Morgunblaðið - 09.01.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.01.2002, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 31 KRINGLAN s. 533 1730 30-60% afsláttur OPIÐ TIL KL. 21:00 FIMMTUDAGA ÚTSALAN hefst í dag kl. 10.00 ENDA þótt postulum hinnar svokölluðu grisj- unarkenningar hafi sem betur fer fækkað á und- anförnum árum eru nokkrir enn á ferðinni eins og tvær greinar Kristins Péturssonar, sem birtust í Morgun- blaðinu í desember sl., eru glöggt vitni um. Hinni fyrri þessara greina svar- aði Gunnar Stefánsson tölfræðingur skilmerki- lega í Mbl. þriðjudaginn 18. desember en eins og seinni grein Kristins, sem birtist í Mbl. föstudaginn 28. desember, ber með sér hafði grein Gunnars viðlíka áhrif á skoðanir Kristins og þegar vatni er skvett á gæs. Í svari sínu við grein Gunnars kemur Kristinn víða við, en lokanið- urstaðan er sú að við aukna hvala- gengd á seinni hluta síðustu aldar og almennt hallæri til sjávarins eftir kólnunina 1965–1972 hafi náttúruleg dánartíðni þorsks aukist mjög. Þess vegna hefði sókn umfram þá sem stunduð var seinustu seinustu 30 ár- in skilað meiri þorski á land en raun- in varð. Hins vegar sýna öll þau gögn sem ég hef séð að áratugum saman hefur þorskstofninn verið grisjaður langt umfram þarfir og lífsins ómögulegt að skilja þá röksemd Kristins að aukið veiðiálag sé það sem þorskstofninn þarf til að bragg- ast. Í seinustu Morgunblaðsgrein Kristins hjó ég sérstaklega eftir tvennu. Annað var ábending um að skoða þróun þorskstofnsins og veiði- álags á honum með keðjumeðaltöl- um. Hitt atriðið snýst um breytingar á veðurfari og aðstæðum á Íslands- miðum seinustu 4 áratugina. Árið 1994 útbjó ég keðjumeðaltöl, eins og Kristinn kallar eftir, vegna fyrirlesturs um þró- un þorskstofnsins sem ég hélt við Há- skólann í Björgvin í Noregi. Þessi fyrir- lestur var birtur í Riti Fiskideildar 1997 og hefur verið aðgengilegur hverj- um sem vill síðan. Það er með ólíkind- um þegar fólk sem talar og skrifar mik- ið um sjávarútveg skuli ekki hafa fyrir því að kynna sér til- tæk gögn og skrif um það sem fjallað er um. Og skiptir þá auðvitað engu hvort viðkomandi er sammála því sem hann hefur lesið eða ekki. Mynd 1 sýnir áðurnefnd keðju- meðaltöl fyrir veiðistofn, fiskveiði- dauða, nýliðun og hrygningarstofn, sem hafa verið uppfærð til ársins 2000. Vegna þess að þetta eru 5 ára keðjur byrja þau 1930 og enda 1998, enda þótt grunngögnin taki til tíma- bilsins 1928–2000. Efri hluti mynd- arinnar sýnir veiðistofninn annars vegar og veiðidauðann sem hlutfall af veiðistofni hins vegar, en á neðri hluta myndarinnar eru 5 ára með- altöl nýliðunar og hrygningarstofns. Eins og glögglega sést var veiði- álagið lítið (10–20%) fram um 1950 en jókst síðan hröðum skrefum og var komið í tæp 40% upp úr 1970. Aftur slaknaði á veiðiálaginu á seinni hluta 8. áratugarins vegna útfærslu landhelginnar. En það stóð ekki lengi og um 1989 var veiðidauðinn aftur kominn í 40% og hefur verið á bilinu 30–40% síðan. Allan þennan tíma (1950 til aldamóta) minnkaði veiði- og hrygningarstofninn jafnt og þétt ef undanskildir eru 3 toppar sem stafa af góðri nýliðun á fyrri hluta 7. áratugarins, seinni hluta 8. áratug- arins og árgöngunum 1983 og 1984. Ef við horfum fyrst á nýliðunina og síðan á hrygningarstofninn 7–9 árum seinna, eins og gefið er til kynna með örvunum á neðri mynd- inni, sést að hin góða nýliðun 1945 og á árunum 1949–1951 hélt uppi bæði veiði- og hrygningarstofni um langt skeið. Eftir það eru þrír nýliðunar- toppar, þ.e. á fyrri hluta 7. áratug- arins, seinni hluta þess 8. og loks vegna árganganna 1983 og 1984. Ný- liðunartopparnir hafa sífellt minni áhrif á stærð hrygningarstofnsins í fyllingu tímans og sá seinasti nánast engin. Á sínum tíma börðumst við á Hafrannsóknastofnun fyrir því að nýta 1983 og 1984 árgangana til þess að byggja upp þorskstofninn, en af ýmsum ástæðum var lítið á það hlustað og þessir árgangar nánast þurrkaðir út áður en fiskurinn náði kynþroskaaldri. Báðir hlutar myndarinnar sýna að seinustu áratugina hefur verið sótt of harkalega í þorskstofninn. Afleiðing- in er sú að veiðistofninn er orðinn alltof lítill, jafnvel þótt aðeins sé litið til hagkvæmni veiðanna. En hið mikla veiðálag hefur einnig haft aðr- ar og miklu alvarlegri afleiðingar. Hrygningarstofninn er orðinn mjög lítill og hefur auk þess yngst og orðið einsleitari að aldurssamsetningu. Að undanförnu hefur margoft komið fram að minni hætta er á lélegri ný- liðun þegar hrygningarstofninn er stór og margir árgangar standa að hrygningunni. Þetta er vegna þess að við slíkar aðstæður hrygnir þorskur yfir lengra tímabil og stærra svæði og meiri líkur eru til þess að einhver hluti seiðanna komist til full- orðinsára. Við þurfum að ná þorskstofninum mikið upp miðað við stöðu hans í dag. Það er nokkuð ljóst að hér er um að ræða veiðistofn upp á 1,5–2 milljónir tonna og hrygningarstofn í samræmi við það. Þetta er nálægt þreföldun miðað við seinustu Ástandsskýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar og tvöföldun ef vera skyldi að „týndu sauðirnir“ kæmu í leitirnar. En þangað til það gerist verður að telja þann fisk algeran vonarpening. Kristinn gerir mikið úr breyttum umhverfisaðstæðum til hins verra á Íslandsmiðum síðan kuldakastið mikla reið yfir árið 1965. Kuldaskeið- ið hafði mikil áhrif til hins verra, einkum að því er varðar ýmsar átu- tegundir og síld, en einnig á vöxt og viðgang annarra nytjastofna. En þetta ástand varði ekki lengi og enda þótt ekki hafi hlýnað til jafns við það sem var á tímabilinu 1920–1964 hef- ur ekki verið nándar nærri eins kalt í veðri (og líklega sjó einnig) og var á seinustu áratugum 19. aldar og fram um 1920. Seinustu 3 árin hefur sjór á Íslandsmiðum raunar verið ámóta hlýr og saltur og var á hlýviðris- skeiðinu 1920–1964. Að lokum þetta: Ég hef aldrei skil- ið hvernig þeir menn hugsa sem virð- ast trúa því að hægt sé að sækja harkalega í þorskstofninn án þess að það komi niður á hrygningarstofnin- um. Vegna þess að ekki er hægt að smala þorski og rétta eins og fé af fjalli, er gersamlega ómögulegt að vinna með þorskstofninn á þennan hátt. Eina leiðin er að hægja á ferð- inni eins og bent var á varðandi ár- gangana frá 1983 og 1984. Ef það hefði verið gert stæði þorskstofninn betur en raun ber vitni. Við verðum að taka mið af því slysi þegar nýjustu árgangarnir koma inn í veiðistofn- inn. Það hafa verið gerðar alveg nógu margar grisjunartilraunir varðandi þorsk á Íslandsmiðum. Þarf enn að grisja þorskstofninn? Hafrannsókn Við þurfum að ná þorsk- stofninum mikið upp, segir Hjálmar Vilhjálmsson, miðað við stöðu hans í dag. Höfundur er fiskifræðingur. Hjálmar Vilhjálmsson ÉG VAR ein þeirra sem lögðu leið sína í Íslensku óperuna á haustdögum til að sækja málþing um stöðu hennar, framtíð og ekki síst framtíðar- húsnæði. Margt fróðlegt kom þarna fram og mæltist mörgum vel. Kynnt var fyrirhugað tónlist- arhús sem einnig verð- ur hótel og ráðstefnu- höll. Hin glæsilega Sinfóníuhljómsveit landsins fær loks tæki- færi til að flytja tónlist hér á landi í húsi sem er henni samboðið en sama verður ekki sagt um íslenska óperusöngv- ara. Margir töluðu fyrir því á þessu málþingi að óperan yrði í nýja tón- listarhúsinu og studdu mál sitt á sannfærandi hátt, en ljóst er að sú verður ekki raunin. Menn virtust á einu máli um að ekki yrðu byggð tvö slík tónlistarhús hér á landi. Fengi óperan ekki inni í þessu nýja húsi, sæti hún föst í núverandi húsnæði Íslensku óperunnar um ófyrirséða framtíð. En er það endilega svo? Þegar menn voru að líta í kring- um sig eftir heppilegu húsnæði fyr- ir Listaháskóla Íslands á sínum tíma bauðst bæjarstjórn Hafnar- fjarðar til að byggja yfir hann á hafnarsvæðinu í miðbæ Hafnar- fjarðar. Því tilboði var ekki tekið. Eftir umrætt málþing fékk ég hug- mynd sem ekki hefur látið mig í friði síðan og hún er sú, að byggt verði óperuhús við höfnina í Hafnarfirði og leikhús verði undir sama þaki. Nú liggur fyrir skipulag hafnar- svæðisins í Hafnarfirði og rétti tíminn til að taka stórhuga ákvörð- un er núna. Tónlistar- hús blómstra víðar en í Reykjavík eins og dæmin sanna. Ég skora á stjórn- völd, aðstandendur Ís- lensku óperunnar, söngvara og aðra óp- eru- og listunnendur að láta í sér heyra. Þegar ein leið lokast er bara að finna nýja og hún gæti reynst mun farsælli þegar til lengri tíma er litið en sú sem brást. Þess utan er naum- ast hægt að hugsa sér fallegra um- hverfi fyrir óperuhús en á þessum bletti í Hafnarfirði. Óperuna í Hafnarfjörð Þórunn Sigþórsdóttir Höfundur er söngkona. Tónlistarhús Hugmynd mín er sú, segir Þórunn Sigþórs- dóttir, að byggt verði óperuhús við höfnina í Hafnarfirði og leikhús verði undir sama þaki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.