Morgunblaðið - 09.01.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.01.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nú er hún amma á Grandó dáin, andlát hennar var hægt og hljótt eins og hún sjálf var. Þegar ég settist niður til að skrifa þessa kveðju, þá var það fyrsta sem kom upp í hugann þegar ég hitti hana ömmu fyrst en það var í eldhús- inu á Bárugötunni, þá var ég um tíu ára aldur, feimin en líka svolítið spennt, við vorum að eignast nýja ömmu og afa. GUÐRÚN SIGURLÍN EGGERTSDÓTTIR ✝ Guðrún Sigur-lín Eggerts- dóttir fæddist í Reykjavík 16. des- ember 1914. Hún lést á Droplaugar- stöðum 19. desem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 27. desember. Það var stór barnahóp- ur sem fylgdi henni mömmu þegar hún varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast honum stjúpa mínum Sigurði Eggerti, sem var elstur sona ömmu. Það var nú þannig að mamma varð ung ekkja með stóran barna- hóp, svo það hefur sjálf- sagt einhverjum þótt nóg um, en amma og afi tóku þessum barnahóp vel og aldrei fann maður annað en að við værum þeirra barnabörn, afi alltaf ljúf- ur og glettinn, og stutt var í stríðnina hjá honum en amma alltaf þessi hæga og rólega kona sem var ekkert að stressa sig á hlutunum. Mér er líka minnisstætt þegar þau voru flutt á Grandaveg er ég kom eitt sinn til hennar ömmu og hún spurði mig: „Hvernig stendur hann sonur minn sig í pabbahlutverkinu?“ og ég sagði henni eins og satt var að hann gæti varla staðið sig betur og það þótti henni vænt um að heyra. Síðustu árin dvaldi amma á Drop- laugarstöðum og naut hún góðrar umönnunar þar. Amma lést þremur dögum eftir áttugasta og sjöunda af- mælisdag sinn, södd lífdaga. Ég kveð þig, elsku amma, með þessum ljóðlínum: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Öllum ástvinum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Halldóra Magný Baldursdóttir. Mig langar til að minnast Sigurþórs Skæringssonar, eða afa í Þorlákshöfn eins og hann var alltaf kallaður á mínu heimili. Ég man þann dag þegar ég hitti Sigurþór í fyrsta skipti, það var þegar maður- inn minn, Herleifur sonarsonur Sig- urþórs, fór með mig í heimsókn í Þorlákshöfn að kynna mig fyrir hon- SIGURÞÓR SKÆRINGSSON ✝ Sigurþór Skær-ingsson fæddist í Hrútafellskoti í Austur-Eyjafjöllum 6. júlí 1909. Hann andaðist á Dvalar- heimilinu Lundi á Hellu 1. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Þorlákskirkju í Þor- lákshöfn 8. desem- ber. um afa. Það voru nota- leg kynni. En hann afi bjó ekki einn því hún Stína dóttir hans bjó hjá honum síðustu árin á Reykjabrautinni og fluttist með honum á Dvalarheimilið Lund. Þar bjuggu þau hlið við hlið og litu til hvort með öðru. Það er mikill missir fyrir Stínu núna þegar afi er farinn. Sigurþór var skemmtilegur maður, glaðlegur og hress og hafði mikinn áhuga á því sem barnabörn hans voru að gera. Mér er það ofarlega í minni þegar ég kom með tengdaföður mín- um á Sjúkrahús Suðurlands að heim- sækja afa. Þá hafði hann verið lagður inn einu sinni sem oftar og hafði ekki verið með mikla meðvitund og rugl- að bara, en þegar ég heilsaði honum glaðnaði yfir honum og hann sagði: „Hvernig gengur með húsið?“ en við stóðum þá í basli með húsið sem við byggðum. Elsku afi, ég kveð þig með þessum ljóðlínum: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku tengdaforeldrum, Stínu minni og öðrum ástvinum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Halldóra Magný Baldursdóttir. ✝ Sesselja Sigurð-ardóttir fæddist á Hamraendum í Stafholtstungum í Borgarfirði 15. maí 1919 og þar ólst hún upp. Hún lést 1. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurður Gíslason búfræðingur, f. 29.3. 1889, og kona hans Ólöf Ólafsdóttir, f. 13.7. 1894. Hinn 13.6. 1943 giftist Sesselja Magnúsi Kr. Guð- mundssyni kaupmanni, f. 17.8. 1917. Börn þeirra eru: 1) Ólöf, f. 23.4. 1944, og er hennar maður Hilmar E. Guðjónsson, f. 15.11. 1938. Börn þeirra eru Magnús Guðjón og Haukur. 2) Guðmund- ur Valur, f. 7.12. 1945, og er kona hans Eva Egilsdóttir, f. 15.4. 1962. Dóttir þeirra er Hildur. Börn Guðmundar frá fyrra hjónabandi eru Sesselja Hrönn og Aðalsteinn. Son- ur Evu er Egill. 3) Kristbjörg, f. 24.3. 1953, hennar maður er Axel Axelsson, f. 25.7. 1951. Börn þeirra eru Lilja Rós og Karen, en fyrir átti Axel Esther Sig- rúnu. Sesselja lauk ljós- móðurnámi frá Ljós- mæðraskóla Íslands árið 1940. Hún starfaði síðan sem ljósmóðir á fæðingardeild Landspítalans í nokkur ár, en síðan við hjúkr- unarstörf á elliheimilinu Grund og Hrafnistu í Reykjavík. Útför Sesselju fór fram frá Neskirkju 8. janúar. Tengdamóðir mín Sesselja Sigurð- ardóttir kvaddi þennan heim að kvöldi sl. nýársdags. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orð- um. Það eru tæp 30 ár síðan ég kynntist Sesselju og manni hennar Magnúsi er ég var boðinn heim í Sörlaskjólið af dóttur þeirra Kristbjörgu. Mér fannst dálítið mikið spunnið í þessi sæmdarhjón sem tóku á móti verð- andi tengdasyni með þeim hætti sem þeim var einum lagið. Mikil samskipti hafa alltaf verið á milli okkar enda Sesselja einstaklega mikil fjölskyldu- manneskja og það voru ekki síst barnabörnin sem nutu návistar og hlýju ömmu sinnar. Sesselja starfaði sem ljósmóðir og ég efast ekki um að hún hefur unnið mikið og gott starf á þeim vettvangi við stundum erfiðar aðstæður þótt ekki væri hún að mikla sig af því. Miklu frekar notaði hún þann styrk og þann andlega þroska sem hún bjó yfir til að styðja við bakið á sínu fólki og gera því grein fyrir því mikilvæga í lífinu. Þannig tókst henni að byggja upp mikilvægt samband við alla sína nánustu og efast ég ekki um að sjálfstraust okkar dætra hefur ekki minnkað eftir gott samtal við ömmu Deddu. Sesselja hafði nefni- lega margþætta og góða eðliskosti. Hún var rösk og drífandi kona og það geislaði af henni þegar best lét. Ótal minningar hrannast upp á þessum tímamótum, ekki síst minn- ingar frá þeim tímum þegar við fjöl- skyldan bjuggum í Þýskalandi. Þang- að voru þau hjón Sesselja og Magnús ólöt við að koma. Sérstaklega kemur upp í hugann ferðin sem við fórum sumarið 1976 til Rimini á Ítalíu. Þang- að keyrðum við og áttum saman frá- bært sumarfrí. Sesselja lék á als oddi sem og Magnús og höfum við oft rifj- að upp þessa ferð enda hluti hennar tekinn upp á nokkurs konar kvik- myndavél og oft verið sýndur á góð- um stundum. Kæra Sesselja, ég kveð þig með virktum og þakka þér fyrir allt. Magnúsi og öðrum ættingjum votta ég mína dýpstu samúð og virðingu. Axel Axelsson. Elsku amma mín. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín Karen. SESSELJA SIGURÐARDÓTTIR Lúllabúð var stofnuð árið 1939 og þar var síð- ast lokað dyrum árið 2000. Af þessu 61 ári vann Gunnsteinn Sigur- jónsson við verslunina í 58 ár, byrjaði fyrir fermingu og lauk þar starfsdeginum. Afi minn, Lúðvík Thorberg Þor- geirsson, stofnaði Lúllabúð og rak hana meðan hann hafði þrek og aldur til. Um langa hríð voru umsvifin mik- il, kúnnarnir allt frá forsetaembætt- inu og ráðherrum og niður í þá, sem enginn vildi þekkja og skrifa hjá nema Lúllabúð. Reksturinn gekk vel og Lúðvík, afi minn, sigaði ekki lög- fræðingum á fólk, sem átti erfitt upp- dráttar. Mest var að gera fyrir jólin, og sendingarnar frá Vetrarhjálpinni voru bornar út alveg þar til kirkju- klukkurnar hringdu á aðfangadags- kvöld. Eftir að afi lét af störfum ráku þeir Halldór, faðir minn, og Gunnsteinn verslunina. En allt á sitt upphaf og sinn endi. Byggðin í Skuggahverfinu breyttist og reksturinn í Lúllabúð dróst hægt og hægt saman, því að búðin stóð á sama stað og ný lönd voru ekki numin. Það væri of mikið sagt, að Lúllabúð hafi verið hjartað í Skuggahverfinu, meðan var og hét, en hún var stór þáttur í lífi margra. Og allan þennan tíma stóð Gunn- steinn Sigurjónsson við búðarborðið og vann fyrirtækinu af festu og dyggð. Og nú er hans hjarta líka hætt að slá. Ég þekkti Gunnstein frá því að ég man eftir mér. Flestir muna hann sem Steina í Lúllabúð. Gunnsteinn hefði ekki unnið þarna svo langan starfsdag, ef honum hefði ekki líkað vel. Og það var gagnkvæmt. Afi minn og fjölskylda okkar hafði á honum GUNNSTEINN SIGURJÓNSSON ✝ Gunnsteinn Sig-urjónsson fædd- ist í Reykjavík 31. maí 1931. Hann lést í Reykjavík 24. des- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 4. janúar. miklar mætur. Og nú vil ég fyrir hönd afa míns og fjölskyldunnar þakka fyrir þennan langa dag og þessi góðu kynni. Gunnsteinn átti sitt skjól og bestu stundir eftir eril dagsins á heimili sínu og með konu og börnum. Þeim er missirinn sárastur og þeim votta ég hluttekn- ingu mína. Lúðvík Thorberg Halldórsson. Mig langaði að skrifa nokkrar línur um Steina frænda í Lúllabúð. Mér finnst ég heyra hann segja: „Hvað ætli sé svo sem hægt að skrifa um mig?!“ Nú, það voru kannski ekki stærstu fjöll klifin eða álíka stórvirki framin, en mikið var alltaf gott að koma við hjá þér í Lúllabúðinni, þegar ég átti leið í bæinn. Rólegt og notalegt og svo fékk maður stundum mola í munninn. Svo voru það sunnudagarnir í þá daga þegar þú komst með krakkana í heimsókn inn í Skipó. Þá var oft kátt í koti og þar myndaðist vinátta milli okkar krakkanna sem hefur haldist æ síðan. Þær voru auðvitað frekar dapur- legar síðustu heimsóknirnar í Lúlla- búð, ekki þýddi lengur að keppast við stórmarkaðina. Steini byrjaði í Lúllabúð sem send- ill og vann þar ætíð síðan. Undarlegt að hann skuli sjálfur vera allur svo stuttu eftir endalok búðarinnar. Hér að lokum er svo lítil bæn sem ég held mikið upp á og er hún ekki síst handa Hönnu sem fannst hún og pabbi hennar eiga svo margt órætt. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét.) Guð blessi Steina frænda. Svala Jóhannsdóttir. EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef út- för er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina Okkur langar með nokkrum orðum að kveðja ástkæra frænku okkar hana Kristínu. Stínu í Keflavík eins og við kölluðum hana. Við minnumst heim- sóknanna í Keflavík, þar var alltaf tekið vel á móti okkur. Heimili þeirra hjóna státaði af glæsilegri handavinnu hennar. Einnig var Stína listamaður í eldhúsinu, því hún töfraði fram dýrindis krásir. Greinilegt var að Stína naut sín í fjölmenni og fannst gaman að taka á móti fólki. Þrátt fyrir mikil og lang- varandi veikindi bar Stína alltaf höf- KRISTÍN ÁRDAL ANTONSDÓTTIR ✝ Kristín ÁrdalAntonsdóttir fæddist á Ytri-Á í Ólafsfirði 19. októ- ber 1933. Hún lést á Landspítalanum aðfaranótt 29. des- ember síðastliðinn og fór útför henn- ar fram frá Kefla- víkurkirkju 4. jan- úar. uðið hátt og var mjög jákvæð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku Jói, Guðrún, Margrét og fjöl- skyldur, Guð veri með ykkur og styrki í sorg ykkar. Jóhann, Sandra og Anna Rós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.