Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hrafnkell Valdi-marsson fæddist á Teigi í Vopnafirði 24. október 1935. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Guð- finna Þorsteinsdótt- ir, Erla skáldkona, f. 26.6. 1891, d. 23.11. 1972, og Pétur Valdi- mar Jóhannesson, bóndi, f. 14.9. 1893, d. 19.10. 1953. Hrafn- kell var yngstur níu systkina. Elstur þeirra var Þor- steinn Valdimarsson, skáld, f. 31.10. 1918, d. 7.8. 1977, Guðrún, f. 12.3. 1920, Margrét, 26.4. 1921, d. 13.10. 1982, Ásrún Erla, f. 15.3. 1923, Gunnar Steindór, f. 25.5. 1924, Rannveig, f. 4.1. 1926, d. 3.4. 1953, Þorbjörg, f. 8.3. 1928, og Hildigunnur, f. 21.9. 1930. Hinn 24.9. 1959 kvæntist Hrafn- kell eftirlifandi eiginkonu sinni, Önnu Maren Leósdóttur, f. 21.10. 1941. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Valdimar Þór, f. 15.12. 1959. Kona hans er Monica Elisa Cueva Martinez, f. 28.3. 1968. Þeirra barn Daphne Mireya Thor Cueva f. 24.7. 1995. Börn hans eru: Janus Þór, f. 12.12. 1978, og Magdalena Ýr, f. 21.2. 1984. 2) Rann- veig Bryndís, f. 9.8. 1961, í sambúð með Viðari Sigmarssyni, f. 18.6. 1966. Barn þeirra Aron Hrafn, 14.2. 1995. Barn hennar George Ósk- ar, f. 15.8. 1985. 3) Kári, f. 14.1. 1965. Hrafnkell og Anna hófu búskap á Hofi í Vopnafirði 1959 þar sem þau bjuggu til ársins 1966 er þau fluttu að Þorbrands- stöðum í Vopnafirði. Árið 1968 eignuðust þau jörðina Efri-Hóla í Núpasveit þar sem þau bjuggu til ársins 1983 er þau fluttu til Dal- víkur. Á Dalvík vann Hrafnkell við ýmis störf en lengst af við Frystihúsið á Dalvík. Eftir Hrafn- kel liggur ein ljóðabók, … og blöð þíns bikars… sem út kom skömmu fyrir andlát hans. Útför Hrafnkels var gerð frá Hofskirkju í Vopnafirði 25. ágúst síðastliðinn. Hrynur mér hagl af augum. Táralind þornuð. Yngri bróðir, hversdagshetja sefur hinsta svefni. Hann var af Guði gæddur sannri orku og ósérhlífni. Undi við bústang í barnaleikjum seint og snemma sér. Enn má líta á Litlamel iðjumerki ungra handa. Gróðurræma í gráum mel grænkar vel á vori. Skaphöfn ofin úr ýmsum þáttum. Það við megum muna. Harka og mildi, hýra og beiskja vógu salt í sinni. Búandi manni í bændastétt tómstundir tæpar gáfust. Starfsævi alla unnið berum höndum, hlífðarlaust. Hugur flýgur þó hönd erfiði. Þá varð lýðum ljóst. Opnaðist skáldæð, orð og tónar brutust fram úr brjósti. Liggja á bók ljóðaperlur. Þeirra njótum nú. Yngri bróðir! Hversdagshetja. Sofðu í sátt við lífið. Hildigunnur Valdimarsdóttir. Eimpípan blístrar í síðasta sinn; sé ég, að komin er skilnaðarstund. Hugstola sleppi ég hendinni þinni. Handtakið slitnar, sem þakkaði kynni, samvistir allar og síðasta fund. – Sálirnar tengjast við tillitið hinsta taug, sem að slítur ei fjarlægðin blá. Brenna í hjartnanna helgidóm innsta hugljúfar minningar samverustundunum frá. (Erla.) Þær verða ekki fleiri ferðirnar í þessu lífi sem farnar verða til Vopnafjarðar í fylgd Hrafnkels frænda míns Valdimarssonar. Árið 1991 áttum við fyrst samleið þang- að á ættarmót í tilefni 100 ára af- mælis foreldra hans. Á þessu ætt- armóti var þeirri hugmynd hreyft að sameinast um byggingu sumar- húss í landi forfeðranna, Teigi, og heiðra minningu þeirra á þann hátt. Nokkru síðar var ákveðið að hefjast handa. Hrafnkell ákvað strax að taka þátt í framkvæmdinni og dró ekki af sér við uppbygginguna. Margar ferðirnar fórum við saman austur og varð mér fljótt ljóst hve sterkar taugar frændi minn hafði til æskustöðvanna. Hann fylltist eftirvæntingu og gleði fyrir hverja ferð og á leiðinni austur þreyttist hann ekki á að telja upp kennileiti og segja sögur þeim tengdar, gaml- ar og nýjar. Hann var náttúruunn- andi og bar djúpa virðingu fyrir líf- inu eins og sjá má í ljóði hans Morgunn. Í morgunsárið hrímuð jörð, hvinur af fjalli lauffok á fyrra falli. Stofnar naktir standa af vetur en í vor aftur iðgrænum blöðum þaktir. Þegar við fórum að fara í ferðir milli Dalvíkur og Vopnafjarðar var leiðin yfir Mývatnsöræfi oft á tíðum óskemmtileg og seinfarin. Hrafn- kell gladdist því ósegjanlega yfir vegaumbótum á Mývatnsöræfum og þakkaði forystu samgönguráð- herra í því máli þótt hann fylgdi honum ekki almennt að málum. Nýr vegur yfir öræfin stytti leiðina „heim“ í Vopnafjörð. Þar hugðist hann una sér, njóta og hlúa að nátt- úrunni á efri árum. Á skömmum tíma fylgdumst við með því hvernig leiðin breyttist nánast úr troðningi í uppbyggðan glæsilegan veg. Í samfylgd Hrafnkels fékk hrjóstr- ugt landið úr Jökulkinn á Möðru- dalsöræfum út á Burstarfellsbrún í Vopnafirði nýja ásýnd. Hvert kennileitið af öðru, Langidalur, Áfangar, Fagrakinn, Banatorfur, Melakofi, Brunahvammur, hvar foreldrar hans hófu búskap og þeim fæddust fyrstu börnin, Arnarvatn, sögusvið Heiðaharms Gunnars Gunnarssonar. Þannig rak hvert örnefnið annað, ár, vötn og fjöll, allt hafði sitt heiti sem hann kunni skil á. Hann sagði sögur úr smala- mennsku á heiðinni og þegar vega- gerðarmenn ruddu braut yfir heið- ina. Það var sem frændi minn sameinaðist landinu. Af því taldi hann sig fá þá andlegu og líkamlegu lífsnæringu sem hann þurfti, jafn- vel skófirnar á steinunum voru hnossgæti sem hann vildi fá tæki- færi til að endurnýja kynnin við og gefa mér kost á að njóta með sér. Eftirfarandi ljóð hans lýsir vel hug- hrifum á þessum slóðum. Varpinn í sinu, gróin er gatan að bænum, gestinum fagna ei lengur, arftakar vina. Ilmar af sögu gamli gulstararflóinn, hvar gengu til verka kynslóðir liðinna tíma. Bærinn, sem forðum stóð hnarreistur uppi á hólnum, horfir nú opnum gáttum austur í Bruna. Áin í bugðum, ennþá í sínum skorðum, útsýnið kunnugt þeim sem að staðinn muna. Hrafnkell var yngstur í stórum systkinahóp og ólst upp við ástríki foreldra og systkina. Skólaganga var að þeirra tíðar hætti og þætti ekki löng eða fjölbreytt í dag. Ef til vill saknaði hann þess að hafa ekki haft tækifæri til að afla sér meiri menntunar. Hann sótti nám í Hér- aðsskólann á Laugarvatni en eldri systkini hans höfðu þá hleypt heim- draganum og sest að á Suðurlandi. Snemma lærði hann að taka til hendi við búskapinn og ungur vann hann við ýmis verkamannsstörf, fór á vertíð til Vestmannaeyja og víðar eins og þá var títt. En hugur Hrafn- kels stóð alla tíð til búskapar. Árið 1959 kvæntist hann Önnu Maren Leósdóttur og hófu þau búskap á Hofi í Vopnafirði. Þar bjuggu þau til ársins 1966 er þau fluttu í Þor- brandsstaði. Hrafnkell hafði gott auga fyrir búfé og eignaðist brátt góðan fjárstofn. En hann gat ekki til langframa byggt framtíð sína á að vera leiguliði. Árið 1968 festu þau hjón kaup á jörðinni Efri-Hól- um í Núpasveit og fluttu þangað frá Vopnafirði. Það var frænda mínum þungbært að fá ekki jarðnæði til búskapar í fæðingarsveit sinni og þurfa að flytja með hluta búsmala síns í burtu þaðan. En á Efri-Hól- um búnaðist þeim vel en vinnudag- urinn var langur og handaflið oft eina vinnutækið. Afleiðingar hafís- ársins 1967–68 var víða að sjá í kali á gróðurlendi jarðarinnar. Þau hóf- ust handa við að rækta jörðina og nýjan bústofn og smám saman end- urnýjuðu þau húsnæði bæði fyrir menn og skepnur. Umhverfið varð að fegra og prýða og fyrir utan nýja íbúðarhúsið þeirra var að finna margar fágætar blómplöntur sem þau höfðu ræktað af mikilli natni. En allt hefur sinn tíma og árið 1983 brá fjölskyldan búi og flutti til Dal- víkur. Þar var Hrafnkell í ýmsum verkamannsstörfum, lengst á frystihúsinu á Dalvík. Frænda mínum var ýmislegt til lista lagt. Hann var bæði tónelskur og vel hagmæltur. Eftir hann ligg- ur fjöldi ljóða og vísna og þá hafði hann yndi af að leika af fingrum fram á hljómborðið sitt. Þulur, ljóð og sögur voru fjölskylduarfur sem honum var annt um. Móðuramma hans, Rannveig Sigfúsdóttir, var góður hagyrðingur og eftir móður hans, Guðfinnu, liggja þrjár ljóða- bækur auk tveggja bóka með frá- sagnaþáttum. Þá var Þorsteinn bróðir hans landsþekkt ljóðskáld og þýðandi. Skömmu áður en Hrafn- kell lést auðnaðist honum að hand- leika fyrstu ljóðabók sína . . . og blöð þíns bikars . . . Bókin inniheld- ur 46 ljóð ort á ýmsum tímum. Hann lagði áherslu á við gerð bók- arinnar að hana prýddu teikningar af þremur húsum, fæðingarstað hans í Teigi, Brunahvammi og Melakofa þar sem hann hafði svo oft gist í göngum á Tunguheiði. Öll bera ljóðin vott um næmi höfundar fyrir umhverfi sínu og menningu. Þau eru óður hans til lífsins og alls þess sem fagurt er. Hrafnkell var ekki málugur mað- ur en undir niðri kraumuðu ríkar tilfinningar þótt tilsvör hans gætu oft á tíðum verið snubbótt eða kald- hæðin. Hann var vinur vina sinna og skemmtinn í góðra vina hópi þar sem orðkynngi og hagmælska hans fékk notið sín. Hann bar umhyggju fyrir skyldmennum sínum og fylgd- ist vel með vexti og viðgangi þeirra. Hrafnkell frændi minn fékk ekki tækifæri í þessu lífi til að njóta af- raksturs elju sinnar við uppbygg- ingu sumarparadísarinnar. Auk fjölskyldubústaðarins hafði hann komið sér upp litlu sumarhúsi skammt frá og skírði Áteig. Hann plantaði út fjölda trjáplantna um- hverfis húsið oguxu þær og döfn- uðu. Meira að segja gullregnið stóð þar prýtt gullitum blómum sínum á sumrin. Til að auðvelda aðkomu byggði hann göngubrú yfir Teigará og fallegan lautarbolla í ánni nýtti hann til fótabaðs og íhugunar. Fyr- ir rúmu ári veiktist hann af þeim sjúkdómi sem dró hann til dauða. Hann vissi að ekki ynnist tími, nú fremur en endranær, að lækna banasárið. Tíminn læknar öll sár nema banasárið. Til þess vinnst ekki tími. Ég þakka Hrafnkeli frænda mín- um samfylgdina á þeirri vegferð sem við áttum saman um leið og ég votta eiginkonu hans, börnum og aðstandendum öllum dýpstu sam- úð. Trausti Þorsteinsson. HRAFNKELL VALDIMARSSON Elsku mamma, þá er komið að kveðju- stund í bili. Eitt vitum við öll, að við eigum eftir að kveðja þenn- an heim, hvar og hvernig vitum við ekki. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga þig að, því þótt það væri stundum langt á milli okkar vorum við alltaf í góðu sambandi og síminn var óspart notaður og alltaf varst þú boðin og búin ef einhvern vantaði hjálp við köku- bakstur eða barnapössun. Minn- ingar um þig og pabba hrannast upp, hvað þið voruð alltaf tilbúin að gera fyrir okkur börnin, systk- inabörnin og barnabörnin þegar þau komu. Eitt er þegar pabbi kom með síldartunnu heim, tók STEINUNN ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Steinunn ÁstaGuðmundsdóttir fæddist á Akranesi 5. nóvember 1929. Hún lést 16. október síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 24. október. hana í sundur, skar niður slöngu og bjó til skíði fyrir krakkana í hverfinu eða þú sagðir öllum að koma með skíðasleðana sína því að hann Guðmundur (pabbi) væri að koma heim úr vinnunni og ætlaði að fara að ýta okkur niður Merki- gerðið í járnbrautar- lest, það var nú gam- an. Eða þegar þið fóruð með okkur inn á kamp til að kenna okkur að renna okkur á skautum, þið dróguð okkur með treflum meðan við vorum að ná jafnvægi. Og allar tjaldferðirnar sem þið fóruð með okkur og ekki má gleyma öllum sundferðunum upp um allan Borgarfjörð, stund- um var farið í þrjár sundlaugar á dag og endað með smáhressingu í Hvítárvallaskála. Fyrsta sveita- ballið sem ég fór á, þá keyrðuð þið pabbi okkur vinkonurnar á stað- inn, fannst það ekkert mál, því þið færuð bara í kaffisopa í Braut- artungu og færuð svo heim, en við redduðum okkur fari heim eftir ball. Þegar ég kom svo með hann Fjalar heim í fyrsta skiptið áttuð þið hvert bein í honum strax. Þeg- ar við áttum Lilju Rún tók hún svo miklu ástfóstri við ykkur að það mátti ekki koma frí í skólanum, þá var hún komin til ykkar, hvort sem var löng helgi í skólanum, jóla-, páska- eða sumarfrí var hún alltaf komin um leið. Þegar hún hætti í skóla og fór að vinna kom hún allt- af reglulega í heimsókn. Þú varst ekki síður tilbúin að passa Sóleyju og Fjölni, ef við þurftum á að halda, en þau voru ekki eins mikið hjá ykkur, því þau voru á bólakafi í íþróttastarfi. Þið voruð alltaf í góðu sambandi við þau og fylgdust með öllum keppnum og mótum sem þau fóru á. Ásrún sá heldur ekkert annað en ömmu og afa á Akranesi, og var í öllum fríum á Skaganum. Henni fannst skrítið að í sumar var hún að passa og komst ekki í sumarfrí nema í fimm vikur og fannst það nú ansi lítið. Elsku mamma, þú misstir mikið þegar pabbi dó 1995 en varst svo heppin að halda heimili með hon- um Smára. Svo náði Smári í hana Josie, sem er gull af manni, og saman eiga þau tvær gullfallegar dætur, sem voru litlu sólargeisl- arnir í lífi þínu þessa síðustu mán- uði í veikindum þínum. Ég gæti skrifað endalaust um þig en þær minningar geymum við í hjartastað. Að lokum viljum við, ég og fjölskylda mín, þakka henni Josie hvað hún reyndist þér vel í veikindum þínum, Smára bróður hvað hann var duglegur að rúnta með þig hvort sem var í búðina, bankann, til læknis eða bara í bæ- inn, og ekki má gleyma þeim Nínu og Sólveigu frænkum mínum, hvað þær voru henni elsku mömmu minni alltaf góðar og hjálpsamar. Mamma hvað ég var glöð þegar þú komst upp í Húsafell til mín á fertugsafmælisdegi mínum, þú varst fárveik en sagðir að ekkert væri að þér. Við vorum svo lánsöm að eiga þig og pabba að. Elsku mamma, minning þín er sem ljós í lífi okkar. Þín dóttir Sigurlaug. Elsku amma mín, núna ertu komin í faðm afa sem dó fyrir 6 ár- um og litla stráksins þíns sem dó fyrir rúmum 42 árum. Þið, elsku amma mín og afi, hafið alltaf skip- að stóran sess í mínu hjarta. Þegar eitthvað bjátaði á hjá mér rauk ég í símann til þess að láta vita hvað væri að ske í mínu lífi. Amma mín, okkar missir var mikill þegar afi dó. En ég var svo ánægð að vita að Smári og þú ætluðuð að halda heimili saman áfram. Ég var svo hrædd, ég hélt fyrst í stað að þú yrðir ein. Hvað ég var ánægð þeg- ar Josie kom til sögurnar. Og Smári og Josie eignuðust Stein- unni Sheilu og Nínu Ann, sem voru litlu sólargeislarnir þínir en við hin stóru sólargeislarnir þínir. Minning þín mun lifa með mér í hjarta mínu um ókomin ár. Megi guð styrkja börnin þín og fjöl- skyldur þeirra á þessari sorgar- stund. Þín Lilja Rún. Elsku amma, ég var svo lánsöm að eiga þig með húð og hári. Ég þakka þér fyrir allar sumarbú- staðaferðirnar sem ég fór með þér og hvað þú varst alltaf góð. Takk fyrir allt, besta amma í heimi, þín vinkona og barnabarn, Ásrún. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.