Morgunblaðið - 13.11.2001, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 59
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
SPORÐDREKI
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert vel að þér um margt
og kannt að nýta það til hins
ýtrasta. Þolinmæði er ekki
þín sterka hlið.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Gættu þess að ganga ekki til
samninga við aðra en þá sem
þú treystir og að texti sam-
komulagsins sé réttur og
tæmandi. Málið er að hafa sitt
á hreinu.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Vertu ekki of bráður á þér.
Þú munt uppskera laun þíns
erfiðis en allt hefur sinn tíma.
Vertu rólegur og skemmdu
ekkert með ótímabærum til-
tækjum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú þarft að skipuleggja
vinnutíma þinn miklu betur
því annars áttu á hættu að svo
margt fari úrskeiðis að það
setji blett á orðspor þitt.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú verður umfram allt að
vera raunsær, því þú hefur
enga stjórn á málunum, ef þú
ert ekki með báða fætur á
jörðinni. Sjáðu broslegu hlið-
arnar.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Örlæti þitt er af hinu góða, en
þú þarft að hafa stjórn á því
sem öðru. Brýnasta verkefni
þitt nú er að finna þér öfluga
vernd gegn ágangi annarra.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú ættir að fara þér hægar í
að dæma fólk. Gefðu því tíma
til þess að sýna sinn rétta
mann, því oft kemur þá annað
í ljós, en þú helst í fyrstu.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú ættir að hugsa þig tvisvar
um, ef ekki þrisvar, áður en
þú ferð út í einhverja fjárfest-
ingu. Stundum er best að
halda að sér höndum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er ekki nóg að hafa uppi
fögur fyrirheit, ef ekkert
verður úr efndunum. Vendu
þig á að segja færra og gera
meira. Þá verður tekið mark
á þér.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Gættu þess að láta ekki tala
þig til hluta, sem þú innst inni
vilt ekki, og munt bara iðrast,
ef af verður. Vertu vandur að
virðingu þinni.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Gefðu þér góðan tíma til að
velta hlutunum fyrir þér, því
þú græðir ekkert á því að
hespa þá af. Vönduð vinnu-
brögð krefjast mikils sjálfs-
aga.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Til þín verður leitað með erf-
itt erindi, en þér er óhætt að
fara eftir eigin sannfæringu
um það, hvort þú verður við
þessari bón eða ekki.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Sýndu víðsýni þegar þú ræðir
hjartans mál fólks. Þú mynd-
ir ekki sjálfur vilja láta af-
greiða sannfæringu þína sem
dellu eða ódýrt mál.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
ÆSKUÁST
Hví leitar það hljómdjúpi hörpunnar frá,
sem helzt skyldi í þögninni grafið?
Ég kalla þó aldrei þá sól úr sjá,
sem sefur á bak við hafið.
– – –
Ég er eins og kirkja á öræfa tind,
svo auð sem við hinzta dauða,
þó brosir hin heilaga Maríumynd,
þín minning, frá vegginum auða.
Sakleysið hreint eins og helgilín
var hjúpur fegurðar þinnar,
sem reykelsisilmur var ástin þín
á altari sálar minnar.
Þú hvarfst mér, og burt ég í fjarska fór,
en fann þig þó, hvert sem ég sneri,
sem titrandi óm í auðum kór
og angan úr tómu keri.
Jónas Guðlaugsson.
STÓRFENGLEGUR enda-
sprettur tryggði Erlendi
Jónssyni og Hermanni Lár-
ussyni Íslandsmeistaratitil-
inn í tvímenningi, en 40 pör
háðu úrslitarimmuna í stífri
törn um helgina og lögðu að
baki 117 spil. Þegar þremur
umferðum af 39 var ólokið
voru Hermann og Erlendur
í sjöunda sæti. Efstir voru
Reykjavíkurmeistararnir
Jón Hjaltason og Hermann
Friðriksson, sem höfðu leitt
mótið samfleytt frá 23. um-
ferð. Þriðja sætið varð hlut-
skipti þeirra Jóns og Her-
manns að lokum, en
silfurverðlaunin komu í hlut
Steinars Jónssonar og Stef-
áns Jóhannssonar.
Í löngu móti verða til
margar skrýtnar sögur. Að-
alsteinn Jörgensen og
Sverrir Ármannsson sögðu
umsjónarmanni sögu af eft-
irfarandi spili yfir súpuskál
á milli umferða á sunnudeg-
inum:
Norður
♠ 92
♥ K73
♦ ÁKG6543
♣5
Vestur Austur
♠ 3 ♠ G75
♥ 1082 ♥ 9654
♦ D108 ♦ 92
♣KG9764 ♣ÁD83
Suður
♠ ÁKD10864
♥ ÁDG
♦ 7
♣102
Aðalsteinn og Sverrir
voru í AV og Aðalsteinn
þurfti að spila út gegn sjö
gröndum (!) eftir þessar
sagnir:
Vestur Norður Austur Suður
Aðalsteinn Sverrir
Pass 1 tígull Pass 1 spaði
2 lauf 2 tíglar 3 lauf 4 grönd
Pass 5 hjörtu Pass 7 grönd
Pass Pass Dobl Allir pass
Það var mikil framför í
kerfisvísindum þegar gamla
Blackwood ásaspurningin
breyttist í „Roman Key
Card Blackwood“ þar sem
tromphjónin eru tekin inn í
svörin. En tæknin hefur
sínar skuggahliðar, ekki
síst þegar hún er á gelgju-
skeiði. Þekkt vandamál við
Roman lykilspilaspurn-
inguna er hinn meinti
tromplitur. Ef ekki er um
beina litarsamþykkt að
ræða líta sumir svo á að
spurningin eigi aðeins við
um ásana fjóra. Aðrir telja
að síðast meldaði litur sé
sjálfkrafa meðhöndlaður
sem tromp. NS höfðu hvor
sína skoðun á þessu máli.
Norður taldi að tígull væri
valinn tromplitur og svaraði
því tveimur „ásum“, en suð-
ur leit svo á að enginn litur
væri samþykktur og því
væri hann aðeins að spyrja
um hina eðalbornu ása.
Þegar sjö grönd komu til
Sverris Ármannssonar í
austur þóttist hann vita að
ekki væri innstæða fyrir
sögninni og doblaði í von
um farsælt útspil. Eftir að
hafa þaulspurt mótherjana
þóttist Aðalsteinn vita að
makker ætti ás og útilokaði
strax spaða og tígul. En
hjartaásinn gat makker vel
átt og þar eð dobl á slemmu
biður venjulega um „óeðli-
legt“ útspil ákvað Aðal-
steinn loks að spila út
hjarta!
„En sagan endaði vel,
þrátt fyrir allt,“ sagði Að-
alsteinn. „Í lokastöðunni
ákvað sagnhafi að toppa tíg-
ulinn og ég fékk síðasta
slaginn á tíguldrottningu.“
Aðalsteinn og Sverrir
fengu 36 stig af 38 mögu-
legum fyrir að taka sjö
grönd einn niður, en spilið
tók sinn toll af taugakerfi
beggja og næsta seta var
ekki eins góð!
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Mynd, Hafnarfirði
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 29. september sl. í
Fríkirkjunni í Hafnarfirði af
sr. Einari Eyjólfssyni María
Leifsdóttir og Sigurður
Ingi Guðmarsson. Heimili
þeirra er í Smyrilshólum 6,
Reykjavík.
Árnað heilla
50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 13. nóv-
ember, er fimmtugur Þor-
gils Baldursson, lyfsali,
Hafnarbraut 29, Höfn í
Hornafirði. Hann og eigin-
kona hans, Inga Jónsdóttir,
hafa af þessu tilefni opið hús
í Pakkhúsinu á Höfn laug-
ardaginn 17. nóvember kl.
17–20.
50 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 13. nóvember, erfimmtugur Jónas Vigfússon, Litla-Dal. Eiginkona
hans, Kristín Thorberg, er 53 ára sama dag. Í tilefni af 103
ára afmæli sínu bjóða þau hjónin vinum og vandamönnum að
samfagna með þeim á veitingastaðnum Álafossföt bezt í
Mosfellsbæ nk. laugardag 17. nóvember frá kl. 20–23.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f3 e6
7. Be3 Be7 8. Dd2 Rc6 9. O-
O-O O-O 10. g4 Rxd4 11.
Bxd4 b5 12. Kb1 e5 13. Be3
Be6 14. g5 Rd7 15. h4 He8
16. Bh3 Bf8 17. h5 Rb6 18.
Bxb6 Dxb6 19. g6 Db7 20.
Dg2 a5 21. Bxe6 Hxe6 22.
gxf7+ Dxf7 23. Rd5 b4 24.
Hdf1 a4 25. f4 a3 26. b3 exf4
27. Hxf4 Da7 28.
Dd2 g6 29. hxg6
Dg7
Staðan kom
upp í minningar-
móti Jóhanns
Þóris Jónssonar
sem lauk fyrir
skömmu. Stefán
Kristjánsson
(2374) hafði hvítt
gegn Guðmundi
Gíslasyni (2305).
30. Rf6+! Hxf6
31. Dd5+ Kh8
32. Hxf6 og
svartur gafst
upp enda fátt til
varnar. Evrópu-
mót landsliða stendur yfir í
Leon á Spáni. Hægt er að
fylgjast með gangi mála á
heimasíðu mótsins sem er á
slóðinni http://www.euro-
leon2001.com/.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
HERRASLOPPAR OG HERRANÁTTFÖT
Jólasendingin er komin - st. 48-60
Sendum í póstkröfuNóatúni 17, sími 562 4217Gullbrá,
HEILSUSKÓRNIR OG FLUGSOKKARNIR Í FERÐALAGIÐ
20%afsláttur15%
aflsáttur
Sjúkravörur ehf.-Verslunin Remedia í bláu húsi v/Fákafen, s. 553 6511
Kynning á
Care-designe
bómullarbrjósta-
höldurum milli
kl. 13.00 og 18.00
af flugsokkunum og
handunnu heilsuskónum,
m.a. tvær gerðir í K-breidd
Útsölumarkaður
á Langholtsvegi 130
Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 12.00-18.00
Jólamyndatökur
Hverfisgötu 50,
sími 552 2690