórsdótt-
ir, Sigurrós, f. 16.11.
1948, maki Gísli Sig-
urðsson, og Ásta, f. 17.3. 1951,
maki Ævar Breiðfjörð.
Jón starfaði lengst af sem bif-
reiðarstjóri hjá BSR.
Útför Jóns fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Í dag kveðjum við stjúpa okkar,
Jón Pétursson, eða Nonna eins og
við kölluðum hann. Hann kvaddi
þetta jarðlíf í hárri elli, saddur líf-
daga.
Eftir að móðir okkar dó má segja
að líf hans hafi orðið gleðisnautt og
hann þráði það heitast að samein-
ast henni á ný.
Kristur minn, ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu.
Gjörðu svo vel og geymdu mig,
Guð, í skjóli þínu.
(Höf. ók.)
Við viljum þakka starfsfólki á
Grund, sérstaklega Helgu, sem
hjúkraði honum af einstakri alúð og
Hrönn sem veitti honum styrk með
bænum sínum síðustu vikurnar.
Megi Drottinn blessa minningu
Jóns Péturssonar.
Vinur, vertu kært kvaddur.
Sigurrós og Ásta.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Þau fjögur ár sem afi lifði eftir að
amma dó voru honum afar erfið. Nú
hafa þau sameinast á ný í Guðsríki.
Hvíl í friði, elsku afi.
Helen, Kenneth
og Ævar Örn.
JÓN
PÉTURSSON
Elsku frænka,
nafna og vinkona.
Þessi orð koma upp
í huga mér eftir að
síminn hringir og mér
er sagt að hún Eva
frænka mín sé dáin. Ég í Portúgal
og kemst ekki heim til að fylgja
þér síðasta spölinn, þess vegna
sest ég niður og skrifa þetta bréf.
Ég vissi stuttu áður en ég fór að
þú varst veik. Heiða systir þín
hringdi og tilkynnti mér það og um
leið að þú vildir engar heimsóknir
eða hringingar. Ég gerði mér þá
enga grein fyrir því að þú værir
svona sárþjáð. Daginn áður en ég
fór út til Portúgal hringdi síminn.
Það varst þú – það hringsnerist
allt í kollinum á mér og ég bók-
staflega fraus við gólfið. Hver er
þetta? Þá segir þú: „Þetta er
frænka, nafna og vinkona þín.“
„Hvernig líður þér?“ „Bærilega, en
ég ætlaði nú bara að kveðja þig því
þú ert að fara út á morgun og
verður svo lengi.“ „Ég veit ekki ...“
segir þú en ég stoppaði þig af í
miðri setningu. „Ég vildi að þið
Gísli væruð að fara með okkur út
núna.“ „Já,“ sagðir þú. „Við áttum
nú svo yndislegar stundir saman á
Kanarí í janúar – þið komið bara
með næst.“ „Já,“ sagðir þú, svo
kom löng þögn. „Ég veit,“ sagði
ég, „að þér fer að batna.“ „Já,“
sagðir þú, „annars er maður búinn
að hafa það ósköp gott um tíðina,“
og bættir svo við: „Okkur hefur
liðið vel – við þurfum svo sem ekk-
ert að kvarta.“ Hvað átti ég að
segja? Ég heyrði að þú áttir orðið
erfitt með andardrátt. „Eva mín,
ég hringi í þig frá Portúgal, láttu
þér líða vel.“ Með það kvöddumst
við. Viku seinna ætlaði ég að
hringja. Það var þá sem ég fékk
upphringingu um að hún frænka
mín væri dáin. Ég sat hljóð, minn-
EVA SIGRÍÐUR
BJÖRNSDÓTTIR
✝ Eva SigríðurBjörnsdóttir
fæddist í Reykjavík
30. ágúst 1931. Hún
lést í Reykjavík 19.
september síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Fossvogskirkju 27.
september.
ingarnar hrönnuðust
upp frá því við vorum
börn. Mömmur okkar
systur, munaðarlaus-
ar, ungar settar í fóst-
ur. Mamma ykkar í
sveit og mamma okk-
ar í Reykjavík. Lilja
mamma ykkar kemur
ung stúlka til Reykja-
víkur og þær kynnast
og verða mjög sam-
rýndar. Þær áttu
reyndar tvo bræður
sem dóu barnlausir.
Við komumst fljótlega
að því að ættin okkar
var bara við – þið fimm systkini,
Edda, Eva, Heiða, Hrafnhildur og
Bjössi. Og við Palli, Erla, Didda og
Lilla. Ættin okkar var ekki stærri,
við gátum haldið ættarmót hvar og
hvenær sem var. Fyrstu samkom-
urnar voru haldnar á sumrin á Bú-
staðabletti númer 21 við Bústaða-
veg, erfðafestuland sem pabbi og
mamma keyptu giftingarárið sitt,
1930. Þar stendur Ásgarðurinn
núna og hvert raðhús er með garð
á við frímerki. Þar vorum við á
sumrin í tjaldi. Þið komuð í heim-
sókn um helgar, pabbi ykkar kom
á bíl með alla fjölskylduna og það
var reist tjald við hliðina á okkar.
Þvílík gleði og eftirvænting að bíða
til föstudags og fá ykkur frænd-
systkinin til að leika við. Síðan var
tekinn upp farangurinn. Þetta voru
jólin! Kökuboxin full af heimabök-
uðum kökum; kleinur, gyðingakök-
ur, að ógleymdum hálfmánunum.
Ég man að við áttum öll koddaver
krakkarnir, sem mömmur okkar
höfðu saumað út með mynd af
engli og í horninu stóð ýmist góða
nótt eða sofðu rótt, í ýmsum litum.
Þetta var heill heimur hjá okkur
frændsystkinunum, að sofna við
fuglasönginn á kvöldin og vakna
við hanagal á morgnana. Á þessu
landi var græn laut, sú eina í öllum
heiminum og auðvitað bara kölluð
lautin. Þar var borðað og drekku-
tímarnir engu líkir. Prímusinn
pumpaður og kakóinu hellt á krús-
ir. Hver átti sína krús með sinni
mynd og svo var kringlunum dýft
í. Þetta var að mestu óræktað
land, þúfur – lambagras, blóðberg,
beitilyng og holtasóleyjar. Stund-
um fléttuðum við okkur kransa úr
villtum blómunum og settum á höf-
uðið. Við áttum líka bú með gler-
brotum í öllum litum. Svo bök-
uðum við drullukökur úr frjórri
moldinni og skreyttum með blóm-
um. Villt grasið sem fékk að vera í
friði náði okkur upp undir hendur.
Þar lágum við krakkarnir tímunum
saman og horfðum upp í bláan
himininn. Skýin mynduðu myndir
og við lásum jafnóðum úr þeim.
Tröllskessur urðu að englum, hest-
ar að ljónum o.s.frv. Þarna fékk
hugmyndaflugið að njóta sín. Á
meðan foreldrar okkar settu niður
kartöflur, settum við krakkarnir
niður fræ og fengum uppskeru,
radísur, gulrætur og næpur. Svo
þurfti að vökva og reyta arfa. Ef
svo bar við að bíll heyrðist skrölta
eftir Bústaðaveginum, moldarvegi
með holum, var vinkað til bílstjór-
ans og þá heyrðist ö-ö frá bílflaut-
unni. Eins ef það kom fyrir að lítil
flugvél flaug yfir, þá vinkuðum við
flugmanninum og sáum hann vinka
á móti. Kannski var það bara
ímyndun. Oft fórum við til berja,
allur skarinn og þá upp í Breið-
holt. Þá var Breiðholtið óendanlegt
holt. Við áttum öll okkar berjabox.
Þegar í berjamó var komið var
heppilegt að hitta kónguló og hafa
þetta yfir: „Kónguló, kónguló, vís-
aðu mér á berjamó. Ef þú gerir
það þá skal ég gefa þér gullskó.“
Eitt er mér mjög minnisstætt úr
þessum berjaferðum. Ég hafði
fundið ofsalega stórt svæði, heila
breiðu af krækiberjum. Ég var
niðursokkin í lynginu. Þá kemur
þú til mín og segir: „Ó, má ég tína
á þínum berjastað, af því að við er-
um frænkur, nöfnur og vinkonur?“
Ég leyfði það. Síðan hefur þessi
dýrmæta setning varðveist.
Kannski átt þú eftir að leyfa mér
að tína ber á þínum berjastað,
hvar sem þú verður! Já, Eva mín,
nú hefur fækkað í frænkuklúbbn-
um okkar, tvö stór skörð. Við
misstum Eddu systur ykkar í fyrra
og núna þig. En við höldum áfram
að hittast því þetta er okkar ætt-
armót.
Þú kvaddir þennan heim með bros á brá
og bráðum færðu annan heim að sjá
og við þér tekur guð í hæðum háum,
við uppskerum svo öll því sem við sáum.
(S.H.)
Við verðum að eilífu nöfnur,
frænkur og vinkonur.
Þín frænka, nafna og vinkona,
Sigríður Hannesdóttir.
Þegar ég frétti um
andlát Jóakims Páls-
sonar, fyrrum skóla-
stjóra, kom það mér
ekki mjög á óvart.
Hann var búinn að
vera mjög farinn að
heilsu um langt skeið.
Fluttist fyrir nokkrum árum í íbúð
aldraðra, að Norðurbrún 1, ásamt
konu sinni, Björgu Þorsteinsdótt-
ur. Þau bjuggu áður um langt
skeið á Háleitisbraut 24. Þar leit
ég inn öðru hverju, því að kynni
okkar Jóakims voru orðin löng,
eða allt frá árinu 1958, er við gætt-
um barna úr skólum okkar í
Hveragerði. Sundlaugar voru ekki
í skólahéruðum okkar, og þess
vegna varð að leita til staðar eins
og Hveragerðis, þar sem sundlaug
var og það af stærri gerðinni. Ég
kom með mína krakka úr Þykkva-
bænum, en Jóakim frá Þingborg í
Flóa, þar sem hann var þá skóla-
stjóri. Aðalstarf okkar fór fram á
kvöldin, en um miðjan daginn vor-
um við mjög lausir við. Þá voru
börnin í sundnámi, en við sátum í
heitum potti við laugina og rædd-
umst við. Þá komst ég að því,
hversu ljóðelskur Jóakim var.
Einkar minnisstætt er mér, er
hann fór með ljóðaþýðingar eftir
Magnús Ásgeirsson. Þar er mér
ljóðið Vatn, eftir Nordahl Grieg,
efst í huga. Þetta kvæði þuldi Jóa-
kim orðrétt, og lærði ég það ut-
anað. Ljóð þetta er með því snjall-
asta, sem eftir Magnús liggur. Það
segir frá manni, sem verið hafði í
Shanghai í Kína og drukkið þar
mengað vatn, sem var gjörólíkt
vatninu heima, í Noregi. Hann
dreymir um vatnið heima, gjör-
ólíkt ýlduskólpinu eystra. Um það
segir skáldið:
Vatn, sem streymir, vatn, sem niðar
vor og haust með sínu lagi.
Geturðu skilið þessa þrá?
Ekki sem hér eystra – þræsið
ýlduskólp, sem mógult flýtur
fram með rek af rottulíkum,
ræsaþef og forardaun.
JÓAKIM
PÁLSSON
✝ Jóakim Pálssonfæddist í Hnífs-
dal 20. nóvember
1913. Hann lést 21.
september síðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Grensás-
kirkju 2. október.
Eitt sinn, er ég féll í
freistni
fyrir mínum þorsta,
fékk ég
sjúkravist í syndarlaun.
Vatnið hreina, vatnið
heima,
vatn, sem lagst er hjá
og þambað,
– þetta vatn mér veldur
þrá.
Kannske er hlý og
hæglát rigning.
Hljóðfall dropa úr björk
og lyngi
kliðar létt við kaldan
strauminn.
Kannske er yfir þoka grá.
Þetta er mig oft að dreyma:
að ég liggi þarna og svelgi.
Freyðir um og yfir báða
úlnliðina vatnið kalt.
Stinnum hnefum stutt í botninn.
Steinar marka för í holdið
við þann svala, þunga þrýsting.
Þannig sé og finn ég allt.
Ljóðið er langtum lengra en
það, sem hér hefur verið fram bor-
ið. En þessi erindi eru mér minn-
isstæðust. Við Jóakim gátum farið
með þetta ljóð aftur og aftur.
Snillingurinn Magnús Ásgeirsson
kunni tökin.
Hann er enda talinn með vönd-
uðustu og stórvirkustu ljóðaþýð-
endum okkar, en hann hvarf af
sjónarsviðinu aðeins liðlega fimm-
tugur að aldri.
Aldarafmæli hans er í næsta
mánuði, og mun þess þá vænt-
anlega minnst á verðugan hátt.
Ég gat ekki stillt mig um að
minnast þessara ljóðasamfunda
okkar Jóakims Pálssonar. Hann
tók við skólastjórn í Þykkvabæ af
mér haustið 1969, en það er mér
ekki nándar nærri jafn minnis-
stætt. Lái mér hver sem vill. Jóa-
kim var kennari og skólastjóri
langa tíð. Slíkt vill gleymast, en
maðurinn sjálfur er þrátt fyrir allt,
gullið, eins og kunnugt er. Hver
staða er aðeins tímabundinn gjörn-
ingur. Jóakim var menntasækinn
maður og sótti námskeið fyrir
kennara, til að vera betur í stakk
búinn að sinna ævistarfi því, sem
hann kaus sér ungur. Ég kveð
gamlan vin og starfsfélaga með
þökk fyrir samfylgdina.
Og ættmennum er vottuð samúð
við fráfall hans.
Auðunn Bragi Sveinsson.
8 )
97:94 5 ;3<4=
$
+
#
%
)
: -+& 6-
3
%
+
%
" ' ( #'#
(
"
"
"
1
: /@/ FG
"
%
= G "",
-
-)
% 26 %&# %&
"))
% # +&9 %&
)
% 5 # "%&
)
%%& 1 ",9#
)
%.)
% 9$9"%&
( *
)
%
)0C %&
5",)
%%&
: )
%
*",)
%%&
$%)
%%& H&+
,,-
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.