Morgunblaðið - 09.01.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.01.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ E itt af spaugilegri at- riðum hins óborg- anlega áramóta- skaups í Ríkissjón- varpinu að kvöldi gamlársdags var þegar herráð forsætisráðherra afréð að fara þess á leit við dr. Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagrein- ingar, að hann klónaði nú ráð- herrann til þess að anna síaukinni eftirspurn. Vísindamaðurinn Kári tók ekki of vel í hugmyndina, enda varkárni vísindamönnum í blóð borin, en í skaupinu var Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, býsna sann- færandi og svo fór að lokum að Kári tók að sér verkið. Var síðar í skaupinu sýnt hvar Kári gekk um með Davíð nr. 2 með miklum bægslagangi en Davíð nr. 1 stóð ekki á sama um allt saman og hafði einkum áhyggjur af því að nr. 2 tæki nú upp á því að brjóta Bermúdaskálina sem fyrir var í hillu! Vitanlega var þarna um að ræða græskulaust grín, en kersknin var þó sprottin af þeirri viðleitni okkar til þess að leita sí- fellt að hæfileikaríkum ein- staklingum og leggja þeim marg- víslegar byrðar á herðar. Oft virðist fáum ætluð allt of mörg verkefni og víst er að sumir ein- staklingar eru dugmeiri og vinnu- samari en aðrir, búa yfir sannfær- ingarkrafti sem fleytir þeim yfir sker og garða, og fá einhvern veg- inn meiru áorkað en flestir aðrir menn. Svo skemmtilega vill til að ekki aðeins forsætisráðherra þjóðarinnar fellur undir þessa skilgreiningu, heldur einnig vís- indamaðurinn sem í áramóta- skaupinu var fenginn til þess að framkvæma klónunina. Já, því ekki að klóna Kára? Allt frá því Kári Stefánsson kom eins og stormsveipur inn í ís- lenskt þjóðlíf fyrir nokkrum árum eftir að hafa gert garðinn frægan sem læknir og vísindamaður í Bandaríkjunum, hefur vart sá dagur liðið að hans sé ekki getið, að góðu eða illu, í fjölmiðlum hér á landi. Hann Kári er alltaf í frétt- um – alltaf milli tannanna á þjóð- inni. Því valda ekki aðeins þau viðamiklu verkefni sem maðurinn hefur tekið sér fyrir hendur eftir að heim var komið; stofnun Ís- lenskrar erfðagreiningar og upp- bygging vísindalegrar rannsókn- arstarfsemi, heldur og hin óbeislaða framkoma, gráglettið skopskynið og alíslenskt skapferl- ið. Það er þó einkum það síð- arnefnda sem ásamt hæfileikum Kára hefur komið flestum hans hugðarefnum til leiðar, því af mót- lætinu hefur hann fengið nóg, eins og þar stendur, og barátta hans og uppbygging Íslenskrar erfða- greiningar verið hér allt annað en dans á rósum og þarf ekki að tí- unda frekar. Mér segja fróðir menn í aka- demíunni að gangi kraftaverki næst hversu margir háskóla- menntaðir Íslendingar hafa snúið heim eftir nám og störf erlendis á undanförnum árum til þess að taka þátt í uppbyggingu Íslenskr- ar erfðagreiningar undir forystu Kára. Skyndilega er Ísland sam- keppnisfært við það sem best ger- ist í öðrum löndum þegar að rann- sóknum og vísindastarfsemi kemur, hér eru launin og aðstaðan á heimsmælikvarða. Hin aukna virðing fyrir háskólamenntun og akademíunni skilar sér vitaskuld ekki aðeins til þeirra sem dag- langt starfa í hvítum sloppum með tilraunaglös í hendi, smám saman smitar virðisaukinn út frá sér og aðrar stéttir njóta góðs af. Nánast hvar sem Kári ber niður sjást framkvæmdagleði hans merki. Þannig hefur risabygging fyrirtækis hans risið á mettíma í Vatnsmýrinni, tákn um djörfung og framsýni, en við hliðina stend- ur Náttúrufræðahús hins op- inbera sem verið hefur árafjöld í byggingu og sér ekki enn fyrir endann á þeirri sorgarsögu. Á sama tíma hefur Kári fest sér lóð, eins og svo margir gera, í Skerja- firðinum og ætlar að byggja sér þar hús. En viti menn; Kári er ekki eins og aðrir menn og þess vegna mótmæla nágrannar, þeir vilja ekki að svo flott hús rísi við hliðina á hýbílum þeirra. Gott ef einn þeirra viðurkenndi ekki að meginástæða þess að hann hefði kært bygginguna væri sú að sitt hús væri eins og kofi í samanburð- inum! Við Íslendingar eigum mikið undir öflugu atvinnulífi og erlendu fjármagni. Það er þyngra en tár- um taki hve illa hefur gengið að fá útlendinga til þess að fjárfesta í ís- lensku atvinnulífi og maður veltir fyrir sér hvort öllu því opinbera fé, sem veitt hefur verið í því skyni, hafi verið vel varið. Enn er t.d. ekki útséð um stóriðjufram- kvæmdir á Austurlandi, þrátt fyr- ir að viðræður um þær hafi staðið yfir árum saman og undirritaðir fleiri samningar og fleiri vilja- yfirlýsingar en nokkur maður kærir sig um að nefna. Hér skal ekki lítið gert úr viðleitni til þess að styrkja atvinnustarfsemi á landsbyggðinni, en eftir sem áður sýnist kraftur einstaklinganna eftir allt saman vænlegri til árang- urs og hafi menn þurft frekari vitna við í þeim efnum, þá er ekki úr vegi að vísa til látlauss fundar Kára Stefánssonar með blaða- mönnum í gær þar sem hann til- kynnti um kaup Íslenskrar erfða- greiningar á bandaríska lyfjaþróunarfyrirtækinu Medi- Chem Life Science. Kaupverðið er um 8,5 milljarðar króna, sem greitt er með útgáfu nýrra hluta. Á fundinum kom fram það mat Kára Stefánssonar að vegna kaupanna megi búast við því að hingað til lands flytjist 200 til 300 störf og það strax á þessu ári. Það er nefnilega það. Varla þarf að taka fram að umrædd störf eru nær öll á sérfræðistigi, vel launuð og til þess fallin að laða hingað til lands fjölda innlendra og erlendra vísindamanna á afmörkuðu sér- fræðisviði sem annars fengju ekki störf við sitt hæfi hér á landi. Og samfélagið allt nýtur góðs af; aðdáendur Kára Stefánssonar jafnt sem andstæðingar. Þegar tveir möguleikar eru í boði hefur valið sjaldan verið jafn auðvelt. Klónum Kára Og samfélagið allt nýtur góðs af; aðdáendur Kára Stefánssonar jafnt sem andstæðingar. Þegar tveir möguleikar eru í boði hefur valið sjaldan verið jafn auðvelt. VIÐHORF Eftir Björn Inga Hrafnsson bingi@mbl.is FYRIR rúmum tveimur árum setti rík- isstjórnin á laggirnar faghópa til að vinna að rammaáætlun um nýt- ingu vatnsafls og jarð- varma. Markmið rammaáætlunarinnar er að flokka virkjunarkosti með tilliti til orkugetu, hagkvæmni, áhrifa á náttúru- og menningar- minjar og hagsmuna allra þeirra sem nýta þessi sömu gæði. Nú hefur Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, dregið í efa fagleg vinnubrögð vísindamanna og sérfræðinga í faghópunum með bréfi frá 30.10.01 til verkefnisstjóra rammaáætlunarinnar með afriti til fjöl- margra aðila sem tengjast málinu. Í upphafi bréfs forstjórans er vitnað til svokallaðrar fundargerðar með for- mönnum faghópanna bréfinu til stuðn- ings. Þessi ,,fundargerð er því miður ekki af því tagi sem menn eiga að venj- ast, þ.e. lýsing á atburðarás á fundum, hverjir mættu, hverjir töluðu og hverj- ir settu fram athugasemdir. Í ,,fund- argerðinni“ eru einungis settar á blað hugleiðingar um faghópana og er vinna þeirra gerð tortryggileg. Einnig er mönnunum sem skipa þá gerðar upp skoðanir, t.d. segir að ,,mjög stór hluti“ faghóps I um náttúru- og menningar- minjar hafi ,,lýst sig í andstöðu við virkjunarframkvæmdir á hálendinu“. Þessi fullyrðing er endurtekin í bréfi forstjórans: ,,Athygli vekur að faghópur I er mjög einsleitur og stór hluti hópsins hefur lýst opinberlega yfir andstöðu við virkjanir á hálend- inu. Slíkt dregur óneitanlega úr trú- verðugleika á að hópurinn komist að faglegri niðurstöðu.“ Mér vitanlega hefur enginn í faghópnum lagst op- inberlega gegn þeim virkjunum sem hafa verið reistar á hálendinu og ekki heldur verið á móti því að reisa þar virkjanir í framtíðinni. Jafnvel þó svo væri að vísindamaður lýsti sig með- mæltan eða andvígan tiltekinni virkj- unarhugmynd gerir það hann ekki vanhæf- an að fjalla á faglegan hátt um virkjunarkosti út frá sínu fræðasviði. Með bréfinu er vegið að vísindaheiðri þessa fólks sem undanfarið hefur lagt fram ómælda vinnu í þróun gagn- særra matskerfa sem nýst geta í framtíðinni. Faghópur I er skip- aður vísinda- og fræði- mönnum hjá Háskóla Íslands, Landbúnað- arháskólanum á Hvanneyri, Náttúru- fræðistofnun Íslands, Náttúrufræði- stofu Kópavogs, Náttúrustofu í Sand- gerði, Orkustofnun, Veiðimálastofn- un, Þjóðminjasafni Íslands, Náttúru- vernd ríkisins og sjálfstætt starfandi umhverfisráðgjafa og arkitekt. Hóp- urinn er því skipaður mönnum sem hafa mikla þekkingu á náttúrufræði og menningarminjum á Íslandi, margir eftir áratuga rannsóknir á þessu sviði. Í starfi hópsins eru virkjanakostir teknir til mats á grundvelli þeirra upplýsinga sem liggja fyrir og unnar hafa verið af Landsvirkjun, Orkustofnun og fleiri aðilum. Vinna faghóps I hefur verið kynnt fjölmörgum vísindamönnum, sem eru sammála um að tekist hafi að skapa aðferðafræði sem byggist á hlutlægu mati. Hér er um tímamótaverk að ræða þar sem náttúra og menning- arminjar eru metnar á hlutlægan hátt með aðferðum sem allir geta notað. Alrangt er, sem forstjórinn heldur fram, að um huglægt mat sé að ræða. Í ,,fundargerðinni“ og bréfi forstjór- ans er gagnrýnt að faghóparnir styddust ekki meira af reynslu ann- arra þjóða af sambærilegri vinnu. Faghópurinn kynnti sér hvort og hvernig slík vinna hafði farið fram annars staðar. Aðeins í Noregi hafa vatnsföll verið flokkuð m.t.t. náttúru- verðmæta og virkjanamöguleika. Þar er náttúru og gildi hennar einungis lýst í orðum, en ekki var þróuð að- ferðafræði þar sem hægt er að gefa einkunnir fyrir einstök viðföng og við- mið. Ég hef því trú á því að sú vinna sem faghópur I er að gera eigi eftir að vera notuð í öðrum löndum við mat á náttúruverðmætum. Skrif forstjórans bera með sér að hann áttar sig ekki á eðli þeirrar vinnu sem faghópur I hef- ur staðið fyrir. Ef til vill endurspegla þessi skrif ótta hans við að hægt verði að meta náttúru- og menningarminj- ar á fyrirhuguðum virkjanasvæðum á hlutlægan og staðlaðan hátt. Það er íhugunarefni að flestar virkjanahug- myndir, sem Landsvirkjun hefur kynnt eftir að vinnan í rammaáætl- uninni hófst, ná til friðlýstra svæða, þar sem framkvæmdavaldið sjálft hefur þegar metið náttúruverndar- gildi þeirra hátt. Þó eru enn eftir ónýtt 84% af hagkvæmri virkjanlegri vatnsorku og yfir 90% af hagkvæmri varmaorku í landinu. Hingað til hefur Landsvirkjun að- eins kynnt einn virkjunarkost í einu. Þannig er stjórnvöldum stillt upp við vegg með vísan til tímaskorts og þjóð- arhags til að ákveða einn kost. Með rammaáætlunin um nýtingu vatnsafls og jarðvarma er mögulegt að ná al- mennri sátt um virkjanakosti. Með bréfi sínu gerir forstjóri Lands- virkjunar lítið úr vinnu faghópa í rammaáætluninni. Koma verður í veg fyrir að hann bregði þannig fæti fyrir starf faghópanna. Að dreifa dylgjum um starf faghópanna á þann hátt sem forstjórinn gerir eru vinnubrögð sem hæfir ekki manni í hans stöðu. Leggst Landsvirkjun gegn rammaáætlun? Gísli Már Gíslason Virkjanir Með rammaáætlun, segir Gísli Már Gísla- son, er mögulegt að ná sátt um virkjanakosti. Höfundur er prófessor í vatna- líffræði. ÞAÐ voru góðar fréttir að verkáætlun fyrir jarðgöngin á Norður- og Austurlandi hefur nú verið sam- þykkt og að úrskurðir Skipulagsstofnunar sem lágu fyrir 17. októ- ber sl. skyldu vera já- kvæðir. Nú hafa Nátt- úruverndarsamtökin tapað orrustunni um Reyðarfjörð og Kára- hnjúka í viðureigninni við 90% Austfirðinga eins og ég sá fyrir. Héð- an af geta álversand- stæðingar aldrei staðið uppi sem sigurvegarar. Mér er enginn hlátur í huga að sjá Hjörleif Guttormsson, Ögmund Jón- asson, Ólaf Fr. Magnússon og Árna Finnsson frá Náttúruverndarsam- tökunum halda uppi pólitískum árás- um í blöðum, útvarpi og sjónvarpi á fulltrúa Landsvirkjunar, bæjar- stjórnir Austur-Héraðs, Seyðisfjarð- ar, Fjarðabyggðar og þingmenn Austurlands sem barist hafa fyrir því að Fjarðabyggð verði eitt atvinnu- svæði í formi jarðganga úr Seyðisfirði og Norðfirði inn í Mjóafjörð samhliða nýjum göngum undir Oddsskarð í stað þeirra sem standa í alltof mikilli hæð yfir sjávarmáli og eru á snjó- flóðasvæði. Til þess að öll áform um samgöngubætur í formi jarðganga auk stóriðju og virkjunarfram- kvæmda gangi eftir þarf að slá vopnið úr höndum álversandstæðinga í eitt skipti fyrir öll án þess að þeir geti hrósað sigri. Talsmenn Náttúru- verndarsamtakanna geta aldrei svarað því hvaða leiðir þeir vilji fara til þess að stöðva fólksflóttann til Reykja- víkur. Viðbrögð Hjör- leifs Guttormssonar, Ögmundar Jónassonar, Ólafs Fr. Magnússonar Árna Finnssonar og borgarstjórans í Reykjavík við þessum spurningum hafa ein- kennst af hroka, útúr- snúningi, siðblindu og fáfræði eins og fram kemur í öllum rangfærslum þeirra um atvinnu og samgöngumál Austfirðinga. Tveir fyrrverandi alþingismenn Hjörleifur Guttormsson og Kristín Halldórs- dóttir hafa sent Siv Friðleifsdóttur, starfsmönnum Skipulagsstofnunar og Landsvirkjunar illyrt skeyti í grein sem birtist í Morgunblaðinu 29. desember sl. eftir að úrskurður um- hverfisráðherra um umhverfismat Kárahnjúkavirkjunar lá fyrir. Hjör- leifur gerir sér upp miklar ranghug- myndir um atvinnumál Austfirðinga í þessari grein sem birtist undir fyr- irsögninni Ótrúverðugur úrskurður. Hjörleifur kýs frekar útúrsnúninga og málaferli en að kynna sér betur at- vinnumál Austfirðinga og um hvað úrskurður umhverfisráðherra snýst. Tilgangur fyrrverandi alþingismanns er sá að setja atvinnu- og samgöngu- mál Austurlands í pólitískt uppnám án þess að hann hafi þurft að vinna fyrir kaupinu sínu. Það skiptir álvers- andstæðinga engu máli að fasteignir á landsbyggðinni skuli vera verðlaus- ar og óseljanlegar þegar fólksflóttinn til Reykjavíkur heldur áfram. Ég hef séð alltof mikið af pólitískum árásum á atvinnu- og samgöngumál Austfirð- inga í greinum Hjörleifs Guttorms- sonar. Nú er tímabært að bæjarstjórnir Austur-Héraðs, Seyðisfjarðar, Fjarðabyggðar og þingmenn Austur- lands berjist fyrir því að vinna við virkjunar- og stóriðjuframkvæmdir auk jarðganga hefjist í kjördæminu á þessu ári. Án samgöngubóta í formi jarð- ganga auk stóriðju og virkjunarfram- kvæmda verður fólksflóttinn frá Austfjörðum til Reykjavíkur aldrei stöðvaður. Meirihluti Austfirðinga mun snúast gegn fyrrverandi alþing- ismanni og Náttúruverndarsamtök- unum þótt síðar verði. Stækkun Fjarðabyggðar í eitt atvinnusvæði er óhugsandi án þess að gerð verði jarð- göng undir Oddsskarð, Fjarðarheiði og önnur tvenn göng úr Seyðisfirði og Norðfirði inn í Mjóafjörð. Fyrr getur fasteignaverð á Austurlandi aldrei hækkað. Álver á Austurlandi Guðmundur Karl Jónsson Álversframkvæmdir Það skiptir álvers- andstæðinga engu, segir Guðmundur Karl Jóns- son, að fasteignir skuli vera verðlausar. Höfundur er farandverkamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.