Morgunblaðið - 09.01.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR
34 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ásdís Þorgríms-dóttir fæddist á
Grenjaðarstað í S-
Þingeyjarsýslu hinn
29. mars 1932. Hún
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
31. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru séra
Þorgrímur Vídalín
Sigurðsson, f. 19.
nóvember 1905, d.
10. júlí 1983, og frú
Áslaug Guðmunds-
dóttir, f. 25. júlí 1908,
d. 26. ágúst 1987.
Systkini Ásdísar eru Soffía Mar-
grét, f. 24.október 1933, Ragn-
heiður, f. 20. janúar 1936, d. 8.
mars 1987, og Guðmundur, f. 25.
júní 1939. Fósturbróðir Ásdísar er
Kristbjörn Jóhann Heiðar Jóns-
son, f. 9. ágúst 1948.
Ásdís bjó á Grenjaðarstað til
ársins 1944 en þá fluttist hún
ásamt fjölskyldu sinni að Staða-
stað á Snæfellsnesi. Hún las til
landsprófs í föðurhúsum við Ung-
lingaskólann á Staðastað og að
því loknu stundaði hún nám í org-
elleik við Söngskóla þjóðkirkjunn-
ar í tvö ár. Að því námi loknu var
hún einn vetur við nám í Hús-
mæðraskólanum á Ísafirði.
Ásdís kenndi við Barnaskóla
Ólafsvíkur í sjö vet-
ur og einn vetur
kenndi hún við
Barnaskóla Borgar-
ness.
Árið 1970 giftist
Ásdís Guðbjarti
Gíslasyni bónda á Öl-
keldu í Staðarsveit,
f. 1. ágúst 1931, d. 5.
júní 1984. Foreldrar
hans voru þau Gísli
Þórðarson og Vil-
borg Kristjánsdóttir
frá Ölkeldu. Börn
Ásdísar og Guð-
bjarts eru: 1) Þor-
grímur Vídalín, f. 2. febrúar 1967,
sambýliskona hans er Berglind
Þráinsdóttir og dóttir Þorgríms
er Dagbjört, f. 30. mars 1990. 2)
Vilborg Þórunn, f. 17. júní 1971.
Ásdís var húsmóðir á Ölkeldu
frá 1969–1984. Hún var virk í
starfi Ungmennafélags Staðar-
sveitar og Kvenfélagsins Sigur-
vonar og einnig var hún organisti
í Staðastaðarkirkju í mörg ár.
Haustið 1984 flutti Ásdís til
Akraness ásamt börnum sínum og
bjó hún þar síðan. Hún starfaði við
heimilishjálp hjá Akraneskaup-
stað frá árinu 1985.
Ásdís verður jarðsungin frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku amma Dída.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm,
er verður að hlíta þeim lögum.
Að beygja sig undir þann allsherjardóm,
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund,
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu gengin á guðanna fund,
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingr.)
Takk fyrir að hafa verið amma okk-
ar allra.
Dagbjört, María Mist, Elva Rut,
Sara Eir og Eiður Smári.
Þótt ég sé látinn
harmið mig ekki með tárum.
Hugsið ekki um dauðann með harmi
og ótta.
Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár
snertir mig og kvelur,
en þegar þið hlæið og syngið
með glöðum hug
lyftist sál mín upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt
sem lífið gefur
og ég tek þátt í gleði ykkar
yfir lífinu.
(Ók. höf.)
Það fraus í koppnum í piltahúsinu á
Grenjaðarstað nóttina sem Dída
fæddist þar fyrir rétt tæpum sjötíu
árum. Frostið varð þess líklega
valdandi að hún bjó við væga heyrn-
arskerðingu alla tíð og lá fremur hátt
rómur af þeim sökum. Þótt kuldinn
hafi sótt að Dídu í hlýjum móðurfaðmi
var það einmitt umhyggjan og hlýjan
sem einkenndi Dídu alla tíð. Henni
var annt um sína nánustu, þótti vænt
um sveitina sína og skipti aldrei skapi.
Ljúfustu æskuminningar okkar
eldri systkinabarna Dídu um hana
eru frá Staðastað. Þar dvöldum við
nánast öll sumur eins og heimalning-
ar hjá ömmu og afa í dýrðlegum fagn-
aði. Það varð okkur til happs að Dída
festi ekki ráð sitt fyrr en hún var
komin á fertugsaldurinn og báru hún
og Gummi bróðir hennar því tölu-
verða ábyrgð á uppeldi okkar á heit-
ustu mánuðum ársins. Ekki ber á
öðru en að þeim hafi tekist prýðilega
upp! Þegar ég hef verið að siða mín
börn til í návist Dídu minnir hún mig
ævinlega á það að ég hafi nú fengið að
borða skyr á Staðastað með guðs-
göfflunum!
Riddarinn á hvíta hestinum bjó
ekki svo fjarri Staðastað að á logn-
kyrrum dögum heyrðust þaðan ham-
arshögg, hundgá og jafnvel manna-
mál. Fyrstu árin var Dída fremur
treg í taumi enda í öruggum faðmi
prestshjónanna sem hún bar mikla
virðingu fyrir. En hún gaf tauminn
lausan um stundarsakir og skömmu
síðar kom fyrri ljósgeisli Dídu og
Badda í heiminn, Þorgrímur Vídalín.
Nokkrum árum síðar gengu þau í það
heilaga og fluttu að Ölkeldu þar sem
hinn gleðigjafi þeirra, Vilborg Þór-
unn, fæddist. Rúmum áratug síðar
kvaddi Baddi þetta líf, langt um aldur
fram.
Þótt Dída hafi búið í Staðarsveit
stóran hluta ævinnar var hún ekki
,,bóndakona“ í hjarta sínu. Segja má
að blómin hafi verið hennar ær og kýr
og notið góðs af umhyggju hennar.
Bústörfin voru í höndum annarra en
Dída bretti vitanlega upp ermarnar
þegar þess þurfti með og rúði til að
mynda rollur af kappsemi og kunn-
áttu, með bros á vör. Réttirnar eru
ævintýralegar í minningunni. Litla,
hlaðna réttin skammt frá mógröfun-
um, óstýrlátt sauðfé sem klifraði upp
á garðana eða smeygði sér í gegnum
skjálfandi og jafnvel feimnar hindr-
anir. Það var kúnst að halda hópnum
saman.
Á árunum áður en við frændsystk-
inin komum að Staðastað í humátt á
eftir farfuglunum skilst mér að Dída
hafi nánast tekið þá sveitapilta að sér
sem voru í sumarvinnu eða dvöldu
vetrarlangt í skólanum hans afa. Hún
þvoði hár þeirra, klippti á þeim negl-
urnar og sá til þess að þeir litu sóma-
samlega út. Og þeir gengu fljótt út!
Fyrir okkar tíð var Dída víst líka ansi
glúrin við að fá Gumma litla og aðra
gríslinga til að hjálpa sér að tína rusl í
landi Staðastaðar. Spennandi fram-
haldssögur, sem hún samdi jafnharð-
an, runnu upp úr henni og eyru hlust-
endanna stækkuðu og stækkuðu
samtímis því sem ruslið í Vatnsflóan-
um minnkaði. Jafnvel spóinn flögraði
bísperrtur í kringum hópinn. Dída
kunni þá kúnst að láta staðar numið á
spennandi augnablikum svo að rusla-
tínslan gæti haldið áfram degi síðar.
Forvitnin rak litlu ,,vinnumennina“ á
eftir henni. Til allrar hamingju nutum
við systkinabörnin einnig góðs af
skáldgáfu og frásagnagleði Dídu og
lítil hjörtu slógu hratt þegar drauga-
sögurnar runnu af vörum hennar. Við
kynntumst Axlar-Birni, mesta morð-
ingja Íslandssögunnar, vel á þessum
árum en hann bjó á Öxl, skammt frá
Staðastað.
Á rólegum augnablikum, yfir kaffi-
bolla, með pípu eða vindil, átti Dída
það til að halla höfðinu og klóra sér á
ákveðnum stað nærri hnakkanum.
Við börnin spurðum einskis en hvísl-
uðum hvert að öðru. Þegar hún þvoði
hár sitt í eldhúsvaskinum, klifruðum
við krakkarnir, einn af öðrum upp á
borð, og rýndum í hársvörðinn í leit
að bólu eða einhverju sem kallaði á
hið reglubundna klór.
Mér segir svo hugur um að Dída
hafi átt sína drauma um frekari
menntun og stærri sigra, utan Stað-
arsveitar. Hún hafði mikinn áhuga á
bókmenntum, var vel lesin og þótti
gaman að ræða hin ýmsu verk. Sú
mynd, þar sem hún spilar á orgelið
undir söng kirkjukórsins, kemur oft
upp í hugann. Konfektið sem Dída bjó
til úr kartöflum er ógleymanlegt og
jólin á Staðastað, þar sem stórfjöl-
skyldan kom saman, líður okkur aldr-
ei úr minni. Hvellur hlátur Dídu var
smitandi, hún hafði húmor fyrir sjálfri
sér og sló iðulega á létta strengi. Hún
lét ýmislegt eftir sér þótt henni væri
fullkunnugt um að það væri henni
ekki hollt. Síðustu árin borðaði hún til
að mynda aldrei annað en egg og
beikon sem síðbúinn morgunverð.
Ég var svo lánsamur að fá að dvelja
tímabundið hjá Dídu og Badda á Öl-
keldu þegar afi og amma fluttu frá
Staðastað. Það var ekki hægt að lifa
af heilt sumar án þess að fá að klappa
kúnum, moka flórinn, veltast um í
heyinu, keyra traktorinn, veiða í
Staðará eða sparka bolta með Öl-
keldubræðrum sem kunnu ýmislegt
fyrir sér í þeirri list. Við Þorgrímur
Vídalín, sem var bara púki á þessum
árum, hlógum lengi að því þegar við
spiluðum fótbolta fram eftir kvöldi
ásamt Gísla frænda hans sem var með
eindæmum sprettharður. Dída hafði
þann háttinn á að kalla á okkur frá
hlaðinu þegar við áttum að ganga til
náða. Kvöld eitt, þegar við þremenn-
ingarnir höfðum gleymt okkur í bolta-
sparki, kallaði Dída: ,,Koma að sofa!
Koma að drekka!“ Við hlógum okkur
máttlausa á leiðinni að bænum því
okkur fannst skondið að fara fyrst að
sofa og fá síðan kvöldhressinguna.
Þegar Baddi dó flutti Dída á eftir
foreldrum sínum upp á Akranes en
þar bjó Gummi bróðir hennar einnig.
Og býr enn. Hún undi sér vel á Skag-
anum enda búsett þar í sautján ár.
Hún hvatti börnin sín jafnan til dáða,
brýndi fyrir þeim mikilvægi þess að fá
góðar einkunnir, hafa stúdentspróf og
vera heiðarleg. Þegar Dídu fannst
Villa Tóta slá slöku við í náminu
hrökk orðið metnaðarleysi af vörum
hennar en alla jafna fetti hún ekki
fingur út í neitt. Dóttirin spýtti heldur
betur í lófana til þess að sýna móður
sinni að á þeim bæ væri metnaðar-
leysi ekki við lýði. Og fékk glæsilegar
einkunnir.
Síðasta áratuginn hafa flestar sam-
verustundir okkar Dídu verið í eld-
húsinu hennar á Vallarbraut 7. Henni
var mikið í mun að fá fréttir af sínu
fólki og var miður sín ef einhver átti
um sárt að binda. Dída fór aldrei í
manngreinarálit og átti það til að
sinna þeim sem minna máttu sín á
Akranesi. Hún var tryggur vinur og
ræddi oft um æskuvinkonu sína Lollu
frá Aðalbóli sem er næsti bær við
Grenjaðarstað. Sömuleiðis bar Sunn-
evu frá Finnlandi oft á góma en með
þeim tókst ævilöng vinátta eftir að afi
var beðinn um að hýsa finnska lekt-
orinn sem fór í langar gönguferðir um
Snæfellsnes á sínum yngri árum.
Sunneva er nú 82 ára en hún og Dída
urðu miklar vinkonur og skrifuðust
reglulega á.
Aldrei heyrði ég Dídu hallmæla
nokkrum manni enda mannvinur
hinn mesti. Hún unni Staðarsveit,
þótti vænt um fjölskyldu Badda á Öl-
keldu og fólkið í Staðarsveit. Börnin
hennar voru þó augasteinarnir en
gimsteinninn var ömmutelpan Dag-
björt. Það er sárt að missa móður og
ömmu, ekki síst góðan og tryggan vin.
En missir Dídu er engu minni. Þótt
hún muni ekki vera börnum sínum og
Dagbjörtu til halds og trausts, eins og
hún hefur ætíð verið, mun hún síður
en svo missa sjónar á þeim. Lífið er
svo miklu, miklu meira en það sem við
okkur blasir.
Þorgrímur Þráinsson.
Nú stjarna björt á himni skín og
baðar okkur geislum sínum. Hún
Dída frænka, móðursystir okkar, hef-
ur kvatt í hinsta sinn og haldið á vit ei-
lífðarfaðmsins þar sem eiginmaður
hennar, systir og foreldrar biðu henn-
ar. Stjarnan hennar Dídu hafði verið
blikandi um sinn þar sem hún barðist
við erfið veikindi sem hlutust í kjölfar
aðgerðar nú í vetur. Um tíma vorum
við vongóð um að Dída myndi ná sér
þar sem hún sýndi góð batamerki en
það var of mikið á hana lagt. Líkam-
inn gaf sig og þrótturinn þvarr. Hún
þráði hvíld og frið. Á gamlársdag
hlotnaðist henni náð og friður þegar
hún steig yfir í annan heim. Þar bíður
hennar vafalítið gæfa og gleði.
Við minnumst Dídu með söknuði,
hún átti stóran sess í hjarta okkar
allra sem til hennar þekktum. Ekki
síst fyrir það hversu hjartahlý og ein-
læg hún var. Í huga okkar systkin-
anna var Dída mjög sérstök mann-
eskja og átti engan sinn líka. Hún var
stórbrotinn karakter og hafði sitt lag
á hverju því sem hún tók sér fyrir
hendur. Hún lá ekki á skoðunum sín-
um og sagði meiningu sína yfirleitt
tæpitungulaust. Hún skammaðist
iðulega í okkur systrunum fyrir að
vera ekki gengnar út! Öll fjölskyldu-
mál voru Dídu hjartans mál. Henni
þótti augljóslega vænt um okkur
systkinin og vildi okkur vel.
Þau voru ófá skiptin sem við fjöl-
skyldan komum við hjá Dídu frænku
á Skaganum á leið okkar vestur til
Ólafsvíkur. Þá var setið í eldhúsinu og
spjallað. Dída hlustaði með ánægju á
fréttir af frændfólkinu meðan hún
reykti pípu hversdags eða sparivindil
á betri dögum.
Dída var glaðlynd kona og húmor-
ísk. Hún hafði einstakt lag á að segja
skemmtilega frá og ógleymanlegur
dillandi bjölluhlátur hennar ómar enn
í eyrum okkar. Dídu var líka margt til
lista lagt. Hún var bæði músíkölsk og
handlagin. Eigum við öll systkina-
börn hennar fallegar hannyrðir eftir
hana sem prýða heimili okkar og
munu fylgja okkur alla tíð. Lengi vel
var hún organisti í kirkjunni á Staða-
stað og eigum við ljúfar æskuminn-
ingar um Dídu töfra fram yndislega
tóna úr gamla orgelinu sínu. Mörg jól
áttum við saman þar sem hún spilaði
jólalögin og sungið var og dansað í
kringum jólatréð í sveitinni hjá ömmu
og afa á Staðastað.
Þetta eru dýrmætar minningar um
stórbrotna frænku. Frænku sem nú
lýsir upp tilveru okkar með minningu
sinni.
Elsku Dída.
Megi Guð gefa þér gæfu og gleði.
Gangi þér nú allt í haginn.
Eins og rós við yl og sól
undu sérhvern daginn.
Kæru systkin, Vilborg Þórunn og
Þorgrímur Vídalín. Megi Guð gefa
ykkur styrk í sorginni.
Leifsdætur og -synir
frá Ólafsvík.
Í dag verður jarðsungin Ásdís Þor-
grímsdóttir eða Dída eins og hún var
jafnan kölluð.
Mínar fyrstu minningar um Dídu
eru þegar ég kem fyrst á Staðastað
aðeins sex til sjö ára drenghnokki af
mölinni, þá er Dída rúmlega tvítug,
ung stúlka í blóma lífsins en á Staða-
stað átti Dída öll sín ungdómsár. Á
þessum tíma eru ungir menn farnir að
sverma fyrir heimasætunum á prest-
setrinu. Gaf hún sér þó alltaf tíma til
að sinna litla frænda sem var hálf-
uppburðarlítill svona fyrst um sinn,
kominn alla leið sunnan úr Reykjavík.
Frá þeirri stundu var Dída uppá-
haldsfrænkan, sú sem alltaf var hægt
að leita til ef eitthvað bjátaði á.
Þetta situr fast í minningunni,
hresst og gott viðmót, líflegur hlátur,
þú finnur að hugur fylgir máli, þér er
sýndur áhugi og talað við þig, hlýja og
væntumþykja, þetta einkenndi hana
Dídu.
Um miðjan sjöunda áratuginn hóf
Dída búskap með Badda á Ölkeldu I
en þar var fyrir öldruð móðir hans,
Vilborg, og Alexander bróðir hans.
Síðar naut svo elsti sonur minn, Jón
Freyr, sumardvalar og alls hins besta
sem sveitalífið hefur upp á að bjóða
hjá þeim hjónum. Enn þá minnist
hann hversu vel var tekið á móti hon-
um í alla staði og sérstaklega talaði
hann um hið góða „appelsín“ sem
fékkst á Ölkeldu og drukkið var
óspart af krökkunum, en það er
blanda af ölkelduvatni og appelsínu-
þykkni.
Ég vil þakka Dídu fyrir það sem
hún hefur gert fyrir mig og fjölskyldu
mína, ávallt sýndi hún ræktarsemi og
fylgdist með okkur og öðrum í fjöl-
skyldunni á líðandi stund. Frænka
mín var kona heilsuhraust og á besta
aldri. Þannig voru veikindi hennar og
í kjölfarið ótímabært fráfall öllum
sem þekktu Dídu mikill harmur.
Ég og fjölskylda mín vottum börn-
um Dídu og Badda, Villu Tótu, Togga
og Dagbjörtu dóttur hans og öðrum
aðstandendum samúð okkar.
Sigurður Þór Jónsson og
fjölskylda.
Elsku Dída, nú er baráttu þinni
lokið eftir mikil og erfið veikindi. Síð-
ustu vikur og mánuði háðir þú hetju-
lega baráttu fyrir lífi þínu og stóðu
Villa, Toggi og Berglind ávallt við hlið
þér eins og klettar og veittu þér styrk.
En á gamlársdag fékkst þú loks hvíld
og frið. Minningar um þig hlæjandi og
brosandi streyma fram í hugann á
þessari stundu, en þú sást alltaf
spaugilegu hliðarnar á öllu. Við
kynntumst þér betur þegar þú, Villa
og Toggi fluttuð í húsið á móti okkur á
Vesturgötunni eftir að Baddi ykkar
dó. Upp frá því var mikill samgangur
á milli fjölskyldna okkar, t.d. eyddum
við öllum jólum og áramótum saman
fram til dagsins í dag og var þá oft
glatt á hjalla, og eru þær stundir mjög
eftirminnilegar.
Þú máttir ekkert aumt sjá, hvorki
hjá mönnum né dýrum, og ávallt
gafstu þér tíma til að huga að þeim
sem minna mega sín. Alla tíð varstu
mjög mikill dýravinur og til að mynda
fannst þér aðrir ekki sýna Lubba okk-
ar nógu mikla athygli og varst þú iðin
við að lauma til hans veislufæði undir
borðið! Það var ósjaldan sem þú lagð-
ir leið þína á Vesturgötuna í göngu-
ferðum þínum um bæinn þegar eng-
inn var heima nema Lubbi og þið
fenguð ykkur kaffi og kræsingar
„saman“. Þú varst mikil hannyrða- og
blómakona og eftir þig liggja útsaum-
aðar myndir og dúkar á mörgum
heimilum. Þú varst sönn sveitakona,
gekkst um bæinn í þunnu kápunni
þinni með sjalið og vettlingalaus,
sama hvernig viðraði.
En nú ertu komin aftur í sveitina á
æskuslóðirnar og hvílir við hlið Badda
þíns.
Við systkinin og fjölskyldur okkar
þökkum af alhug samverustundirnar
sem við áttum og kveðjum þig hinsta
sinni.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Villa, Toggi, Berglind og
Dagbjört, við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð. Megi Guð vera með
ykkur og styrkja á þessari sorgar-
stundu.
Elsku Dída, hafðu það gott í sveit-
inni.
Hallgrímur, Þórólfur
og Áslaug.
Dagur líður, fagur, fríður
flýgur tíðin í aldaskaut.
Daggeislar hníga, stjörnurnar stíga
stillt nú og milt upp á himinbraut.
Streymir niður náð og friður,
nú er búin öll dagsins þraut.
(V. Briem.)
Gamlársdagur runninn upp, loka-
dagur Ásdísar Þorgrímsdóttur hér á
þessari jörð. Ásdís var ætíð kölluð
Dída, af mér og minni fjölskyldu Dída
frænka.
Ævi manns sjálfs tengd ýmsum
minningum og margar eru minning-
arnar. Dída var meyja, móðir, amma,
kona og barn.
ÁSDÍS
ÞORGRÍMSDÓTTIR
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.