Morgunblaðið - 09.01.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.01.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR á Ítalíu spáðu því í gær að Silvio Berlusconi forsætisráðherra myndi velja Gianfranco Fini aðstoðarforsætisráðherra í embætti utanríkisráðherra. Fini er einn um- deildasti stjórnmálamaður Ítalíu og leiðtogi Þjóðarbandalagsins, arftaka gamla fasista- flokksins. Berlusconi tók við utanríkisráðherraembætt- inu til bráðabirgða eftir afsögn Renatos Rugg- ieros vegna deilu um framtíðarhlutverk Ítalíu innan Evrópusambandsins. Ruggiero, fyrrver- andi forseti Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO), er hlynntur nánara Evrópusamstarfi og afsögn hans olli titringi í höfuðborgum Evrópu þar sem hann hefur notið mikillar virðingar vegna reynslu sinnar sem stjórnarerindreki. Berlusconi segist ætla að gegna utanríkisráð- herraembættinu í að minnsta kosti hálft ár. Öll stærstu dagblöð Ítalíu spáðu því að Fini tæki við embættinu en lögðu áherslu á að erfitt yrði fyrir hann að vera bæði utanríkisráðherra og leiðtogi Þjóðarbandalagsins. „Það er eðlilegt að aðstoðarforsætisráðherr- ann sé talinn koma til greina í embættið,“ sagði Fini í sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld. „Verði ég beðinn um að taka við embættinu þá geri ég það – ef ekki ætla ég ekki að þröngva mér í það.“ Fjölmiðlarnir sögðu að erfitt yrði fyrir Berl- usconi að gegna embættinu mjög lengi. Hann hefur þegar þurft að fresta fyrirhuguðum fundi með utanríkisráðherra Spánar, Josep Pique, sem fer nú fyrir ráðherraráði Evrópusam- bandsins, þar til í næstu viku. Fundi utanríkis- ráðherra Bretlands, Frakklands, Ítalíu og Þýskalands, sem halda átti á morgun, hefur einnig verið frestað. Berlusconi gagnrýndur Nokkrir embættismenn ESB-ríkja hafa látið í ljósi áhyggjur af brotthvarfi Ruggieros. „Helsta vandamál okkar núna er að átta okkur á hvað Ítalir vilji,“ sagði evrópskur stjórnarer- indreki. „Berlusconi segir engan vafa leika á því að Ítalir styðji nánara Evrópusamstarf en losar sig við eina ráðherrann sem er bersýni- lega hlynntur samstarfinu.“ Ítalinn Mario Monti, sem fer með auðhringa- varnir í framkvæmdastjórn Evrópusambands- ins, sagði í gær að brotthvarf Ruggieros væri mikið áfall „fyrir land sem á ekki of marga trú- verðuga þungavigtarmenn á alþjóðavettvangi“. Hann gagnrýndi einnig Berlusconi vegna nokk- urra umdeildra ummæla hans eftir að hann varð forsætisráðherra og sagði að hann yrði að skilgreina betur hlutverk Ítalíu innan Evrópu- sambandsins og móta skýrari stefnu í Evrópu- málum. Berlusconi hefur oft verið upp á kant við embættismenn Evrópusambandsins, meðal annars vegna stjórnarsamstarfsins við Norður- bandalagið, sem hefur látið í ljósi efasemdir um Evrópusamstarfið. Ýmsar yfirlýsingar Berlusc- onis sjálfs hafa valdið uppnámi, svo sem um- mæli hans eftir hryðjuverkin 11. september um „yfirburði“ vestrænnar menningar yfir menn- ingu múslíma. Hann sagði reyndar síðar að orð sín hefðu verið misskilin. Róm. AFP, AP. Gianfranco Fini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, stígur út úr bíl sínum í miðborg Rómar. AP Embættismenn í ESB-ríkjum láta í ljósi áhyggjur af afsögn Ruggieros Talið að Fini verði utanríkisráðherra AFGANISTAN mun innan fárra mánaða verða vinsæll áfangastaður hugrakkra ferðamanna, að því er ferðamálaráðherra landsins, Abdul Rahman, spáir. „Landið er nú opið ferðamönnum í fyrsta sinn í 23 ár. Margir verða for- vitnir að sjá það með eigin augum, sérstaklega þar sem það hefur verið svo mikið í sjónvarpinu að undan- förnu,“ sagði Rahman í viðtali við AFP-fréttastofuna. Kvaðst hann vænta þess að ferðamannastraumur- inn hæfist eftir þrjá til fjóra mánuði, fyrst og fremst frá Evrópu, músl- ímaríkjum og Bandaríkjunum. Nefndi hann meðal annars sem áhugaverða staði Tora Bora-fjöllin, þar sem talið er að hryðjuverkamað- urinn Osama bin Laden hafi dulist ásamt fylgismönnum sínum, og Kandahar, höfuðvígi talibana. Ferðamálaráðherrann viðurkenn- ir að mörg ljón séu í veginum fyrir uppbyggingu ferðamannaþjónust- unnar. Ennþá er barist á nokkrum stöðum í Afganistan, Bandaríkjaher heldur enn uppi loftárásum á skot- mörk í landinu og stigamenn hafa marga helstu vegi á valdi sínu. Auk þess er samgöngukerfi landsins í lamasessi, skortur er á raforku og gististaðir standast ekki alþjóðlegar kröfur. Rahman kvaðst þó fullviss um að yfirvöldum takist innan fárra vikna að tryggja öryggi ferðamanna á völdum stöðum, þar á meðal í höf- uðborginni Kabúl, Panjshir-dalnum og hinni fornu borg Herat. „Umfjöllunin [um Afganistan] í fjölmiðlum kann að vera neikvæð um þessar mundir, en nú fáum við þó allavega umfjöllun. Í yfir tuttugu ár var landið algjörlega hunsað af um- heiminum,“ sagði Rahman við AFP. AP Tveir drengir í verslun föður síns í Kabúl en þar eru seldir minjagripir, fornmunir og alls konar handiðnaður. Er verslunin við svokallað Kjúklingastræti í miðborginni en Afganar vona, að það verði fjölsótt af erlendum ferðamönnum. Á teppinu má sjá, að það er ofið í Afganistan og myndefnið nærtækt, skriðdrekar og byssur. Spáir straumi ferða- manna til Afganistans Kabúl. AFP. 6.000 araba leitað í Banda- ríkjunum The Washington Post. BANDARÍSKA dómsmálaráðu- neytið mun brátt hefja skipulega leit að þúsundum manna frá Mið-Aust- urlöndum, sem ekki hafa sinnt skip- unum um að fara úr landi. Dómsmálaráðuneytið hefur til- greint um sex þúsund unga menn frá arabalöndum, sem hafa farið huldu höfði eftir að þeim var gert að yf- irgefa Bandaríkin. Hefur ráðuneytið kunngert að handtaka þeirra fái for- gang umfram mál þeirra hundruða þúsunda útlendinga sem hunsað hafa skipanir um að fara úr landi. Menn- irnir sex þúsund eru allir frá ríkjum sem bandarísk yfirvöld telja að skot- ið hafi skjólshúsi yfir liðsmenn al- Qaeda, hryðjuverkasamtaka Osama bin Ladens, en embættismenn hafa neitað að gefa upp nákvæmlega hvaða lönd sé um að ræða. Áhyggjur af mismunun Mannréttindasamtök og hópar ar- abískra innflytjenda í Bandaríkjun- um hafa lýst áhyggjum af aðgerð- unum og segja þær sýna að barátta bandarískra yfirvalda gegn hryðju- verkum hafi leitt til mismununar fólks eftir uppruna. Hefur meðal annars verið bent á að af þeim 300.000 útlendingum sem ekki hafa sinnt skipunum um að fara úr landi séu langflestir frá löndum Suður- Ameríku. „Þetta eru vissulega viðkvæmir tímar,“ hefur The Washington Post í gær eftir Wade Henderson, for- stöðumanni samtakanna Leadership Council on Civil Rights. „En þessar aðferðir við löggæslu – að elta menn uppi á grundvelli þjóðernis en ekki grunsamlegrar hegðunar eða ábyggilegra vísbendinga – eru afar vafasamar.“ James Zogby, forseti Arabísk-am- erísku stofnunarinnar, tók í sama streng og dró í efa að það skilaði ár- angri í baráttunni gegn hryðjuverk- um að elta uppi ólöglega innflytjend- ur frá Mið-Austurlöndum umfram aðra. Benti hann á að flestir hryðju- verkamannanna sem tóku þátt í árásunum 11. september hefðu dval- ið í landinu með löglegum hætti. Embættismenn innan dómsmála- ráðuneytisins, sem The Washington Post tók tali, vörðu aftur á móti að- gerðirnar og sögðu eðlilegt að beina sjónum sérstaklega að þegnum þeirra landa sem vitað væri að skotið hefðu skjólshúsi yfir hryðjuverka- menn, í því skyni að tryggja al- mannaöryggi. Blaðið hafði ennfrem- ur eftir embættismönnunum að bandaríska innflytjendaeftirlitið hygðist herða eftirlit með ólöglegum innflytjendum hvaðanæva. Al-Qaeda- liði sprengdi sig í loft upp Kandahar. AFP. EINN af sjö arabískum stríðsmönn- um, sem verið hafa í herkví á sjúkra- húsi í afgönsku borginni Kandahar, sprengdi sjálfan sig í loft upp í gær- morgun. Talið er að arabinn hafi verið félagi í al-Qaeda, hryðjuverka- samtökum Osama bin Ladens. Maðurinn, sem er talinn hafa heit- ið Mohammad Rasool, reyndi að flýja úr herkvínni skömmu fyrir dögun í gærmorgun. Þegar verðir umkringdu hann fyrir utan sjúkra- húsið sprengdi hann sprengju sem hann hafði innanklæða. Alls voru tólf arabar fluttir á Mirwais-sjúkrahúsið í nóvember eft- ir að hafa særst í loftárás Banda- ríkjahers á flugvöllinn í Kandahar. Á þeim tíma var borgin enn höf- uðvígi talibanastjórnarinnar, en áð- ur en talibanar yfirgáfu borgina 7. desember fengu þeir aröbunum á sjúkrahúsinu í hendur vistir og vopn svo þeir gætu varið sig. Fimm arab- anna tókst að komast út úr sjúkra- húsinu í desember, fjórir þeirra komust undan en einn var hand- tekinn af afgönskum hersveitum í Kandahar. Margir stríðsmannanna eru taldir vera frá Jemen, en þeir hafa lokað sig inni á fyrrum kvennadeild sjúkrahússins og hótað að sprengja sjálfa sig í loft upp, verði reynt að handtaka þá. Ökuskírteini með rafræn- um gögnum Washington. AP. BANDARÍSKA alríkisstjórnin er farin að kanna, í samráði við yf- irvöld í einstökum ríkjum, mögu- leikana á að þróa nýja gerð öku- skírteina sem hefðu að geyma upplýsingar á rafrænu formi, þ. á m. fingraför. Handhafar ökuskír- teina í Bandaríkjunum eru alls um 184 milljónir. Sérfræðingar í öryggismálum óttast að þetta leiði til þess, að í raun verði til persónuskilríkjakerfi er geri yfirvöldum kleift að fylgjast með fólki með rafrænum hætti. Þeir sem fylgjandi eru því, að þessi nýja gerð ökuskírteina verði þróuð, segja að ef varlega verði far- ið gætu þessi nýju skírteini orðið til þess að aðvörun bærist ef grunaður hryðjuverkamaður reyndi að stíga um borð í flugvél, taka út peninga eða komast inn í landið. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.