Morgunblaðið - 09.01.2002, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÉG HEF yfirleitt mjög gaman af
því að fara með konunni minni í
verslanir, þótt karlmaður sé, en
gamanið hverfur eins og dögg fyr-
ir sólu, þegar hún tekur stefnuna á
fata-, skó- og snyrtivöruverslanir.
Ekki má skilja orð mín þannig að
ég sé á móti því að konan mín fari
í þessar verslanir og versli, nei,
það er ekki málið, það sem breytir
ánægju minni yfir í leiðindi þegar
við förum í ofangreindar verslanir
er það að það vantar alla aðstöðu
fyrir okkur karlmennina í þessum
verslunum. Þegar farið er í slíkar
verslanir þá þurfa þessar elskur að
fá nægan tíma til að skoða og máta
og sýna okkur hvað þær eru að
spá í að fá sér. En það er þannig
með mig að ég verð bæði leiður og
óþolinmóður, og af þeim ástæðum
áhugalaus fyrir því sem konan er
að skoða í þessum verslunum. Þeg-
ar ég lít í kringum mig og fylgist
með öðrum karlmönnum þá er al-
veg það sama uppi á teningnum
hjá þeim, þeir eru í sama hugar-
ástandi og ég í þessum verslunum.
Og, ágætu verslunareigendur,
hver ætli nú ástæðan sé fyrir þess-
um leiðindum okkar karlmannana í
verslunum þegar við komum í
verslanir ykkar með konum okkar?
Jú, það er algjört aðstöðuleysi fyr-
ir okkur karlmennina í verslunum
ykkar (flestallra). Við karlmenn-
irnir þurfum að standa upp á end-
ann þegar í verslanirnar erum
komnir og erum jafnvel að þvælast
fyrir þeim konum sem eru að spá
og spekúlera í hvað skuli kaupa.
Það fyrsta sem ég geri þegar inn
kemur er að leita að stól eða kolli
til að tylla mér á, en sú leit ber yf-
irleitt alls ekki árangur. Eitt sinn
tyllti ég mér niður á stól í skóbúð
og var litinn hornauga þar sem ég
„bara“ sat en var ekki að máta
skó.
Ágætu verslunareigendur, mig
langar að benda ykkur á að mjög
stórt atriði varðandi þetta mál er
það að við karmenn viljum að kon-
ur okkar fái þann tíma sem þær
þurfa til að versla hjá ykkur og
óþolinmóður eiginmaður/kærasti
veitir þeim ekki þann tíma nema
síður sé, auk þess sem þær verða
stressaðar, og í versta falli fyrir
ykkur, nenna þær ekki að fara í
þessar verslanir ef við karlarnir
erum með.
Að ofansögðu fer ég fram á það
við ykkur, ágætu verslunareigend-
ur, að þið komið upp aðstöðu fyrir
okkur karlmennina í verslunum
ykkar, með jafnvel dagblöðum og
kaffitári.
Það er ekki síður ykkar hagur.
Það má vera að einhverjir karl-
menn fussi og sveii við þessari
málaleitan minni við ykkur en ég
er viss um að þeir eru í miklum
minnihluta og myndu jafnvel
breyta afstöðu sinni ef aðstaða
væri fyrir okkur í verslunum ykk-
ar.
Með ósk um gleðilegt ár og fyr-
irfram þökk.
EINAR GUNNLAUGSSON,
tækniteiknari.
Opið bréf til kven-
fata-, skó- og
snyrtivöruverslana
Frá Einari Gunnlaugssyni:
Verslunareigendur ættu að sjá sóma sinn í því að sjá örþreyttum eig-
inmönnum fyrir sætum á meðan konurnar una sér við innkaupin.
Alltaf á þriðjudögum