Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 65 10. 11. 2001 16 5 0 8 7 7 9 5 3 5 3 18 28 34 37 20Þrefaldur1. vinningur í næstu viku 07. 11. 2001 1 4 10 11 31 37 33 45 1. vinningur fór til eftirtalinna landa: Finnland 4 vinningar Noregur 1vinningur Sexy Beast Sýnd kl. 10.15. B. i. 16. Vit 284 Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal. Vit nr. 292 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Vit 295. Sýnd kl. 3.40,5.45 og 8. Vit 289. Þú trúir ekki þínum eigin augum! Hún þekkir andlit hans, hún þekkir snertingu hans, en hún þekkir ekki sannleikann  Kvikmyndir.is Saturday Night Live stjarnan Chris Kattan bregður sér í dulargervi sem FBI fulltrúinn „Pissant“ til að ná í sönnunargögn sem geta komið föður hans í tukthúsið. Hreint óborgan- lega fyndin mynd sem þú mátt ekki missa af! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 297 HVER ER CORKY ROMANO? Sýnd kl. 10. Vit nr. 304Sýnd kl. 6 og 8. Vit nr. 306 SANNKÖLLUÐ KVIKMYNDAHÁTÍÐARSTEMNING Í SAMBÍÓUNUM VIÐ SNORRABRAUT Sýnd kl. 5.40 og 8. B. i.12. Vit 290. Sýnd kl. 3.50. Vit 278 Willem Dafoe var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt. Sýnd kl. 4, 6 og 8. B.i.16 ára Vit nr. 300 SHADOW OF THE VAMPIRE Sýnd kl. 4 og 10. B.i.12 ára. Vit nr. 302 Kvikmyndir.com 1/2 DV  DV  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.10.  Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2 1/2 DV E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire SV Mbl  DV  Rás 2 Hausverkur MOULIN ROUGE! Sýnd kl. 5.45 og 8. Sýnd kl. 10. Last Orders Hinsta Óskin Sýnd kl. 10. Storytelling Sögur Sýnd kl. 8. Die Stille Nach Dem Schusse Þögnin eftir Skotið Sýnd kl. 8. Y Tu Mama Tambien Og Mamma Þín Líka Sýnd kl. 6. Deep End Kviksyndi Sýnd kl. 6. www.skifan.is 2001 kvikmyndahátíð í reykjavík 9.-18 nóvember AMNESTI INTERNATIONAL Málþing um mannréttindakennslu Í kvöld kl. 20 Litla sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is FRÆGA FÓLKIÐ vestanhafs er allt af vilja gert til að hjálpa aðstand- endum fórnarlamba hryðjuverka- árásanna þann 11. september. Á dögunum tóku nokkrar þekktar söngkonur sig saman og tóku til í fataskápunum sínum og seldu flík- ur sem þær hafa klæðst við hátíðleg tækifæri. Þó Britney Spears sé þekkt fyrir margt annað en að ganga í skjól- góðum flíkum lét hún ekki sitt eftir liggja við söfnunina enda er það víst ekki magnið sem skiptir máli heldur gæðin. Hún gaf forláta kápu sem hún klæddist á tónleikum Mad- onnu fyrr á árinu. Örlagabarnið Beyonce Knowles fetaði í fótspor stöllu sinnar og gaf kjól sem hún klæddist á forsíðu tímaritsins Vanity Fair. Þeir sem voru svo heppnir að næla sér í áðurnefndar flíkur eða aðrar sem í boði voru fengu svo í kaupbæti mynd af fyrrverandi eig- andanum í flíkinni. Auk Britney og Beyonce gáfu söngkonurnar Pink, Sheryl Crow, Gloria Estefan, Shania Twain og Faith Hill flíkur eða skartgripi til söfnunarinnar. Britney Spears er alltaf smart! Stjörnurnar gefa fötin sín Flíkur til hjálpar Reuters DRENGIRNIR í Quarashi hafa nú klætt sig upp í jakkaföt og spreytt sig á verkefni sem kemur nokkuð á óvart miðað við aldur og fyrri störf: að semja leik- hústónlist. Það er erfitt að setja samasemmerki milli rokkaða rapps- ins í Quarashi og settlegrar leikhús- tónlistar sem fyrst og fremst á að gefa í skyn og ýta undir áhrif og andrúmsloft, og því fróðlegt að sjá hvort piltarnir hafi vald á fínlegri og ljóðrænni túlkun. Hér er ekkert rými fyrir rappflæðið en fjarstæðu- kenndi þátturinn í leikverkinu gefur hins vegar ákveðið svigrúm og frelsi fyrir ýmsar áttir í tónlistinni. Farin er sú rökrétta leið að semja stef fyrir hverja og eina aðalpersónu og þau eru síðan útfærð á ýmsa vegu. Eðli málsins samkvæmt fær maður aðeins reykinn af réttunum í sjálfu leikritinu hvað tónlistina varð- ar, það heyrast brot og bútar úr lög- unum, ýmist sem undirleikur til áherslu eða sem skipting milli at- riða. Á diskinum fær maður aftur á móti að heyra lögin í fullri lengd. Mest ber á stefinu hennar Úu, per- sónunnar sem leikritið hverfist um, og það er loftkennt og dálítið trega- blandið eins og hún sjálf. Þótt Úa komi seint á sviðið og sé þar í til- tölulega skamman tíma er það lagið hennar sem heyrist í upphafi verks- ins og brot úr því heyrast í mörgum lykilatriðum sem undirstrikar tilvist hennar og áhrif á aðrar persónur. Hlutverk tónlistarinnar, að gefa í skyn og byggja upp spennu eftir því að Úa taki á sig mynd af holdi og blóði og gangi inn á sviðið, gengur því mjög vel upp. Að heyra það hins vegar í fullri lengd í ýmsum tilbrigð- um fjórum sinnum á diskinum er hins vegar of mikið af því góða og verður leiðigjarnt undir lokin. Takt- pælingarnar í „Smíðavél“ fara mjög vel saman við atriðið þegar kirkjan er sett í stand, og gaman að heyra alla útfærsluna á diskinum. Snjallt er líka hið glaðhlakkalega „Beitar- húsamenn“, þar sem viðlagið „Ba- ba-ba-úa“ gefur tengingu við þá konu sem þessir menn bera virðingu fyrir, en syndsamlega lítið fór fyrir laginu í leikritinu sjálfu. Lag hins ráðvillta Umba byggist á hægu pí- anóspili ofan á ofvirkum trommu- og bassatakti og leiðir af sér klofna og nokkuð eftirminnilega smíð. Besta lagið er „Godman Sýng- mann“ en sá karakter leyfir Quar- ashi-mönnum að gefa í og þeir út- setja hann með taugaveikluðum strengjum og kröftugum og djúpum gítarstefjum og það verður að spila þetta lag á hæsta – hroðalega flott og getur staðið fullkomlega sjálf- stætt. Það er greinilegt að þetta tæki- færi til að sökkva sér í textann og vinna meðvitað að því að ná fram til- teknum áhrifum, innan þeirra ákveðnu marka sem leikhúsið setur, hefur gefið Quarashi innblástur til að prófa nýja hluti og víkka sitt tón- listarsvið. Þótt leikritið sjálft veki manni alltof oft geispa er tónlistin fersk og áhugaverð og vel að því komin að vera sett á varanlegt form. Tónlist Ýjað að Úu Quarashi Kristnihald undir Jökli Sproti/Skífan Tónlist samin fyrir uppfærslu Borgarleik- hússins á Kristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Laxness. Höfundar tónlistar eru Sölvi Blöndal og Höskuldur Ólafsson, einnig á Gaukur Úlfarsson hlutdeild í nokkrum lögum. Flytjendur eru Sölvi (for- ritun, sömpl, hljómborð, trommur), Hösk- uldur (forritun, hljómborð, trompet, söng- ur), Gaukur (bassi), Pétur Hallgrímsson (gítar), Smári Jósepsson (gítar) og Strengjakvartett Szymons Kuran. Upp- tökur og hljóðblöndun: Sölvi, Höskuldur og Valgeir Sigurðsson. Sölvi og Hösk- uldur sáu um upptökustjórn og útsetn- ingar en Þóra Marteinsdóttir sá um strengjaútsetningar. Steinunn Haraldsdóttir Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Quarashi sýna á Kristnihaldi undir jökli að þeim er margt til lista lagt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.