Morgunblaðið - 13.11.2001, Side 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
MÉR er það óskiljanlegt hvernig er
komið fyrir réttarkerfi Íslendinga.
En þar sem ég ein og sér get litlu
breytt í þeim efnum, vil ég af veikum
mætti þó tjá mig um það sem mér
helst mislíkar.
Mér virðist sem efnahagsbrot séu
þau verstu afbrot sem framin eru
hér á landi, og er ég á engan hátt að
sýta það að þeir sem fremja þau
svari fyrir misgjörðirnar. En ef þau
eru borin saman við kynferðisglæpi,
þá má segja að þau síðarnefndu séu
að mati réttarkefisins hálfgerð
prakkarastrik, sem sett eru undir
sama hatt og þeir sem keyri á of
miklum hraða, oft á tíðum eru brota-
menn búnir að leggja líf fórnar-
lambsins algerlega í rúst og þeirra
nánustu einnig.
Ég er svo heppin að börnin mín
þrjú hafa ekki orðið fyrir þeim
ófögnuði að verða fórnarlömb kyn-
ferðisafbrota manna.
En mér er spurn, hvernig stendur
á því að fólk sem fremur efnahags-
brot, fíkniefnabrot eða morð fá birt-
ar myndir af sér í blöðunum, en ein-
ungis einn brotamaður (mér
vitanlega) sem hefur framið fjölda
kynferðisafbrota gagnvart börnum
hefur fengið birta mynd af sér í fjöl-
miðlum og var það vel, og ég fagnaði
því á sínum tíma að loks gætu for-
eldrar og börn þessa lands verið bet-
ur á varðbergi gagnvart slíkum
mönnum.
Eftir að myndin birtist af Stein-
grími Njálssyni á sínum tíma kom
það í veg fyrir að hann kæmi áætlun
sinni í verk með blaðburðardreng,
því árvökul nágrannakona hafði séð
mynd af kauða og gat gert lögregl-
unni aðvart áður en stórslys hlaust
af.
Og fyrir vikið er líka sem Stein-
grímur Njálsson sé eini kynferðisaf-
brotamaður Íslands, allir þekkja
hann. En eins og við vitum er það
víðs fjarri, því miður, þeir eru svo
miklu fleiri.
Oft á tíðum sleppa þessir menn
sem dæmdir eru fyrir kynferðisaf-
brot gagnvart börnum eftir nokk-
urra mánaða afplánun og geta haldið
áfram iðju sinni óáreittir.
Foreldrar brýna fyrir börnum sín-
um að forðast ókunnuga en oft er það
ekki nóg. Og oftast koma þessir
menn vel fyrir og eru einstaklega
lagnir við börn.
Því vil ég, kæru fjölmiðlar, beina
því til ykkar að birta myndir af þess-
um mönnum, með því getum við best
hegnt þessum mannleysum sem
barnaníðingar eru.
ÞÓRDÍS ÓLADÓTTIR,
Keilufelli 25,
Reykjavík.
Birtum myndir
af kynferðis-
glæpamönnum
Frá Þórdísi Óladóttur:
ÓGNARÁSTAND hefur nú skapast
vegna hefndarárásanna á Bandarík-
in 11. september sl. Nauðsynlegt er
því að draga fram feril þess hættu-
lega ástands sem nú er upp komið og
orsök þess. Bandaríkin hafa getað og
fengið að leika lausum hala með öll
sín voða- og hryðjuverk óáreitt. Má
þar nefna og minna lítillega á stríð
eins og t.d. í Víetnam, þar sem þeir
vörpuðu eiturefnum yfir skóga og
sprengjum yfir byggðir. Þar deyddu
þeir fólk svo milljónum skipti. Auk
þessa hafa þeir verið með loftárásir á
Írak árum saman og eru búnir að
valda miklum hörmungum þar. Auk
alls þessa hafa þeir haldið uppi við-
skiptabanni á fjölda landa og valdið
þar miklum hörmungum sem bitnað
hafa á börnum og þeim sem minna
máttu sín. Yfir öllu þessu er þagað
þunnu hljóði og látið sem ekkert sé.
Allir vita nú hvernig ástandið er og
hefur verið í Ísrael og Palestínu og
rétt áður en þetta gerðist í Banda-
ríkjunum höfðu Ísraelsmenn farið
með stórvirkar vélar og skriðdreka
og rutt burtu híbýlum Palsetínu-
manna og rekið fólk út í auðnina.
Eftir þetta blasti við að eitthvað mik-
ið myndi gerast. Þótt miklar erjur
hafi verið búnar að vera svo árum
skiptir, þá var þetta kornið sem fyllti
mælinn og kallaði fram mikinn
hefndarhug. Ekki kemur þetta mál-
inu við sem gerðist í Bandaríkjunum,
hugsar fólk. Jú, því vitað er að
Bandaríkin hafa verið aðalbakhjarl
Ísraelsmanna og þeir hafa stutt þá
leynt og ljóst. Þaðan hafa þeir fengið
fjármagn og vopn.
Þegar árásin varð í Bandaríkjun-
um 11. september ruku menn upp í
ofsareiði. Þar á meðal ráðamenn og
æðstu prestar hér á landi. Þeir
glöddust svo yfir þeim voðaverkum
sem þeir létu bitna í reiði á saklausu
fólki í Afganistan. Það er fólk sem
mátti síst við því. Bandaríkjamenn
ætluðu að koma upp eldflaugavarn-
arkerfi auk sinna herstöðva vítt og
breitt og auka þar með á veldi sitt.
Að gera trúna á þá öllu æðri. Nú hafa
þeir haldið uppi sprengjukasti á Afg-
anistan með einhverri fullkomnustu
tækni á því sviði með aukinni eyði-
leggingu og hörmungum meðal
fólks. Allt þetta er gert í þágu frið-
arins að sögn þeirra og lætur fólk sér
það vel líka og ekki síst þeir sem
telja sig kristna. Fólk er nú óttasleg-
ið vegna þess ástands sem ríkir.
HILMAR SIGURÐSSON,
Boðaslóð 21,
Vestmannaeyjum.
Aðeins um ástand
heimsmála
Frá Hilmari Sigurðssyni: