Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 55
Á DÖGUNUM héldu nemar í sögu, listum og menningu við Mennta- skólann á Egilsstöðum menning- arkvöld á Minjasafni Austurlands. Þemað var Ítalía á endurreisn- artímabilinu og var það sett fram í formi fyrirlestra, innsetninga og mynda. Allt efnið var unnið út frá sagnfræðilegu sjónarmiði og að auki buðu nemarnir gestum upp á að smakka ítalskan mat, svo sem pasta og brauð bakað á staðnum. Menningarkvöldið var hluti af námi nemenda og komu milli 40 og 50 þeirra að verkefninu á einn eða annan hátt. Morgunblaðið/R.Þ. Sagnfræðin sett á svið Egilsstöðum. Morgunblaðið. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 55 Fræðslufund- ur skógrækt- arfélaganna SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN á höf- uðborgarsvæðinu halda opinn fræðslufund í stóra sal Ferða- félags Íslands í Mörkinni 6, í dag, þriðjudaginn 13. nóvember kl. 20. Fundurinn er í umsjón Skógrækt- arfélags Kópavogs og er þriðji fræðslufundur vetrarins í fræðslu- samstarfi skógræktarfélaganna og Búnaðarbanka Íslands. Erindi flytur Björg Gunnars- dóttir landfræðingur. Á undan fyr- irlestri hennar leikur Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) á forna fiðlu. Óvíða á byggðu bóli hefur eins mikil skógeyðing átt sér stað og hér á Íslandi undanfarin 1100 ár. Til þess að segja til um útbreiðslu skóga á fyrri öldum er margt að sækja í fornrit og Íslendingasög- urnar, segir í fréttatilkynningu. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Boðið upp á kaffi. Lýst eftir vitnum FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 9. nóvem- ber sl. var ekið á bifreiðina OZ-764, sem er rauð Alfa Romeo fólksbifreið. Tjónvaldur fór af vettvangi. Atvikið gerðist við gatnamót Vegamótastígs og Grettisgötu á bilinu kl. 21.10–22. Vitni að atvikinu, svo og tjónvald- ur sjálfur, eru beðin um að hafa sam- band við lögregluna í Reykjavík. TR kaupir aðeins 20–25% tannlækninga MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi greinargerð frá trygg- ingaráði um gildandi reglur um tann- lækningar og samskipti Trygginga- stofnunar ríkisins við tannlækna. Millifyrirsagnir eru blaðsins. „Að undanförnu hefur Trygginga- stofnun ríkisins verið nokkuð í frétt- um, að mestu fyrir frumkvæði for- ráðamanna Tannlæknafélags Íslands, í kjölfar aðalfundar félagsins í lok október. Í þeim málflutningi hef- ur gætt verulegrar ónákvæmni og oft verið hallað réttu máli annaðhvort vísvitandi eða vegna misskilnings. Af þeirri ástæðu telur tryggingaráð rétt að fram komi nokkrar staðreyndir um tannlækna og Tryggingastofnun og hvernig hátti samskiptum þar á milli. Tryggingastofnun kaupir aðeins um 20–25% af þeim tannlækningum sem fram fara á Íslandi. Þannig kem- ur Tryggingastofnun ekki nálægt 75- 80% allra tannlækninga hér á landi þar sem tannlæknar setja sína eigin gjaldskrá og starfa samkvæmt henni. Þann hluta tannlækninga sem ríkið greiðir, hefur Alþingi falið Trygg- ingastofnun ríkisins að kaupa, í sam- ræmi við reglugerðir sem settar eru af heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu.“ Endurgreiðsla dugi fyrir helmingi kostnaðar „Um greiðslur Tryggingastofnun- ar til tannlækna er fjallað í lögum um almannatryggingar. Þar segir að greiða eigi tannlæknum samkvæmt gjaldskrá sem heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið setur, nema semjist um annað. Tryggingastofnun hefur greitt samkvæmt gjaldskrá, en ekki samningi, allt frá árinu 1999. Samkvæmt lögum á endurgjald Tryggingastofnunar að duga fyrir allt frá helmingi til fulls kostnaðar við þær tannlækningar sem greiddur er af ríkinu, allt eftir einstökum tegund- um aðgerða og hvort um er að ræða börn, lífeyrisþega eða aðra. Þar sem verðlagning tannlækna er nú frjáls og samkeppni á að ríkja milli þeirra er ljóst að Tryggingastofnun greiðir mishátt hlutfall m.v. það hlutfall sem ríkið hafði afráðið að greitt yrði. Er það misjafnt eftir þeim þóknunum sem einstakir tannlæknar ákveða að taka fyrir verk sín. Með vaxandi dýrtíð er ljóst að raungildi endurgreiðslu Trygginga- stofnunar, samkvæmt reglugerð heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytis- ins, hefur rýrnað og stendur nú undir lægra hlutfalli tannlæknakostnaðar en áður. Þar ræður þó mestu sá taxti sem einstakir tannlæknar vinna eftir. Ekki skulu bornar brigður á að í ein- stökum tilvikum kann endurgreiðsla Tryggingastofnunar aðeins að duga fyrir um 50% af gjaldtöku dýrustu tannlæknanna. Þess ber aftur á móti að geta að hjá hinum ódýrari tann- læknum stendur endurgreiðslan ennþá undir u.þ.b. 90–95% hinnar fyrirframákveðnu endurgreiðslu. Þannig er það alfarið komið undir gjaldskrá þeirra tannlækna sem af- ráðið er að heimsækja, hversu langt endurgreiðsla Tryggingastofnunar fer, til að standa undir kostnaði við þá heimsókn og mun svo verða áfram á meðan verðlagning tannlækna verð- ur frjáls, jafnvel þó svo að samningar náist milli Tryggingastofnunar og tannlækna. Lögboðið endurgreiðsluhlutfall vegna tannlækninga mun ekki nást nema verðlagning tannlækna fyrir þjónustu við tryggða einstaklinga verði fastákveðin með samningum. Tannlæknum er aftur á móti annt um nýfengið frelsi sitt til þess að verð- leggja þjónustu sína sjálfir á sam- keppnisgrundvelli og á meðan svo er þá mun endurgreiðsluhlutfallið alltaf ráðast fyrst og fremst af verðlagn- ingu tannlæknanna sjálfra.“ Viðræður hafa ekki skilað niðurstöðu „Eins og áður hefur komið fram hefur ekki verið í gildi samningur milli Tannlæknafélags Íslands og Tryggingastofnunar ríkisins frá árinu 1999 þegar Tannlæknafélagið sagði upp samningi sínum við Trygg- ingastofnun. Því miður hafa samn- ingaviðræður, sem staðið hafa með hléum allt frá uppsögn, ekki skilað niðurstöðu. Þannig munu einhverjir ráðamenn Tannlæknafélagsins á þessum tíma hafa talið að þeir væru betur komnir án samnings, heldur en með samning. - Þetta mun nú vera breytt. Samninganefnd Trygginga- stofnunar hefur alltaf verið reiðubúin að hitta samninganefnd Tannlækna- félagsins að máli, hvenær sem er og hvar sem er, hafi samninganefnd þeirra óskað eftir því. Svo er enn, samninganefnd Tryggingastofnunar er reiðubúin til viðræðna við Tann- læknafélag Íslands, hvenær sem þeir óska.“ Vinnumarkaðsvef- ur SA opnaður OPNAÐUR hefur verið nýr vinnu- markaðsvefur Samtaka atvinnulífs- ins. Á vefnum er að finna ítarlegar en aðgengilegar upplýsingar um ráðn- ingar, starfslok, veikindarétt, hvíld- artíma og margt fleira. Vefurinn er opinn öllum félagsmönnum SA. Það var Finnur Geirsson, formaður SA, sem opnaði vefinn. Á vefnum er að finna ítarlegar en aðgengilegar upplýsingar um ráðn- ingar starfsmanna og starfslok, launakostnað, orlof, vinnutíma, hvíld- artíma, veikindarétt, fæðingar- og foreldraorlof, jafnréttismál, vinnu- vernd og margt fleira, en vefurinn verður stöðugt uppfærður með nýju efni. "SA og forverar þeirrar hafa á und- anförnum árum gefið út mikið af upp- lýsingaefni sem varðar starfsmanna- hald sem mikið hefur verið notað af fyrirtækjum. Nú hefur mikil vinna verið lögð í að uppfæra þetta efni og setja fram í aðgengilegu formi. Það gefur færi á að bæta þjónustu við að- ildarfyrirtæki á þessu sviði og auka við og breyta þegar þörf gerist. Vinnumarkaðsvefurinn er opinn öllum félagsmönnum SA, en notenda- nöfn og lykilorð hafa verið send aðild- arfyrirtækjum og aðildarfélögum. Notendanafn og lykilorð þarf að slá inn þegar farið er inn á vefinn í fyrsta sinn úr hverri vinnustöð. Það er von SA að vefurinn eigi eftir að reynast félagsmönnum verðmæt- ur grunnur upplýsinga og að opnun hans verði til að efla þjónustu sam- takanna við þá. Leiðin inn á vinnu- markaðsvefinn er í gegnum kjara- málasíðu eða sérstakan hnapp á heimasíðu SA, sa.is,“ segir í frétta- tilkynningu. Ráðherrafundur Evrópuráðsins Ræddu um baráttu gegn hryðjuverkum Á FUNDI ráðherra Evrópuráðsins í Strassborg í síðustu viku voru meðal annars á dagskrá umræður um framlag Evrópuráðsins til barátt- unnar gegn alþjóðlegum hryðju- verkum. Sverrir Haukur Gunnlaugs- son, ráðuneytisstjóri utanríkisráðu- neytisins, sat fundinn fyrir hönd Halldórs Ásgrímssonar utanríkis- ráðherra. Aðildarríkin 43 samþykktu yfir- lýsingu um að auka skilvirkni marg- víslegra samninga á vettvangi Evr- ópuráðsins sem snúa að því að koma í veg fyrir hryðjuverk og fjármögnun þeirra. „Samningar Evrópuráðsins eru grundvöllur fyrir víðtæku sam- starfi aðildarríkjanna og hafa sér- stöðu á alþjóðavettvangi,“ segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu um fundinn. Efling mannréttinda í Evr- ópu var einnig á dagskrá og lögð var áhersla á að styrkja starf Mannrétt- indadómstólsins í Evrópu en fjöldi mála sem lagður er fyrir dómstólinn hefur margfaldast undanfarin ár og skapað álag sem bregðast þarf við að mati fundarins. Þá kemur fram í frétt ráðuneyt- isins að eftirfarandi samningar hafi verið undirritaðir af hálfu Íslands: Viðbótarbókun við Evrópusamning- inn um gagnkvæma aðstoð í saka- málum, Evrópusamningur um vernd mynd- og sjónvarpsefnis og bókun við hann og viðbótarbókun um vernd einstaklinga gegn rafrænni notkun persónuupplýsinga. Haustnámskeið Barnageðlækna- félagsins HAUSTNÁMSKEIÐ Barnageð- læknafélags Íslands verður haldið mánudaginn 19. nóvember kl. 10–17 og þriðjudaginn 20. nóvember kl. 8.30–14 í sal Læknafélagsins í Hlíð- arsmára 8 í Kópavogi. Námskeiðið nefnist „Kynferðislegt ofbeldi gagn- vart börnum og unglingum: Tilkynn- ingaskylda og meðferð“. Fyrirlesarar verða Diane H. Schetky og Claude Bursztejn. Þá verða ýmsir aðrir fyrirlesarar, m.a. frá Barnaverndarstofu, Barna- og unglingageðdeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss (BUGL), Barna- húsi, Stuðlum, félagsþjónustu, barnaverndarnefnd, lögreglu og dómskerfi. Skráning og allar upplýsingar fást með tölvupósti og í síma. Nám- skeiðsgjald er 20.000 kr. FÓTAAÐGERÐASTOFA Hafdísar var nýlega opnuð á Smiðjuvegi 4, Kópavogi, í sama húsnæði og Hár- smiðjan. Eigandi stofunnar er Haf- dís Magnúsdóttir, löggiltur fótaað- gerðafræðingur. Sérstök áhersla er lögð á meðhöndlun líkþorna og vörtumeðferð. Hafdís býður einnig upp á sérstaka meðhöndlun við fót- raka. Hafdís lauk námi í fótaaðgerða- fræði í Sandefjord, Noregi, árið 1990. Hún hefur starfað við fagið nærri óslitið síðan, m.a. við Þjón- ustuíbúðir aldraða á Dalbraut og Skólabraut á Seltjarnarnesi og hjúkrunarheimilunum Skjóli, Eir, Foldabæ og Laugaskjóli. Opið er alla virka daga frá kl. 9– 17, nema fimmtudaga frá kl. 9–13 og 17–20 og fyrsta laugardag í mánuði frá kl. 10–14, segir í frétta- tilkynningu. Ný fótaað- gerðastofa Hafdís Magnúsdóttir Íslenskir staðl- ar um öryggi upplýsinga TVEIR íslenskir staðlar um stjórnun upplýsingaöryggis verða gefnir út af Staðlaráði Íslands 15. nóvember og taka gildi 1. desember. Um er að ræða staðalinn ÍST ISO/IEC 17799:2000 Upplýsingatækni – Starfsvenjur fyrir stjórnun upplýsingaöryggis, sem er íslensk þýðing á alþjóðlegum staðli, og ÍST BS 7799-2:1999 Stjórnun upp- lýsingaöryggis – 2. hluti: Forskrift fyrir stjórnun upplýsingaöryggis, sem er þýðing á breskum staðli. Staðlarnir eru báðir upphaflega breskir og báru auðkennið BS 7799. Í inngangi ÍST ISO/IEC 17799 seg- ir meðal annars: „Upplýsingar ásamt stuðningsferl- um, kerfum og netum eru mikilvægar rekstrarlegar eignir. Leynd, réttleiki og tiltækileiki upplýsinga geta verið nauðsynleg til þess að viðhalda sam- keppnishæfni, fjárstreymi, arðsemi, hlítingu við lög og ímynd í viðskiptum. Að fyrirtækjum og upplýsingakerfum þeirra og netum steðja sífellt meiri ógnir úr ýmsum áttum, svo sem af svikum með aðstoð tölva, njósnum, spellvirkjum, skemmdarverkum, eldsvoðum og flóðum. Skaðvaldar, svo sem tölvuveirur, tölvuþrjótar og þjón- ustuáhlaup, verða sífellt algengari, ágengari og háþróaðri. Um leið og fyrirtæki reiða sig æ meira á upplýs- ingakerfi og upplýsingaþjónustu verða þau veikari fyrir þeim ógnum sem steðja að öryggi þeirra. Sam- tenging almenningsneta og einkaneta og samnýting á upplýsingabúnaði eykur vandann við að stýra aðgangi. Telja má víst að staðlarnir eigi eftir að hljóta mikla útbreiðslu á Íslandi líkt og annars staðar. Þörf fyrir leið- beiningar og handhæg verkfæri á þessu sviði er brýn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.