Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 57
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 57
Skipholti 35 sími 588 1955
King
Koil
Ein mesta selda heilsudýnan í heiminum
Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með
King Koil heilsudýnunum.
Amerískar lúxus
heilsudýnur
Tilboð!
Verðdæmi:
King áður kr. 184.350 nú kr. 136.420
Queen áður kr. 134.900 nú kr. 99.840
Samkvæmisfatnaður
Mikið úrval
Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433
Laugavegi 24
Pantanir í síma 552 0624
Barnamyndatökur
TÖLVUNÁMSKEIÐ Í FJARNÁMI
SAMVIL EHF.
Skráning í síma 553 7768
http://www.simnet.is/samvil - samvil@simnet.is
Excel fyrir byrjendur
7.1. - 4.2. 2002
Heimasíðugerð í FrontPage
4.2. - 4.3. 2002
Bókhald fyrir byrjendur
11.2. -11.3. 2002
Word og Excel fyrir lengra komna
4.3. - 1.4. 2002
Notkun PowerPoint
8.4. - 6.5. 2002
Bókhald II
8.4. til 6.5. 2002
Word og Excel fyrir lengra komna
6.5. - 3.6. 2002
Tölvubókhald í litlum fyrirtækjum
1.5. til 31.5. 2002
HINN 11. september sl. áttu sér stað
atburðir í Bandaríkjunum, sem lengi
verða í minnum hafðir. Nokkur þús-
und saklausir borgarar voru „myrtir í
gamni utanlands“, án þess að tilefnið
væri gefið upp og án þess að ljóst
væri hver staðið hefði fyrir verknað-
inum.
Á söguöld var það kallað víg þegar
maður varð manni að bana, enda lýsti
vegandinn víginu á hendur sér að því
búnu. Var hann þá talinn maður að
meiri, þó búast mætti við eftirmálum.
Gæfi hinn seki sig ekki fram var það
nefnt morð og ekki talið til hreysti-
verka. Hinn 11. september sl. voru
því framin morð vestanhafs og það af
áður óþekktri stærðargráðu.
Forseti Bandaríkjanna birtist sam-
dægurs í fjölmiðlum, harmi sleginn
en jafnframt blindur af reiði. Talaði
um árás á Bandaríkin og að þjóðin
yrði að svara henni af fullum þunga.
Erfitt er að lá hinum valdamikla
manni, þó honum rynni í skap við
þessi válegu tíðindi. Hitt er rann-
sóknarefni, hvort að rétt er að skil-
greina atburðina sem árás á eitthvert
tiltekið ríki. Við þá skilgreiningu er
margt að athuga.
1. Sá sem stóð fyrir glæpnum er
óþekktur. Honum var reyndar
aldrei gefinn kostur á að gefa
sig fram og taka afleiðingum
gerða sinna, hvað þá að skýra
tilganginn.
2. Skotmarkið hafði mjög alþjóð-
lega skírskotun, var í raun tákn
heimsverslunar í víðum skiln-
ingi.
3. Verknaðurinn var framinn á
friðartímum án undangenginn-
ar aðvörunar.
4. Ef tala á um árás, þá beindist
hún gegn hinum vestrænu gild-
um almennt, hún beindist gegn
heimsfriðnum, gegn milliríkja-
verslun, gegn vestrænni menn-
ingu, öryggiskennd almennings
um víða veröld, jákvæðu hugar-
fari og heilbrigðri skynsemi.
Ódæði af þessu tagi á sér rætur í
illmennsku, en ofbeldi sprettur oftast
af heimsku og fávisku þess sem að
baki stendur. Góðverk er á hinn bóg-
inn ávöxtur manngæsku, vits og
skynsemi.
Þegar Bandaríkjaforseti og vopna-
bræður hans á Vesturlöndum tóku
ákvörðun um beitingu ofbeldis og
miskunnarleysis gagnvart einhverju
fátækasta ríki heims var um leið
gengið í lið með þeim sem illvirkin
frömdu í New York hinn örlagaríka
þriðjudag í september sl. Í stað þess
að koma heimsfriðnum, örygginu,
frelsinu, skynseminni og viskunni til
hjálpar var stofnað bandalag með
hinum óþekktu glæpamönnum, ill-
mennsku þeirra og heimsku. Fyrir
bragðið virðast hin góðu gildi nú
meira og minna á hverfanda hveli um
víða veröld.
Það eitt út af fyrir sig vekur spurn-
ingar að einn meintur sökudólgur
skuli geta orðið til þess að heilt land
skuli meira og minna lagt í rúst og að
heil þjóð skuli verða fyrir hans sakir
skotmark stórtækustu vígvéla ver-
aldar.
Hefur það einhvern tíma gerst í
sögunni að einn óhappamaður hafi
fundist eða unnist með því að land
hans hafi verið tekið herskildi og
byggingar þess og menning í rústir
lagðar?
Erum við í hinum vestræna heimi
vissir um að við höfum erindi sem erf-
iði austur þar?
Og ef svo ólíklega skyldi fara að að
við næðum hinum grunaða, hversu
mikill má fórnarkostnaðurinn vera í
mannslífum og öðrum verðmætum?
Árásin á World Trade Center átti
sér vissulega aðdraganda. Við Vest-
urlandabúar höfum ekki látið lífið í
Mið-Austurlöndum afskiptalaust síð-
ustu áratugina, öðru nær. Flestir eru
sammála um að afskipti þau geti
varla flokkast undir viðskipti á jafn-
réttisgrundvelli.
Margar þjóðir búa við niðurlæg-
ingu og kúgun af hálfu okkar Vest-
urlandabúa. Sá sem niðurlægir má
alltaf reikna með því að hinn niður-
lægði sé vægast sagt ótryggur vinur.
Fjöldamorðin hinn 11. september
voru þessu til sannindamerkis og
ættu frekar að vera öllu skynsömu
fólki til hugleiðingar og vitundar-
vakningar en að kalla á ofbeldisverk
framin á jafnsaklausu fólki og þeim
sem létu lífið í einhverju mesta
hermdarverki, sem framið hefur ver-
ið í mannkynssögunni.
Megi viskan koma yfir þá sem fyrir
ríkjum ráða, svo að þeir sveigi af götu
glæpanna og taki yfirvegaðar ákvarð-
anir um það hvernig samskiptum
þjóða skuli best háttað í framtíðinni.
SIGURJÓN BJARNASON,
Selási 9,
Egilsstöðum.
Hugleiðing um hryðjuverk
Frá Sigurjóni Bjarnasyni:
Í AUGNABLIKINU er ekki mjög
gaman að vera söngnemandi. Ég
hangi heima því mér er ekki hleypt
inn í skólann
minn, Söngskól-
ann í Reykjavík,
til að æfa mig og
þá skiptir engu
máli þótt ég hafi
greitt 160.000 kr. í
skólagjöld. Í hvað
skyldu þeir pen-
ingar annars
fara? Ég veit ekki
betur en þeir fari í
rekstur skólans. Er þá ekki fáránlegt
að skólahúsin séu lokuð? Ég er í senn
mjög reið og vonsvikin yfir því að tón-
listarkennarar þurfi að grípa til þess
örþrifaráðs að fara í verkfall til að fá
mannsæmandi laun.
Ég er að undirbúa mig fyrir að
taka 8. stig í söng. Prófið sem ég tek í
maí er alþjóðlegt próf því prófdóm-
arar frá „The Associated Board of
the Royal Schools of Music“ í London
koma og dæma.
Söngnám, eins og annað tónlistar-
nám, er krefjandi og í raun ertu aldr-
ei búin/n að læra söng. Það er eins og
svo margt annað; þú getur endalaust
lært eitthvað nýtt það er að segja ef
einhver er tilbúinn að kenna þér.
Nú veit ég ekki, en ég held að
margir sjái söngnám fyrir sér sem
skemmtilegt áhugamál. Vissulega er
æðislega gaman að læra að syngja en
fyrir okkur sem erum á efri stigum
söngnámsins er þetta orðið meira en
áhugamál. Við erum meira og minna í
skólanum alla daga vikunnar.
Ef við erum ekki í tímum erum við
að æfa okkur eða vinna aðra heima-
vinnu. Á morgnana mætum við í óp-
erudeild. Þar vinnum við og sviðsetj-
um óperu-, óperettu- og söngleikja-
atriði. Við stefnum að uppfærslu með
búningum og leiktjöldum undir hand-
leiðslu leikstjóra. Eftir hádegi eru
hóptímar í hljómfræði, tónheyrn,
nótnalestri og tónlistarsögu. Einu
sinni í viku mætum við í ljóða- og ar-
íudeild. Þar syngur hver nemandi eitt
undirbúið verkefni fyrir samnemend-
ur sína og kennara, sem svo leiðbeinir
í túlkun og sviðsframkomu. Þar eru
tekin fyrir íslensk og erlend ljóð, arí-
ur frá mismunandi stíltímabilum og
óperuaríur. Fyrir utan allt þetta eru
einkatímar í söng og píanóleik og
tímar með undirleikara. Góður tón-
listarflutningur er ekki tilviljun held-
ur árangur mikillar vinnu og aga.
Nú er svo komið að ein stétt kenn-
ara er látin sitja eftir í launamálum á
kostnað okkar tónlistarnema. Flestir
hafa kennararnir lært á hljóðfæri frá
unga aldri með grunnskóla, fram-
haldsskóla og svo valið að verða tón-
listarkennarar eftir að hafa stundað
strangt nám erlendis. Ef þekking
þeirra verður áfram svo vanmetin
sem raun ber vitni er ekki gott að
segja til um hversu blómlegt tónlist-
arlífið á Íslandi verður í komandi
framtíð. Íslendingum hefur alltaf
þótt gaman af að geta hreykt sér af
hæfileikaríku tónlistarfólki og alls
staðar á stórum samkomum, veislum
og ráðstefnum, er tónlistarfólk iðu-
lega fengið til að flytja einhvers kon-
ar tónlist. Eins og hún Steinunn Ólína
komst að orði í þættinum sínum um
daginn (ef ég man það orðrétt):
„Öll viljum við nú láta syngja yfir
okkur þegar við drepumst!“
Ég þarf á öllum þeim tíma að halda
sem ég mögulega get fengið með
kennurum mínum. Ég krefst þess að
samið verði við tónlistarkennara
strax svo að ekki hljótist meiri skaði
af en þegar er orðinn!
ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR,
22 ára gamall nemandi
við Söngskólann í Reykjavík.
Hvernig er að vera
söngnemandi?
Frá Elísabetu Ólafsdóttur:
Elísabet
Ólafsdóttir
Linoleum gólfdúkar
Ármúla 23, sími 533 5060
RIFJÁRN
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44 Sími 562 3614
Rifjárn
fyrir
parmesan,
hnetur,
súkkulaði
o.fl.
Verð 1.495
Ungbarnafatnaður
Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og
verðið. Allt fyrir mömmu.
Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136.